Morgunblaðið - 04.08.1988, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
St)örnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Árið framundan hjá Ljóni. í
dag ætla ég að fjalla um árið
framundan hjá Ljóni (23.
júlí—23. ágúst). Einungis er
miðað við sólarmerkið óg því
* geta afstöður á aðrar plánet-
ur hjá einstökum Ljónum
einnig haft sitt að segja.
Heldur rólegt ár
Þær plánetur sem verða
sterkar hjá Ljónum á næsta
ári eru Júpíter og Plútó,
—— Júpíter myndar spennuaf-
stöðu úr Nauti og Plútó úr
Sporðdreka. Satúmus, Úran-
us og Neptúnus verða hins
vegar hlutlausar á árinu.
Kringum áramótin
Júpíter verður aftast i Nauti
í des. 1988, og síðan í janúar
til mars 1989 og myndar
spennuafstöðu á Sól þeirra
sem eru fæddir frá 19.-23.
ágúst.
Júpíter
Það má segja að þegar Júpít-
er sé annars vegar muni þörf
fyrir að víkka sjóndeildar-
hringinn aukast. Hann hefur
•a^þau áhrif að ný boð berast
' til vitundarinnar, öll hugar-
starfsemi verður mikilvægari
og hugmyndaflugið eykst.
Afleiðing er sú að augu
Ljónsins opnast fyrir því að
lífið hefur upp á fleiri mögu-
leika að bjóða en augun höfðu
áður numið. Forvitni verður
sterkari en áður og framandi
staðir virðast meira heillandi
en mörg undanfarin ár.
Útþrá
A, Á þessu tímabili verður ekki
gott fyrir Ljónið að einbeita
sér að þröngum og afmörk-
uðum viðfangsefnum heldur
er hreyfing, frelsi og svigrúm
æskilegt. Það verður tími
fyrir ný ætlunarverk, þó ekki
sé nein sérstök orka til rót-
tækra breytinga.
Fœkkaö í hiröinni
Plútó verður síðan sterkur í
korti þeirra Ljóna sem eru
fædd frá 2. til 8. ágúst, allt
næsta ár. Honum fylgir þörf
fyrir að komast dýpra en
áður í viðfangsefni sín. Ljón-
ið mun því að vissu leyti loka
á umhverfí sitt og skera hirð-
ina niður við trog, ef svo má
að orði komast. Þau hirðfífl
sem ekki segja nógu sannar
og góðar sögur verða síðan
sett í gapastokkinn. Væru-
kærir ráðgjafar víkja og inn
verða kallaðir djúpvitrir
spekingar: Því nú þarf kon-
ungurinn að hreinsa til og
framkvæma ætlunarverk sín
án undanbragða. Það má því
segja að næsta ár verði ár
hreinsunar og djúprar ein-
beitingar fyrir Ljónin fædd
frá 2.-8. ágúst.
Mars .
Að lokum er rétt að geta
stöðu Mars á næsta ári, en
hann hefur með framkvæmd-
*^ir að gera, eða orku og drif-
' kraft. Hann verður I Hrút
fram til 20. janúar 1989, sem
veit á gott fyrir athafnasemi
Hrútsins, en táknar fyrir
Ljónið að því ætti að ganga
vel að athafna sig. Um
ákveðna mýkt verður að
ræða, án þess að orkan sé
teljandi sterk eða spennt.
Athafnasemi
Frá 20. janúar—11. mars
1989 verður Mars í Nauti
sem ætti að vera stressað en
kraftmikið athafnatímabil
fyrir Ljónið. I apríl og maí
og fram til 17. júní verður
hann í Tvíbura og Krabba
sem veit á mýkra og afslapp-
aðra flæði í orkunni, og jafn-
framt minni athafnasemi.
Frá og með 17. júní og út
júlí verður Mars síðan í
Ljónsmerkinu. Það ætti að
~*“era kraftmikill og góður at-
hafnatími fyrir öll Ljón.
GARPUR
GRETTIR
V/P Æ.TTOM \
KAKJNSKI að )
\JET2A HLJÖP-y
IR.06 LOFAríf
HOHUMAOyf,-
HVIÍASJÁJ \\
EBA \/IB 6ET-
UM SNOOAÐ
TOMMI OG JENNI
LJOSKA
J ÉG A i HEIUA\KL.UM
VANP/l /VtEB pRIPTAEIGlN
/tAAMMIKIN /V11NN
CCDHIM AMH
1- bKUIIMAIMU —T ' P—.1
s) 198?Uniied FealuTSynOicale. Inc . ...
SMAFOLK
Afsakaðu, en það er erf-
itt að slá þá beint á
þig...
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Flestir grandsamningar eru
kapphlaup vamar og sagnhafa
um að fría liti. Vömin fær að
byija og stendur að því leyti
betur að vígi. Á hinn bóginn á
hún oftar við samgangsörðug-
leika að etja — verður á undan
að brjóta lit, en innkomu vantar
til að taka á fríspilin. Þennan
vanda er stundum hægt að
leysa:
Norður gefur; enginn á hættu.
Vestur
♦ D5
♦ 109542
♦ 87
♦ 10873
Norður
♦ ÁG6
¥Á8
♦ KG9652
♦ G5
Austur
♦ 10983
♦ KG6
♦ ÁD4
♦ K96
Suður
♦ K742
♦ D73
♦ 103
♦ ÁD42
Vestur Norður Austur Suður
— 1 tígull Pass 1 spaði
Pass 2 tíglar Pass 2 grönd
Pass Pass 3 grönd Pass Pass
Útspil: hjartafjarki (fjórða
hæsta).
Sagnhafí lætur lítið hjarta úr
borðinu og með fyrirhyggju í
fyrsta slag getur austur rutt sér
braut yfir á hönd makkers. Hann
verður að láta gosann! Og vera
fljótur að því.
Suður drepur á drottninguna
og svínar fyrir tíguldrottningu.
Austur á slaginn og spilar nú
hjartakóng. Og bíður rólegur
með tígulásinn og smáhjarta.
Þetta er ekki erfið vöm —
eftir á að hyggja. Við borðið
hættir spilurum hins vegar til
að gera það sjálfsagða í fyrsta
slag og byija svo að hugsa. Sem
er mjög oft of seint.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlega mótinu i Sochi í
Sovétríkjunum í fyrra var þessi
stutta skák tefld: Hvítt: Andonov,
Búlgaríu, Svart: Lputjan, Sov-
étríkjunum, Réti byijun. 1. Rf3 —
d5 2. c4 — dxc4 3. Da4+ — Bd7
4. Dxc4 - e6 5. d4 - b5 6. Dc2
- Ra6 7. a3 - c5 8. dxc5 -
Rxc5 9. Be3 - Hc8 10. Rbd2 -
Rf6 11. g3 - Dc7 12. Bd4??
12. — Rd3+! og hvítur gafst upp,
því hann getur aðeins valið um
að gefast upp og tapa drottning-
unni.