Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1988 H 40 ára afmæli ísraels: Er Israelsríki komið á breytingaskeiðið? Eftir ANDRÉS MAGNÚSSON •_ AUGU heimsins hafa beinst að ísrael að undanfórnu og valda óeirðir Palestínuaraba á her- námssvæðum ísraela þar mestu um. Svo hittist á, að lsraelsríki er nú 40 ára gamalt og hafa margir orðið til þess að benda á að það sé búið að siíta barns- skónum. Miðað við þær breyt- ingar sem orðið hafa innan ísraels á þessum 40 árum er ekki út í hött að segja það orð- ið fúllorðið — sakleysi bernsk- unnar að baki. Hvort nú taki hrörnun við er svo annað mál. Intifada eða uppreisn Pa- lestínuaraba hefúr nú staðið á tíunda mánuð og er talið að óeirðirnar hafi ekki kostað Ísraelsríki minna en 30 mi4j- arða íslenskra króna í beinum kostnaði, en þá er ekki gífúr- legt tekjutap ríkisins og þegna þess talið með. I. nóvember fara fram kosningar í ísrael og eins og vænta má er Intifada helsta kosningamálið. Síðustu tíl þess að Intifada hafi gert menn fastari fyrir gegn kröf- um Palestinumanna um eigið riki en fyrr, en hafa ber þó í huga að í ísrael skipast veður undrafljótt I lofti þegar pólitík- in er annars vegar og engin leið að spá fyrir um úrslit kosn- inganna á þeim forendum ein- um. Gantast ísraelar enda sjálf- ir með að 90% lqósenda skipti um skoðun í kjörklefanum og þau 10% sem eftir eru skili auðu. Skildi maður þó ætla að nægt væri flokkaúrvalið. A ísraelsþingi (Knesset) er mikill flöldi flokka og innan allra eru tvær eða fleiri fylkingar. Flestir þeirra eru þó smáir, en njóta yfirleitt næsta öruggs fylg- is. Engum dylst samt að kosn- ingabaráttan stendur milli tveggja stærstu flokkanna: Verkamanna- flokksins og Líkúd-flokksins. Herút-flokkurinn og frjálslynd- ir hafa nú opinberlega sameinað flokka sína í Líkúd-flokkinn, en undanfarin ár hafa þeir haft með sér bandalag. Þar er Yitzhak Shamir, forsætisráðherra, fremst- ur í flokki. Líkúd er hægra megin í litrófl stjómmálanna og vilja leið- togar hans hvergi hvika í afstöðu sinni gagnvart Palestínuaröbum. Hafa þeir gert sér mat úr Intifada og segja sinn flokk hinn eina, sem tryggt geti frið án þess að samið sé um hemumdu svæðin. Segja þeir enda ómögulegt að tryggja öryggi landsins verði Vesturbakk- inn látinn af hendi og benda á að Jórdanir hafi lært af reynsl- unni 1967 (þegar Vesturbakkinn var hemuminn) og hafí því ekki tekið þátt í Yom Kippur-stríðinu 1973. Auk þessa halda Líkúd- menn því mjög á lofti að þeim einum sé treystandi til þess að koma efnahag landsins á réttan kjöl, en undir þeirra stjóm hafa þau mál færst í betra horf síðast- liðin tvö ár. Verkamannaflokkurinn undir forsæti Shimons Peres, utanríkis- ráðherra, vill á hinn bóginn freista þess að ná samningum við Pa- lestínuaraba. Verkamannaflokk- urinn telur að hæglega megi koma til móts við araba án þess að ör- yggi ísraels sé lagt að veði. Þeir benda á að þrátt fyrir landnám ísraela á Vesturbakkanum undan- farin tíu ár séu þeir hlutfallslega mjög fáir og fátt sem bendi til þess að Vesturbakkinn verði þétt- setnari gyðingum í náinni framtíð. Skoðanakannanir að undan- fömu benda til þess að æ fleiri séu að snúast á sveif með Líkúd- flokknum og kann jafnvel svo að fara að Verkamannaflokkurinn fái minna fylgi en Líkúd, þrátt fyrir að enn sem komið er virðist hann hafa yfírhöndina. Hvað sem stjómmálaátökum í ísrael líður, hefur umræðan um Intifada fyrst og fremst tengst því hvemig fínna megi lausnir til þess að róstumar líði hjá. Litlar sem engar tilraunir hafa hins veg- ar verið gerðar til þess að ráðast að rótum vandans. Ljóst má þó vera að frekar mun hitna í kolun- um í herbúðum Palestínuaraba eftir því sem nær dregur kosning- um. Þá má ekki gleyma því að Bandaríkjamenn ganga að kjör- borðinu nokkmm dögum á eftir ísraelum og mun sú kosningabar- átta vafalítið hafa áhrif innan ísraels og hemámssvæðanna líka. Hvort heldur rætt er við araba eða gyðinga fyrir botni Miðjarðar- hafs verður maður þess glögglega áskynja að deilumar þar eiga sér djúpar rætur, sem ekki er hægt að festa hönd á nema með því að sökkva sér í mannkynssöguna. í sjónvarpsfréttamyndum af óeirðum Palestínuaraba hefur fremur ófögur mynd verið dregin upp af ísraelum. Þær sýna yfír- leitt konur og unglinga andspæn- is ísraelskum hermönnum gráum fyrir jámum og undirstrika þá skoðun að hér ræði um baráttu Palestínuaraba við Golíat sjálfan, sem nú virðist genginn til liðs við ísraelsher. Hvergi er hins vegar leitt að því getum hvers vegna fullorðnir Palestínuarabar koma hvergi nærri óeirðunum, líkt og þeir séu alsáttir við hemám ísraela. Stað- reyndin er nefnilega sú að konur og unglingar em látnir ganga fram fyrir skjöldu þar sem her- mennimir hika frekar við að láta hart mæta hörðu gegn þeim en ef um fulltíða karlmenn væri að ræða. Fréttamyndir þessar verða reyndar enn meira villandi fyrir þær sakir, að til þess að fréttin sé þess virði að hún birtist í fréttatíma verður hún að vera krassandi og þess vegna er safnað saman „bestu" ofbeldismyndun- um frá hinum og þessum stöðum í einnar mínútu myndskeið og það látið segja alla söguna eins og um eitt og sama málið væri að ræða. Enn síður er tími til þess að greina frá forsögu málsins, sem ekki spannar styttri tíma en til- vera ísraelsríkis — 40 ár — hvað þá aftur til síðustu aldar þegar gyðingar hófu að snúa aftur til Zíons. (Vilji menn grúska af al- vöru er hægt að halda 4.000 ár aftur f tímann án þess að leitað sé yfír skammt.) í leit að óeirðum Greinarhöfúndur fór víða um ísrael og vesturbakka Jórdanár (sem ísraelar nefna Júdeu-Sam- aríu), en eigi að síður þurfti hann að hafa fyrir því að finna eitt- hvað, sem svipaði til óeirða. Það var ekki fyrr en ég fór til Austur- Jerúsalem að leiðsögn starfs- bræðra minna hjá Associated Press, að ég varð vitni að átökum ísraelskra hermanna og palestín- skra unglinga. Þau fólust reyndar aðallega í hrópum unglinganna að hermönn- unum og gijótkasti, en hermenn- imir, sem greinilega voru tauga- óstyrkir, höfðu sig á brott eftir að hafa reynt að víkja sér undan steinunum nokkra stund. Ég sá reyndarekki aðdragandaþessarar hríðar og vegna meðfæddrar lífhræðslu hélt ég mig í hæfilegri fjarlægð. Mér hafði reyndar verið sagt að til þess að forðast vandræði skyldi ég klæða mig áberandi föt- um og sjá til þess að ekki færi milli mála að ég væri blaðamað- ur. Þessum ráðum fylgdi ég og gat farið um arabahverfín án þess að vera nokkmn tíman áreittur, svo heitið gæti. Jafnundarlegt og það kann að virðast var eina áreitnin í raun af völdum 7-12 ára gamalla pjakka, sem gengu manna á milli og buðu póstkort til sölu. Flestir þeirra töluðu furðugóða ensku. Þeim bar saman um að ástandið væri mjög slæmt og spurði ég hvort að ísraelsku hermennimir fæm illa með þá og fíölskyldur þeirra. Nokkrar vöflur komu á þá og jú, ísraelsku her- mennimir gátu verið óþolandi hrokafullir og stundum harðhent- ir. Einn þeirra bætti við að ástand- ið væri nógu slæmt þó að þetta bættist ekki við Intifada. Þá var komið að mér að reka upp stór augu og ljóst að einhver misskilningur hafði orðið. Ég benti þeim á að ég hefði verið að tala um Intifada og spurði um hvað þeir hefðu verið að ræða. Þá kom í ljós að vegna Intifada hafði dregið gífurlega úr ferða- mannastreymi til borgarinnar helgu, en um leið hefði póstkorta- markaðurinn hmnið. Þeir sögðu að hermennimir hefðu bætt gráu ofan á svart þegar þeir hefðu far- ið að reka þá burt frá þeim fáu ferðamönnum, sem þó komu. Einn þeirra sagði þó að þetta væri kannski skiljanlegt því að sumir póstkortasalamir — sérstaklega piltar úr næsta hverfl — hefðu gerst fullaðgangsharðir þegar eft- irspumin datt niður. Það að sumir þeirra hafí verið fullaðgangsharðir get ég staðfest. Þegar rökkva tók átti ég átta póstkortapakka, en í hveijum þeirra vom 20 til 25 póstkort. Ljóst má vera að ferðamanna- iðnaðurinn í ísrael er illa staddur. Hægt er að fá gistingu á fímm stjömu gistihúsum fyrir brot af því, sem var fyrir ári. Arabískur leigubílstjóri, sem ók mér nokkum spöl í Jerúsalem, varð þess áskynja að ég væri hiaðamaður og bauð mér að vera einkabíl- stjóri minn í heiian dag, aka mér hvert sem væri og gaf í skyn að hann gæti „reddað" mér óeirðum seinna um daginn. Allt þetta átti að kosta sem nam 4.500 íslensk- um krónum og mér var reyndar sagt seinna að ég hefði getað prúttað það verð allhressilega nið- ur. Þrátt fyrir það hafnaði ég þessu kostaboði, enda hafði ég ákveðnar gmnsemdir um áreiðan- leika óeirðanna, sem þetta pakka- tilboð snerist um. Þær efasemdir reyndust á rökum reistar; dagur- inn var sá rólegasti í Austur- Jerúsalem í eina og hálfa viku. Ég nefndi það síðar við ísra- elska vinkonu mína að ég hefði komist klakklaust í gegnum arabahverfín, en hún hafði mjög lagst gegn því að ég færi þangað. Hún sagði þá að, það væri svosem skiljanlegt ég væri ljós yfírlitum og augljósfega útlendingur. „Einu útlendingamir sem fara í göngu- túr inn í Austur-Jerúsalem era blaðamenn og þeim er alltaf óhætt.“ Stolt mitt vegna „hetjudáðar- innar“ minnkaði nokkuð, _en ég spurði hvort hún eða aðrir ísrael- ar væm í lífshættu í þessum hverfum. Hún sagði að það væri mjög misjafnt eftir hverfum og bætti við að ekki væri sama gyð- ingur og gyðingur. Hashídamir — strangtrúuðustu gyðingamir — kæmust t.a.m. nær alla sinna ferða óáreittir, enda hefðu þeir jafnmikinn ímugust á ísraelsríki og herskáustu Palestínuarabar. Þetta kom mér mjög á óvart, en ástæðan er sú að þeir telja að það sé ekki gyðinganna að reisa þriðja musterið, sem er ísraelsríki. Þegar ég ræddi við kristna araba um Intifada var greinilegt að þeir vom á báðum áttum. Annars vegar em þeir arabar og fínna til samkenndar með frænd- um sínum. Á hinn bóginn hefur þeim vegnað vel undir stjóm gyð- inga og þeim em enn í fersku minni helgispjöll Jórdana, en her- menn þeirra sáu ekki alltaf mun- inn á helgum véum gyðinga og kristinna. Sérstaklega var athyglisvert að heyra álit þeirra á viðbrögðum fsraela við upreisninni. Þrátt fyrir að þeir væm á einu máli um að róstunum yrði að linna töldu þeir ísraela hafa haldið að sér höndum í viðureigninni við uppreisnar- seggi, en það fannst þeim veik- leikamerki. Þetta fínnst manni e.t.v. undarleg afstaða, en þegar litið er til þankagangs þar suður frá og hemaðarmáttur ísraela hafður í huga er þetta kannski ekki svo fráleitt. Sami Shaheen, sem er kristinn arabi og borgarstjómarfulltrúi í Nazaret, sagði mér að friður milli gyðinga og araba myndi ekki tak- ast á einni nóttu, en sagði að við- skipti milli gyðinga og araba færðust sífellt í aukana og með þeim hætti lærðu þeir að treysta hvorir öðmm. Þrátt fyrir allt gengur lífíð sinn vanagang Miðað við fréttir og sjónvarps- myndir mætti ætla að innan ísra- els og hemumdu svæðanna væri stanslaus ófriður og að arabar og ísraelar gætu ekki umgengist blóðsúthellingalaust. Þessu fer ijarri. Það kemur manni í opna skjöldu hvað and- rúmsloftið er yfíríeitt laust við spennu og þrátt fyrir allt og allt er glaðværð og óbjlandi bjartsýni helsta þjóðareinljénnið. Á hinn bóginn em ísraelár óforbetranleg- ir rifrildisseggir og fínnst ekkert skemmtilegra en að rökræða um allt milli himins og jarðar, milli þess sem þeir segja gyðinga- brandara. Hafa þeir enda á orði að þegar tveir gyðingar taki tal nægi þeim ekki að vera ósam- mála. Hvor um sig muni a.m.k. reifa tvær skoðanir á hveiju máli. Fjöldi araba á heima í ísfael og hefúr þar ríkisborgararétt og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.