Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 B 19 stofuna sjálfa varð að styrkja undir- stöður veggja á þremur stöðum." Tengsl við land „Framkvæmdir hófust í mars- mánuði 1987. Fyrstu verkin voru að grafa út fyrir skriðkjallaranum í Viðeyjarstofu og ganga frá undir- stöðum fyrir gólfin. Jafnframt end- urbyggðum við vegarskominginn sem liggur austur eyna því þá var engin lendingaraðstaða neðan við Viðeyjarstofu. Við ákváðum að nota góð fylli- efni í steinsteypuna, ekki að dæla upp sjávarefni sem ekki var aðstaða til að þvo; þannig að byggingarefni varð að flytja úr landi. Fenginn var prammi, sem er í eigu Köfunarmið- stöðvarinnar og ber nokkur hundr- uð tonn, til sigla með varninginn að Sundbakka. Þar var honum skip- að upp á eiðið og síðan hífður upp á bíl og fluttur eftir veginum. Nú í sumar höfum við ekki átt kost á þessum pramma þannig að allur okkar vamingur hefur verið fluttur á litlum flotpramma sem báturinn hans Hafsteins Sveinsson- ar hefur dregið yfir sundið. Á þess- um pramma hefur allt steypuefni verið flutt sem við notuðum í sumar og líka höggvið grjót í bæjarhlaðið. Hafsteinn hefur séð um manna- flutninga og einnig efnis- og matar- flutninga út í eyju. Það hefur að- eins einu sinni fallið niður ferð og var það vegna öldugangs í Sunda- höfn nú í vetur. Það stendur til bóta með bryggju sem fljótlega verður tekin í notkun. Reykjavíkur- höfn byggði líka bryggju í Viðey sem við gátum farið að nota í byrj- un janúarmánaðar 1988. Bryggjan er um áttatíu og fimm metrar á lengd. Rafmagnsveitan lagði rafstreng út í eyna í september 1986 og upp- hitun Viðeyjarstofu með rafmagns- ofnum hófst þá þegar. Einnig var lagður sími um leið og rafmagnið. Vatnsveitan lagði sex tommu vatns- pípu út í eyna sem farið var að nota í október í fyrra. Um miðjan maí í fyrra hófst fom- leifagröfturinn. Á meðan var unnið við skriðkjallara, lagt bráðabirgða- gólf en síðan hófst múrverk og við- gerðir á skemmdum í tréverki. Þar sem húsið er múrhúðað með kalki var fenginn danskur múrari, Hans Danry að nafni, til að kenna okkar múrurum rétt handbragð við múr- verkið." Áætlanir úr skorðum „Áætlanir okkar miðuðu við það að hægt yrði að byija á byggingu jarðhúsanna tveggja í lok ágúst- mánaðar. En fornleifagröfturinn dróst á langinn og það var ekki hægt að hefja framkvæmdir fyrr en í lok október. Það setti veralegt strik í reikninginn því við fengum tiltölu- lega harðan vetur með löngum frostaköflum. Við höfðum ekki hita- veituvatn úti í Viðey til að hita upp fylliefnin í steinsteypunni. Við urð- um að nota olíuketil til að hita upp vatnið í steypuna. Það tókst samt að ljúka við jarðhúsið í marsmánuði og gátum við hafið þar múrverk í byijun apríl. Þessi töf var keðjuverkandi, tafði gerð ganga milli jarðhússins og Viðeyjarstofu, tafði allar lagnir o.fl. Nú í vor var ekki hægt að hefj- ast handa við spennistöðina fyrr en forleifafræðingamir hefðu athugað hvort þar fyndist eitthvað. — Og þeir fundu þar eitt og annað. Við urðum að bíða fram í júní með að heija framkvæmdir þar og lóðar- vinnu gátum við ekki hafið fyrr en í lok júní. Nú í sumar steyptum við rot- þróna sem er í nokkurri íjarlægð frá öðram húsum. Þar urðum við að sprengja. Það var heppni að hægt var að grafa fyrir jarðhúsinu við Viðeyjastofuna án sprenginga. Þar er nánast óframkvæmanlegt að sprengja." - En hvenær náðuð þið aftur áætlun? „Það má segja að við höfum varla náð henni að nýju. Við hefðum kos- ið að vera fyrr á ferðinni, tímahrak- ið leiðir það af sér að lengja verður Magnús Sædal hefur haft í mörgu að snúast. Morgunbiaðið/Þorkeii Morgunblaðið/BAR Verkfundur úti í Viðey. vinnutímann eða fjölga mönnum. Við gerðum hvort tveggja, svo þetta á að takast." Kirkjan einnig - Hvað hafa margir starfað að þessum framkvæmdum? „Frá því mars 1987 til ársloka unnu að jafnaði 20 til 25 manns að verkinu og í vetur unnu oftast 20 til 30 manns. Síðustu vikumar hefur fjöldinn farið upp í 70 til 80 og era þá taldir með þeir sem hafa unnið í lóðarvinnu og við fornleifa- gröftinn." — En kirkjan, borgarstjórinn tal- aði einungis um að endurgera stof- una á tveimur áram? „Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir því að einungis yrði lokið við stof- una á tveim fyrstu áranum. Á miðju sumri 1987 fóra menn hins vegar að velta þvi fyrir sér hvort ekki væri hagkvæmt að taka kirkjuna einnig og það varð úr. Það var mjög heillavænleg og skynsamleg ákvörðun því mannskapurinn og öll efniskaup nýttust okkur miklu bet- ur. Allar kirkjuinnréttingar vora teknar í land í fyrrasumar. Þær vora teknar í sundur, samskeytin lagfærð og að lokum málaðar aft- ur.“ - Er ekki samt eitthvað eftir, þó að Viðeyjarstofa og kirkjan séu komnar i lag? „Jú, byggingardeild hefur verið falið að reisa hús þar sem aðstaða verður fyrir staðarhaldara og jafn- framt bústaður ráðsmanns. Þetta verður tilbúið einingahús sem við reynum að fella að landslagi eyjar- innar, það verður t.d. á þvi torfþak. Við reiknum með að húsið verið tilbúið í lok septembermánaðar. “ Fyrst var grafið fyrir skriðkjallaranum. Ljðsmynd/Magnús Sædai Morgunblaðið/Þorkell Seinna kom Douglas-greni. Skemmtilegt verkefni - Hvað hafa allar þessar fram- kvæmdir kostað? „Fjöratíu og sjö milljónum var varið til þessa verks í fyrra og áætlað er að veija hundrað milljón- um í framkvæmdir þetta ár og er þá hús ráðsmanns og staðarhaldara meðtalið. Þetta er mikið fé en borgarstjórn vill greinilega fara vel með gjafir til borgarbúa, þó að það kosti pen- inga. Húsin í Viðey era þjóðardýr- gripir og með þessari myndarlegu endurbyggingu hefur Reykjavíkur-“ borg reist staðinn úr þeirri niður- lægingu sem hann var kominn í. Ef til vill hefur niðurlægingin rist dýpst á þeim tíma sem Þjóðminja- safnið átti að endurbyggja staðinn, en fékk ekki fé til þess, þannig að menn máttu horfa á eyðilegginguna vinna sitt verk.“ - Endurreisn Viðeyjarstofu hlýt- ur að vera með óvanalegri verkefn- um? „En líka með þeim skemmtilegri sem maður kemst í. Ég hef áhuga á sögunni. Endurbyggja elsta hús á íslandi! — Og kirkjan er að vísu ekki sú elsta en mjög merkileg samt. Saman mynda þessi hús skemmtilega heild sem mun bjóða upp á ótal möguleika til notkunar. Ég kom fyrst út í Viðey 1976, Viðeyjarstofa var þá lokuð „vegna viðgerða". Mig óraði ekki fyrir því að ég ætti, tíu áram seinna, eftir að fá tækifæri til að vinna að þessu verki. Maður finnur einhvern veginn fyrir nálægðinni við Skúla. Hann var geipilega merkur maður, faðir Reykjavíkur. Reykvíkingar sýna minningu hans sóma með því að gera vel við verk hans í Viðey." Morgunblaðið/Bjami Margir hafa áhuga á endurgerð Viðeyjarstofu. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra og Davið Oddsson borgarstjóri. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.