Morgunblaðið - 04.08.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
35
Hrefna Sigurjóns-
dóttir - Minning
Fædd 11. mars 1907
Dáin 16. júlí 1988
Dyggðug manns kona er sú ein,
eign sem af flestu ber.
Blíðlynd, þolinmóð, hjartahrein,
hússins sönn prýði er.
Hvort getur hér nokkurt meira mein,
en missa hana úr faðmi sér.
Þetta brot úr minningarkvæði
Hjálmars Jónssonar frá Bólu um
konu sína látna, kom upp í huga
minn er ég heyrði lát Hrefnu Sigur-
jónsdóttur, Barmahíð 53, þeirrar
hjartahreinu, fómfúsu og hógværu
konu. Fráfall hennar er eiginmanni
hennar, og ættmönnum öllum og
vinum, mikill og sár harmur. Hrefna
lést hinn 16. júlí sl. á Borgarspít-
alanum, eftir stutta sjúkdómslegu.
Hún var alla ævi heilsuhraust og
alltaf sístarfandi á heimili sínu og
að félags- og áhugamálum sínum.
Hún tók mikinn þátt í félagsstörfum
kvenfélags Háteigssóknar og var
einn af stofnendum þess, en það
var stofnað 1953. Margvíslegum
störfum í þágu þess sinnti hún af
miklum áhuga og dugnaði og af
ósérplægni vann hún marga pijón-
aða og heklaða muni fyrir basar
félagsins og var alltaf virkur þátt-
takandi í kaffi- og kökusölu kvenfé-
lags sóknarinnar, sem alltaf var til
fyrirmyndar sem sérstaklega mynd-
arlega og rausnarlega frambomar
veitingar. Þessa vinnu og fram-
reiðslustörf vann hún af gleði og
fómfysi og átti miklum vinsældum
að fagna hjá samstarfskonum fyrir
sína hógvæm framkomu, fórnfýsi
Fæddur 27. nóvember 1922
Dáinn 9. júl£ 1988
Þeir sem vanið hafa komu sína
á Umferðarmiðstöðina hafa eflaust
oft séð þar þunnhærðan mann í
hærra lagi á sjötugsaldri, rabbandi
yfir kaffibolla við kunningja sína.
Ingólfur Þorsteinsson hét maður-
inn. Ingólfur fæddist að Skerseyri
við Hafnarfjörð. Foreldrar hans
vom Þorsteinn Brynjólfsson og Sól-
borg Guðjónsdóttir. Ingólfur lét sér
mjög annt um móður sína síðustu
æviár hennar, hvort sem var heima
fyrir eða á Elliheimilinu Gmnd og
sýndi þar með best hvemig maður
hann var.
Frá barnsaldri stríddi Ingólfur
við bakveiki, sem olli því að hann
varð að velja sér störf við hæfi
þótt annað hefði hann sjálfsagt
kosið. Hann vann, svo eitthvað sé
nefnt, hjá Geir Gunnlaugssyni í
Eskihlíð, á Keflavíkurflugvelli og
Ágústi Sigurðssyni á Skólavörðu-
stíg, við innrömmun mynda. Sú
vinna átti áreiðanlega vel við Ing-
ólf enda mjög handlaginn maður,
seinast vann Ingólfur í rammagerð-
inni Ásbúð.
Bakveikin ágerðist svo að Ingólf-
ur treysti sér ekki til að vinna meir.
Hann var því á sjúkrastyrk síðustu
ár lífs síns. Ingólfur kvæntist aldr-
ei.Ingólfur var gamansamur og því
vinsæll meðal félaga sinna. Vissu-
lega gat hann stundum verið gagn-
rýninn og hitti þá gjaman í mark.
Snemma síðastliðinn vetur kenndi
Ingólfur fyrst krabbameinsins er
varð hans bani. Seinustu mánuðina
dvaldi hann hjá Maríu E. Jónsdótt-
ur, Njálsgötu 30b, og undi hag
sínum eftir atvikum vel. Hann lést
strax eftir að hann kom á Borg-
arspítalann, aðfaranótt hins 9.
þessa mánaðar. Ég votta ættingjum
hins látna mína innilegustu hlut-
tekningu vegna fráfalls hans. Bless-
uð sé minning hans.
Eyvindur G. Friðgeirsson
og dugnað. Einnig vann hún á veg-
um sóknarkvenna mikið sjálfboða-
starf í Lönguhlíð 3 við starfsemi
sem þar er rekin til þjónustu við
aldraða í sókninni sem sannarlega
er til fyrirmyndar. Hún var þar
hugljúf öllum, enda taldi hún það
skyldu sína, að gera eitthvað í þágu
hinna öldruðu, einnig mat hún mik-
ils þann góða samfélagsanda og
samstarf er þama ríkir.
Hrefna var heilsteypt og trúuð
manneskja, sem fylgdi sannfæringu
sinni eftir með athöfn, sótti kirkju
sína og þjónaði henni og sýndi þann-
ig trú sína í verki. Hún var ávallt
boðin og búin að gera það sem
gera þurfti og lá aldrei á liði sínu.
Hún skildi að gildi, undur og dýrð,
góðra verka og skapandi, er gróska,
vöxtur og lífshamingja og að í ár-
angri góðverkanna er sannleiki
veruleikans og tilverunnar fólginn.
Líf okkar öðlast þá fyrst gildi er
það verður oss sjálfum og öðmm
til blessunar.
Hrefna er ættuð úr Eyjafirði,
fædd 11. mars 1907 í Hrísey. For-
eldrar hennar Kristín Benedikts-
dóttir og Siguijón Gunnlaugsson
flytja með hana á ijórða ári í
Bröttuhlíð á Árskógsströnd í Eyja-
firði. Hrefna var næst elst fjögurra
systkina, elst er Lára fyrrverandi
stöðvarstjóri Pósts og síma í Hrísey,
fædd 1905, Steinunn, fædd 1912,
og yngstur er Þórir Benedikt, deild-
arstjóri á Skattstofu Reykjavíkur,
fæddur 1915.
Þegar Hrefna er 16 ára missir
hún föður sinn og ári síðar flyst
Kristín móðir hennar með bömin
Sortnar þú ský, suðrinu í
og síga brúnir lætur,
eitthvað að þér, eins og að mér
„amar“ ég sé þú grætur.
(Jón Thoroddsen)
Hann Ingi, Ingólfur Guðjón Þor-
steinsson, fékk að sofna aðfaranótt
laugardagsins 9. júlí. Hann var orð-
inn mikið þreyttur eftir þessi miklu
og langvarandi veikindi, sem hel-
tóku hann, eins og marga. Það virð-
ist að margur eigi mjög bágt sem
fær þennan hræðilega sjúkdóm,
sem betur fer er hægt að hjálpa
og lækna suma. En Ingi kom ekki
það fljótt, þó var ég búin að senda
tvo vaktlækna til hans, sá fyrri
gerði veikindin að magabólgum, en
hinn að gigt. Þá gat hann vart af
sér borið fyrir kvölum. Sá þriðji
kom, góði vinurinn okkar, Guð-
steinn Þengilsson læknir. Hann var
ekki lengi að koma honum inn á
spítala. Þá sást um leið meinið hans
mikla. Það veit sjálfsagt enginn
nema guð hvað hann Ingi var búinn
að líða. Það bætti ekki úr í hversu
lélegu húsnæði hann var, í þessu
súðarherbergi sem var hvorki fugl
né fiskur. Þama var hann að basla
við að elda sér matarbita af veikum
mætti.
Ingi var aldrei hraustur maður.
Hann var fæddur með mikla hrygg-
skekkju svo hann gat aldrei notið
sín að fullu í neinni vinnu sem hann
vann. Ingi var hættur að vinna fasta
vinnu er ég kynntist honum, en
skrapp annað slagið með Jóhanni
bróður sínum sem var húsasmiður
og vann sjálfstætt. Hann er látinn.
Hann lést fyrir tæpu einu og hálfu
ári. Þá missti Ingi mikið og að sjálf-
sögðu við bæði tvö. Þá var gott að
eiga Inga að. Mikið var hann þá
góður við mig, því sá er vinur sem
í raun reynist. Það er gott að hafa
það í fersku minni, ekki síst hjá
þeim sem era ósköp fljótir að
glcyma. En sem betur fer höfðar
þetta ekki til nema þeirra sem eng-
an milliveg áttu þá. Sjálft lífið er
ekki svona dæmigert. Þess vegna
aftur út í Hrísey. Alþingishátíðar-
árið 1930 fer Hrefna til ísafjarðar
á húsmæðraskólann þar, og stundar
þar nám í tvö ár, sá skóli þótti þá
vera einn besti skóli landsins. Til
Akureyrar flyst hún með móður
sinni 1937—8 og starfar þá um
skeið á Hótel Goðafoss, og síðar
vinnur hún um árabil á Hanskagerð
Iðunnar. Hrefna hafði góða söng-
rödd og mikla ánægju af söng og
söng hún mikið með Kantötukór
Akureyrar á Akureyraráram sínum.
Árið 1945 flyst hún suður til
Reykjavíkur og giftist árið eftir,
eftirlifandi manni sínum, Gunnari
Elíassyni, húsasmið. Fimm áram
síðar flytjast þau í eigið húsnæði
að Barmahlíð 53, sem Gunnar
byggði í samvinnu við Þórð Þórðar-
son. Þar hafa þau búið síðan og
eignast myndarlegt og friðsælt
heimili. Þau hafa alla tíð verið mjög
samhent og hamingjusöm, báðum
gefín eðlislæg nærgætni, háttvísi
og hógværð.
er ekki gott að láta sig ekkert varða
um veikan einstæðing sem Ingólfur
blessaður var. Persónulega er ég
guði mjög þakklát fyrir það litla
sem ég studdi við hann í þessu sára
basli hans. Nú er hann horfinn yfír
móðuna miklu og tómlegt er nú í
litla kofanum okkar Bjarna við
Njálsgötuna. Stjúpsystir átti hann
sem Sigríður heitir og síðast en
ekki síst Ögmund sem elstur er
bræðranna og er við allgóða heilsu,
fullvinnandi, dugandi maður. Ég
votta honum og hans konu, Bjarn-
eyju, mína dýpstu samúð og einnig
stjúpsysturinni Sigríði og ölum ætt-
ingjum hans og vinafólki. Ég vil
þakka Guðsteini Þengilssyni lækni
af heilum hug hjálp og vinsemd,
einnig Ástu Gunnarsdóttur sem
sjálf er sjúklingur. Aldrei lét hún
sig vanta að hringja og spyija um
Inga og mig. Hún snerist líka fyrir
okkur. Einnig þakka ég Örlygi
Björnssyni fyrir allt og öðram ætt-
ingjum og vinum.
Eg þakka Inga fyrir allt frá þeim
degi er ég kynntist honum gegnum
bróður hans Jóhann, sem var ávallt
minn besti og kærasti vinur þar til
yfir lauk, og aldrei mun gleymast.
Ég kveð Inga minn með miklum
söknuði. Genginn er góður drengur,
í friði grafinn, guði falinn. Megi
hann hvíla í guðs friði.
María E. Jónsdóttir
Þau eignuðust eina dóttur, Auði,
fyrrverandi hótelstjóra á Húsavík
og nú gjaldkera í Samvinnubankan-
um. Auður er gift Gunnari Hös-
kuldssyni kennara þar og eiga þau
þijú börn, Gunnar Hrafn, Þóri Örn
og Hrefnu Reginu.
Meðan Auður og Gunnar Hös-
kuldsson bjuggu í Barmahlíð 53
komum við hjónin þangað oft og
kynntumst þá Hrefnu og Gunnari
Elíassyni vel og því hvað þau voru
dóttur sinni og barnabörnum mikils
virði. Auður er framúrskarandi dug-
leg, vel gefin og elskuleg kona og
vegarnestið að heiman hefur reynst
henni vel. Hún hefur reynst móður
sinni og föður mikill hamingju- og
gleðigjafi.
Eftir að Auður og fjölskylda
hennar fluttist til Húsavíkur kom-
um við hjónin oft til Hrefnu og
Gunnars, þar var ávallt gaman og
gott að koma og finna þeirra hlýja
og einlæga viðmót og njóta góð-
gerðanna sem aldrei vora af skom-
um skammti að ógleymdu kúmen-
kaffinu, sem Hrefna lagaði sérstak-
lega fyrir mig. Tryggð þeirra, höfð-
ingsskapar og vináttu, er ljúft að
minnast, því það hjarta sem hér að
hinstu brast, var af hreinu gúlli
mótað. „Meðan þú átt þjóðin fróða
því líkmanna blóm, áttu sigur, gull
og gróða, Guð og kristindóm.“
Við stöndum ávallt á þröskuldi
hins þverrandi og hins komandi í
tímanum, allt hefur sinn tíma.
Dauðinn fylgir lífinu engu síður en
fæðingin, og fer ekki í manngrein-
arálit.
Fölna laufin, falla viðir,
fymast menn, sem tré í skóg,
Ellin kemur, aflið rénar,
opnast að lokum grafar þró.
(Steingr. Thorst.)
Einhvem tíma munum við komast að raun
um það,
að dauðinn getur aldrei rænt oss því,
sem sálin hefur öðlast,
þvi að ávinningur hennar þroskinn,
er hluti af henni sjálfri.
R. Tagore
Minninginn um góða konu er
huggun harmi gegn.
Við hjónin vottum Gunnari Elías-
syni, Auði og fjölskyldu, systkinum
Hrefnu og öllum vinum og vanda-
mönnum, einlæga samúð og hlut-
tekkningu og biðjum Guð að gefa
dánum ró og hinum líkn er lifa.
Hulda og Björn
t
Eiginkona mín, dóttir, móðir og amma,
MÁLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Þórólfsgötu 12A,
Borgarnesi,
lést að morgni 2. ágúst.
Gísli Bjarnason,
Sigurður Kristjánsson,
börn og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR HULD JÓHANNESDÓTTIR,
Hafnarstræti 97,
Akureyri,
andaðist sunnudaginn 31. júlí á Kristnesspitala.
Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. ágúst kl. 13.30.
Sveinbjörn Vigfússon, Guöbjörg Baldursdóttir,
Jóhannes Vigfússon, Barbara Vigfússon,
Sævar Vigfússon, Hrafnhildur Ingvadóttir,
börn og barnabörn.
t
Systir min og móðursystir,
ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR
frá Stóra-Eyrarlandi,
Akureyri,
lést 25. júlí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilisins Hlíðar,
Akureyri fyrir góða umönnun.
Marsilfa Jónsdóttir,
Valborg Jónsdóttir.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
BRYNJÓLFUR J. BRYNJÓLFSSON
veitingamaöur,
andaðist í Landakotsspítala þriðjudaginn 2. ágúst.
Sigrföur Specker BrynjólfsdóttirAlexander Specker,
Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Baldur Jónsson,
Sólveig Brynjólfsdóttir, Vigfús Ásgeirsson.
t
EIRÍKUR BENEDIKZ
fyrrum sendiráöunautur, sendiráöi fslands, London,
lést í sjúkrahúsi í Witney, Oxfordshire 1. ágúst sl.
Fyrir hönd vandamanná,
Margaret Benedikz.
t
GUÐJÓNA PÁLSDÓTTIR,
Seljalandi 7,
Reykjavfk,
Verður jarðsungin i Bústaðakirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 13.30.
Páll Gfslason,
Margrét Þórisdóttir, Jóhann Sigurdórsson,
Sólveig Þórisdóttir, Siguröur Kristinsson,
systkini og barnabörn.
Ingólfur G. Þorsteins-
son - Minningarorð