Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988 Sigourney Weaver leikur náttúrufræð- inginn Dian Fossey í nýrri mynd Með górillum í frumskógum Afríku þegar hún heimsótti mannfræðing- inn Louis S. Leakey í Tanzaníu árið 1963. Hann ráðlagði henni að hefja viðamiklar rannsóknir á górillum svipuðum þeim sem Jane Goodall hafði gert á simpönsum. Fossey setti rannsóknarmiðstöð sína á fót í fjöllum Rwanda árið 1967 og bjó þar til dauðadags. Þeir sem þekktu Fossey vel hafa lýst henni sem mjög sérvitri konu sem virtist tilbúin í hvað sem er ef það mætti verða til þess að vefnda það sem hún kallaði „górill- urnar mínar" — Ijúfar, misskildar skepnur eftir því sem hún sagði og í mikilli útrýmingarhættu. Górillurn- ar urðu hennar fjölskylda. Tvisvar á hún að hafa brotið heit sitt við menn sem ekki vildu laga sig að hennar lifi. Fossey vann mikið ein og einhverntíma átti hún að hafa reynt að endurheimta stolið górillu- barn með því að ræna dóttur konu sem hún grunaði um þjófnaðinn. Hún átti í stöðugu stríði við gór- illuþjófa, sérstaklega Batwa-ætt- bálkinn, sem fangaði górillur, skar af þeim hendur og fætur og höfuð og seldi sem minjagripi og slátraði heilu górillufjölskyldunum til að ræna börnunum og selja erlendum dýragörðum. Þrátt fyrir sérvisku, mikla skaps- muni og eldlegan áhuga á verndun górillanna mun Fossey undir niðri hafa verið indæl, ástrík kona og Weaver mun reyna að sýna báðar þessar hliðar hennar i myndinni. Svipmyndir úr „Gorillas in the Mist“ með Sigourney Weaver. Áður en hún fór að vinna með górillunum segist Sigourney Wea- ver hafa stoppað við lítinn górillu- kirkjugarð þar sem leiði bandaríska náttúrufræðingsins Dian Fossey er að finna. Fossey var heimsfræg fyrir að hafa í 18 ár vingast við, rannsakað og varið þær fáu fjallag- órillur sem eftir eru í Afríku áður en hún var myrt árið 1985 í Rwanda en enginn veit hver eða hverjir voru þar aðverki.„Ég sagði við sjálfa mig, eins og Dian væri þarna," segir Weaver, „eg vona að þetta verkefni hafi blessun þína,“ og átti við hlutverk Fossey, sem hún fer með í myndinni „Gorillas in the Mist“, sem leikstýrt er af Michael Apted og byggð á sjálfsæ- visögu Fosseys. Með hlutverk auk Weavers í myndinni fara Astralinn Bryan Brown og Julie Harris. . Það tók þrjá mánuði og ótrúlegt erfiði að kvikmynda 20 ára dvöl Fosseys með górillunum í Afríku. Myndin var tekin í frumskógum smáríkisins Rawanda þar sem Fossey bjó og starfaði og þar sem górillurnar er að finna. Kvikmynda- liðið þurfti á hverjum degi að klífa í gegnum regnskóginn nokkra kíló- metra upp fjallshlíð frá aðalstöðv- unum til að ná þangað sem Fossey starfaði hátt uppi í fjöllunum. Ekki má nema ákveðinn fjöldi fólks dvelja hjá górillunum í einu og aldr- ei voru fleiri en fimm úr kvikmynda- liðinu með Weaver þegar hún var mynduð með dýrunum. Það var til að gera ekki górillurnar órólegar en líklega hefur mannfólkið verið órólegra. Dag einn nálgaðist ein górillan Weaver og virtist í vinalegu skapi þegar önnur spratt uppúr runnunum með miklum óhljóðum og barði sér á brjóst og stefndi á leikkonuna. Þótt henni hafi brugðið mjög setti Weaver sig þegar í fyrirfram æfða stöðu sem hún lærði hjá leiðsögumanni sínum. Górillur vilja ekki að þeim sé ógnað svo þú mátt ekki sýnast hærri en þær. Ekki máttu heldur horfast í augu við þær lengi án þess að eiga á hættu að þær reiðist. Dýrið fór f ramhjá Weaver og svo í burtu. Seinna varð górillan vinaleg og fékk meira að segja hlutverk í mynd- inni. „Ég vissi að þetta ætti eftir að verða erfitt þegar ég tók þetta að mér," segir Weaver. Leikstjórinn, Apted, er Breti og gerði áður Dóttur kolanámumanns- ins og „Gorky Park“. „Þetta reyndi mikið á kvikmyndatökuliðið og leik- arana," segirhann.„Við þurftum á sterku fólki að halda, ekki því sem dýrkar lífið í upptökuverum." Sigourney Weaver vann með hópi górilla sem Fossey hafði rann- sakað og hver stund með þeim var kvikmynduð. Stjórnvöld leyfðu að- eins eina klukkustund til kvikmynd- unar í einu þegar unnið var með górillunum, jafnvel þótt það tæki kvikmyndaliðið margar klukku- stundir að koma sér á staðinn. Annar af framleiðendum myndar- innar er Terence Clegg og hann segir að hann hafi aldrei tekið þátt í gerð erfiðari myndar á sínum ferli; hann framleiddi einnig Jörð í Afríku og Hróp á frelsi. Hinn framleið- andinn er Arnold Glimcher og hann hafði ásamt Universal Pic- tures tryggt sér réttinn til að kvik- mynda sjálfsævi- sögu Fosseys áður en Fossey lést og upphaf- lega átti hún að vera ráðgjafi við gerð myndarinn- ar. Árið 1985 fór Glimcher til Rwanda að ræða áætj- anir um gerð myndarinnar við Fossey en nokkrum stundum áður en þau áttu að hittast í fyrsta skipti var náttúrufræðingurinn myrtur. Fossey var 53 ára þegar hún lést. Hún var hávaxin, grönn og mjög sjálfstæð kona sem fengið hafði áhuga á lífi og velferð górilla IJE UEIMI l\VIEH>NI),4NNA Refurinn bítur frásér Stjörnurnar í baráttunni um metsölumyndirnar i Banda- rikjunum þetta sumarið voru Paramount og Disney en tuttug- ustu aldar refurinn, 20th Cent- ury Fox, kom mest á óvart. Gamanmyndin „Big“ með Tom Hanks í aðalhlutverkinu var fyrsta Fox-myndin sem náöi inn 100 milljón dollurum frá því Ste- ven Spielberg gerði Jedinn snýr aftur árið 1983. Með hjálp „Ðie Hard“, hasarmyndar með Bruce Willis í aðalhiutverkinu, sem hefur tekið inn meira en 70 millj- ónir, og „Young Guns“, vinsæls vestra með nokkrum helstu stjörnum unga leikaraliðsins . í Hollywood, náði Fox þriðja sæt- inu í ár yfir tekjuhæstu Holiy- wood-verin, en það er dágóð útkoma fyrir Fox eftir að hafa verið í fimmta og sjötta sæti undanfarin ár. Það má vera að það sé of snemmt að opna kampávíns- flöskurnar, batinn gæti verið tímabundinn, en þegar er farið að vænta mikils af jóiamyndum fyrirtækisins; „Cocoon II: The Return" er sögð betri en fyrri mýndin frá ’85 og „Working Girl" er gamanmynd eftir Mike Nic- hols, sem flaggar Harrison Ford og Sigourney Weaver í aðal- hlutverkunum. Uppsveiflan hjá Fox er þökk- uð stjórnarformanninum Barry Diller, en þegar hann tók við fyrirtækinu tapaöi það 60 eða 70 milljón doliurum á ári. Reikn- að er með að tekjur fyrirtækisins þetta árið verði 120 milljónir. Það eru ýmsir þætti sem hafa áhrif á velgengni kvikmynda-, vers. Rétta fólkið skiptir t.d. miklu máli. Þannig er talað um að hluti af velgengni Fox þetta árið sé því að þakka að þegar Diller, sem áður var hjá Paramo- unt, flutti sig yfir til Fox tók hann handritshöfundinn, leikstjórann og framleiðandann James L. Brooks með sér. Brooks fram- leiddi „Big“ og skrifaði og leik- stýrði Sjónvarpsfréttum. Önnur ástæða er klók mark- aðssetning á „Big“ og „Die „Big“; fyrsta mynd Fox í fimm ár til að fara yfir 100 milljóna markið. Hard“, myndum sem fólk gat auðveldlega fengið andúð á ef ekki var rétt með farið. „Big“ var fjórða myndin í röð sem fjall- aði um líkamaskipti og áhuginn á þeim hafði minnkað í réttu hlutfalli viö fjöldann. Einnig sýndu kannanir að Bruce Willis, stjarna„Die Hard", féll ekki í kram hasarsjúku áhorfendanna sem hún var gerð fyrir. Diller tók persónulega þátt í markaðsetn- ingu myndanna. Auglýsingarnar nefndu aldrei um hvað „Big“ fjallaði en hófu þess í stað „Die Hard“; rétt markaðssetn- ing. stjörnuna, Tom Hanks, til skýj- anna og fyrstu auglýsingarnar um „Die Hard" nefndu aldrei Willis á nafn. Þegar Diller fór til Fox á sínum tíma sundraöi hann þríeykinu sem gert hafði Paramount að stöndugasta fyrirtæki kvik- myndaiðnaðarins. Frank Man- cuso, sem verið hafði þriðji æðsti yfirmaöurinn, tók viö af Diller sem stjórnarformaður Paramount og Michael Eisner, annar i röðinni, gerðist stjórnar- formaðurWalt Disneyfyrirtækis- ins. Bæði Mancuso og Eisner tóku við traustum fyrirtækjum. Paramount var t.d. með Eddie Murphy, skærustu stjörnu iðn- aðarins, á samning hjá sér og framleiðendur, sem áttu eftir að skila af sér myndum eins og „Top Gun“ og Hættuleg kynni. Diller lenti hins vegar i súp- unni. Hann varð að skilja eftir kvikmyndasamninga sem hann hafði unnið að í áratug og tók við skrifstofu sem hann hafði engu ráðið um og kvikmynda- samningum við fjölda minníhátt- ar framleiðendur. Helmingur mynda Fox á árunum 1985 til 1987 voru myndir sem fyrirtæk- íð sá aðeins um dreifingu á fyrir óháða framleiðendur. Mestu peningarnir koma af myndum sem kvikmyndaverin fjármagna sjálf en hinar eru yfirleitt notað- ar til uppfyllingar. Árið 1988 voru aðeins fjórar myndir Fox af 11 frá óháðum framleiðend- um. Diller og forstjórinn, Larry Gordon, unnu ekki vel saman á skrifstofunni svo Gordon fór aft- ur úti framleiðslu og sá Fox fyr- ir metsölumynd fyrirtækisins í fyrra, „Predator", líka metsölu- mynd Fox i ár, „Die Hard".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.