Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 25
Of)0 * firrr
rryr *ytr\fyr
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988
B 25
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
MM-VU
Er verslunin
„The body
shop“ hætt?
Kæri Velvakandi.
Við Laugaveginn var verslunin
„The body shop“ til húsa fyrir
nokkrum áram. Ég keypti vörur
frá „The body shop“ erlendis fyrir
nokkru og líkaði vel. Um daginn
ætlaði ég svo að versla í verslun-
inni við Laugaveg en þá er hún
ekki þar lengur. Mér þætti mjög
vænt um ef einhver gæti sagt mér
hvað varð um þessa verslun, hvort
hún er flutt á annan stað eða hætt?
Þ.E.S.
Hallgrímskirkja
tákn Reykjavíkur
Köttur
Kötturinn á myndinni fór að
heiman frá sér í Þórsgötunni 8.
þ.m. Þeir sem hafa orðið varir við
hann eru vinsamlegast beðnir að
hringja í síma 14848 eða síma
14618.
Ágæti Velvakandi.
Sjálfsagt hafa flestir gleymt þeim
deilum sem urðu þegar ákveðið var
að ráðast í byggingu Hallgríms-
kirkju í Reykjavík. Deilumar sem
urðu þegar hafnar vom fram-
kvæmdir við ráðhúsið við Tjörnina
rifjuðu þetta upp fyrir mér. Nú
mundu flestir þeirrar skoðunar að
Hallgrímskirkja sé glæsilegasta
bygging landsins. Staðsetning
hennar er óumdeilanlega mjög vel
heppnuð, kirkjan sést víða að og
setur mikinn svip á borgina. Ég tel
næsta víst að Hallgrímskirkja muni
verða tákn Reykjavíkur og sé orðin
það í hugum flestra.
Ég vil benda fólki á að leggja
leið sína upp í Skólavörðuholt og
virða fyrir sér þessa miklu byggingu
því hún er hrífandi sjón. Sérstak-
lega verður kirkjan tilkomumikil á
kvöldin eftir að dimmt er orðið.
Þessi bygging er mikið listaverk.
Þ.J.
Sjúkrasamlag ætti að taka
þátt í tannlækningakostnaði
Til Velvakanda.
En einu sinni em skattamál tann-
lækna til umræðu og virðist jafnvel
stefna í að hinn langi armur skatta-
lagana muni nú loks ná til þeirra
eins og annarra. Pressan birti í
síðustu viku frétt sem byggð var á
könnun Félagsvísindastofnunar og
var sú ályktun dregin að tannlæknar
gæfu ekki upp til skatts svo mikið
sem litlar 1.200 milljónir króna mið-
að við eitt ár. Ríkissjóði munar senni-
lega um minna upp í fjárlagagatið.
Ekki veit ég hvort þessi tala er
rétt eða ekki. Sjálfsagt em flestir
tannlæknar heiðarlegir menn sem
gefa tekjur sínar samviskusamlega
upp til skatts. Það hlýtur hins vegar
að vera freistandi að svíkja undan
skatti hafi maður tækifæri til þess
og hætt er við að einhveijir hafi fall-
ið fyrir freistingunni. Það er furðu-
legt að tannlæknar hafa komist upp
með að stunda nótulaus viðskipti
þegar gefnar em kvittanir fyrir smá-
vægilegum viðskiptum.
Auðvelt væri að koma upp eftirliti
í þessum málum. Ég tel sjálfsagt að
sjúkrasamlag taki þátt í kostnaði við
tannlækningar. Éf sjúkrasamlag
greiddi t.d. 10 prósent kostnaðar
yrði tannlæknirinn að skila kvittun
fyrir greiðslu sjúklings. Væri þá auð-
velt að sjá hveijar tekjur viðkomandi
tannlæknis væm og skattleggja þær.
Þá gætu allir verið ánægðir: Sjúkl-
ingamir, vegna þess að þeir fengju
hluta kostnaðarins endurgreiddan.
Ríkissjóður, vegna þess skattar hjá
tannlæknum heimtust betur. Tann-
læknar, vegna þess að þeir losnuðu
við að vera álitnir skattsvikarar.
Það myndi að sjálfsögðu íþyngja
sjúkrasamlaginu að greiða hluta
kostnaðar við tannlækningar. En
þetta fyrirkomulag myndi koma fólki
til góða og líklega stuðla að því að
fólk færi fyrr til tannlæknis en ella.
Ef þetta reyndist rétt myndi mikill
sparnaður hljótast af. Margir draga
að fara til tannlæknis þar til tann-
skemmdir em orðnar vemlegar og
viðgerðir þar af leiðandi dýrar. Það
fyrirkomulag sem hér hefur verið
reifað gæti því orðið til mikilla bóta.
Tannpínugemlingur
HVAÐ ER NU TIL RAÐA?
- eru hugsjónir Ólafs Ragnars á haustútsölu?
Til Velvakanda.
Þegar fijálshyggjustjórn fer frá
og maður heldur að hér komi félags-
hyggjustjórn með Alþýðubandalagi,
hinum svokallaða „málsvara launa-
fólks“, hefði maður haldið að nú
fengjum við launamenn samnings-
réttinn aftur og matarskatturinn al-
ræmdi yrði tekinn af. En þeir hafa
selt samningsréttinn okkar og sam-
visku sína fyrir vesæl ráðherralaun,
sem munu vera um 200 þúsund krón-
ur á mánuði. Em hugsjónir Ólafs
Ragnars á haustútsölu? Ég bara
spyr.
Og síðan er það blessuð láns-
kjaravísitalan. Ég veit um fólk sem
svipti sig lífi eftir að hafa misst allar
eigur sínar í kjölfar misgengisins
svokallaða. Og ennþá er lánskjaraví-
sitalan að vefjast fyrir þeim blessuð-
um mönnunum. Nú ætla þeir að
tengja lánskjaravísitöluna við laun
sem þýðir að venjulegur launþegi
með fullu viti vill ekki fá launahækk-
un ef hann ef hann skuldar og/eða
stendur í íbúðarkaupum.
Þetta er svo vitlaus aðgerð að það
eina sem mér getur dottið í hug er
að Steingrímur Hermannsson sé að
launa Sambandinu fýrir alla lax-
veiðina sem hann fór í í sumar. Því
Sambandið hefur jú einn þriðja af
öllum launþegum á launaskrá hjá sér
og þegar samningarnir verða lausir
í febrúar þá verður auðvelt að stilla
kröfum verkalýðshreyfmgarinnar í
hóf. Því ef laun hækka, hækka lán
í jöfnu prósentahlutfalli, sem er hærri
upphæð því laun em t.d. 40.000 kr.
en lánin ein til tvær miljónir. Stjórn-
málamönnum og hagfræðingum hef-
ur hingað til tekist að sveipa láns-
kjaravísitöluna leyndardómsfullum
hjúp svo enginn hefur botnað neitt
í neinu, hvað þá að koma upp um
fáfræði sína og spyija.
Það var ekki fýrr en Flokkur
mannsins var með léttan og
skemmtilegan þátt í útvarpi Rót ekki
alls fyrir löngu um þetta tormelta
efni að ég uppgötvaði í raun og vem
hversu einfalt þetta er.
Stöð 2 hafði hafði einnig gert
þessu máli nokkuð góð skil. Eins og
ég skildi þetta lögðu þeir í Flokki
mannsins til að lánskjaravísitalan
yrði lögð niður. Ég bara spyr, er
nokkuð því til_ fyrirstöðu?
Sigrún Ása Ásmundsdóttir
EKKl A VEGUM VERNDAR
Að gefnu tilefni skal valdn athygli á því, að „stjóm-
arfundur", sem boðaður hefur verið bréflega
mánudaginn 17. október nk. í Holliday Inn, er
Félagssamtökunum Vemd óviðkomandi.
Stjórnin.
Eldhúsinnréttingar
Til sölu 3 stk. sýningareldhús
vegna breytinga.
Gásar hf.,
Ármúla 7,
sími 30500.
Sportbíll
Audi 90 2,3 E, svartur metalic, árg. ’88, ekinn 19.000
km. meðýmsum aukahlutum.
Kostar nýr ca. 19-2.000.000,- úr umboðinu.
Einn glæsilegasti einkabíll landsins. Fæst í skiptum á
ódýrari eða með mjög góðum staðgr.afslætti.
Upplýsingar í síma 46986.
Tilboð
Leöurstígvél
Verð kr.
Lltlr:
Svart, svart/brúnt.
Stærðir: 36-41.
5% staðgreiðsluafsláttur
[Póstsendum samdægurs
KRINGWN
KblMeNM
S. 689212
Domus Medica, s. 18519.
SK0RIHN
VELTUSUNDI 1