Morgunblaðið - 14.10.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 14.10.1988, Síða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14 OKTÓBER 1988 Franskt múdurf breskt klúður Nokkuð forvitnilegir atburðir hafa nýlega verið að gerast í bresku og frönsku sjónvarpi sem er vel þess virði að rekja hór. í tilraun til að mæta harðnandi samkeppni réð aðalstöð franska ríkissjónvarpsins, Antenne 2, til sín nýjan aðalfréttamann fyrir skömmu, konu að nafni Christine Ockrent, sem var hjá einkastöð- inni TF1 og er þekktasti frétta- skýrandinn á skjá Frakkanna. En fáir sáu fyrir þau vandræði er spunnust af launamálum hennar. Flún gerði samning uppá um 11 milljónir ísl. króna á ári (kannski ekkert óheyrilegt miðað við 141 milljón ísl. sem bandarískir aðal- fréttamenn fá) og það blés þegar í gamlar glæður launadeilna inn- an stöðvarinnar auk- þess sem ráðningin vakti deilur um að hverju franskt ríkissjónvarp ætti að stefna. Starfsmenn Antenne 2 gengu út og áður en vika var liðin hafði verkfallið náð til allra fjögurra sjónvarps- og útvarpsstöðva ríkisins. Flestir sneru fljótlega afturtil starfa en sósíalistastjórn- in hefur sem minnst viljað skipta sér af málinu. Ástæðan: Ef laun starfsmanna útvarps- og sjón- varpsstöðvanna hækkuðu, yrði þá ekki að hækka laun annarra opinberra starfsmanna? „Þetta fólk skilur ekki að tímarnir hafa breyst," segir Ockr- ent. „Stefnan er sú að losa um tak stjórnvalda á sjónvarpinu." Laun hennar eru aðeins helming- ur þess sem aðalfréttamaður einkastöðvarinnar, TF1, fær. Ockrent samþykkti að lækka launin sín um tæpar f imm milljón- ir ísl. kr. Málinu er þar með alls ekki lokið því starfsmenn hyggj- ast fara aftur í verkfall um miðjan þennan mánuð og væntanleg er ráðstefna, sprottin af deilum þessum, sem fjalla á um hlutverk opinberrar sjónvarpsþjónustu í Frakklandi í framtíðinni. Og frá Frakklandi hverfum við til Bretlands. í nýlegum frétta- Christine Ockrent; ráðningin vakti miklar deilur. skýringaþætti Thames-sjón- varpsstöðvarinnar um dráp bre- skra sérdeildarhermanna á þremur IRA-mönnum á Gibraltar, sem mjög hefur verið í fréttum, var ýjað að því að stefna stjórn- valda væri að drepa IRA-hryðju- verkamenn. Skyldmenni IRA- þremenninganna sögðu að hryðjuverkamönnunum hafi aldr- ei verið veitt tækifæri til að gef- ast friðsamlega upp en í þættin- um var það sjónarmið stutt og vitni sagðist svo frá að IRA- mennirnir hefðu reynt að gefast upp. í áhrifamesta kafla þáttarins lýsir bankastarfsmaður að nafni Kenneth Asquez þvi þegar sér- deildarhermaður steig á einn hryöjuverkamanninn og dritaði á hann úr byssu sinni. Eina vandamálið var að As- quez laug. Hann sagði seinna fyrir rannsóknarrétti sem fjallaði um Gíbraltarmálið, að allt sem hann hefði sagt í þættinum vær- i„uppspuni frá rótum". Þetta vakti mikla reiði í Bretlandi og Thames-sjónvarpsstöðin setti þegar í gang rannsókn á eigin fréttaöflunaraðferðum. Asquez sagðist hafa skáldað frásögn sína vegna þrýstings frá ráðgjafa Thames-stöðvarinnar. „Ég skrif- aði vitnisburð minn niður til að losna við hann," sagði Asquez. -ai. Bíóin í borginni BÍÓBORGIN Óbærilegur léttleiki tilverunnar ★ ★ ★ ★ Bandaríski leikstjórinn Philip Kauf- man hefur fest ástarsögu Tómasar og Teresu úr samnefndri bók Milan Kunderas á filmu á sérstaklega fallegan, erótískan og Ijúfsáran hátt með ólgandi vorið í Prag í bakgrunni. Leikurinn er með ein- dæmum góður og þegar best læt- ur er Léttleikinn óvenju sterkt, óvenju áhrifamikið kvikmyndaverk. -ai. D.O.A. ★ ★ ★ Prófessor Cornell er byrlað ban- vænt eitur og hefur 24 stundir til að finna morðingja sinn í þessari ágætu endurgerð Headroom-leik- stjóranna Mortons og Jankels með Dennis Quaid í hlutverki hins dauðadæmda. Hraðar klippingar, skakkir myndrammar, litir og svarthvítt - næstum hver taka og sjónarhorn er merkt film noir. Glettileg, skemmtileg og spenn- andi. -ai. Foxtrot ★ ★ ★ Foxtrot brýtur ekki blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar, held- ur hefur það tekist skínandi vel sem til stóð; að gera nútímalega spennumynd með lævi blöndnu andrúmslofti. Það er óhætt að taka ofan fyrir öllum hennar aðstand- endum. -sv. Örvænting ★ ★ ★ Beinskeytt leikstjórn Polanskis og leikandi létt sögumennska hans gerir myndina að einstakri, slípaðri afþreyingu við allra hæfi. Hér upp- lifum við Bíó með stórum staf í þess orðs bestu merkingu. -sv. STJÖRNUBÍÓ Vort föðurland ★ ★ Michael Cacoyannis fjallar hér um ástandið í Chile eftir valdaránið 1973 en myndin líður mjög fyrir slappan leik og þreytandi melódr- ama. -ai. hvers eina von er Demi Moore sem sýnir að hún hefur fleira til að bera en fallegt andlit. Langdregin, dularfull og fag- mannleg. -sv. Von og vegsemd ★ ★ ★1/2 Geta stríð veriö skemmtileg? Breska leikstjóranum John Boor- man þótti seinni heimsstyrjöldin einhver skemmtilegasti tími lífsins og hefur endurskapað þá upplifun sem striðið var fyrir hann sem krakka í Bretlandi í þessari frá- bæru, einstaklega skemmtilegu gamanmynd studdur úrvalsleikur- um og dásamlegum minningum. -ai. BÍÓHÖLLIN Nico ★ ★ Það er fátt sem skilur Nico frá öðrum formúluhasarmyndum af- þreyingariðnaðarins. Seagal er hinn vörpulegasti með hárið sleikt aftur á hnakka og sýnir einkar góða takta í bardagaíþróttum. CIA-Silva er fæddur í óþokkahlut- verkin. -ai. Ökuskírteinið ★ ★ Les stelur stífbónuðum Kadda pabba síns og líður af stað inní hið greiðfæra land kvíða og angist- ar er geymir alla þá sem ein- hverntíma hafa óttast það að skemma bíl pabba síns. Sæmileg- asta afþreying. -ai. Að duga eða drepast ★ ★ ★ Edward James Olmos fer á kostum í hlutverki stærðfræðikennara sem gefur nemendum sínum von og tækifæri til að rífa sig uppúr fá- tækrahverfinu. Fyndin, skemmti- leg og spennandi. -ai. Góðan daginn, Víetnam ★ ★ ★ ★ Meira en skemmtileg — líka mann- leg og skynsamleg, drifin áfram af ofurkrafti Robins Williams og Barry Levinsons og matarmiklu handriti. Besta mynd ársins til þessa. -sv. Beetlejuice ★ ★ ★ Þessi draugagamanmynd býður uppá gersamlega ómótstæðilegan hræring af vinalegum draugum og vondum, heilu partýi af sérstökum tæknibrellum og Michael Keaton óborganlegum í hlutverki Bjöllu- djússins. -ai. Foxtrot. Sjá Bíóborgin. REGNBOGINN Amerískur Ninja 2 1/2 llla gerð leiðindi. -ai. Fyrirheitna landið ★ ★ ★ Kiefer Sutherland og Meg Ryan vinna svolitla leiksigra í þessari ágætu og yfirlætislausu en dapur- legu lýsingu á fólki sem alltaf tapar i lífinu. Hún á skilið að fá svolitla athygli þessi. -ai. Örlög og ástríður ★ ★ 1/2 Ástin er að sjálfsögðu aðalefni þessarar frönsku unglingamyndar, sterk og ólgandi og brjáluð. Mynd- in kynnir okkur nýja kynslóð fran- skra leikara og hún er mjög efni- leg. -ai. Leiðsögumaðurinn ★ ★ ★ Leiðsögumaðurinn er á margan hátt velheppnuð mynd, hröð og spennandi, segir sterka sögu sem getur höfðað til allra og gerist í hrjóstrugu og snjóhvítu umhverfi Sama. Helgi Skúlason er frábær í óþokkahlutverkinu. -ai. Krókódíla-Dundee II ★ ★ ★ Dundee er ein jákvæðasta og geð- þekkasta hetja hvíta tjaldsins um árabil og nær til ailra aldurshópa. Heilbrigður, hrekklaus og um- gengst glæpalýð stórborganna líkt og eiturkvikindi merkurinnar og afgreiðir hann af eðlishvöt náttúru- barnsins. Enda alinn upp af dul- úðugum frumbyggjum. -sv. Klíkurnar ★ ★ ★ lllúðleg, athyglisverð og hreinskilin mynd um baráttu löggunnar við ofbeldisfullar götuklíkurnar í Los Angeles. Hopper hefur engu gleymt og Sean Penn og Robert Duvall eru góðir saman. -sv. HÁSKÓLABÍÓ Hún á von á barni ★ ★ ★ Kevin Bacon fer á kostum í hlut- verki stráks sem þráast við að full- orðnast og taka á sig ábyrgð og skyldur í þessari bráðgóðu John Hughes-mynd. Hún er ein af bestu myndum fjöldaframleiðandans Hughes sem skapar glettilega góða frásögn á mörkum draums og veruleika, ofskynjana og ótta- legra hugsýna Bacons, studdur góðum leikarahóp. -ai. LAUGARÁSBÍÓ Uppgjörið ★ ★ 1/2 Það er góð keyrsla í þessari hasar- mynd um spilltar löggur og dóp- sala og Weller og Elliott eru góðir í félagahlutverkunum en lokin eru fullótrúleg. -ai. Þjálfun í Biloxi ★ ★ ★ Neil Simon heldur áfram að rekja skemmtilegar minningar sinar á hvíta tjaldinu, nú með ómetanlegri aðstoð Matthews Brodericks og Mike Nichols. Góður texti, góð leikstjórn, góður leikur. -ai. MYIMPBÓIMD Á MARKAÐNUM Sæbjörn Valdimarsson DIRTY DANCING ★ ★ ★ Ég spái að þessi óvænti afþrey- ingarsmellur síðasta árs eigi eftir að tröllríða myndbandstækjum landsmanna næstu mánuðina. Eldhress tónlist og dansinn stiginn • af nautn. Swayze fremstur í flokki ágætra leikara. NO MERCY ★ ★ ★ Engin náð í New Orleans þar sem þessi spennandi og grófi þrill- er gerist að mestu leiti. Gere kemst þokkalega frá hlutverki Chicago-löggu sem heldur til borg- arinnar í hefndarhug og lendir í ill- um útistöðum við litríkan undir- heimalýð, Akadíumenn, kuklara. En Jeroen Krabbe stelur senunni sem mikilúðlegur höfuöpaur morð- varga hinnar seiðandi Suöurríkja- borgar. ROXANNE ★★★ Cyrano de Bergerac á léttu nót- unum, eða einsog Steve Martin getur einn afgreitt hann. Vel skrif- að, hnyttið handrit, Martin fer á kostum, eins Rossovich í hlutverki þöngulhaussins og Hannah er hin æsilegasta. Ánægjuleg afþreying. BEVERLY HILLS COP II ★ ★ Nánast endurgerð fyrri myndar- innar, aðeins örlitlar breytingar á leikurum í aukahlutverkum, tæpast mælanlegar á handriti né töku- stöðum. En áhorfendur eru greini- lega ekki búnir að fá nóg af Alex Foley. Fyrir aðdáendur Eddie Murphy. RAISING ARIZONA ★★★ Cohen-bræður (Blood Simple) fara óhikað ótroðnar leiðir og út- koman er frumleg, bráðfyndin uppákoma um lánleysingja í þjóð- félaginu sem taka það til bragðs að ræna kornabarni þegar önnur úrræði bresta! Hunter (Broadcast News) og Cage eru óborganleg í aðalhlutverkum. Ósvikin skemmt- un. AMAZING STORIES III ★★V2 Þessi þriðja spóla af sjónvarps- þáttunum gefur þeim fyrri ekkert eftir. Óvenju haldgott skemmtiefni um atburði á mörkum draums og veruleika. iLlirt;! stai •i)öilr,}i.: t MALONE ★★ Þokkaleg afþreying, byggð á sígildum söguþræði. Reynolds nokkuð líflegur en góður hópur leikara í aukahlutverkum mun betri. Nokkuð hröð atburðarás og vel unnin átakaatriði. ISHTAR ★ ★1/2 Ein kunnari mistök síðari ára í sögu kvikmyndanna. Heildarmynd- in gengur alls ekki upp, en með jákvæðu hugarfari má hafa gaman af mörgum, einstökum köflum myndarinnar; New Vork-þættin- um, Hoffman í túlkshlutverkinu og Grodin og blinda kameldýrið eru bráðfyndin. SECRET OF MY SUCCESS ★★1/2 Ungur sveitastrákur á uppleið — með öllum ráðum — í stórborg- inni. Þunnur þrettándi en Michael J. Fox er einstaklega aðlaðandi leikari og bjargar myndinni fyrir horn. ONE FLEW OVER THE CUCKOO’S NEST ★ ★ ★ ★ Hef verið oftar spurður um þetta sígilda meistaraverk en nokkuð annað myndband. Hélt það vera horfið af markaðnum, en það er a.m.k. eitt eintak til hjá Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna, Skipholti. En það á ekki langt eftir! BURGLAR ★★ Goldberg og Goldwaith ofleika af kappi í heldur klónni gaman- mynd um ólánlega innbrotsþjófa. BLIND DATE ★ ★ ★ Edwards stýrir þeim Willis og Basinger af gamalkunnu öryggi framhjá blindskerjum farsans. Will- is virðist hafa alla burði til þess að slá í gegn á tjaldinu sem á skján- um. HAUNTED HONEY- MOON ★★ Þreytt og klisjukennd hryllings- skopmynd sem á þó sin augnablik. Gene Wilder ræður tæpast við að vera bæði bíll og bílstjóri, en hann leikstýrir, skrifar handrit og leikur aðalhlutverkið án umtalsverðra til- þrifa. THE BIG EASY ★★★ Saksóknarinn Ellen Barkin er send niður til New Orleans til að kanna misferli innan lögreglunnar. Fær Dennis Quaid, sem ekki telst hvítþveginn engill, sér til aöstoöar. Þau fara bæði á kostum, borgin myndast vel og spennan er mögn- uð frá upphafi til enda, þrátt fyrir losaralegan söguþráð. SIKILEYINGURINN +'h Enn ein mistök hjá Cimino, en þessi á víst að skrifa að miklu leiti á taugaveiklaða og óþolinmóða framleiðendur. Hvað sem því líður er myndin hvorki fugl né fiskur, hörmulega klippt, Lambert leikur hroðalega og leikhópurinn álika Sikileyskur-og breska þingið. Efn- inu klúðrað en eitt og eitt atriði stendur uppúr og kvikmyndatakan er góð. BIG SHOTS ★ ★ ★ Þessi óvenjulega mynd um tvo drengsnáða sem fara í hlutverk fullorðinna hörkutóla í slömm- hverfum Chicago, kemur virkilega á óvart. „Óttaleg vitleysa", segja sjálfsagt margir, en meginmálið er að hún er bráðfyndin og á það ekki síst að þakka þeldökka strákn- um sem er óborganlegur og glúrnu, fáránlegu handriti. OTTO 2 ★★1/2 Ottó, þetta stórundarlega, Frísneska fyrirbrigði á vænan hóp aðdáenda hérlendis og hlýtur það að segja nokkuð um hæfileika þessa farsaleikara.Mynd sem kemur fýlupúkum í enn verra skap, (ef það er hægt). Aörir kveikja á móttöku fyrir (oft) hressilegri aula- fyndni. i.iii [ l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.