Morgunblaðið - 01.11.1988, Side 4

Morgunblaðið - 01.11.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Gosflöskur að kveðja? VERSLANIR Hagkaups hafa nú hætt að taka á móti gos- flöskum úr gleri og að greiða fyrir þær skilagjald. „í flestum tilfellum eru fram- leiðendur hættir að selja gos í gleijum sjálfir," sagði Karl f sam- tali við Morgunblaðið. Glerin eru að syngja sitt síðasta og verða væntanlega lítið á markaðnum eftir áramótin. Við erum bara aðeins fyrr í þessu en aðrar búð- ir. Fólk er líka hætt að safna þessu upp sjálft, það er helst að það komi með gömul gler eftir tiltekt í bílskúmum." „Kók heldur áfram að vera í gleri eins og verið hefur," sagði Lýður Friðrjónsson hjá Vífilfelli. „Kók selst mjög vel í glerflöskum og nú á harðnandi tímum á ég von á að glerið muni öðlast end- umýjaðar vinsældir vegna skila- gjaldsins. Þeir sem þurfa að hugsa um peningana kaupa frekar litla kókflösku en dós, það er miklu Viðskiptavinir ATH! Frá og með 17. október n.k. hætiir Hagkaup að taka á móti tómuni glerfum. Vci'sUinArstJtórt hagkvæmara og sumum finnst það hreinlega bragðbetra." Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas, sagði að fyrirtækið væri nú þegar nánast alveg hætt að framleiða gosdrykki í glerflösk- um. „Við höfum tekið þá ákvörðun að klára birgðir sem við eigum af gleijum, miðum og slíku, en við munum alveg hætta að vera með gosdrykki í glerflöskum nema eftirspum eftir þeim vakni að nýju. Bjórinn verður hins vegar í glerflöskum," sagði Ragnar. „Hagkvæmustu gosdrykkjakaup- in eru í stóru plastfiöskunum; ef menn kaupa tvo lítra af gosi í plastflösku fá menn hálfan lítra ókeypis." Dreifbýlisstyrkur framhalds- skólanema hækkar um 100% Nú fá 2.100 nemendur 50 m.kr. í styrki Dreifbýlisstyrkur til framhaldsskólanema mun hækka um 100% með nýju Qárlagafrumvarpi, að því er Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, skýrði frá á fúndi á Akureyri um helgina. Alls munu um 2.100 nemendur fá dreifbýlisstyrk, en heildarupphæð þessara styrkja hefúr verið 25 milljónir króna, sem hækkar þá upp í um 50 milljón- ir króna. Dreifbýlisstyrkur mun ekki hafa hækkað síðan árið 1982. Samkvæmt upplýsingum Her- manns Jóhannssonar í mennta- málaráðuneytinu hefur styrkþegum fækkað nokkuð eftir því sem fjöl- brautaskólum úti á landi hefur §ölgað, en styrkþegar voru 2.800 í upphafí. Styrktegundir eru þijár: ferðastyrkur, dvalarstyrkur vegna húsnæðis og fæðisstyrkur. Nem- endur fá þó misháan styrk eftir aðstæðum og er helsta viðmiðið fjarlægð frá búsetustað til næsta staðar sem hægt er að stunda nám- ið. Flestir fá styrk til náms í al- mennu bóknámi, en nemar í sérskól- um, svo sem Fósturskólanum og Myndlista- og handíðaskólanum hafa aðgang að Lánasjóði íslenskra VEÐUR / DAG kl 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) námsmanna. „Menntamálaráðuneytið hefur lagt fram tillögur á hveiju ári um verulegar hækkanir í sambandi við fjárlagagerð, þær hafa bara aldrei náð fram að ganga, hvorki í gegn- um fjármálaráðuneytið né í gegnum fjárveitinganefnd," sagði Birgir Isleifur Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, er hann var spurður hvers vegna styrkurinn hefði ekki hækkað í svo langan tíma. „Ég gerði til dæmis tillögu um verulega hækkun í sambandi við fjárlög fyrir ’88 og ég man að Sverrir Hermannsson gerði sams konar tillögu í fyrra sem ég reyndi að fylgja eftir, en náði ekki fram að ganga. Hins vegar var skipuð sérstök nefnd til að endurskoða lög- in um jöfnun á námskostnaði og hún skilaði nýju frumvarpi um hvemig að þessu skyldi staðið stuttu áður en ég fór úr ráðuneyt- inu. Svavar hefur það í höndunum núna til að meta hvað hann vill gera við það.“ Ekki náðist í Svavar Gestsson í gær, en samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í mennta- málaráðuneytinu er nú beðið um- sagnar skólamanna og fleiri aðila um frumvarpsdrögin. Sjá ennfremur á Akureyrar- síðu, bls. 34. Arfgeng heilablæðing: The Lancet birt- ir grein eftir ís- ienska vísindamenn BRESKA læknatímaritið The Lancet hefúr birt grein um rann- sóknir íslenskra og sænskra vísindamanna á arfgengri heilablæð- ingu. Rannsóknirnar hafa borið þann árangur að nú er unnt að greina sjúkdóminn á 7.-8. viku meðgöngu. Að rannsóknunum stóðu Ástríður Pálsdóttir erfðafræðing- ur, Leifur Þorsteinsson ónæmis- fræðingur, Alfreð Ámason erfðæ- fræðingur, öll við erfðarann- sóknadeild Blóðbankans, og Ólaf- ur Jensson, yfirlæknir Blóðbank- ans, í samvinnu við starfsmenn Almenna sjúkrahússins í Malmö, þá ísleif Ólafsson lífefnafræðing, Magnus Abrahamson lífefnafræð- ing og Anders Grabb dósent við háskólann í Lundi. Tímaritið The Lacet er annað tveggja virtustu tímarita hefths á þessu sviði og fást fæstar þeirra greina sem þangað era sendar birtar. Að sögn Ólafs Jenssonar var grein þeirra sjömenninganna birt án athugasemda. Ólafur sagði það afrakstur rannsóknanna að arfgeng heilablæðing væri nú komin í hóp örfárra sjúkdóma sem unnt sé að greina snemma á fóst- urstigi. Sá árangur gefí góðar vonir um árangur í meðferð sjúk- dómsins. VEÐURHORFUR í DAG, 1.NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir Austur-Grænlandi er 1027 mb hæð, en um 500 km austur af Langanesi er 1003 mb lægð á leiö austsuö- austur. Heldur minnkandi 1030 mb hæð er yfir Bretlandseyjum. Veður fer kólnandi í bili. SPÁ: Suð-austan gola eða hægviöri. Skýjað, en að mestu úrkomu- laust sunnan- og vestanlands, en bjartviðri í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðlæg átt og fremur hlýtt í veðri. Rign- ing um sunnan- og vestanvert landiö, en þurrt á NorÁ-austurlandi. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestan-átt og nokkuð kólnandi veð- ur. Skúrir eða stydduél á Suður- og Vesturlandi en þurrt og víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Ragnarsbakarí hf: Þrotabúið auglýst til sölu Keflavík. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veAur Akureyri 1 skýjaö Reykjavík 6 skúr Bergen 5 alskýjað Helsinki 0 hálfskýjað Kaupmannah. 7 lóttskýjað Narssarssuaq 2 rigning Nuuk 2 slydda Osló 7 skýjað Stokkhólmur -t-2 skýjað Þórshöfn 7 rigning Algarve 22 hálfskýjað Amsterdam 10 rigning Barcolona 19 léttskýjað Chicago +2 heiðskirt Feneyjar 11 láttskýjað Frankfurt 7 slcýjað Gtasgow 4 reykur Hamborg 9 léttskýjað las Palmas vantar London 9 léttskýjað Los Angeles 16 helðskírt Luxemborg 6 láttskýjað Madnd 14 þoka ígrennd Malaga 24 skýjað Mallorca 25 léttskýjað Montreal ■s4 léttskýjað NewYork 2 léttskýjað París 9 léttskýjað Róm 13 rignlng San Diego 15 heiðskfrt Winnipeg +1 alskýjað KAUPSAMNINGI þeim sem Pétur Björasson og Ármann Reynisson gerðu fyrir hönd Ávöxtunar sf. um kaup á eign- um Ragnarsbakarís hf. þann 5. desember sl. hefúr verið rift og heftur Ingi H. Sigurðsson hdl. bústjóri auglýst til sölu tæki f verksmiðju ásamt inn- réttingum í þremur sölubúðum sem reknar voru í tengslum við bakaríið. Ingi H. Sigurðsson hdl. sagði í samtali við Morgunblaðið að áhersla yrði lögð á að selja baka- ríið sem eina heild þannig að það gæti haldið áfram starfseminni og hann hefði þegar fengið nokkrar fyrirspurnir. Mál þetta er orðið allflókið, því Ragnarsbakarí hf. var í leiguhús- næði sem þeir Pétur og Ármann keyptu nokkru eftir að þeir höfðu eignast þrotabúið. Björgvin Víglundsson keypti síðan bakaríið af þeim Ávöxtunarmönnum ásamt húsnæðinu, en nú hefur þeim samningi verið rift. Ingi sagði að reynt yrði að selja þrotabúið þann- ig að tækin nýttust í núverandi húsnæði. Bakaríinu var lokað fyrirvara- laust 17. oktöber og þá misstu um 50 manns atvinnuna. ——- BB Pólýfónkórinn: Mikil aðsókn að hljómleikum SÖNGVARAR og hfjóðfieraleik- arar bæði frá Evrópu og Ameríku koma til landsins nú í vikunni og bætast í hóp flytjenda á hátiðahljómleikum Pólýfón- kórsins i Háskólabfói 10. nóvem- ber n.k. Nærri uppselt mun vera á tónleikana og hefúr verið ákveðið að endurtaka þá laugar- daginn 12. nóvember kl. 14.30. Samtals verða flytjendur á hljóm- leikunum um 200 talsins og er Sin- fóníuhljómsveit íslands styrkt og aukin um nærri 20 manns umfram venjulegan fjölda. Að sögn forráðamanna kórsins verða hljómleikarnir ekki fleiri og óvíst að Pólýfónkórinn láti framar til sfn heyra.- í afmælisriti Pólýfón- kórsins, „í ljósi líðandi stundar“, kemur fram að kórinn hefur alls flutt um 200 tónverk eftir rúmlega 70 tónskáld, á um 400 tónleikum hér á landi og erlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.