Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 6
88ei íiaacxrao ,ai auoAaunviug .GiaAjaMuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988 Á íslandi hefur gestrisni löngnm verið talin dyggð og örlæti ekki síður. Hraktir og langsoltnir ferðalangar hafa jafnan kunnað að meta það þegar vel var við þá gert í mat og drykk. Lengst af lögðu menn metnað sinn í að veita þurfandi fólki vel. Oft var gestanauð mikil á heimilum sem lágu i þjóðbraut og oftar en ekki var engin greiðsla tekin fyrir næturgreiðann. Nú eru aðrir tímar á íslandi. Það er orðið fátíðara að langsoltna menn beri að garði og ef þeir láta sjá sig þá er venjulega ætlast til að þeir greiði vel fyrir mat sinn og annan viðurgerning. i slendingar lærðu margt af veru breska og ameríska hersins hér á stríðsárunum, m.a. hvernig þeir ættu að fá eitthvað fyrir snúð sinn. Matseld og ýmis önnur þjón- usta við útlendinga er orðin arð- vænleg atvinnugrein hjá mörgum og sumir bændur hafa meira að segja útlendingana fyrir sínar ær og kýr og þykja þeir gefa mun bet- ur af sér en gömlu æmar og kým- ■ ar. Svo má ekki gleyma því að við íslendingar höfum mannast mikið með öðmm þjóðum á síðustu ámm. Við höfum lært að matbúa alls kyns rétti sem enginn hafði svo mikið sem heyrt talað um fyrir svona tutt- ugu ámm og við höfum lagt að mestu af að steikja kjöt þangað til það er orðið eins og gamalt snæri eins og Thor Vilhjálmsson orðaði það í bók sinni Undir gervitungli. En það er engin rós án þyma. Nú era sumir orðnir svo háþróaðir í matseld sinni að þeir leggja meira uppúr að skreyta matinn fagurlega á diskinum en hugsa minna um að honum er ætlað að seðja fólk. Öll list er hátt metin og matarskreyt- ingin líka, þess vegna er stundum lítill matur, fagurlega skreyttur, mun dýrari en mikill matur h'tið skreyttur. Menn sem vom vanir að fá mikið af steiktu lambalqoti með sósu, grænum baunum og brúnuð- um kartöflum þegar þeir gerðu sér einstaka sinnum dagamun og fóm út að borða reka upp stór augu þegar þeir sjá og borða hinn fagur- skreytta mat. Að aflokinni máltíð vilja margir þeirra heldur hafa þetta uppá gamla móðinn. En hjólum sögunnar verður ekki snúið afturá- bak. það er nútíðin sem gildir, for- tíðina er hægt að gráta, en hún kemur ekki aftur fyrir það. Sumir segja að þeir, sem vilja „fitta" vel inn í tískuna, vera örmjóir og ástunda líkamsrækt, séu hinir ánægðustu með skiptin. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega í Bandaríkjunum þá em menn þar því mjórri sem þeir, em ríkari. Þetta hefur frést hingað norður í höf og þess vegna halda sumir að slíkt sé gleðiefni þeim sem einhver auraráð hafa, halda að þeir hafi ekkert á móti því að borga vel fyrir fallegan mat og fínnist ekki verra þó hann sé naumlega útilátinn, þeir fítni þá ekki á meðan. Sjálfsagt er þetta til í dæminu hitt er þó algengara að menn vilji mat sinn og engar reíj- ar. Af þessu tilefni er rétt að minna á það að á íslandi þótti löngum fínt að vera feitur. Hér vom flestir fá- tækir og löptu dauðann úr skel. Þess vegna litu menn upp til þeirra sem vom svo feitir að varla nokkur hestur gat borið þá og ekki þarf að seilast lengra en í skáldsögumar hennar Guðrúnar frá Lundi til þess að sjá þessa viðhorfs stað. Þar þóttu konumar því gimilegri sem þær vora feitari og mýkri. Þetta viðhorf hefur þó mjög átt uridir högg að sækja seinni árin. Ég hef heyrt lækni segja að bráðum kunni svo að fara að aftur þyki fínt að vera feitur, ekki bara á íslandi, heldur um allan heim. Eitt af einkennum eyðnisjúkdómsins er mikil megurð og fáir sækjast eftir slíku útliti. Það virðist svo sem útlendingar, sem hingað koma, séu ekki allskost- ar ánægðir með þau umskipti sem sums staðar verður vart í matsölu okkar íslendinga. Þeir sem hingað koma em því líklega fáir á sömu línu og hinir ríku Bandaríkjamenn. í það minnsta hafa fjölmiðlar flutt okkur fréttir af því í sumar að sum- um útlendingunum sem hér komu hafí þótt menn hér svo dýrseldir á matinn að farareyririnn hafí hvergi nærri dugað eins og reiknað hafði verið með. Allmargir útlendingar bmgðust karlmannlega við og hertu sultarólina en aðrir tóku sitt hafur- task og höfðu sig sem snarast úr landi. Kona ein sem búsett er í Þýskalandi, en er íslensk að upp- mna, kom í sumar til að heilsa uppá ættjörðina. Hún sagði við mig að hér tíðkaðist um þessar mundir á sumum veitingastöðum það sem hún kallaði „skreytt níska" og nefndi mér ýmis dæmi því til sönn- unar. Kvöld eitt átti kona þessi og maður hennar brúðkaupsaftnæli og ákváðu þau að gera sér nú daga- mun af því tilefni. Óku þau út fyrir bæ og íéttu ekki ferðinni fyrr en þau komu á veitingahús töluvert langt frá höfuðborginni. Þangað vom þau komin 15 mínútur fyrir níu um kvöldið. Stúlka ein var að þurrka af borðum í veitingasalnum og sinnti þeim ekki þó þau settust við borð sem dúkað var með hvítu. Eftir drykklanga stund kalla þau til hennar og segjast gjaman vilja panta sér mat. Stúlkan segir þeim að það sé þvf miður ekki hægt. Þau segjast hafa ekið langa leið og séu svöng. Hún segir að kokkurinn sé búinn að slökkva á eldavélinni. Þau biðja hana að fara bónarveg að kokknum og féllst hún á það eftir nokkra umhugsun. Kom hún svo aftur eftir dálítla stund og sagði að kokkurinn ætli að kveikja aftur á vélinni og vill nú vita hvað þau vilji. Þau biðja um fískrétt. Hún fer með það til kokksins og eftir tölu- verða stund kom maturinn. Hann var bragðgóður en fjarskalega K Aí>í> naumlega útilátinn. Eitt lítið fisk- stykki á hvomm diski og þijár kart- öflur af þeirri stærð sem jafnvel unnendur smælkis láta sig hafa að henda. Þau sporðrenna þessu fljótt en em harla svöng eftir sem áður. Eiginkonan mannar sig þá uppí að spyija hvort hún geti fengið ábót. „Ha,“ segir stúlkan undrandi, „ertu ennþá svöng." Já, konan segist enn vera svöng. „Ég skal tala við kokk- inn,“ segir stúlkan og fer. Kemur svo aftur eftir dágóða stund með ábót fyrir konuna. Maðurinn var líka svangur og tekur að ræða við konu sína í hljóði. Hún hlustar og kallar svo í stúlkuna enn á ný, þar sem hún var í óðaönn við að laga til á borðum í sainum. Stúlkan kem- ur og konan segir að maðurinn sinn sé ennþá svangur. „Er hann líka svangur?" spyr stúlkan og virðist furðu slegin. Konan kinkar kolli og spyr hvort hann geti fengið meira. „Eg skal tala við kokkinn," segir stúlkan og fer með það. Allt fer á sömu leið, hún kemur með auka- skammt fyrir manninn. Hjónin flýttu sér að ljúka við mat sinn og leið þó ekki sérlega vel á meðan því stúlkan var öðmhvom að gefa þeim auga, og virtist undrast mjög matarlyst þeirra. Eftir máltíðina fóm hjónin niður á bar. Þegar þau komu þangað sitja þar nokkrar hræður með glös fyrir framan sig. Þá er klukkan farin að halla í tíu. Varla höfðu þau tekið sér stöðu við barborðið þegar þar var öllu skellt í lás. Döpur í bragði lötmðu þau aftur út í bfl sinn og óku sem leið lá í bæinn aftur og þótti brúðkaupsaf- mælið sitt hafa verið heldur snaut- legt. Konan frá Þýskalandi sagði mér einnig frá gömlum bónda af Suður- landi sem brá sér eitt sinn til Reykjavíkur til þess að lyfta sér á kreik. Fór hann ásamt konu sinni á velþekkt matsöluhús og pantaði sér kjúkling. Þegar kjúklingurinn kom var hann heldur í rýrara lagi og gamli bóndinn, sem var vanur að fá kviðfylli sína, varð ekki sadd- ur af máltíðinni. Beið hann lengi lengi eftir að sér væri boðið meira en enginn virtist skeyta hið minnsta um hann, þó hann gerði ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við þjón- ustufólk. Stóð hann loks upp og fór fram í eldhúsið og sagði við kokk- inn að hann væri ennþá sársvang- ur. Kokkurinn leit á hann heldur önuglega og sagði: „Hverslags and- skotans græðgi er í þér maður." Sletti hann svo dálitlum kjúklings- bita á diskinn og með það fór bónd- inn aftur fram í sæti sitt. Nokkm seinna fór kona þessa manns í ferðalag með kvenfélaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.