Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988 B 17 í „keimslustofum" Björgunarskóla LHS er hátt til lofts og vítt til veggja. Á námskeiðum skólans er lögð áhersla á að þjálfa nýfengna kunnáttu við raunverulegar aðstæður. Mörg námskeið í Bj örgnnar skóla LHS BJÖRGUNARSKÓLI Landssam- bands hjálparsveita skáta (LHS) er að hefja sitt tólfta starfsár undir kjörorðunum: „Aukin kunnátta — bætt þjálfun — betri árangur". í nýútkominni vetrar- áætlun skólans eru tímasett ýmis framhaldsnámskeið og leiðbein- endanámskeið fyrir björgunar- sveitamenn og aðra sem tengjast björgunarstörfum. Björgunarskóli LHS býður upp á flölda námskeiða og er lýsing á þeim í námskrá skólans, sem end- umýjuð var fyrir ári og send öllum björgunarsveitum, almannavama- nefndum og lögregluembættum. Þessir aðilar geta pantað önnur námskeið fyrir sitt fólk og útvegar skólinn þá leiðbeinendur og kennslugögn. Á hveiju ári heim- sækja leiðbeinendur Björgunar- skóla LHS fjölda sveita og á síðasta ári sóttu yfír 200 manns námskeið hjá skólanum. í vetur verða einnig haldin nám- skeið í ferðamennsku fyrir almenn- ing, eins og verið hefur undanfarin ár á vegum hjálparsveitanna. Verða þau kynnt nánar síðar. Bændaskólinn á Hvanneyri: Fyrirlestr- ar um um- hverfismál Bændaskólinn á Hvanneyri hefur komið af stað röð fyrir- lestra um umhverfísmál. Lögð er áhersla á málaflokka um vist Rynkeby HREINN APPELSÍNUSAFI ÁN ALLRA AUKAEFNA landsins, mengun og umhverfís- rétt. Fyrirlestramir em haldnir á mánudögum kl. 16.00 og era ölhim opnir. Að sögn Sveins Hallgrímssonar, skólastjóra, er kveikjan að fyrir- lestrunum aukin umræða um um- hverfismál, alvarlegt ástand þeirra mála í heiminum og aukning um- hverfis- og mengunarvandamála á íslandi. í fyrirlestrunum verður leit- ast við að varpa ljósi á þessi vanda- mál og hvernig mæta megi þeim. Mánudaginn 17. október flytur doktor Þorsteinn Guðmundsson fyr- irlestur sem hann nefnir „Hvað er mengun", 31. október ræðir Magn- ús Oskarsson um mengunarvalda í landbúnaði, 7. nóvember flytur Aðalsteinn Geirsson fyrirlesturinn „Sorp, skólp og örverur" og mánu- daginn 14. nóvember er fyrirlestur sem nefnist „Endurvinnsla umbúða og úrgangsefna“ og er fluttur af Karen Refsgaard. VERZLUNARRÁÐ (SLANDS Samstarf smáfyrirtækja Verzlunarróðið hefur ákveðið að mynda samræðu- og samstarfsvett- vang fyrir eigendur minni fyrirtækja, um ýmis mál sem brenna sérstak- lega é þeim. Hópurinn kemur saman é fund i B-róðstefnusal Hótels Sögu miðviku- daginn 19. október nk. kl. 16.30-18.00. Þar verður fjallað um sameigin- leg viðfangsefni og hópnum valin forysta. Á eftir verða tvö 10 mínutna erindi. Sigurður T. Magnússon, hóraösdómslögmaður. Rekstrarform og ébyrgð. Reynir Kristinsson, rekstrarréðgjafi: Stjómun og ijármála- stýring. Loks svara þeir spumingum um þessi efni. Fyrirtækin sem hlut e'tga að máli eru í ýmsum greinum. Samstarf þeirra er opið öiium minni fyrirtækjum í Verzlunarréðinu eða sem ganga í það. Verzlunarréðið styður þetta samstarf og veitir auk þess félagsaðil- um sínum ýmsa þjónustu, sem nýtist ekki síst minni fyrirtækjum. Þeir sem vifa athuaa miUð eða elést l hóplnn, gete haft samband við félagafuittrúa VI, Herbert Guðmundsson, í sfma 83088, i mánu- deg og þriðjudag Id. 08-16. MITSUBISHI LANCER 1989 BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG HEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 VERÐFRAKR. 656.000,- Afi, amma, eða bara þú! GJAFAKASSIFYRIR UIMGABARIMIÐ sem inhiheldur fatnað úr 100% náttúruefnum - 40 stykki 100% MERINOULL 100% SILKI 100% BÓMULL AÐRIR VALDIR HLUTIR 4 ytribuxur 2 treyjur 2 gallar án erma 1 galli með ermum 1 tvöfalt teppi 1 húfa 1 flúnellak 1 koddi fylltur með hirsiklíði 5 buxur 10 bleiur 5 flúnelsstykki * Merinofé er þekkt fyrir fingerða og mjúka ull. 1 CALENDULA sápa 1 CALENDULA púður 1 LINDOS barnakrem 1 AUFBAUKKALK 1+2 1 mjólkuraukandi te 1 AMYTIS þvottalögur 1 hárbursti Á þessari öld gerviefna gleymist það alltof oft að húðin er stærsta líffæri mannsins. Því þarf að vanda sérstak- lega fatnað á ungabörn, svo líkamsstarfsemi þeirra truflist ekki fyrir áhrif rangs fatnaðar. Veljið börnum ykkar fatnað úr bómull, ull eða silki og forðist að klæða þau í fatnað úr gerviefnum. MERINOFÉ NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN, LAUGAVEGI 25, SÍMI 10263.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.