Morgunblaðið - 04.08.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 04.08.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1988 37 Helgi Gunnars- son — Minning Fæddur 21.júlí 1906 Dáinn 23. júlí 1988 Að kvöldi laugardagsins 23. júlí síðastliðinn lést á öldrunardeild Borgarspítalans Helgi Gunnarsson, sem síðustu tvo áratugi ævi sinnar átti heimili á Blindraheimilinu við Hamrahlíð 17 í Reykjavík. Helgi var sonur hjónanna Gunn- ars Jónssonar, bónda á Fossvöllum, og konu hans, Ragnheiðar Stefáns- dóttur, ogvarö. í röð 14 systkina. Fátt verður hér rakið af ævi Helga. Hann naut almennrar skóla- göngu og vann fyrir sér á ýmsum stöðum austanlands, var við bústörf hjá Karli bróður sínum í Hofteigi og víðar. Hann varð fyrir því óhappi að missa annað augað í vinnuslysi og markaði það djúp spor í ævi- braut hans. Árið 1952 hóf Helgi búskap að Grund á Jökuldal og bjó þar um 9 ára skeið eða til ársins 1961. Þá hafði honum daprast svo sýn á því auganu sem hann hélt að hann varð að bregða búi. Fluttist hann þá hingað suður og settist að í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 og stundaði þar burstagerð á meðan kraftar entust. Helgi var afar sérstæður maður og sumum þótti hann skrýtinn. Kannski höfðu menn þetta álit á honum því að hann var ekki steypt- ur í sama mót og fólk flest. Hann hafði erft frásagnargleði föður síns, sem var alkunn á sinni tíð, og sér- stæða skáldskapargáfu hlaut hann í vöggugjöf, sem gerði hann hrók alls fagnaðar þar sem hann kom á meðal manna. Skal nú skáldskap Helga lýst að nokkru: Helgi orti einkum smávísur, flest- ar undir ferskeyttum hætti. List hans var í því fólgin að helst máttu engir stuðlar finnast í vísunum, höfuðstafír eða rím og endirinn varð að vera með ólíkindum. Heldur illa gekk að finna nafn á þessa íþrótt en að lokum hlaut hún nafn- ið stafl og hefur þetta orð loðað við þessa bókmenntagrein síðan. Þótt vísur Helga brytu gersamlega gegn öllu því sem gott brageyra íslend- inga hefur krafist hingað til voru þær þess eðlÍ6 að í þeim fólst svo mikil kímni eða kæti að þær flugu manna á meðal og var Helgi löngu orðinn frægur af stafli sínu þegar hann lést. Helgi gerði sér ljósa grein fyrir sérstæðum skáldskap sínum og vissi af sérvisku sinni, enda orti hann eitt sinn: Oftast reynast fíflin best í hópi hagyrðinga. Gott er að drekka með þeim skál í lögg af koníaki. Eitt sinn hitti Helgi vin sinn á götu í Reykjavík og var vinur hans vel við skál. Helga þótti hann verða fyrir ónæði af hans völdum og stafl- aði því: Drekktu vienur brennivín og reyktu sígarettu. Það er gott að vieta að heimurinn losnar við þig. Stafsetning vísnanna er sam- kvæmt framburði, en talsvert bar á hljóðskriði í framburði Helga. Helgi þráði mjög að koma skáld- skap sínum á framfæri. Þegar minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sat við völd á haustmánuðum 1979 kastaði Helgi fram stafli og vildi fá það birt í Dagblaðinu. En blaða- menn þess báru ekki skyn á þessa list og fékkst vísan því ekki birt. Skal hún því látin flakka hér: Kjaftaþingið lieðið er, mesta í sögu landsins. Skammdegis-Bensi kúrir i forsætinu stóra. Helgi átti einn vin sem tók þátt í glensi hans öðrum fremur, en það er Andrés Gestsson, sem býr að Hamrahlíð 17, landskunnur hagyrð- ingur. Þegar Andrés varð sextugur fyrir nokkrum árum bað Helgi mig að gera sér mikinn greiða. Hann væri búinn að stafla vísu um Andr- és vien sinn og ég yrði að „fara upp í pontu og syngja hana tviesvar", hvað ég og gerði. Vísan er með sínu lagi og hljóðar svo: Ó blessuð sértu, sumarsól, þú vermir Andrés sextugan. Til hamingju ég óska þér og þakka lieðin ár. Reyndar var fyrsta staflið sem Helgi kenndi mér um þá félagana Andrés og hann og er svona: Hnýta saman háð og spott Andrés og Helgi. Annar er fæddur stuðlalaus, en hinn í sterkum stuðlum. Það gat brugðið til beggja vona þegar Andrés varpaði fram fyrri- parti og Helgi var annars vegar. Einhverntíma voru þeir Helgi og Halldór Davíðsson, hagorður Vest- ur-Skaftfellingur, að vinna á Blindravinnustofunni og bar þar að Andrés. Varpaði hann fram einni hendingu, en endirinn varð með ósköpum: Nú er úti regn og rok, Andrés er á nálum. Dóri gapir ofan í kok, ekki er sjónin falleg. Helgi hafði það fyrir sið að varpa fram stafli í mannfagnaði þar sem hann var staddur. Þegar eiginkona Andrésar Gestssonar varð sextug kvaddi Helgi sér hljóðs og bjuggust allir við vísu til hennar. Vísuna höfum við enn ekki skilið til fulln- ustu: Gamla Krafla suðar enn í sínu mikla veldi. Jarðfræðingar hlusta á undirheimakónginn. Helga var hlýtt til kvenna enda reyndust honum ýmsar vel. Því orti hann á kvennaári: Nú er blessað kvennaár, kominn einmánuður. Ollum konum sendi ég mínar bestu kveðjur. í landhelgisstríðinu við Breta lagði Helgi fram sinn skerf: Það er gott að vieta af lífi á öðrum stjömum. Þar er frieður, þar er ró og engin Bretadrottning. Helgi Gunnarsson sagði okkur margar sögur af smalamennsku sinni og ein var sú að einhvem tíma kom hann að Jökulsá á Dal. Þá kallaði guð til hans og spurði hvort þeir ættu að þreyta kappsund yfír ána. Tók Helgi því vel og kastaði sér þegar til sunds. Þegar hann kom yfir ána hafði hann silung sinn í hvorri hendi og kallaði: Guð, hér stend ég en hvar ert þú? Svaraði þá Guð: Ég er héma uppi og þori ekki niður. I smalamennskunni varð Helgi oft fyrir ýmsu hnjaski og óþægind- um og kenndi það draugum, þótt hitt sé nær að hann hafi ef til vill orðið fyrir einhverjum glettum frá sveitungum sínum. Ep hann kvað svo um smalakofann á Laugavöll- um: Eg hef marga kalda nótt gist á Laugavöllum, barist þar við draugalýð og jafnan unnið siegur. Þegar Gísli Helgason, einn góð- vinur Helga, varð stúdent fyrir mörgum áram, kvað Helgi: Nú ertu stúdent menntaður, til hamingju þér ég óska. En minn var skóli frost og hrið norður á Smjörvatnsheiði. Hann kvað líka þegar Gísli var í lögfræði: Þegar blessuð sólin skín yefir íslands byggðir, andar oftast köldu frá hálfum lögfræðingi. Ýmsar fleiri vísur mætti tína til sem Helgi staflaði og væri full ástæða til að kunningjar Helga söfnuðu þeim saman. Staflið hefur verið hluti af íslenskri kveðskapar- íþrótt um aldir samanber mörg danskvæði fyrri alda og deila má um hvort þau séu ort af meiri list en stafl Helga. Síðast þegar ég heimsótti vin minn, Helga Gunnarsson, sagðist hann ennþá vera að stafla. Einnig sagðist hann vera að rifja upp ýmis- legt sem hann hefði staflað áður. Meðal annars sagði hann mér frá manni nokkram, sem ég hirði ekki að nafngreina, en sá hafði eitthvað bekkst til við Helga. Helgi sagðist þá bara hafa staflað einni á hann og væri hún svo: Þú skalt ekki skensa mieg, hvorki lífs né lieðinn. Fylgi þér sjálfur andskotinn inn yfir landamærin. En ég vona að Helgi og þessi andstæðingur hans hittist nú fyrir hinu megin og hafí sæst og Helgi geti því sæll kveðið þessa uppá- haldsvísu sína: Nú bíður mín eilífðarströndin, því þar eru heimkynni mín. Þar sit ég í sól og sumri og stafla þar ljóðin min. Með Helga Gunnarssyni er horf- inn enn einn kynlegur kvistur sem auðgað hefur íslenskt mannlíf og menningu. Helgi naut þess seinni hluta ævi sinnar að vera á meðal fólks sem lét hann njóta sín. Árið 1983 stóðu yfír miklar fram- kvæmdir í Hamrahlíð 17. Helgi var eitt sinn á leið fram í eldhús sitt og studdist við veggina eins og vant var. Meðal annars drap hann hendi á hurð að nýrri skrifstofu Blindrafélagsins. Hurðin lét undan, Helgi féll inn á skrifstofuna og mjaðmarbrotnaði. Hann var þegar fluttur í sjúkrahús og dvaldist þar síðan. Grein þessari er ætlað að bregða ljósi á þennan sérstæða einstakling, sem fór ekki að öllu alfaraleiðir. Dæmi Helga Gunnarssonar er okk- ur holl áminning um að lofa ein- staklingnum að njóta sérstöðu sinnar í stað þess að verða flatn- eskju fjölmennis og meðalmennsku að bráð. Blessuð sé minning Helga Gunn- arssonar. Arnþór Helgason Þegar við eram að kveðja Helga Gunnarsson í hinsta sinn verður mér hugsað til vordaga árið 1952. Þá aðstoðaði ég frænda minn Stef- án Gunnarsson og fjölskyldu hans við búferlaflutninga frá Grand á Jökuldal að Kirkjubæ í Hróars- tungu. Minnisstæð er sú stund er við ókum úr hlaði á Grand. Híbýli er hýst höfðu sex manna fjölskyldu stóðu nú hljóð og tóm en eftir stóð einn maður, er ætlaði að hefja þar búskap. En maðurinn var ekkert einstæð- ingslegur. Glaður og bjartsýnn stóð hann í hlaði, eins og kóngur í ríki sínu, fullur tilhlökkunar að takast á við komandi störf. Þessi maður var Helgi Gunnars- son bróðir þess er var að flytja frá Grand, sjötta barn af fjórtán böm- um Ragnheiðar Stefánsdóttur og Gunnars Jónssonar er kennd hafa verið við Fossvelli. Helgi hafði um árabil átt góða samvinnu við Stefán bróður sinn og var sem einn úr fjölskyldunni. Því getur þessi stund ekki hafa verið með öllu sársaukalaus. Helgi hafði nokkra áður, en þessi tíma- mót urðu í lífí hans, misst annað augað af slysförum. Þessi fötlun hafði þó ekki áhrif á glaðværð og jákvæð viðhorf hans til lífsins og tilverannar, en það hlýtur að hafa þurft kjark og það mikinn kjark til að gerast einsetumaður við þessi skilyrði. Helgi bjó á Grand í níu ár. Hann undi sér þar vel og sagði að hann hefði aldrei verið einmana. Hús- dýrin vora félagar hans og þegar tími vannst til las hann góðar bæk- ur. Stundum hitti hann nágranna sína er hann mat mikils en langt er á milli bæja á Efra-dal. Þegar Helgi þurfti að hýsa fénað sinn á vetrarkvöldum var nægilegt fyrir hann að kalla á kindumar. Þá komu þær hlaupandi og fóra hver á sinn stað. Að launum fengu þær ilmandi hey á garðann. Árið 1961 varð Helgi að hætta búskap. Sjón var þá orðin lítil og varð hann alveg blindur á fáum áram. Hann varð að yfirgefa sveit- ina, bæ sinn og fénað. Eftir að hafa nær eingöngu unn- ið við landbúnaðarstörf frá bam- æsku fram á sextugsaldur varð hann að byrja nýtt líf með litla sjón í nýju umhverfí. Margir verða fýrir ýmsum áföllum í lífí sínu og'fólk er mismunandi undir slíkt búið. Sumir brotna en aðrir laga sig eftir aðstæðum. „Að brotna“, „að gefast upp“ vora setningar sem Helgi Gunnarsson þekkti ekki. Hann þoldi ekki að sér væri vorkennt. Þeim er það gerðu sagði hann að hann væri búinn að sjá nóg. Hann var um tíma hjá Guðnýju systur sinni og Jóhanni mági sínum og veittu þau honum mikilvæga aðstoð, fyrst eftir að hann kom til Reykjavíkur. Fljótlega flutti hann svo í hús Blindrafélagsins 5 Hamrahlíð 17. Næstu árin vann hann við bursta- gerð, hlustaði á útvarp og skáldverk af hljóðsnældum. Hann tók þátt í félagslífi Blindrafélagsins af lífí og sál og eignaðist þar góða vini. Gleðin og bjartsýnin vora enn mest áberandi einkenni Helga. í huga og sál var ekki myrkur. í ágúst 1983 varð Helgi fyrir því slysi að lærbrotna og upp frá því fór heilsu hans mjög að hraka. Hann dvaldist á öldranardeild Borgarspít- ala frá 1. des. 1983 en var með lögheimili í Hamrahlíð 17. Hann sagði að þar væri sitt fólk. Helgi var hamingjusamur í faðmi íslenskrar náttúra og naut sam- skipta við marga vini. Mér verður á þessari stundu hugsað til Berg- þóra systur hans og Kjartans manns hennar er sýndu honum allt- af einstaka vináttu og hjálp, og þá ekki síst eftir að þjáningarfull veik- indi fóru að þjaka hann. Ég veit að Helgi var þeim mjög þakklátur svo og öðram era veittu honum aðhlynningu til hinstu stundar. Blessuð sé minning Helga Gunn- arssonar. Hreinn Kristinsson t GUÐRÍÐUR SVEINBJARNARDÓTTIR, Framnesvegi 10, verður jarðsungin föstudaginn 5. ágúst kl. 10.30. Guðný Óskarsdóttir, Anna Óskarsdóttir, Jón Óskarsson, Þórkatla Óskarsdóttir, Níels Óskarsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, GUÐLAUGUR SIGURÐSSON, Garðbraut 63, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 14.00. Sigríður Þorbjörnsdóttir, Ægir S. Guðlaugsson, Guðríður Theodórsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, HILDAR BJÖRNSDÓTTUR MICHELSEN. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalstelnn Michelsen. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HÖLLU KR. SVEINBJÖRNSDÓTTUR, Smáraflöt 12, Garðabœ. Guðjón Þorleifsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SKARPHÉÐINS ÁRNASONAR. Elfnborg Reynisdóttir, Helga Skarphéðinsdóttir, Brynja Hulda Skarphéðinsdóttir, Björn Glenn Hansen Skarphóðinn Andri og Glenn Alexander. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRHILDAR BÁRÐARDÓTTUR, Ásavegi 2, Vestmannaeyjum. Birgir Símonarson, Klara Bergsdóttir, Sigrún Sfmonardóttir, Eðvarð Þór Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.