Morgunblaðið - 04.08.1988, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
„Okkur vanftar tíu
stig til viðbótar"
- segirÁsgeir Elíasson, þjálfari meistaraefna Fram
SLAGURINN ífyrstu deild ís-
landsmótsins hefst aftur í
kvöld kl. 20 eftir stutt hlé, en
þá mætast Völsungur og KR á
Húsavík, ÍBK og KA í Keflavík,
- Þór og Leiftur á Akureyri og
Valur og ÍA á Hlíðarenda. Lítið
er um meiðsli þannig aðflest
ættu liðin að geta teflt fram
sínum bestu leikmönnum, og
ekki veitir af, því baráttan fyrir
Evrópusæti, svo og tilverurétti
í 1. deild, verður eflaust hörð.
Ageir Elíasson, þjálfari Fram-
ara, sagði að hann hefði gefið
sínum leikmönnum gott frí yfir
verslunarmannahelgina, en síðan
hefðu tekið við erfiðar æfingar.
„Það verður að ná upp góðu formi
aftur hjá mannskapnum eftir þessa
hvfld, sem ég vona bara að skili
sér,“ sagði hann. „Við erum ekki
ennþá búnir að vinna mótið þó svo
að margir haldi það. Okkur vantar
10 stig til viðbótar, en ég á ekki
von á öðru en að okkur takist að
krækja í þau, ef við spilum eins og
við gerðum í fyrri hluta mótsins,"
sagði Ásgeir.
Júlí sklptlr mestu máll
„Við byijuðum keppnistímabilið vel,
en svo kom júlímánuður, og hann
var hreint afleitur hjá okkur,“ sagði
Sigurður Lárusson, þjálfari IA.
„Við sigrúðum að vísu Leiftur og
Völsung í júlí, en lékum samt mjög
illa, og svo fengum við þennan stóra
skell á móti Fram. Það hefur sýnt
sig undanfarin ár að það iið sem
hefur komist klakklaust í gegnum
júlí, það hefjir staðið uppi sem sig-
urvegari og það tókst Fram,“ sagði
Sigurður að lokum.
Hörður Helgason, þjálfári Vals,
sagði að sínir menn hefðu fengið
fjögurra daga frí yfir helgina. „Við
höfum sett stefnuna á annað sætið
í mótinu, því Fram er svo gott sem
búið að vinna það,“ sagði Hörður,
og bætti við að einn af úrslitaleikj-
unum um það evrópusætið yrði í
kvöld. „Þá fáum við Skagamenn í
heimsókn, sem eru einu stigi á und-
an okkur," sagði Hörður.
Fótbottahungur oftlr fríið
„Strákana hungrar í að spila fót-
bolta eftir fríið þannig að þeir
hlakka til leiksins gegn Völsungum
í kvöld," sagði Ian Ross, þjálfari
KR. Hann sagði að KR-ingar hefði
æft að fullu að undanfömu og nú
yrði reynt að einbeita sér að einum
leik í einu. „Við þurfum hins vegar
að bæta okkur og leggja okkur alla
fram til að uppskeran verði góð í
haust.
1
Við opnum í tltig!
Við bjóðum einn frían kynningartíma út ágústmánuð
7 bekkja æfingakerfíð kemur þér íflott form.
Þetta form er innan seilingar
SPURNi NG: Hve langan t íma tekur það að sjá árangur?
SVAR: Vanalega fara sentimetrarnir að falla af þér eftir
aðeins nokkra tlma. Eins og með allar tegundir likams-
ræktar, sést besti árangurinn með reglulegri notkun yfir
ákveðið timabil. Styrkur, sveigjanleiki og heilbrigði eykst
stig frá stigi.
SPURNING: Get ég notað tækin eftir að hafa orðlð
bamshafandi?
SVAR: Að sjálfsögðu. Pessar æfingar geta stórlega lagað
og styrkt vöðva eftir fæðingu.
SPURNING: Minnka æffngamar appelsínuhúð (cellolKe)?
SVAR: Appelsinuhúð er umdeild. Ekkieruallirsammála
um ástæðuna fyrir henni, en margir sérfraBðingar eru
þeirrartrúar að aukið blóðstreymi og aukin vöðvastyrking
á vandræðasvæðum minnki appelsfnuhúð.
SPURNING: Hver er munurinn 4 þessari tegund æfinga
og aerobik-leikfimi?
SVAR: Aerobik-leikfimi er framkvæmd á bilinu 12 til 15
mínútum og eykur hjartslátt í 60% til 90% af hámarki.
Þetta eykur þof hjarta- og æðakerfisins. Elott form æfinga-
kerfið er ekki aerobik-leikfimi. Það eykur vöðvaþol og styrk-
ir auk þess sem það eykur sveigjanleika vöðvanna.
SPURNING: Hver er munurinn á þessu æfingakerfi og
öðrum likamsræktartækjum?
SVAR: Almennt virka likamsræktartæki þannig, að það
spyma gegn likamshreyfingu. Flott form kerfið notar sömu
grundvallarhugmyndina, en með einni mikilvægri undan-
tekningu: Tækin okkar sjá um að hreyfa líkamann á með-
anþúsérðumað spyma á móti.
SPURNING: Hvemig getlð þlð tryggt að fólk megríst?
SVAR: Þar sem þessar siendurteknu hreyfingar styrkja
vöðva án þess að þeir stækki, á meðan þyngd þin helst
sú sama eða minnkar og þú fylgir leiðbeiningum okkar,
mun sentimetrunum fækka, svo einfalt er það og þetta
ábyrgjumstvið.
SPURNING: Nýtur gamalt fólk góðs af þessum tækjum ?
SVAR: Já. Þessi þægilega leið við að hreyfa likamann
er kjörin fyrir eldra fólk, vegna þess að allir geta æft á
sinum hraða. Aukin sveigjanleiki og aukið vöðvaþol, sem
kemur með þessum tækjum er kjörið, fyrir þá sem hafa
stifa vöðva eða eru með liðagigt.
Flott form -
Stúdíó Dísu,
Smiösbúð 9, Garöabæ,
sími 45399.
Flottfortn -
Líkamsrækt Óskars,
Hafnargötu 23, Keflavík,
sími 92-14922.
Flott form -
Hreyfing sf.,
Eingjateigi 1, sími 680677,
(Dansstúdíó Sóleyjar)
Hreyfing sf.,
Kleifarseli 18, Breiðholti,
simi 670370.
Söluumboð: Hreyfing sf.
Ásgeir Elíasson.
„Við tókum fríinu fegins hendi,“
sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari
KA. „Það þýðir ekkert annað fyrir
okkur en að vera raunsæir á það
sem eftir er mótsins; taka eitt skref
í einu, og telja stigin í lokin. Við
verðum hins vegar að teljast nokkuð
óheppnir í leikjum okkar fram til
þessa. Ekki einn einasti sigur okkar
hefur verið baráttulaus. Það eru
hins vegar sjö leikir eftir og 21 stig
í pottinum, þannig að staðan getur
átt eftir að breytast heilmikið,"
sagði Guðjón vongóður um að ná í
eitthvað af þessum stigum
Jóhannes Átlason, þjálfari Þórs,
sagði að þeir hjá Þór væru ekki
mjög hressir með frammistöðuna
fyrri hluta mótsins. „Þangað til við
töpuðum fyrir Fram höfðum við
ekki tapað í 5-6 leikjum, og vorum
komnir vel á skrið. Það er því
óskandi að við höldum haus í næstu
leikjum," sagði Jóhannes, og benti
á að Þórsliðið hefði oft veri nálægt
því að ná Evrópusæti, og í fyrra
hefði bara einstakur klaufaskapur
komið í veg fyrir það. „Við stöndum
að vísu ekki eins vel að vígi nú eins
og þá, en möguleikinn er ennþá
fyrir hendi," sagði hann að lokum.
MeA falldrauginn á hælunum?
Júrí Sedov, þjálfari Víkinga, sagði
að fallbaráttan væri framundan og
að við því væri ekkert annað að
gera en að beijast og aftur beijast.
„Við höfum verið óheppnir í leikjum
okkar. I leiknum gegn KA urðum
við fyrir barðinu á dómaranum, sem
dæmdi mark, þar sem ekki var
hægt að greina að boltinn hefði
farið inn fyrir línuna. Það þarf að
taka dómaramálin fastari tökum,
og refsa þeim dómurum, sem ekki
standa sig með einhveijum hætti.
Staðan í deildinni er hins vegar
nokkum veginn í samræmi við getu
liðanna; Fram er með besta liðið,
og svo hafa Valsmenn sótt í sig
veðrið, enda með gott lið,“ sagði
Sedov að lokum.
Við Keflvíkingum blasir botnbarátt-
an einnig, og þjlfari þeirra, Frank
Upton sagði, að vandi liðsins hefði
aðallega falist í skorti á einbeit-
ingu. „Við höfum leikið vel í 60
mínútur, en síðan ekki söguna meir.
Þá hefur tekið við kafli þar sem
mistök á mistök ofan hafa litið
dagsins ljós,“ sagði hann. „Ég hef
hins vegar trú á liðinu og held að
við getum unnið hvaða lið sem er.
Það eru 7 leikir eftir, og þar af
eigum við 3-4 heimaleiki," sagði
Upton.
Oskar Ingimundarson, þjálfari
Leifturs, sagði að liðið hefði æft á
fullu að undanfömu og lítið frí feng-
ið. „Fallið blasir við ef við tökum
okkur ekki á,“ sagði Óskar. „Við
höfum verið óheppnir og fengið
mörk á okkur seint í leikjum og
tapað með litlum mun. Þá hefur
okkur ekki heldur tekist að nýta
dauðafærin, og ef það breytist ekki
er það bara falldraugurinn sem er
á hælunum á okkur," sagði Óskar,
og taldi að liðið ætti að vera komið
með 3-4 stigum meira á kostnað
líða í efri hluta deildarinnar.
Völsungar hafa fengið fjögur stig
í jafnmörgum leikjum síðan þeir
réðu Amar Guðlaugsson, sem þjálf-
ara, og em neðstir með 5 stig.
„Við verðum að taka hvem leik
fyrir sig, til að eiga möguleika á
að forða okkur frá falli,“ sagði
Amar. „Leikur liðsins hefur hins
vegar gefið tilefni til mun betri
frammistöðu, þannig að það er ekki
hægt að vera ánægður. Þá er mun-
urinn á liðunum ekki eins mikill og
staðan segir til um,“ sagði Arnar,
og bætti við að nú þyrfti að snúa
sér að þessu af alefli.
DOMARAMAL
Þegar dómarar
gera mistök
egar leikmenn í knattspymu-
leik misnota gott marktæki-
færi eru áhorfendur yfirleitt fljót-
ir að fínna einhveija afsökun fyr-
ir viðkomandi leikmann. Hann á
almennt alla samúð áhorfenda
sem vorkenna leikmanninum fyrir
þessi mistök.
Við annan tón kveður þegar dóm-
ari gerir mistök í dómgæslu, miss-
ir til dæmis af broti. Að mati
áhorfenda gerir dómari ekki slík
mistök vegna óheppni - hlut-
drægni er yfírleitt talin orsökin.
Þetta eru að sjálfsögðu fráleitar
ásakanir, en því miður er það frek-
ar regla en undantekning að
áhorfendur bregðast svona við.
Gefln vítl
Það sem leiðinlegast er í þessu
sambandi er þegar dómarar eru
sakaðir um að gera mistök með
vilja. í bikarleik milli Vals og
Fram á dögunum urðu áhorfend-
ur, bæði á vellinum og sjónvarpsá-
horfendur, vitni að mjög slæmum
mistökum dómara er hann gaf
Valsmönnum vítaspyrnu. Þama
áttu sér stað mannleg mistök —
reyndar stórslys. En það er stór-
furðulegt að til séu þeir menn, sem
áltta að dómarinn hafí gert þetta
með viija. Það getur enginn sett
sig í spor dómara sem lendir í
slíku. Enginn dómari leikur sér
að því að ienda í þeirri ljóna-
gryfju sem menn komast í við
slík mistök.
Dómurum hjálpað
í heimsmeistarakeppninni á Spáni
1982 gerðist það í einum leiknum
að dómarinn, sem var danskur,
dæmdi vítaspymu á Spánveija,
þegar einn sóknarmaður mótheija
þeirra var felldur 2 metra utan
við vítateig. Dómarinn var svo
öruggur á því að brotið hefði átt
sér stað innan vítateigsins að
hann ráðfærði sig ekki við línu-
vörðinn.
Eftir leikinn lenti dómarinn í gini
fjöímiðlanna og var þetta rætt
fram og aftur. Sem betur fer fyr-
ir dómarann var hann ekki ásak-
aður um að hafa gert þessi mistök
með vilja, og honum var á engan
hátt refsað fyrir þessi mistök. En
hvað skyldi hafa orðið um dómar-
ann? Var honum refsað fyrir þetta
atvik? Nei, svo sannarlega ekki.
Bæði UEFA og FIFA litu á þetta
atvik sem hreint slys og fengu
honum marga leiki til að dæma
eftir þetta. Auðvitað á að hjálpa
dómumm úr þeim vanda, sem
þeir komast í.
Með dómarakveðju,
Guðmundur Haraldsson.