Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988 Æ, þið vitið Fimmtudagur 15. september. Sogblettir halda vel sótta tónleika í Bíókjallaranum. Þeim til aðstoð- ar eru Gunni Hjálmars og Jóham- ar. Munið þið eftir þeim? Munið þið eftir Sogblettum? Já. Gunni Hjálmars bjó til þetta fimmtudagskvöld, gaf því kraft og líf og stefnu. Ekki er alveg loku fyrir það skotið að maðurinn sé snillingur - eða hvað finnst ykkur? í það minnsta er Gunni einn með gítarinn sinn og trommuheilann tvímælalaust besti rokktrúbadúr á Norðurlöndum. Það sannaði hann eftirminnilega þetta kvöld, og er nú réttilega í guðatölu tekinn. Jóhamar las svo upp Ijóð og laust mál. Þrátt fyrir hvimleiðar truflanir áheyrenda tókst honum að sýna fram á að væntanleg skáldsaga hans, Byggingin, væri allrar athygli verð og vel það. Undanfarið hafa Sogblettir verið í hálfgerðu öngstræti og lítið gert verulega áhugavert. En af þessum tónleikum að dæma eru þeir á leið út úr sjálfheldunni, sýna ögn meiri breidd en áður, og spilagleöin hef- ur aukist að sama skapi. Þeir kom- ust sem sé skammlaust frá sínu og meira en það, enda þótt enn sé töluvert rúm fyrir framfarir og endurbætur. Að vísu var söng- kerfið alveg að geispa golunni hjá þeim, en úr því var bætt kvöldið eftir þegar þeir hóldu aftur tónleika á sama stað. Sólregnið hreinsar. Baldur A. Kristinsson Ljósmynd/BS Hugarfóstur Gildran sendi frá sér sína aðra hljómplðtu fyrir skemmstu, plötuna Hugarfóst- ur, sem Steinar gefur út, en eins og mönnum ætti að vera kunn- ugt kom platan Huldumenn út með sveitinni síðasta vor. Rokksíðan ræddi stuttlega um plötuna viö trumbuleikara sveit- arinnar, Karl Tómasson. Ertu ánægður með plötuna? Já, ég er mjög ánægður og ég held að við séum þaö allir. Mér finnst það hafa tekist að gera plötu sem væri frábrugðin síðustu plötu og hleypa þessum eldri og jafnframt rólegri lögum að. Þetta eru í bland hreinrækt- aðir Gildrufrasar og lög sem viö höfum alltaf ætlað okkur að koma á plast. Þið hafið verið iðnir við að spila upp á síðkastið. Já, við erum að kynna piötuna og ætlum að halda áfram að spila sem víðast. pað hefur allt gengið mjög vel þó aðsóknin sé svona upp og ofan eins og gengur. Þaö sem skiptir þó mestu er að stemmningin sé góð og ef það gengur eftir þá er ekkert leiðinlegra að spila fyr- ir tuttugu til þrjátiu manns en að spila fyrir tvöhundruð manns þar sem stemmningin er léleg. Þið eruð semsagt lagstir f ferðalög? Já, það má segja það. Það eru fleiri staðir til en Reykjavík og okkur langar að leika sem víðast. Hefurðu orðið var við U2- samlíkingar að þessu sinni? Nei, ekki orð. Er eitthvað sérstakt sem þú vilt segja um plötuna að lokum? Nei, ekki nema þá að ég vona að þessi plata fái þá umfjöllun og athygli sem hún á skylda; að það fari ekki eins með hana og með Huldumenn. Ljósmynd/BS Bubbi, rokkari eða trúbadúr? Bubbi og fjórir Þursar í Hótel íslandi Nokkuð er liðið síðan Bubbi Mothens hélt tónleika í Hótel ís- landi við undirleik meirihluta Þursaflokksins og finnst sumum kannski full seint sagt frá því hér. Það er þó full ástæða til að segja frá þeim tónleikum eins og öðrum, þó ekki hafi þeir verið stefnumarkandi eða byltingar- kenndir. Það breytir því ekki að tónleik- arnir voru eftirminnilegir ef ekki væri nema fyrir það að Bubbi hafði ekki leikið opinberlega hér á landi með hljómsveit í á tíunda mánuð og leikur liklega ekki með hljóm- sveit hér á landi á þessu ári. Það mátti og sjá á áheyrendafjölda, en að sögn aðstandenda voru um 900 manns á staðnum þegar mest var. Karl „Hammond" Sighvatsson Bubbi var með sömu menn sér til aðstoðar á tónleikunum þetta sinn og í desember síðastliðnum þegar hann kynnti Dögun. Fremst- ur meðal jafningja var Karl Sig- hvatsson, sem sýndi af sér snilld- artakta á Hammondorgeliö og var greinilega í afbragsðsformi ólíkt desembertónleikunum. Hann gaf nú mun meiri fyllingu og setti eink- ar skemmtilegan blæ á allt sem fram fór á milli þess sem hann átti fyrirtaks einleiksrispur. Aðrir voru þéttir, en eitthvað líf vantaöi í einleikskafla Þórðar, þeir virtust of úthugsaðir. Gaman verður þeg- ar Þursarnir fara að kynna plötuna sem væntanlega er frá sveitinni fyrir jól. Tónleikarnir hófust á að Bubbi kom fram einn með gítar og kynnti lög af 56 í blandi við eldri lög og lög af væntanlegri plötu hans og Megasar, en a.m.k. eitt lag af þeirri plötu, Filterslaus Camelblús, hefur verið á tónleikadagskrá hans um nokkur skeið. Bubbi náði vel til áheyrenda, en þeir kunnu þó betur að meta rokkarann Bubba, ef marka mátti viötökurnar sem hann fékk þegar hljómsveitin kom á svið eftir að hann hafði leikið einn í um klukkutíma. Lagavalið var svipað, ný lög í bland við lög allt frá upphafinu, allt óaðfinnanlega flutt, en samt vantaði eitthvað uþpá; líklega spennuna. Það var heldur mikill hljóöverskeimur af öllu, sem ekki heyrðist þegar Bubbi var einn á ferðinni, enda var hann þá aö spila upp í áheyrendur beint og impróvísera eftir viðtökunum. Víst er hann góður rokkari og hann hefði kannski gott af því að vinna með hljómsveit samfelldan tíma til að gæða tónleikadagskrána meira lífi, því það verður hver að fá að Piötuútgáfa vetrarins er nú búin aö taka á sig endanlega mynd, eða þar um bil, enda fer nú í hönd jólavertíö, sem er aö öllu jöfnu aðal útgáfutíminn. Ekki er annað að sjá en að útgáfan verði svipuð í ár og síðasta ár, þó ekki hafi allar plötur skilað hagnaði þá. Steinar verður með umfangs- mestu útgáfuna þetta ár eins og hið síðasta og gefur út eða dreifir níu plötum; Síldin kemur, sem byggð er á samnefndum söngleik, plötu Valgeirs Guðjónssonar, plötu Eiríks Haukssonar, safnplötu með ymsum misþekktum hljómsveit- um, plötu með Eyjólfi Kristjáns- syni, plötu meö Bítlavinafélaginu, plötu með Súellen (dreifing), plötu með Bjartmari (dreifing) og Jóla- plötu, en eins víst er að plöturnar verði fleiri og a.m.k tvær eða þrjár eru í athugun. láta sina sérvisku skína eitthvað i gegn. Það sást kannski best á því að bestu stundir tónleikanna voru þegar það voru bæði Bubbi og Karl sem voru að gefa eitthvað af sér í tónlistina, en ekki bara Bubbi einn. Hinir voru bara í brauðstriti. Ljósmynd/BS Skífan gefur út þrjár plötur sem telja má rokk eða popp; plötu með Strax, plötu með Síðan skein sól og plötu með Geira Sæm og Hun- angstunglinu, en Skífan mun einn- ig dreifa plötu Herdísar fyrrum Grýlu og gefa út plötu með Ellý Vilhjálms. Tromp Grammsins verður líklegast plata þeirra Bubba og Megasar, en einnig gefur Gramm- ið út plötu með S.h. draumi, plötu með Þursaflokkinum, plötu með Langa Sela og Skuggunum og plötu með Kamarorghestunum. Smekkleysa gefur líklega út fimm plötur með haustinu, plötu með Ham, plötu með Bleiku Böst- unum, plötu með Sogblettum, safnplötu með Van Houtens Kókó og plötu með Hinu afleita þríhjóli. Vísast eiga eftir að bætast nokkrar plötur við þessa upptaln- ingu þegar á líður, eins og endra- nær. Jólaplötuflóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.