Morgunblaðið - 04.08.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 04.08.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÍIDAGUR 4. ÁGÚST 1988 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS / \tr iU MViV ’IJ \\ Bjórfrumvarpið hefði átt að bera undir þjóðina Til Velvakanda. „Löggjafar, sem lítið skilja lúta aldrei fólksins vilja koma öllu á vonarvöl verða sjálfir þjóðarböl." D.S. Þessar hendingar úr kvæði Davíðs Stefánssonar koma mér í hug er ég minnist þess óhappa tilfellis á síðasta þingi, er lög um sölu áfengs öls náðu naumu sam- þykki með happa og glappa að- ferðinni, þar sem aldrei var full- mætt á deildafundum er frum- varpið kom til atkvæða. Sumir hafa sjálfsagt setið heima af ráðn- um hug. Við getum margt iært af Færey- ingum Til Velvakanda. Ég vil taka undir með Kleppi í götu. Okkur íslendingum ferst alls ekki að gera grín að eða lítilsvirða Færeyinga á nokkum hátt. Við getum örugglega margt af þeim lært, ekki síst í umgengni við ná- ungann og umhverfið. Og þó Klepp- ur væri sjómaður eða ynni við físk- vinnslu þarf hvorki hann né aðrir að skammast sín fyrir þau störf. Ég hef ferðast töluvert um Færeyj- ar og allstaðar var sami myndar- skapurinn utan dyra sem innan og Færeyingar sérstaklega vingjam- legir. Mér sýndist þeir fylgjast mjög vel með tímanum en halda samt sinni menningu vel. Ég hafði mjög gaman af þessari ferð og vil eindregið hvetja fólk til að heimsækja þessar fallegu eyjar og fólkið sem þar býr. Full ástæða er til að efla tengsl þessara þjóða og mig langar að vita hvort til eru einhver samtök fýrir íslenska Fær- eyjavini hér á landi. Með kveðju, G.S. Bjórsala hér á landi kallar á geysimikla fjárfestingu ríkis og innlendra framleiðenda og um- boðssala og er þegar hafinn undir- búningur að byggingu birgða- geymslna. En hvernig færi ef þingkosningar yrðu með haustinu, sem ekki er útilokað ef svo fer fram sem horfir, og nýr meirihluti gegn áfengum bjór yrði á Alþingi að þeim loknum svo frestað yrði gildistöku laganna eða þau afnum- in? Væri þá ekki fjármunum kast- að á glæ? Brosleg voru þau rök, sem þing- menn höfðu fyrir fylgi sínu við frumvarpið, að þar sem fjöldi fólks fengi að taka með sér áfengt öl inn í landið skapaðist óviðunandi misrétti milli þegnanna. Þessa misráðnu undanþagu, sem Sig- hvatur Björgvinsson veitti á stutt- um valdaferli sínum og var að bestu lögfræðinga yfirsýn ólögleg, var hægt að fella úr gildi með einu pennastriki. Og gera þar með alla þegna þjóðfélagsins réttlausa til kaupa á áfengu öli. Við forsetakosningarnar í vor var mjög til umræðu vald forseta til að neita að staðfesta lög, sem telja mætti vafasöm til þjóðar- heilla. Og í þann flokk vil ég setja bjórfrumvarpið. Mín skoðun og sjálfsagt margra fleiri er sú, að forsetinn hefði átt að nota vald sitt og neita að staðfesta bjórfrum- varpið, sem var með svo vafasöm- um hætti troðið í gegnum þingið. Þá hefði það verið lagt undir úr- skurð þjóðarinnar en atkvæði rúm- lega helmings 63 þingmanna ekki látin gilda um svo þjóðhættulegt mál. Atkvæðagreiðslan hefði get- að farið’fram jafnhliða forseta- kosningunum og hefði því ekki þurft að hafa mikinn aukakostnað í för með sér. En stuðningsmenn bjórfrum- varpsins höfðu staðið að því í báð- um þingdeildum, að fella breyting- artillögur um þjóðaratkvæði af ótta við að þjóðin hefði vit fyrir þeim. Sigurjón Sigurbjörnsson, fyrrv. löggæslumaður. í leit að ættingjum Viola E. Zeebeck, Vestur- íslendingur frá Kanada er nú stödd hér á landi og langar að fá upplýsingar um ættingja sína. Afi hennar og amma í föðurætt voru Benjamín Einarsson, fæddur á Seyðisfirði eða Þistilfírði, og Guðleif Stefánsdóttir í Keldu- hverfi en frá Flautafelli í Þistil- fírði. Afi hennar og amma í móður- ætt voru Hjálmar Eiríksson, frá Rafnkelsstöðum í Hvalneshreppi í Gullbringusýslu, og Ragnheiður Magnúsdóttir, frá Litla-Kroppi í Reykholtsdalshreppi í Borgarfirði. Ættingjar Viola E. Zeebeck og aðrir þeir, sem upplýsingar geta gefíð um ættingja hennar, eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við hana á Grettisgötu 92 í síma 28551. Þessir hringdu . . . Kvæðið er eftir Jón Mýrdal Þóra Jóhannsdóttir hringdi: „Síðastliðinn laugardag var birt í Velvakanda eitt erindi úr kvæði og spurt um höfundinn: Siggi, Maggi, Sveinn, Guðrún sækið þið hann stóra Brún. Imba finndu fötin mín flýttu þér nú stelpan þín. Höfundurinn er Jón Mýrdal og erindin eru 49 talsins. Eg er ekki viss um hvort þetta hafi komið í bók, en nokkrar bækur hafa verið gefnar út eftir Jón.“ Gleraugu töpuðust Gleraugu töpuðust á skemmti- staðnum Casablanca eða í leigubíl frá staðnum aðfaranótt sunnudagsins 31. júlí. Þetta eru mjög þykk gleraugu í svartri umgjörð. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í Önnu Maríu í síma 31971. Slá með hettu tapaðist Grænblá slá með hettu á ungabarn tapaðist á bílastæðinu við Tívolíið í Hveragerði sunnu- daginn 31. júlí. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í Siggu í síma 671559. Sirkusferð Haukur Friðriksson hringdi: „Ég vil þakka forráðamönnum Circo de Éspana, sem buðu föt- luðu fólki á sýningu hjá sirkus- flokknum í Laugardal um síðustu helgi." ÚTSALA VEJHlLisHnn V/Laugalæk S: 33755. Tvær góðar þvottavélar frá SIEMENS Góð óg hagkvæm þvottavél • 18 þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. • íslenskir leiðarvísar. • Þurrkari fáanlegur með sama útliti. WV 2760 Kjörgripur handa hinum vandlátu • Fjöldi þvottakerfa. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Áfangaþeytivinding. Mesti vinduhraði 1 sn./mín. • Hagkvæmnihnappur. • íslenskir leiðarvísar. WV 5830 Hja SIEMENS eru gæði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.