Morgunblaðið - 04.08.1988, Qupperneq 47
47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1988
HANDKNATTLEIKUR / SPÁNARMÓTIÐ
Ekkialh-
afjólin
Mistök á báða bóga, en Spánverjar
höfðu betur í slökum leik
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik hefur, undir stjórn
Bogdans, náð frábœrum ár-
angri á mikilvægum mótum og
leikurinn í gær bar þess augljós
merki að undirbúningurinn
núna miðast við Ólympíuleik-
ana eins og marg oft hefur
verið bent á. Liðið var langt frá
sínu besta, snerpan í lágmarki,
leikmennirnir ósamstilltir, mis-
tök í vörn sem sókn. Engu að
síður voru Ijósir punktar inni á
milli; Einar varði stórkostlega,
Alfreð stóð sig vel, Sigurður
Gunnarsson gerði góða hluti í
fyrri hálfleik sem og Bjarki.
Strákarnir fengu mörg tækifæri
til að gera hreinlega út um leik-
inn í fyrri hálfleik, en þeim
brást bogalistin og dómararnir
komu í veg fyrir að forskotið
var ekki þrjú mörk í hléi —
dæmdu óréttlátt skref á Sigurð
Gunnarsson og Spánverjarnir
náðu að minnka muninn í eitt
mark fyrir vikið.
Heitt og rakt var í höllinni, en
engu að síður var mikill hraði
í byijun. Munoz gaf tóninn með
marki af línu en eftir það hafði
íslenska liðið frum-
kvæðið, þó munur-
inn væri ekki mikill.
Einar fór á kostum
og varði ÍO skot í
fyrri hálfleik, flest úr dauðafærum,
en sóknarleikurinn var ekki mark-
viss og Zuniga markvörður var erf-
iður þröskuldur.
Eftlrgjöf
Jafnræði var með liðunum fyrstu
20 mínútumar í seinni hálfleik,
staðan 17:18, dæmt víti á Karl og
honum vikið af velli í tvær mínút-
ur. Munoz skoraði úr vítinu, Einar
hristi höfuðið yfír dómnum og fékk
tveggja mínútna hvfld. Spánveijar
náðu flögurra marka forystu og
úrslitin voru ráðin.
Eðlilegt
Ástæðulaust er að gráta leikinn og
úrslitin. Jólin era einu sinni á ári
og Ólympíuleikamir í september.
Liðið getur betur og verður ekki
Steinþúr
Guöbjartsson
skritar
frá Spáni
dæmt af þessu móti. Skiptingar
vora örar, en Sigurður Sveinsson
kom einn ekki inná. Guðmundur
Hrafnkelsson og Júlíus Jónasson
hvfldu. Einar, Bjarki, Kristján, Sig-
urður (Alfreð í vöminni), Átli, Geir
og Jakob léku nær allan fyrri hálf-
leik, en hinir fengu tækifæri eftir
hlé.
Spánveijamir vora ekki síður þung-
ir og sýndu enga yfírburði. Þeir
gerðu aðeins flögur mörk fyrir ut-
an, en nýttu sér hreyfíngarleysi
íslensku vamarinnar og vora dijúg-
ir á línunni og í homunum. Þá fengu
þeir sjö víti og nýttu sex. 6-0 vöm
þeirra í fyrri hálfleik hentaði
íslenska liðinu ágætlega, en þeir
breyttu um leikaðferð eftir hlé og
þá varð róðurinn erfiðari.
Dómaramir era ágætis menn, en
þeir dæmdu öll vafaatriði heima-
mönnum í hag og vora greinilega
á þeirra bandi.
Bestir
Einar Þorvarðarson
varði tíu skot í fyrri
hálfleik og var mað-
urinn á bak við góða
stöðu f leikhléi. Hann
stóð sig vel þrátt fyrir
að vöm íslands væri
slök — lokaði markinu
hvað eftir annað er
Spánveijar voru
komnir í opin færi.
Alfreð Gíslason, sem
er hér til hliðar, lék
mjög vel í vöminni;
var sá eini sem skilaði
sínu hlutverki vel þar.
Hvað sögðu þeir eftir leik íslands og Spánar í Irun í gærkvöldi?
„Strákarnir voru nánast
á hælunum allan tímann"
Bogdan Kowalczyk
„Liðsheildina vantaði bæði í vöm
og sókn — strákamir vora nánast
á hælunum allan tímann. Barátt-
an var ekki til staðar og menn
gerðu ekki það sem þeir geta.
Erfiðið hefur verið mikið í sumar
en ekki síðustu daga og leikurinn
endurspeglar áhugaleysið að und-
anfornu. Við þurfum að setjast
niður, fara yfír mistökin og reyna
að bæta okkur. Spánveijar gerðu
einnig mistök, en baráttan var
þeirra."
Juan de Dtos Roman, þjálfari
Spónar
„Leikmenn beggja liða gerðu
mörg mistök, sem komu niður á
gæðum leiksins. En það er eðlifegt
á þessum tíma, bæði liðin hafa
æft án bolta að undanfómu og
leikmennimir era þreyttir. Snerp-
an var ekki til staðar og mínum
mönnum gekk illa með skot fyrir
utan, en ég er ánægður með sigur-
inn.“
Rauchfuss dómari
„Leikurinn var ágætur á köflum
og auðdæmdur. Ruddaskapur sást
ekki, en greinilegt er að leikmenn-
imir geta gert mun betur."
Kristjón Arason
„Spánveijar keppa um verðlauna-
sæti í Seoul, en leikur þeirra bar
þess ekki merki. Þeir vora þreytt-
ir eins og við enda eðlilegt miðað
við æfingamar undanfamar vik-
ur, en þeir börðust betur. Við
gerðurn sumt vel og reynum að
læra af mistökunum."
Þorgils Óttar Mathlesen
„Liðið er í mótun. Menn era að
reyna að spila saman og þora
ekki að taka áhættu, en leikgleðin
var ekki til staðar — sennilega
vegna þreytu. Þetta er vandamál,
sem við þurfum að takast á við.
Spánveijamir vora ekki heldur
sannfærandi og ljóst er að bæði
liðin geta betur."
Siguröur Gunnarsson
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa,
sérstaklega gegn Spánverjum, en
það var synd að vinna ekki, þvf
þeir vora þungir og ólikir sjálfum
sér. Við vorum það einnig, hug-
myndasnauðir og skutum illa. Láð-
in era á svipuðu róli í undirbún-
ingnum fyrir Ólympíuleikana, en
undir eðlilegum kringumstæðum
eigum við að sigra þá."
Ólafur Jónsson, fararstjórí
„Ég átti von á eins eða tveggja
marka tapi. Liðið er þreytt eins
og við er að búast og verður það
áfram á næstunni. Hins vegar era
úrslitin jákvæð þegar upp verður
staðið í haust, þvi þetta mót er
til að átta sig á stöðunni — sjá
hvað þarf að bæta. Ég veit af
eigin reynslu með Bogdan að yfir-
leitt gengur ilia þar til hlutimir
skipta öliu og Bogdan hefur ekki
tapað, þegar á hefur réynt.“
Ísland-Spánn
19 : 23
Irun - Spánarmótið í handknattleik,
miðvikudaginn 3. ágúst 1988.
Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 2:2, 8:2,
3:3, 4:3, 4:4, 6:4, 6:5, 7:5, 7:6, 8:6,
8:8, 10:8, 10:9, 11:9, 11:10, 11:11,
12:11, 12:13, 13:13, 14:14, 14:16,
16:16, 17:17, 17:21, 18:21, 19:22,
19:23.
Mörk íslands: Alfreð Gíslason 5/2,
Atli Hilmarsson 3, Kristján Arason 2,
Bjarki Sigurðsson 2, Sigurður Gunn-
arsson 2, Geir Sveinsson 2, Þorgils
óttar Mathiesen 1, Guðmundur Guð-
mundsson 1.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 15/1,
Brynjar Kvaran 3.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Spánar: Munoz 5/3, Serrano
5/3, Ruiz 4, Reino 3, Caanas 3, Puig 3.
Varin skot: Zuniga 11.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Rauchfuss og Buchda frá
Austur-Þýskalandi voru heimadómar-
ar.
Áhorfendur: 2000-2500.
Sovétmenn
og A-Þjóðvevjar
skildujafnir
Sovétmenn og A-Þjóðveijar
gerðu jafntefli 15:15 áSpánar^
mótinu í handknattleik í gær. Sókn-
arleikur liðanna einkenndist af mis-
tökum en vamarleikurinn var góður
eins og tölumar bera með sér.
A-Þjóðveijar byijuðu betur og
höfðu yfír 10:6 í hálfleik en eftir
það tóku Sovétmenn við sér og tókst
að jafna leiknn. Leikur liðanna bar
þess merki, að þau era ekki í topp-
formi um þessar mundir og munu
bæta við sig fram að Ólympíuleikum
á sama hátt og íslendingar.
ÍHtíMR
FOLK
■ CLAES HAIIgren, markvörð-
urinn gamalkunni, er kominn í
sænska landsliðshópinn á nýjan
leik. Hann á 198 landsleiki að baki.
■ S VÍAR bára sigurorð af Spán-
veijum í vináttulandsleik í hand-
knattleik á mánudaginn, 23:22®*
Leikurinn var „upphitun" fyrir
Spánarmótið. ^
■ TVEIR íslendingar gerðu sér
ferð frá Madríd í gær til að fylgj-
ast með landsleiknum. Það er sex
klukkustunda akstur frá Madrid
til Irun.
■ ALLY McCoist skrifaði í gær
undir nýjan fímm ára samning við
lið sitt, Glasgow Rangers. „Það
hefði kostað okkur ríflega tvær
■■■ milljónir punda að
FráBob kaupa leikmann í
Hennessy stað McGoists hefði
iEnglandi hann farið," sagði
Graeme Souness,
stjóri Rangers í gær og lýsti yfir
ánægju sinni með samningimlM'
McCoist hefur verið markahæsti
leikmaður félagsins undanfarin ár.
■ EDDIE May hætti í gær sem
þjálfari utandeildarliðsins Newport
á Englandi þar sem félagið gat
ekki leyst ^árhagsvandræði sín.
Hann yfirgaf sem kunnugt er KS
i sumar til að taka við starfí sínu
hjá Newport.
I REIKNINGAR meistara Li-
verpool vora lagðir fram í gær og
þá kom í ljós að félagið greiddi alls
tæpar þijár milljónir punda í laun
á síðasta ári: 2.923.000 pund, seq
jafíigildir um 237 milljónir ísl.
króna. Einn launþega hjá félaginu,
sá sem hafði mest upp úr krafsinu,
fékk 200.000 pund fyrir tímabilið,
sem er um 16 milljónir ísl. króna.
Talið er víst að það sé Kenny
Dalglish, leikmaður og fram-
kvæmdastjóri liðsins. Þeir sem
næstir komu, sem voru átta, höfðST"
um 100.000 pund hver fyrir árið,
eða um 8 milljónir króna.