Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988 Engi homkerling vil eg vera, sagði Hallgerður forðum að gefnu tilefni. Sætti sig ekki við að vera skipað til sætis á óæðri bekk. Hvað þá að láta karlinn lemja sig. Þótti því gegn um aldimar stór upp á sig og hinn mesti svarkur. Leið enda fyrir andstæðu sína í sögunni, Bergþóm, með hin göf- ugu orð „Ung var ég Njáli gefin!“ Og þann ásetning að standa að baki honum fram í rauðan, log- andi dauðann. Bergþóra hefur verið hin dygðuga fyrirmynd allra kvenna. Ætli þetta sé að breytast með öðrum lífsháttum og við- horfum? Konur teknar upp á þeirri ósvinnu að krefjast sætis í önd- vegi til jafns við aðra gesti á henni Jörð? Hörfa jafnvel frá því að líða vítiselda við hlið karla sinna, þeg- ar þeir hafa komið sér í klandur. Ekki að furða þótt karlamir eigi erfítt með að fóta sig á þvílíkum breytingum á dygðugum konum. Dulítið skondið stundum að sjá þá og heyra í umræðum, þessar velviljuðu eiskur. Einmitt þegar þeir eru að leggja sig fram um að taka tillit til framandi kvenna nútímans, skín allt í einu í að þeir botna bara ekkert í um hvað málið snýst. Stöku konur jafnvel ekki heldur. Stjómmálaleiðtogamir eru, eins og við vitum öll af ummælum þeirra og vitnisburði upp á æru og trú, alveg æstir í að hefja hom- kerlingamar upp í öndvegi, þar sem þær megi upp frá því sitja þeim við hlið. Verða að sýna lit, konurnar helmingur kjósenda. Það er bara aldrei pláss á bekkn- um þeim, svo sem allir máttu sjá og skilja við nýlega stjórnarmynd- un. Hvað skyldi þá til bragðs taka? Farið að viðra snjalla sárabót. Setja konur í baksætið. Ráðherr- unum til aðstoðar. Fréttist að nú skyldu ráðherrar jafnréttisstjórn- ar taka sér konur fyrir aðstoðar- ráðherra. Skyldu ekki konurnar geta verið ánægðar í sínu hefð- bundna hlutverki, sem þær kunna og hafa leikið í aldir — nú með nýjum og æðri titli og góðum launum? Þar sem þær standi að baki sínum húsbónda í gegn um þykkt og þunnt, greiði fyrir hon- um og létti af honum snúningum, komi í framkvæmd því sem hann hefur ákveðið — án þess að láta bera of mikið á sér. Er það kannski ekki hefðbundið hlutverk konu að standa að baki sínum manni, búa honum heimili og að- stæður að hans höfði og reyna óbeint og með lagni að hafa áhrif á hans ákvarðanatöku, ef hún endilega vill? Lentu konur ekki líka í þessu hefðbundna hlutverki þegar þær fóru að flykkjast út á vinnumarkaðinn í fyrirtækjunum? Urðu ritarar, hinir ómissandi, góðu aðstoðarmenn, til að fram- fylgja ákvarðanatöku síns herra og gera honum lífíð Iéttara? Hvað vilja þær endilega vera að taka ákvarðanir sjálfar? Er ekki nóg að heyra „his masters voice“ og framfylgja hans vilja? Ekki er að efa að konur skipa sæti ritara og aðstoðarráðherra með sömu ágætum og karlar — en foringj- arnir flokka þau líklega eitthvað skakkt ef þeir telja það hækka hlut kvenna. Enda kom það á daginn. Snjall- ræðið þaggaði ekkert niður í kon- um. Enn vildu þær komast í önd- vegi og engar hornkerlingar vera. Og þótt ekki ykist agnarögu þeirra hlutdeild í skipsstjóminni í brú þjóðarskútunnar, þá hafðist það að kona tæki við verkstjórn- inni — í þingheimi. Guðrún Helga- dóttir var kjörin virðulegur forseti sameinaðs þings, fyrst kvenna á íslandi. Og baktrygging kvenna með Valgerði Sverrisdóttur og Salóme Þorkelsdóttur í varafor- setasætum. Á þingi hafa konur hægt fikrað sig upp í verkstjóm- arstöðurnar. Ragnhildur Helga- dóttir í stól forseta neðri deildar 1961-2, Salóme Þorkelsdóttir í forsetastól efri deildar 1983-87. Guðrún Helgadóttir veifar nú sprotanum úr stóli sameinaðs þings og stýrir þingheimi. Bravó! Verður gaman að sjá hvemig þeir láta að kvennastjóm á komandi þingi. Aldursforsetinn Stefán Val- geirsson hleypti þessu þingi úr hlaði með þeirri frómu ósk að „þingið sem er að hefjast og störf þess í vetur verði til þess að auka réttlæti og minnka aðstöðumun í okkar þjóðfélagi". Ættu að vera hæg heimatökin fyrir þann sem mest allra ber úr býtum fyrir mánaðarvinnu úr sameiginlegum sjóði allra landsmanna, eitthvað nálægt 270 þúsund krónum í mánaðarlaun, meðan lögbundin er stöðvun á 40 þúsund króna launum verkakvenna, að jafna þetta obbolítið. Þar skrapp hugsunin út á hlið- arspor. Manni getur nú blöskrað! Á aðalbrautinni vom konurnar og puð þeirra upp eftir jafnstöðustig- anum í íslensku samfélagi. Alltaf em að birtast tölulegar upplýsing- ar um það hvernig konum miðar raunvemlega að ná jafnstöðu við karla á íslandi. Er það heldur dapurleg niðurstaða hvar sem borið er niður í samfélagi með svo háværri umræðu og alls kyns uppákomum og sýningum. Launa- bil milli karla og kvenna virðist heldur breikka ef eitthvað er, í stöðum og opinberum nefndum eru konur færri í hlutfalli við karl- ana en annars staðar á Norður- löndum o.s.frv. Er hávær kvenna- baráttan þá bara falleg sápukúla? Er kannski engin fylgni milli ár- angurs í launajöfnun og fram- gangi í störfum annars vegar og þess að vera áberandi og í umræð- unni hins vegar? Læðist að efí um að það sé rétta leiðin til að konur nái raunvemlega sömu stöðu og karlar að gera þær að einhveiju athyglisverðu sérfyrirbrigði, sem vekur fögnuð á palli. Verða kon- urnar þá ekki bara í friði með sínar sérsýningar? Og fá þær ekki sjálfar útrás í sýningum og uppá- komum, burt séð frá áþreifanleg- um árangri? Em konur á íslandi í rauninni svo frábmgðnar körlunum í hugs- un og viðhorfum? Spumingin tók að gára hugann er hér var nýlega frönsk blaðakona að reyna að átta sig á íslenskum konum. Ekki blaðamaður sem ræðir bara við einhvem áberandi á staðnum og lætur segja sér „svona emm við“. Hún hafði talað við ijölda íslenskra kvenna, úr öllum stétt- um, þegar hlýtt var á vangaveltur hennar. Henni sýndist íslenskar konur standa með báða fætur á jörðinni, létu ekki svo glatt mgla sig. En það sem sló hana þó mest og olli mestum heilabrotum var að hver íslensk kona sem hún hitti var fyrr en varði farin að tala beint eða óbeint um peninga. Sýn íslensku kvennanna virtist miðast áberandi mest við meiri peninga. Nú hafði blaðakonan komið inn á mörg heimilin og virt- ist þar enginn skortur. Kemur þetta þér á óvart, spurði hún hissa. En hún og ljósmyndari hennar höfðu ekki talað við neina íslenska karla og ekki skilið frétt- ir og frásagnir í ijölmiðlum með yfírgnæfandi efnahagsumræðu. Ætli íslenskar konur séu nokkuð svo frábmgðnar körlunum í hugs- un og viðmiðun eftir allt saman? Glöggt er gestsaugað, er haft fyr- ir satt, en óþarfi að láta þá sem víða fara og reyna að glöggva sig með samanburði raska myndinni sem við eigum af okkur sjálfum. Hampaminnst kenningin hans Stephans G. Stephanssonar: Víst er gott að vera hjá vinasveit og grönnum og kunna réttar áttir á allri byggð og mönnum. Sólheimar 29-33 104 Reykjavík sími 91-688050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.