Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 Hér er verið hús að byggja Rætt við Magnús Sædal byggingartæknifræðing Við móttöku Viðeyjarstofu og kirkju hinn 17. ágúst 1986 sagði Davíð Oddsson borgarstjóri að endurreisn Viðeyjarstofu skyldi verða lokið 18. ágúst 1988 og mun borgarstjóri hafa haft í huga að upphaflega tók tvö ár að byggja Viðeyjarstofu (1753-1755). Byggingardeild borgarverkfræðings Reykjavíkur var falið að framkvæma verkið og by ggingarstj óri í Viðey hefur verið Magnús Sæd- al Svavarsson byggingartæknifræðingur, deildar- stjóri í byggingardeild. Margir vinna verkið Skipaður var starfshópur sem fengið hefur nafnið Viðeyjarnefnd til að undirbúa og hafa umsjón með framkvæmdum í eynni. Formaður var skipaður Björn Friðfinnsson framkvæmdastjóri lögfræði- og stjómsýsludeildar en hann er nú í ársleyfí og gegnir Hjörleifur B. Kvaran, nú framkvæmdastjóri sömu deildar, formennsku í fjarveru hans. Ennfremur voru skipaðir í nefndina Guðmundur Pálmi Krist- insson forstöðumaður byggingar- deildar borgarverkfræðings og Þórður Þ. Þorbjamarson borgar- verkfræðingur. Faglegir ráðgjafar nefndarinnar hafa verið þeir Leifur Blumenstein byggingarfræðingur og Þorsteinn Gunnarsson arkitekt. Öll trésmíði og allt múrverk var unnið af starfsmönnum trésmíða- verkstæðis Reykjavíkurborgar. Rekstrarstjóri trésmiðjunnar er Agnar Guðlaugsson. En auk tré- smiðjunnar hafa fjölmargir undir- verktakar séð um framkvæmdir í eynni. Þar eð afráðið var að nota Viðeyj- arstofu sem veitingastað og til ráð- stefnuhalds og móttöku gesta var ákveðið að byggja jarðhús norðan við Viðeyjarstofu. Einnig var annað jarðhús grafíð inn í hól norðaustan við stofuna og er þar geymsla, spennistöð og margvíslegur tækni- búnaður. Ennfremur var steypt rot- þró norðar og nokkm fjær öðmm byggingum. Meðal verkefna Magnúsar Sædal hefur verið stjóm hönnunar, gerð kostnaðaráætlana, undirbúningur innkaupa á efni, húsgögnum og tækjum ásamt uppgjöri verka og kostnaðargát. Ennfremur hefur Magnús lagt á ráðin og skipulagt hvemig flutningum á efni og mann- skap væri best háttað til eyjunnar. Magnús hefur haft náið samstarf við Viðeyjamefnd og ráðgjafa henn- ar. Af ofantöldu má vera ljóst að Magnús Sædal hefur í mörg hom að líta. En einnig verður að geta þess að landslög mæla svo fyrir að fomleifar séu rannsakaðar áður en framkvæmdir hefjast sé vitað um tilvist þeirra. — Og einmitt í Viðey hafa fundist merkar fomleifar. Þessi lagaskylda hefur haft sín áhrif á verkáætlanir í Viðey. Vinnan göfgar manninn Síðastliðnir mánuðir hafa verið annasamir fyrir Magnús Sædal. Fundir hafa verið tíðir með Viðeyj- amefnd og ráðgjöfum hennar og vikulega hefur Magnús haldið fundi með sínum mönnum og verktökum úti í Viðey. Fulltrúi Morgunblaðsins hleraði einn slíkan fund um mán- aðamótin síðustu. Magnús Sædal lét í ljós áhyggjur yfir fánýtu skemmtanahaldi ungra manna. Hann minnti á að vinnan göfgar manninn og hvatti menn til að íhuga vel kosti helgarvinnu. Þessu næst var litið yfir verk vik- unnar og áætlanir næstu daga ræddar. Fundarstjóri spurði „hvar í helvítinu" ónefndur trésmiður væri? Fundarmenn tóku því fjarri að maðurinn væri á verri staðnum; hann væri við vinnu sína í kirkj- unni. Engin kirkjugrið voru hér virt og maðurinn var sóttur nauðugur viljugur á fundinn. Eftir að menn höfðu gert grein fyrir verkum sínum, erfiðleikum og áætlunum var lagt á ráðin um vinnuröð næstu daga og fundi síðan slitið, en Magnús gékk til Viðeyjar- stofu, ásamt Leifí Blumenstein ráð- gjafa Viðeyjamefndar, til að huga betur að Douglas-greninu sem verið var að leggja í gólfíð. Einnig var ráðgast við Kjartan Mogensen landslagsarkitekt um fyrirkomulag göngustíga neðan frá Bæjarvör. Staðarhaldarinn, séra Þórir Stephensen, var nærstaddur. Guðs- manninum var aðbúnaður brúð- hjóna í kirkjunni ofarlega í huga. Hann var beðinn um að treysta Guði og borgaryfirvöldum; vel muni verða séð fyrir Viðey og kristni- haldi þegar hann fengi lyklavöldin í eynni 18. ágúst næstkomandi. Jarðhús til hliðar Magnús Sædal var beðinn um viðtal. Fulltrúi Morgunblaðsins hafði af því nokkrar áhyggjur að Viðeyjarstofa væri ekki byggð á bjargi traustu en húsið mun ekki vera grafið niður á fast. Magnús róaði hann með þeim rökum að Viðeyjarstofa væri elsta hús lands- ins og hefði staðið í rúm 230 ár. Reyndar varð Magnús að viður- kenna að það hefði haft sín áhrif á framkvæmd verksins að húsið stendur ekki á föstu. „Upphaflega voru uppi hug- myndir um að gera kjallara undir Viðeyjarstofu og hafa þar þjónustu- starfsemi. Fyrst var athugað hvort ró hússins raskaðist eitthvað, með tilliti til burðarþols, við þá aðgerð. Við fengum því Orkustofnun til að bora þama fyrir okkur. Það kom í ljós að átta metrar eru niður á klöpp og þar fyrir ofan er burðarhæf möl og loks mold. Næst var grafíð niður á tveim stöðum í húsinu til að at- huga hvað undirstöðumar næðu langt niður og það sýndi sig að undir öllum veggjum er mold þann- ig að þeir ná ekki niður á mölina. Menn sáu því fram á að undir hús- inu yrði ekki hægt að gera fullkom- inn kjallara heldur yrði einungis hægt að gera leiðslu- eða skriðkjall- ara. í slíkum kjallara er hægt að i'rr. Morgunblaðið/Þorkell Hér verður gengið neðan úr jarðhúsi, upp í Viðeyjarstofu. Morgunblaðið/Þorkeii Viðeyjarnefnd á fundi. Nefndarmenn eru talið frá vinstri: Þórður Þ. Þorbjarnarson, Guðmundur Pálmi Kristinsson og Hjörleifur B. Kvaran. A fundinum eru einnig Magnús Sædal og Þórir Stephensen. ferðast um með því að aka sér á bakinu — þó eftir því hvemig menn eru vaxnir. Hvað var til ráða? Menn höfðu áður hafnað þeim kosti að byggja ofanjarðar og tengja með glergangi við Viðeyjarstofu. Þá kom fram sú hugmynd að byggja jarðhús norðan við stofuna, það langt frá henni að burðarþol raskaðist ekki. Það þrengdi heldur en ekki at- hafnafrelsi okkar að gamli bæjar- hóllinn er þama norðan við stofuna og þar verða fomleifafræðingar að rannsaka allt; því vildum við ekki grafa of langt inn í hólinn. Jarð- húsið varð því aðeins sex og hálfur metri á breidd. Það er hins vegar langt; liggur meðfram allri Viðeyj- arstofu og vestur fyrir kirkjuna og er alls um tvö hundruð og fjörutíu fermetrar. En til að tengja jarðhúsið við Mikið hefur gengið á við Viðeyjarstofu og kirkju í sumar. Morgunblaðið/Ámi Sœberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.