Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
B 5
Jóhannesi skírara, Pétri og Páli
og heilögum Ágústinusi.
Ostatollurinn
Við vígslu klaustursins gaf
Skálholtsbiskup, Magnús Gis-
surarson, bróður Þorvaldar,
klaustrinu allar biskupstekjur milli
Botnsár og Hafnarfjarðar. En
biskupi sýndist „rekstargrundvöll-
ur“ klaustursins ekki fulltryggður;
þá um sumarið var að ráði biskups
og Snorra Sturlusonar gerður sá
máldagi, að hver búandi milli
Botnsár og Reykjaness skyldi á
hausti hverju gjalda til Viðeyjar-
klausturs „osthleif slíkan sem þar
er gjör“. Síðar gerði klaustrið til-
kall til osthleifa af stærra svæði.
ritaði Ólafs sögu helga.
Viðeyjar er líka getið í Sturl-
ungu fyrir það að þar fundust
þeir Þorgils Böðvarsson skarði og
Gissur Þorvaldsson árið 1252 og
„fór með þeim álitlega". Þorgilsi
virtist samt „eigi svo fastlegur
trúnaður af Gissuri".
Klaustrið sem Þorvaldur Giss-
urarson stofnaði var af Ágústínus-
arreglu og var svo álitið að biskup
umdæmisins væri hinn rétti yfir-
maður þess eða ábóti, þótt því
væri stjómað af næstræðanda eða
príor. Fljótlega var farið að kalla
stjómandann í Viðey ábóta. Árið
1344 aftók Jón Sigurðsson Skál-
holtsbiskup regluhald Ágústínus-
arbræðra í Viðey en setti þess í
Sauóhúsavör
I YIÐEY
Virkisfjara
FlúðmarCj
VIÐEYJARSTOF
Hulduvön
Helguhóll
Nafimar
Hrossanes
\ Óahadys
Abótasæti f
iiíkaííöt
I.íkahóll
'vottáhóll
Bcejarvör
Norður-
\bakkar
VESTUREY
Bæjarsker,y
C>
Suðuu'
bakkar
K.amburinn
Kattartunga
Flesjarnar
HEIMAEY
Norður-
n klappirnar
Hrafnssandur
Norðurklettar
AUSTUREY
Drápsnes
Sundbakki
Þórsnes
Morgunblaðið/ GÓI
FRAMHALDS NÁM
KÖFUIM
Námskeið fyrir þá sem stunda köfun innan
björgunar- og hjálparsveita, verður haldið
í Hafnarfiriði. Námskeiðið stendur í 8 daga
og hefst föstudaginn 26. ágúst og lýkur
föstudaginn 2. september.
Námskeiðið er bæði verklegt og bóklegt.
Þessar kröfur eru gerðar til þátttakenda:
1) Aldurstakmark er 20 ár.
2) Þátttakendurverða að hafa stundað
köfun fyrir námskeiðið.
3) Þátttakendur verða að skila inn læknis-
vottorði.
4) Krafist er skyndihjálparkunnáttu.
Réttindi: Standist þátttakendur próf, fá
þeir réttindi til að starfa sem björgunar-
kafarar (P.S.D.- Public Safety Divers).
Leiðbeinendur verða Stefán Axelsson,
Hafnarfirði og Kjartan Hauksson, ísafirði.
Þátttökutilkynningar berist skrifstofu
LHS, Snorrabraut 60, sem fyrst og þar
eru einnig veittar allar nánari upplýsingar
ísíma91-621400.
Tilboð óskast
í Ford Broncq XLT árgerð 1980 og Fiat Ritmo árgerð 1988,
sem verða á útboði þriðjudaginn 16. ágúst, ásamt fleiri bifreið-
um, á Grensásvegi 9 frá kl. 12-15.
Tilboð verða opnuð sama dag kl. 16.
Sala varnarliðseigna
Frá Krýsuvík og alla leið upp í
Andakíl.
Eins og stundum vill brenna við
með ýmis gjöld og innheimtur varð
þessi tollur ekki vinsæll. Til er
bréf frá árinu 1433: „ ... og sér-
deilis um þann osttoll sem vor for-
faðir biskup Magnús, góðrar minn-
ingar, og aðrir dándimenn fyrr-
greindu klaustri gefið, skipa eður
unnt hafa sem fyrr segir, forbjóð-
um vér öllum og hverjum manni
fyrir sig undir krafti heilagrar
hlýðni að gjöra fyrrgreindu
klaustri og bræðrum nokkuð ólög-
legt eður óskjallegt hindur og
mótmæland þar út í, svo framt sem
þeir vilja forðast heilagrar kirkju
hæsta banns pínu og hörðustu
refsing."
Viðeyjarklaustur þurfti ekki
lengi að treysta eingöngu á bisk-
upstekjur og ostatoll. Klaustrið
reyndist_ fengsælt til jarða og
ítaka. Átta árum eftir stofnun
klaustursins á það m.a. land á
Korpúlfsstöðum og Blikastöðum,
Elliðavatn hálft og allt land að
Vatnsenda og laxveiði í Elliðaám
að helmingi. Um siðaskiptin mun
klaustrið hafa átt 116 jarðir.
í klaustrum var stunduð sú
þrifnaðariðja að rita bækur. Viðey-
jarklaustur er ekki orðlagt fyrir
handrit og bókmenntir að því frá-
töldu a6 Styrmir Kárason hinn
fróði var annar príor í Viðey. Hann
átti hlut að ritun Landnámu og
•
stað regluhald Benediktinga og
vígði 6 bræður undir það. Þessi
rástöfun biskupsins mun hafa þótt
gerræði. 1352 endurreisti Gyrðir
biskup ívarsson Ágústínusarregl-
una i eyjunni og hélst svo fram
til siðaskipta.
Ögmundur Pálsson, síðasti kaþ-
ólski biskupinn í Skálholti, var
ábóti í Viðey 1515-21. Svo er frá
honum greint að hann hafi verið
mikill maður að vexti, bæði hár
og þykkur en geðmenni mikið og
þótti nokkuð harðfenginn, stórráð-
ur og álagasamur. I ábótatíð hans
var klaustrinu enn sem fyrr gott
til fanga og náði hann eignahaldi
á mörgum jörðum fyrir klaustrið.
Síðasti ábóti í Viðeyjarklaustri
var Alexíus Pálsson. Honum er svo
lýst að hann hafi verið mikill mað-
ur að vexti og afli, en mjög gæfur
í skapi. Alexíus var af sumum
uppnefndur Áli. Alexíus varð ábóti
um 1531.
Árið 1536 komst Kristján kon-
ungur þriðji til ríkis í Danaveldi
og með honum kom hinn nýi siður
sem kenndur er við Lúter. Kristján
Danakonungur sendi hingað sem
hirðstjóra þýskan mann, Claus von
Merwitz. Hann varð skjótt mjög
óþokkasæll af alþýðu manna. Von
Merwitz hafði sér til ráðuneytis
annan Þjóðveija ættaðan frá Ham-
borg, Diðrik von Minden að nafni.
SJÁ BLS. 6B.
EF ÞU HEFUR HÆFILEIKANA
- ÞÁ BJÓÐUM VIÐ UPPÁ KENNSLUNA
★ Snyrtifræði - Cidesco og fleiri rétt-
indi (andlits- og líkamsmeðferðir)
★ Líkamsnudd
★ Varanleg háreyðing (Electrolysis)
★ Nuddmeðferð með ilmolíum
(Aromatherapy)
★ Lýtahyljun
★ Sjónvarps-, kvikmynda-, Ijós-
mynda-, leikhús- og framúrstefnu-
förðun - Cidesco og fleiri réttindi
★ Hárgreiðsla
★ Hárkollugerð
★ List og hönnun
Gjörið svo vel og sendið eftir upplýsingabæklingi okkar núna um mögulega
námsáfanga.
★ Karlmenn og kvenmenn, allir aldurshópar velkomnir
★ Alþjóðlegur sérskóli með fjölskyldulegu andrúmslofti
★ íslensk og skandinavísk stjórnvöld hafa veitt námslán
fyrir okkar viðurkenndu námsáfanga
★ Allir námsáfangar gefa starfsréttindi
Fyrirspurnir á ensku sendist til:
The Principal, Dept. I.S., Storcroft House, London Road, Retford,
Notts DN22 7EB, England
Sími: England/777-707371 eða 703077.