Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 34
34 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988
I I liEI/Vil EVIEMyNEANNA
Spielberg í fortíð
og framtíð
Steven Spielberg, sem fékk
sautján Óskarsútnefningar í allt
fyrir tvær síðustu myndir sínar
(Purpuraliturinn, Veldi sólarinnar)
en enga útnefningu sjálfur, vinnur
nú að þriðju Indiana Jones-mynd-
inni með Harrison Ford í aðalhlut-
verkinu. Áður en hann varð 36 ára
hafði Spielberg leikstýrt fjórum af
tíu söluhæstu myndum heimsins
en er nú í ríkari mæli að snúa sér
frá eldhröðum „hasarpökkuðum"
húrramyndum að myndum sem
leggja áherslu á persónur og frá-
sögn. American Film tók nýlega
viðtal við hann sem hér birtist
mjög stytt og endursagt.
Spurning: Þegar þú veittir Irv-
ing Thalberg-verðlaununum við-
töku á sfðasta ári talaðir þú um
nauðsyn þess að skrifa betur fyr-
ir kvikmyndirnar. Áttir þú þá við
kvikmyndir f nánustu fortíð?
Ég átti við kvikmyndir í fram-
tíðinni og ég var líka að tala við
sjálfan mig. Ég eins og sagði sem
svo við sjálfan mig: Veistu, það
er kominn tími til að hætta að láta
steina rúlla og geimskip lenda og
hætta Ijósabrellunum. Það er kom-
inn tími til að fjalla um það sem
fólk segir hvert við annað þegar
það hefur þörf fyrir að tala.
Ég vildi ekki útiloka öll hin ágætu
handrit sem skrifuð hafa verið á
undanförnum árum. Það hefurver-
ið þurrkur hjá okkur uppá síðkastið
en það þýðir ekki að ekki sé til
vatn. Það er mjög erfitt að koma
með frumlega hugmynd nú til dags
eins og þeir vita sem sest hafa
niður með blað og blýant. í hvert
skipti sem ég festi eitthvað á blað
sem ég get rakið í bíómynd sem
ég hef séð, hendi ég því samstund-
is — vegna þess að ég skammast
mín.
Það hlýtur að vera sérstaklega
erfitt fyrir þig vegna þess að þú
hefur séð svo margar myndir.
Ég veit um fullt af fólki, vinir
mínir, sem séð hafa miklu fleiri
myndir en ég. Ég meina, Martin
Scorsese hefur séð allt. Hann læt-
ur ekki filmudós í friði komist hann
í hana og hann heldur filmunni upp
í Ijósið og blikkar augunum til að
herma eftir hreyfingu. Og Peter
Pelé þjálf-
ar fótbolta-
stjörnu
Það hafa verið til bandarískar
karatekappasögur, boxarasögur,
íshokkíkappasögur, hornaboltasög-
ur, hlauparasögur og guð má vita
hvað, allar færðar á filmu. En það
eru ekki til margar fótboltahetju-
sögur frá Bandaríkjunum (þá er átt
við evrópskan fótbolta) enda hefur
fótboltinn eins og við þekkjum hann
best nýhafið innreið sína þar.
En bandariska myndin „Hot
Shot“, sem sýnd verður bráðlega í
Regnboganum, segir frá fótbolta-
hetju sem, eins og allar hinar, er
staðráðinn í að verða bestur. Þið
kannist við þetta, honum vegnar
illa þar til hann finnur rétta þjálfar-
ann, sem einu sinni var bestur en
er orðinn þreyttur, en fæst þó til
að taka hann í þjálfun og kennir
honum að sigur skiptir ekki máli
heldur íþróttin.
Með aðalhlutverkin fara Jim
Voung, sem ieikur fótboltagarpinn,
og enginn annar en stjarnan Pelé,
sem leikur þjálfara hans suður í Rio
de Janeiro þangað sem hetjan eltir hann uppi til að kenna sér að verða
bestur. Handritiö gera Joe Sauter og Rick King en King leikstýrir líka.
Pelé f hlutverki
þjálfarans í „Hot Shot“.
finnst „E.T.“ melódramatísk og
það er „The Sugarland Express"
líka. Ég meina, lífið er fullt af meló-
dramatík og mér finnst það gott.
Segir þú einhverntíman: Nei,
þetta er of melódramatískt?
Já, ég tók það ekki í mál að leyfa
Jim (aðalpersónunni í Veldi sólar-
innar) að eiga hund. Ég vildi ekki
láta neinn skjóta hundinn hans í
lok myndarinnar. Þar dreg ég
línuna.
Þegar þú veist að myndir þínar
hljóta athygli um allann heiminn
hugsarðu þá nokkurtíma útí þfna
félagslegu ábyrgð er þú gerir bíó-
mynd?
Veistu, ég hef aldrei skenkt því
þanka. Ég hef alltaf gert myndir
eins og ég, sem áhorfandi, vil sjá.
Steven Spielberg.
E.T.; framhaldsmynd ekki í nánd.
Bogdanovich sá nýlega sex áður
óþekktar Lubitsch-myndir í Lon-
don þ.á m. tvær sem honum finnst
að séu meistaraverk. Svoleiðis að
þótt ég hafi séð og kannað margar
myndir ná þær ekki aftur til þögla
skeiðsins. Eg hef sérstakan áhuga
á myndum sem gerðar eru á árun-
um 1933 til 1954.
Hvar dregur þú Ifnuna á milli
dramans og melódramans?
Öll mín verk eru melódramatísk.
Ég held ég hafi aldrei gert annað
en melódramatískar myndir. Mér
en bíómyndir nokkurntíma gerð.
Ég á við, sjáðu til, að „E.T." er
mestsótta mynd allra tíma um
heim allann en sami fjöldi fólks og
sá hana hér í Bandaríkjunum horf-
ir á tvo þætti af Fyrirmyndarföður
á tveimur vikum.
Hvað finnst þér um vinsæidir
mynda þinna?
Það er athyglisvert hvernig vin-
sældirnar virka. Ég gerði ekki
„E.T.“ með það í huga að hún yrði
vinsæl og heldur ekki „Close En-
counters of the Third Kind". Við
gerðum „Raiders of the Lost Ark“
í þeim tilgangi en ekki Purpuralit-
Svipmyndir úr „The Holy Qra-
11“
11 I »1
eða kaldhæðinn. Hann er huggu-
legur enskur herramaður — aöl-
aðandi og rólyndislegur. „Mér
finnst kómedía mín mun athyglis-
verðari og fjölbreyttari núna en
hún var fyrir tíu árum. Ég er miklu
meira í rónni með að leika venju-
legt, rómantískt hlutverk núna
en áður. Fyrir nokkrum árum
hefði ég ekki getaö sýnt þessa
viðkvæmni á tjaldinu — mér
fannst það ekki koma til greina."
Cleese er fæddur nálægt Bri-
stol — heimabæ Cary Grants
bætir hann við — sonur trygg-
Ur Purpuralitnum.
Það er mín einfalda heimspeki. Ég
hef aldrei verið mjög félagsfræði-
legur í kvikmyndalegum skilningi
en mjög svo í mínu einkalífi. En
ég er ekki einn af þeim sem segir:
Ég vona að þessi mynd mín eigi
eftir að breyta hugsunarhætti
Bandaríkjamanna.
Ég á vini sem nálgast allt með
það í huga að hafa jákvæð áhrif.
Það hef ég aldrei gert. ... Ef ég
hefði eitthvað í höndunum sem
yrði öllum til góðs og gæti haft
veruleg áhrif, mundi ég sennilega
gera það fyrir sjónvarp vegna þess
að sá miðill nær til fleiri heimila
Fiskur al’
nafni Wanria
Nýjasta gamanmynd John Ci ee 3 i
erekki um fisk —eða hv< ð '
Þið vitið, John Cleese getur
leikið allt. Hann hefur líka leikið
heil ósköp af ólíkum hlutverkum
bæði sem einn sjötti af hinum
ágæta Monty Python-hópi og á
sjálfs sín vegum. Hann var hinn
uppskafningslegi ráðherra Kjá-
nagöngulagsins í „Brazil"; hann
var heimski rómverski hermaður-
inn í „The Life of Brian" sem
skipaöi uppreisnarseggnum
Brian að skrifa ólöglega veggja-
krotið sitt 100 sinnum af því latín-
an var ekki rétt; hann var óþol-
andi yfirmannslegur og ómögu-
legur hóteleigandi í sjónvarps-
þáttunum „Fawlty Towers". En
hvernig er hans nýjasta hlutverk?
Getur verið að það sé rómantiskt
og . . . alvarlegt?
f nýjustu myndinni sinni, „A
Fish Called Wanda" (Fiskur að
nafni Wanda), sem hann skrifar,
framleiðir og leikur í, er hann
hvort tveggja rómaiitís jr og al-
vörugefinn í hlutveiki sanri ristir
dýpra en Cleese hefur áður /erið
orðaðurvið.„Wanda“ er yrsta
bíómyndin sem hann framloiðir
án Python-hópsins cg hann 'jefur
meðleikurum sínum Kevin Cline
og Python-félagam m M hael
Palin, bitastæðustu rínhlu /erk-
in á meðan hann leil jr mildileg-
an breskan lögfræðir „ sem /æt-
ur Wöndu (leikin af Jamie Lee
Curtis) draga sig á tálar. Og til
að teygja enn á sinni karlalegu
miðaldrafantasíu hefur hann-
nefnt persónu sína Archie Leach,
alvöru nafni Cary Grants.
Kannski virðist hlutverkið full
alvarlegt en Cleese viðurkennir
að hann sé að mýkjast með aldr-
inum. Hann er orðinn 48 ára og
er hvorki sérstaklega skrítilegur
Cleese með Jamie Lee Curtis f
nýju myndinní.
John Cleese; rómantískiir og
alvarlegur.