Morgunblaðið - 04.08.1988, Qupperneq 48
SÓLARMEGIN
fflrgtntfrliiMfe
upplýsingar
um vörur og
FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1988
VERÐ I LAUSASOLU 70 KR.
Slysavaldar í umferðinni:
100-200 ökumenn árlega
endurkrafðir um bætur
••
Olvunar- og hraðakstur algengar ástæður endurkröfu
ÁRLEGA er 1-200 ökumönn-
um gert að endurgreiða
tryggingafélögum, að hiuta
eða að fullu, bætur sem
greiddar hafa verið vegna
umferðarslyss sem þeir hafa
valdið af stórkostlegu gáleysi
eða ásetningi. Að sögn Egils
Sigurgeirssonar hæstaréttar-
lögmanns, formanns endur-
Að sögn Egils er ölvunarakstur
algengasta ástæða þess að til end-
urkröfu kemur en hraðakstur og
hvers konar gáleysi í umferðinni
getur einnig orðið tilefni endur-
kröfu. Egill Sigurgeirsson sagði,
að frá því að endurkröfunefnd tók
til starfa hafi hún kveðið upp úr-
skurð um endurkröfu yfir 2480
ökumönnum. „Ég held að ungum
ökumönnum sé ekki gerð nægilega
skýr grein fyrir þessu lagaákvæði,
það þarf að brýna það fyrir mönn-
um að þeir eru alls ekki lausir
undan fjárhagsábyrgð ef þeir
valda slysi með háskaakstri. Slíkt
getur ekki einungis haft í för með
Haukadalur
í Dölum:
Minjar
fundust
urnjám
vinnslu
HÓPUR fornleifa- og jarð-
fræðinga fann um síðustu
helgi minjar um forna járn-
gerð í landi Ytri Þorsteins-
staða í Haukadal í Dölum.
Að sögn Guðmundar
Ólafssonar, fornleifafræð-
ings, var í fyrstu talið að
einungis væri um kolagröf
að ræða en við nánari rann-
sókn kom í ljós að þarna eru
merkar minjar af járn-
vinnslu til forna.
Það var fyrir tveimur árum
að sumarbústaðareigandi, sem
var að grafa fyrir tijám í landi
Ytri Þorsteinsstaða, kom niður
í miðjan kolabing. Þorleifur
Einarsson, jarðfræðingur, var
fenginn til að athuga hvað
þama væri á ferðinni og varð
úr að hann fékk fleiri í lið með
sér. Að sögn Guðmundar
Ólafssonar fékkst styrkur úr
Þjóðhátíðarsjóði til rannsókn-
arinnar. Jarðvegssýni hafa nú
verið send til aldursgreiningar
erlendis og munu nokkrar vik-
ur líða þar til niðurstöður ber-
ast um aldur þeirra. Auk Guð-
mundar voru í rannsóknar-
hópnum Guðrún Sveinbjamar-
dóttir, fomleifafræðingur, Þor-
leifur Einarsson og Grétar
Guðbergsson, jarðfræðingar.
kröfunefndar, sem starfað
hefur samkvæmt ákvæðum
umferðarlaga frá árinu 1966,
eru algengar upphæðir end-
urkrafna 100-500 þúsund
krónur. Hæsta upphæð kröfu
í úrskurði nefndarinnar á
síðasta ári var hátt á aðra
milljón króna.
sér refsingu og ökuleyfismissi,"
sagði Egill Sigurgeirsson. „Nefnd-
in getur ákveðið að ökumaður
skuli endurgreiða tryggingafélagi
sínu alla þá upphæð sem það hef-
ur innt af hendi hans vegna ef um
ásetning eða stórkostlegt gáleysi
er að ræða.“ Undir stórkostlegt
gáleysi fellur bæði ölvunarakstur
og hvers konar vítaverður akstur.
I endurkröfunefnd eiga sæti
þrír menn, samkvæmt 96. grein
umferðarlaga. Einn er tilnefndur
af viðurkenndum vátryggingafé-
lögum, einn eftir tilnefningu lands-
samtaka bifreiðaeigenda og einn,
formaðurinn, án tilnefningar. Við-
komandi tryggingafélag innheimt-
ir kröfu sína að fenginni niður-
stöðu endurkröfunefndar og ef
hinn brotlegi ökumaður sinriir ekki
greiðsluáskorun er höfðað mál til
staðfestingar kröfunni. Að fengn-
um dómi er krafan aðfararhæf.
Egill Sigurgeirsson kvaðst ekki
vita til þess að við meðferð fyrir
dómi hafi úrskurði nefndarinnar
nokkru sinni verið hnekkt.
Að sögn Egils Sigurgeirssonar
koma einatt til lækkunar endur-
kröfu ástæður sem tilgreindar eru
í 95. grein umferðarlaga um efna-
hag og sök tjónvalds, fjárhæð
tjónsins og ungan aldur. Þó sagði
hann að á starfstíma nefndarinnar
hefðu henni borist nokkur mál þar
sem sannað þótti að ökumaður
hefði af ásetningi valdið öðrum
eigna- eða líkamstjóni í umferð-
inni. í þeim tilfellum hefðu tjón
fallið óskipt á þann seka.
Morgunblaðið/ Kristján Þ. Jónsson
Búið um sovéska sjómanninn í þyrlukörfunni um borð í olíuskipinu
Innfelldu myndina tók Júlíus við Borgarspítalann, þegar komið var með manninn þangað.
Þyrla sækir sovéskan sjómann
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gærmorg-
un veikan sovéskan sjómann um borð í olíu-
skip sem var á leið til landsins.
Skipið var statt á Selvogsbanka á leið til lands-
ins þegar hjálparbeiðnin barst. Maðurinn kenndi
sér meins innvortis og lenti þyrlan með hann við
Borgarspítalann um hádegisbilið.
Rfldð greiddi 80 millj. vegna
vanskila á orlofsgreiðslum
RÍKIÐ brúaði í vor 80 milljón króna halla á Orlofssjóði, sem er
í vörslu Póstgíróstofunnar. Sjóðurinn á þessa upphæð útistand-
andi hjá ýmsum fyrirtækjum, sem ekki hafa staðið í skilum
með greiðslur orlofsfjár. Launþegar hafa samt sem áður fengið
orlof sitt útborgað og í vor kom upp sú staða, að Póstgíróstof-
an þurfti að standa skil á þeim greiðslum, þótt innborganir til
sjóðsins hefðu stöðvast vegna breyttra orlofslaga.
Þann fyrsta maí síðastliðinn
tóku gildi ný lög um orlofsgreiðsl-
ur. Aður sá Póstgíróstofan um
varðveislu alls orlofsíjár í Orlofs-
sjóði. Nú er orlofíð geymt í rekstri
fyrirtækjanna sjálfra, eða á sér-
stökum orlofsreikningum laun-
þega í bönkum og sparisjóðum.
Af þessu leiðir, að fjárstreymi til
sjóðsins hefur stöðvast.
Þegar breytingin tók gildi átti
Orlofssjóður 80 milljón króna
skuldir útistandandi hjá ýmsum
fyrirtækjum. Þau höfðu ekki stað-
ið í skilum með greiðslur til sjóðs-
ins, en lögum samkvæmt fá laun-
þegar orlof sitt greitt, jafnvel þótt
um slík vanskil sé að ræða.
Forráðamenn Póstgíróstofunn-
ar stóðu því frammi fyrir því
vandamáli, að þurfa að greiða
þessar 80 milljónir án þess að fá
neinar nýjar innborganir í sjóðinn
til að mæta þeim útgjöldum.
Síðasta vor var svo tekin ákvörðun
um að ríkissjóður legði fram þá
upphæð sem á vantaði, til þess
að sjóðurinn gæti staðið skil þess-
um greiðslum.
Að sögn Gunnars Valdimars-
sonar póstgíróstjóra er undir hæl-
inn lagt hvemig gengur að inn-
heimta skuldir fyrirtækjanna við
Orlofssjóð. „Hér er einkum um að
ræða fyrirtæki í sjávarútvegi, sem
eiga í fjárhagsörðugleikum. Yfir-
Ieitt hafa þau borgað skuldir sínar
smám saman og gert þær upp
áður en nýtt orlofsár hefst.“
Gunnar sagði að í nýju lögunum
væri ekki gert ráð fyrir því, að
Póstgíróstofan hefði hlutverki að
gegna í orlofsmálunum. Hins veg-
ar hefði Félagsmálaráðuneytið
óskað eftir því að stofnunin sæi
um að afgreiða mál frá því fyrir
gildistöku laganna, eins og hér
væri um að ræða.
í hinum nýju lögum er miðað
við að orlof launþega sé geymt í
rekstri fyrirtækjanna sem þeir
starfa hjá og atvinnurekandinn
beri ábyrgð á útborgun þess. Ríkið
ábyrgist hins vegar greiðslu or-
lofslaunanna, í þeim tilvikum, þar
sem um vanskil er að ræða af
hálfu launagreiðenda.
Heimild er í lögunum fyrir því,
að stéttarfélög og atvinnurekend-
ur semji við bankastofnanir um
varðveislu orlofsins. Borgar þá
launagreiðandinn orlofið inn á
bankareikning, sem er á nafni
launþegans. Þegar samningar af
þessu tagi hafa verið gerðir fellur
ríkisábyrgð á greiðslu orlofslauna
niður, en bankinn verður ábyrgur
gagnvart eiganda reikningsins.
Mörg fjölmennustu stéttarfélögin
í landinu hafa nú farið þessa leið.