Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988 „ Hefur&u heyrt má±tse.k.iá: „ þú erl þat>£em þó bor&our',r>" Þetta er ekkert. Þú ættir að sjá sjónvarpstækið ...! Mér líka ekki þessar skó- reimar heldur ... HÖGNI HREKKVÍSI ,pAlCKA péf?L rVRlR FÖSSUMNA 1 &€R<VÖLC>I." Neikvæðar aðgerðir gagnvart atvinnurekstri Til Velvakanda. Sparifjáreigandi skrifar í Velvak- anda. Ég vil segja við hann: Af- hverju að skattleggja öll fyrirtæki með aukasköttum þegar þau eru orð- in fjármagnslaus og geta ekki staðið við skuldbindingar vegna fjár- magnsskorts en láta svo stóran hóp þegnanna sleppa við skattgreiðslu? Sú skattastefna hefur verið rekin hér um árabil að níða niður atvinnu- rekstur landsmanna þó hann sé und- irstaða þess að fólk hafi vinnu til að afla tekna til framfæris og geti lifað af launum sínum. Nú er allt komið í óefni og atvinnu- leysi fyrir dyrum, fyrirtækin gjald- þrota og samt á að herða á gjald- heimtunni. Þetta er ekki einsárs vandi heldur áratugs sem sömu stjómarherramir stóðu að og nú eru sestir í ráðherrastólana. Alþýðubandalagið hefur stjórnað launakröfum almennings og þvingað fram óraunhæfar launakröfur sem nú em að koma fram í upplausn atvinnurekstrarins. Ekkert hefur staðið eftir af eigin fé fyrirtækjanna og þau neyðst til að velta áfram- haldandi rekstri á nauðþurftarlánum með háum vöxtum. Almenningur hefur viðhaldið verð- bólgunni, á þarmeð þátt í háum lán- avöxtum og mikið fjármagn fer í launagreiðslur alls þess fjölda starfs- fólks sem í bönkunum vinnur við gæslu og höndlun sparifjár almenn- ings á lánamarkaðnum. Hver munur er á því að skerða sparifé með skatti af vaxtatekjum og því, að hækka skatta á almenn- ingi og atvinnurekstrinum? Dæmið um kaupmanninn í Hafnarfirði sem sagt var frá um daginn og rekur verzlun sína með ágætum og eigin fjármagni og er til fyrirmyndar, sýn- ir vel rekið fyrirtæki og er sú rétta sjálfstæðisstefna og mættu allir hafa það í huga varðandi rekstur heimila og stofnana allra. Þetta hefur gerst, almenningur hirðir hverja einustu krónu sem skapast í atvinnurekstrin- um með hótunum og ofríki við hveija kjarasamninga sem gerðir eru, auk krafna um framfæri frá ríkissjóði, vilja fá allt fyrir ekkert. Skattfrelsi uppá hundruð þúsunda króna á ein- staklinga og Qölskyldur ár hvert. Tekjutryggingu sem tekin er í skött- um af þeim ssem meira afla, framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði, at- vinnuleysisbótasjóði, líftryggingar og margt fleira sem aldrei er getið þegar verið er að meta laun og fyrir þetta allt saman þykist margur of góður að leggja fram vinnu sína. Ég tel að Olafur Ragnar Grímsson hafi ætlað að leggja skatt á sparifé almennings, en almenn mótmæli hafi aftrað því í bili að minnsta kosti. Staðreyndin er samt sú að skattastefnan er aðalmál núverandi ríkisstjómar. Að skattleggja atvinnu- reksturinn og fjölda einstaklinga í gjafafé til mikils hluta þjóðarinnar við þær aðstæður sem nú eru, er svívirðilegt athæfi. Það hlakkaði mjög í Ólafi Ragnari að verða nú ráðamaður ríkissjóðs og er það í raun gott á hann. Nú skal hann sýna að orð hans standi, að hægt sé að spara í ríkissjóði þegar mikill hluti þjóðarinnar er á fram- færi hans, það er einn mesti vandi okkar stjórnarfars nú og um nokkurt skeið. Alþýðubandalagið sækir allra flokka mest í ríkissjóð og skýrir það skattheimtustefnu þeirra, en þegar þeir hafa lagt öll fyrirtæki að velli kemur að þeim sjálfum að standa undir atvinnurekstrinum með lægra kaupi eins og staðreyndin er í Aust- antjaldslöndunum þar sem kaup er þrefalt lægra en hér er. Alþýðu- bandalagið á hér mesta sök hvernig komið er fyrir atvinnurekstri lands- manna nú. Reynsla af fjárnámi arðránsflokk- anna meðan þeir vom í stjóm á fyrstu ámm þessa áratugar sýndi hvað gerist, eyðslutímabilið hefst, það borgaði sig ekki að eiga pen- inga, allt rann út í óðaverðbólgu. Nú em arðránsflokkarnir aftur komnir í stjórn sýnu verri en fyrr og þar er forsætisráðherrann ekki undanskilinn. Hann hvatti hvað mest til nýrrar skattlagningar hjá þeim sem mest leggja á sig til sjálfsbjarg- ar í stað þess að leggja skatta á velflesta þjóðfélagsþegna og skapa þarmeð jafnrétti og að ábyrgð og skyldur sem flestra við þjóðfélagið sé virt. Skattþrepin eiga að vera fleiri því nú er það staðreynd að fari tekjur rétt yfir skattleysismörkin, fer fólk mjög illa út úr viðskiptum við skatt- heimtuna og verða þá rauntekjur langt undir skattleysismörkum þar- sem skattfríðindin em ekki metin til tekna. 80.000 krónur á mánuði nær ekki rauntekjum skattleysingja, svo slæmt er það. Þessu þarf að ráða bót á og láta alla borga skatt. Skatta- lögin em hróplegt ranglæti. Hvers eiga þeir að gjalda sem leggja á sig ómælda vinnu og er svo hegnt á þennan hátt fyrir? Arðrán hefur löng- um verið framkvæmt innan sam- vinnuhreyfingarinnar, þeir hafa not- að sparifé bænda og þeir borið lítið úr býtum í viðskiptum við kaupfélög- in og SÍS. SÍS átti aldei að vera til, heldur átti kaupfélag í hveijum landsfjórðungi að vera innflutnings- aðili fyrir sitt verslunarsvæði. Við stjómarmyndunina vom þing- menn Alþýðubandalagsins að gaspra með að þeir styddu ekki stjómina til kjaraskerðingar, en éta svo allt ofaní sig, því aukin skattlagning er kjara- skerðing ekki síður en stöðvun kaup- hækkana og gera þeir nú hvort tveggja að banna kauphækkun um langt tímabil, fella gengi um 3%, sem er kjaraskerðing sem því nemur, leggja á tveggja milljarða króna skatta og þyngja skuldabyrði utan- lands um milljarða. Þetta em vinir íslensku þjóðarinnar, ekki satt? Vandamál þjóðarinnar em saman- dregin skammarstrik Alþýðubanda- lagsins og almennings sem fylgjandi em afturhaldsöflunum, sem staðið hafa öllum öðmm fremur að haturs- fullum aðgerðum gegn atvinnu- rekstrinum í landinu. Þorleifúr Kr. Guðlaugsson Víkverji skrifar Maður, sem starfs síns vegna hefur þó nokkur samskipti við útlendinga, hafði samband við Víkvetja vegna skrifa hans nýlega um leigubílstjóra, sem nýtti sér ókunnugleika útlendings, lagði langa lykkju á leið sína áður en hann skilaði honum á áfangastað og tók gjald í samræmi við akst- urstíma. Sagði hann að enginn við- skiptavina sinna hefði kvartað und- an slíkri framkomu og vonaði hann svo innilega að hér væri um ein- angrað tilfelli að ræða. Minnti hann á hve mikilvægt væri að ferðamenn litu á íslendinga sem heiðarlega í hvívetna. Og sem betur fer þyrftu útlendingar ekki oft að kvarta und- an hinu gagnstæða. XXX Síðan skýrði umræddur maður frá því, að komið hefðu til sín amerísk hjón, sem gistu á Hótel Holti. Þau hefðu ætlað að ganga þaðan út á Umferðarmiðstöð, en eitthvað vafðist fyrir þeim að rata svo þau snéru sér að manni, sem var að fara inn í bíl sinn og spurðu til vegar. Sá hafði engar vöflur á, bauð þeim að setjast uppí og ók með þau að Umferðarmiðstöðinni. Hann væri hvort sem er að fara í þá áttina. Hjónin áttu ekki til orð að lýsa þessari greiðvikni. xxx •• Oðru slíku tilviki kvaðst hann einnig geta sagt frá. Öldruð bresk hjón sögðu honum að þau hafi verið ramvillt (eftir lýsingu sennilega í Þingholtunum). Þau hefðu spurt mann, sem stóð þar fyrir utan hús, hvar í borginni þau væru stödd. Sýndu honum kortið sitt og báðu um að hann merkti inn á það stystu leið að Flókagötu, en þar voru þau á gistiheimili. Maður- inn gerði það, en leit svo á þau. „Hann hefur ef til vill séð að leiðin var helst til löng fyrir mig,“ sagði konan, sem haltraði aðeins, „og bauðst til að keyra okkur.“ Viðmælandi Víkveija sagði að síðan hefðu dunið yfír sig blessunar- orð, sem betur hefðu átt heima hjá manninum hjálpsama. Hann bætti síðan við að þessi tvenn hjón ættu örugglega eftir að bera landinu og þjóðinni góða sögu. Það væri okkur meira virði en nokkrar krónur, sem fengjust með vafasömum hætti. Kunningi víkveija nýkominn frá Spáni sagði það venju sína, þegar hann legði leið sína þangað, að hafa með sér saltfisk. Saltfiskur- inn sé fyrst og fremst kærkomin tilbreyting frá þeim mat, sem Spán- veijar bjóða upp á, þótt góður sé — og aldrei bragðist hann betur. Nú í sumar keypti hann tvo pakka, annan til eigin neyslu, en hinn ætlaði hann að gefa spænskum vini sínum. En vonbrigðin urðu mikil, þegar pakkinn var opnaður og innihaldið kom í ljós. Þar voru einungis þunnildi, flest blóðhlaupin, og nokkur sporðstykki. Þykkasta og besta fiskinn vantaði. Maðurinn sagðist því miður hafa verið búinn að færa spænska vini sínum hinn pakkann, en er „gæðin" komu í ljós hefði hann skammast sín fyrir að „traktera" hann á svik- inni vöru. Hann kvaðst vilja vara menn við að kaupa saltfisk í svo dökkum plastumbúðum að erfitt væri að átta sig á innihaldinu — en það gerði hann einmitt í þetta sinn. Hann sagðist hafa keypt físk- inn í einum af stórmörkuðunum, en hér eftir myndi hann halda sig við físksalann sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.