Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1988, Blaðsíða 2
2 B Nemendaleikhús Leiklistarskólans hefur leikárið með frumsýningu tveggja einþáttunga Það varlífogfjörí Lindarbæ þegar blaðamaður leit þar inn eitt kvöldið í vikunni. Verið var að leggja síðustu hönd á leikmyndina, Ijósin þurfti að stilla örlítió betur, leikstjóri, leikmyndahönnuður og Ijósameistari báru saman bækur sínar og leikendurnir sjálfir-næsti útskriftarárgangur Leiklistarskóla íslands- voru viðbúnir kalli sýningarstjórans um að æfing væri hafin. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16: OKTÖBER 1988 ■ Brúðkaupsveisla smáborgaranna í algleymingi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Efni þessarar fyrstu sýningar Nemenda- leikhússins í haust er tveir þekktir einþát- tungar; Smáborgarabrúðkaup eftir Bert- holt Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteins- sonar og Sköllótta söngkonan eftir Eug- ene Ionesco í þýðingu Karls Guðmunds- sonar. Þá hefur Flosi Ólafsson þýtt einn léttúðugan söngtexta sem sunginn er í einþáttungi Brechts. Hvor- ir tveggja einþáttungamir hafa verið fluttir áður hér- lendis; Smáborgarabrúðkaup þó aðeins einu sinni, af Herra- nótt Menntaskólans í Reykjavík. Sköllótta söng- konan hefur oftar stigið á íslenskt leiksvið og hafa ýmsir leikhópar spreytt sig á þessum grínagtuga en þó alvarlega einþáttungi absúrdistans Io- nescos. Brecht skrifaði einþáttungs- farsa sinn um brothætta inn- viði smáborgarafjölskyldunnar við upphaf 3. áratugarins en Sköllótta söngkonan leit aftur ekki dagsins Ijós fyrr en á 6. áratugnum. Brecht og Ionesco eru sjaldnast taldir upp í sömu andránni; Brecht aðhylltist róttækt leikhús og mótaði því sérstakt yfirbragð sem hann rökstuddi í leikritum sínum sem og annars staðar í ræðu og riti. Ionesco telst hins vegar til þekktustu fulltrúa leikhúss fáránleikans þar sem til- gangsleysi mannlegrar tilveru - fáránleikinn - er oftast viðfangsefnið. í þessum tveimur einþáttungum mætast þeir tvímenningar þó á miðri leið því þeir eru að fjalla um sama fyrirbærið, hina borgaralegu fjölskyldu, fjöl- skyldulífið og tengslin milli einstaklinganna; sjónarhorn þeirra eru ólík og en sameinaðir í eina kvöldskemmtan verður úr þessum tveimur einþáttungum bráðskemmti- Iegur og marghliða efniviður. Árgangurinn í Nemendaleikhúsinu að þessu sinni telur 8 manns (sjá nöfn þeirra og myndir á síðunni) en sér til fulltingis hafa þau við þessa sýningu fengið leikarana Emil Gunnar Guðmundsson og Andra Öm Clausen. Aðrir sem taka þátt og leggja hönd á plóginn eru Guðrún Sigríður Haraldsdóttir leikmyndahönnuður. Egill Öm Ámason ljósameistari, Ólafur Öm Thoroddsen tæknimaður, Hilmar Öm Hilmarsson sér um leikhljóð og Þórunn Sveinsdóttir saumar búninga. Bríet Héðins- dóttir er leikstjóri sýningarinnar. Steinunn Ólafsdóttir árgangur 1962. ■ Helga Braga Jónsdóttir árgangur 1964. ■ Ólafur Guðmundsson árgangur 1965. ■ Bára L. Magnúsdóttir árgangur 1964. ■ Sigurþór Albert Heimisson árgangur 1962. ■ Elva Ósk Ólafsdóttir árgangur 1964. ■ Christine Carr árgangur 1965. ■ Steinn Á. Magnússon árgangur 1964.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.