Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 15
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 14. -ÁGÚST 1988
B 15
voru til nokkrar hliðarplötur úr
upphaflegu ofnunum úr Viðeyjar-
stofu. Að vísu voru þær ónothæfar
vegna ryðbrúna en við létum endur-
steypa þær. Það var erfíðara að
fínna framplötumar en eftir mikla
leit í geymslum safnsins fann ég
plötu sem heyrði tii öðrum ofninum
og nokkrum dögum síðar brot úr
plötu sem fór prýðilega við hinn
ofninn, þannig að segja má að
dæmið hafí gengið upp.
Varðandi hluti eins og giugga-
jám, lamir og skrár, sem em ákaf-
lega mikilvægir fyrir endanlegan
frágang í húsi af þessu tagi, þá
hefur Leifur Blumenstein leitað að
upprunalegum fyrirmyndum af ein-
stakri natni og kostgæfni. Sumt
hefur verið handsmíðað eftir leifum,
ýmist úr Viðey eða öðmm bygging-
um Eigtveds í Kaupmannahöfn,
annað hefur hann sótt til Dan-
merkur eða Þýskalands."
— Var engin leið að hafa tréþak
eins_ og var í öndverðu?
„íslendingum á átjándu öld hefur
sennilega fundist tré vera rétt efni
á þök. Þeir þekktu það frá timbur-
kirkjunum og pakkhúsum. En það
gengur eins og rauður þráður
gengnum allar úttektir steinhús-
anna frá seinni hluta 18. aldar, að
timburþökin dugðu þeim illa. — Þau
láku öll. Ég hef ekki rekist á nein
skjöl sem benda til þess að Skúli
hafí endilega viljað timburþak, en
hins vegar leituðu ráðamenn í Dan-
mörku til Skúla um hvemig þakið
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt.
kannski að einhverju leyti illa hönn-
uð eða byggð?
„Húsið er alls ekki illa hannað.
Þetta er falleg hönnun. Þetta er
með fegurstu húsum á íslandi. Það
var að vísu byggt nokkuð hratt en
ekki verður annað séð en hand-
verksmennimir hafí verið kunnáttu-
menn, hver á sínu sviði, þó að Skúli
hafí kosið að kvarta yfír múraran-
um. Við verðum líka að hafa í huga
að þetta var tilraunastarfsemi hjá
Skúla og miklu til kostað.
framtíðamotkun þess. Þama verður
veitingahús, móttökur og ráðstefn-
ur. Þetta kallar á nútíma leiðslur.
Viðeyjarstofa er svo vel hönnuð í
upphafí, að hún á auðvelt með að
svara kröfum nútímans, hvað þetta
varðar.
Og ég held að allir hafí kappkost-
að að leggja leiðslurnar um húsin
bæði af tillitssemi og virðingu fyrir
gömlum byggingarverðmætum.
Það var búinn til skriðkjallari undir
húsunum. Þar eru leiðslur, og upp
á lofti í Viðeyjarstofu eru leiðslur
í millilaginu í gólfínu. Húsið er hit-
að með lofti, og ristar í gólfí. Á
efri hæðinni er lofthitunarkerfið
staðsett í rýminu bak við portið
undir súð.
Að sjálfsögðu em símaleiðslur
og allt sem þarf til ráðstefnuhalds
lagt um húsið."
Til fyrirmyndar
— Nú var Viðeyjarkirkja og inn-
rétting hennar einnig endurgerð,
var það vanalegt að höfðinginn
horfði yfír safnaðarbömin og pre-
dikunarstóllinn væri yfír eða í stað
altarisins?
„Um innréttinguna má segja að
hún er elsta kirkjuinnréttingin sem
varðveist hefur og við höfum reynt
að fara eins nálægt sannleikanum
og hægt er. Innréttingin hefur ver-
ið löguð og sett saman aftur af
mikilli natni þannig að þar er nán-
ast ekki um neina nýsmíði að ræða.
Við höfum reynt að fínna alla upp-
Morgunblaðið/BAR
Gengið upp rókókó-stigann. Efstur er Leifur Blumenstein, Þorsteinn Gunnarsson og Magnús Sædal
fylgja honum eftir.
. ætti að vera á Hóladómkirkju og
hann skrifaði þeim bréf um hæl og
sagði að þaksteinar myndu fjúka
af kirkjunni; það eina sem dygði
hér á landi væra timburþök. —
Engu að síður vitum við að Skúli
var stöðugt að glíma við þakleka.
Ég get heldur ekki bent á nein
skjöl sem sanna óyggjandi að
Eigtved hafí hugsað sér þakstein.
— En þaksteinn, svartur eða rauð-
ur, var algengasta þakklæðning í
Danmörku, og nánast á öllum bygg-
ingum Eigtveds er svartgleijaður
steinn og mér fínnst hann klæða
byggingar hans ákaflega vel. Ég
er sannfærður að þetta er það þak-
efni sem hann hefði kosið bygging-
unni.
Ef maður víkur frá uppranaregl-
unni í efnisvali, vegna þess að mað-
ur telur það af einhverjum ástæðum
klæða bygginguna betur eða vera
tæknilega betri lausn, þá fínnst mér
það góð regla, að kappkosta að
velja efíii sem var sannanlega notað
á þeim tíma þegar byggingin var
reist.
Þetta gildir t.d. um Ölands-stein-
inn sem við völdum á steingólfín í
Viðeyjarstofu, en sá steinn var tal-
inn eitt endingarbesta gólfefni um
miðja átjándu öld.“
— Þið gátuð ekki notað furu frá
Pommem í stofugólfín?
„Fura frá Pommern þótti hald-
besta efnið í trégólf á sínum tíma
en í dag er hún einfaldlega ekki
fáanleg. Við föram eins nálægt
henni eins og við komumst með
Douglas-greninu sem við sækjum
til Danmerkur. Trén vora gróður-
sett fyrir hundrað áram á Pjóni.u
Nota og varðveita
— Nú virðist Viðeyjarstofa alltaf
hafa verið erfíð í viðhaldi, er hún
Þegar við komum að húsinu 1969
var austurgaflinn að skríða frá,
hallaði tæpar þijár tommur frá lóð-
réttu. Við vitum ekki alveg af
hverju. Líklegasta skýringin er sú
að það hafi komið hreyfíng á sökk-
ulinn, en það er líka hugsanlegt að
raki í veggnum háfí átt sinn þátt
í því að gaflinn losnaði.
Reyndar kom í ljós að gömlu
mennimir höfðu gleymt að ganga
tryggilega frá múrfestingu í austur-
gaflinum, og gaflinn þvi átt auð-
veldara með að skríða fram. Það
varð að lokum að ráði að staga
gaflinn inn í burðarvirki hússins.
Eftir að það var gert í kringum
1970 hefur gaflinn ekki færst um
millimetra þannig að ég held að
menn geti verið rólegir."
í gömlum lieimildum er talað um
„flagnandi veggi“ á og í Viðeyjar-
stofu?
„Ég held að það sé sýnt að múr-
húðun utanhúss sem byggist á
blautleskjuðu kalki einu sér, eins
og tíðkast í Norður-Evrópu, hentar
ekki íslenskum aðstæðum. Skúli var
ekki búinn að búa þarna lengi þeg-
ar hann sannreyndi að múrhúðunin
vildi flagna af og hann fór að^era
sínar eigin tilraunir til úrbóta. I dag
er Ríkharður Kristjánsson verk-
fræðingur með sérstakar rannsókn-
ir í gangi fyrir Hóladómkirkju og
Viðeyjarstofri til að ákveða bestu
meðhöndlun á steinveggjunum ut-
anhúss."
— Nú era gerðar aðrar kröfur
um þægindi í húsum í dag heldur
en á átjándu öld?
„Það er mikilvægt að fínna göml-
um húsum notkun sem gerir hvort
tveggja í senn að henta húsinu og
tryggja áframhaldandi varðveislu
þess. Viðeyjamefnd hefur tekið á
þessum vanda með því að ákveða
ranalega liti á innréttingunni sjálfri,
þar að auki höfum við úttekt á kirkj-
unni þar sem getið er um litaval,
og jafnfrámt er til lituð teikning
innan úr kirkjunni sem danskur
maður gerði á fyrri hluta nítjándu
aldar. Eftir þessum gögnum höfum
við málað innréttinguna upp á nýtt.
Það að hafa predikunarstólinn
og altarið saman var ákveðin stefna
á þessum tíma, Eigtved teiknaði
td. kirkju út á Kristjánshöfn í
Kaupmannahöfn með sama fyrir-
komulagi. Hvað varðar „húsbónda-
sætið" má segja að Skúli hafi feng-
ið tilkomumesta sæti í kirkjunni
sem möguleiki var á.“
— Nú kostar oft meira að endur-
gera gömul hús heldur en að byggja
ný, era þessi gömlu steinhús virði
hundraða milljóna?
„Því er ekki að neita að endur-
bygging á við þá sem hér um ræð-
ir er kostnaðarsöm, sérstaklega
þegar gerðar era miklar kröfur til
notagildis og frágangs. Nú, Skúli
Magnússon hafði ekki búið í húsinu
nema árið þegar hann komst að því
að húsið þyrfti árlegt viðhald. —
Mér fínnst til mikillar fyrirmyndar
hvemig borgaryfírvöld hafa staðið
að endurreisn Viðeyjarstofu og Við-
eyjarkirkju, og vona sannarlega að
þetta átak verði öðram til eftir-
breytni.
Þessi gömlu steinhús hafa mikið
listrænt og menningarsögulegt gildi
fyrir okkur íslendinga og líka fyrir
danska byggingarsögu. Það hefði
verið skammarlegt að láta bygg-
ingu eftir Nikolai Eigtved grotna
niður, ekki síst gagnvart Dönum
sem hugsa nánast um hvert einasta
hús hans sem helgidóm á sama tíma
og við tökum við handritum frá
þeim sem þeir hafa geymt og gert
við.“
FLUGLEIDIR
TILKYNNA
BROTTFÖR:
frönsku rivierunni
4. - 7. september.
Verðfrákr.
19.425/
Hótel Don Gregoris - Beaulieu 3ja stjömu.
Hótel Savoy - Cannes 3ja stjömu.
Hotel Du Parc - Juan Les Pins 4ra stjörnu**
Innifalið: Gisting (i 2ja manna herbergi), morgun-
verður, dagsskoðunarferð til St. Tropes. Hálfs dags
skoðunarferö til Monaco, fyrir gesti á Hotel Don
Gregoris. Hálfs dags skoðunarferð til St. Paul De
Vence fyrirgesti Hotel Savoy og Hotel Du Parc.
Brottförfrá Keflavík 4. sept. kl. 07.30.
og lent í Nice kl. 13.30. að staðartíma.
Brottförfrá Nice 7. sept. kl. 06.00.
Lent í Keflavík kl. 08.00 að íslenskum
tíma.
* Auk flugvallarskatts kr. 900,-
** Hotel Du Parc kostar 3.245 kr. aukalega.
Aukagjald i einbýli:
Á Hótel Don Gregoris og Hótel Savoy kr. 3.780,-
Á Hórel Du Parc kr. 4.125,-
Ailar nánari upplýsingar gefa Ferðaskrifstofur
og Flugleiðir í síma 690100 eða 25100.
FLUGLEIDIR