Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Enn er hitastillta bað- blöndunartækið frá Danfoss nýjung fyrir mörgum. Hinir sem til þekkja njóta gæða þeirra og undrast lága verðið. = HÉÐINN = VÉLAVERSUJN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Sovéskir dagar Árlegir Sovéskir dagar MÍR, að þessusinni sérstakiega helgaðir Sovétlýðveldinu Kirgizíu, verða settir í Félagsheimili Kópavogs miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20.30. Fluttverða ávörp og listafólkfrá Kirgizíu skemmtir með söng, dansi og hljóðfæraleik. Aðgangurókeypis og öllum heimill. MÍR PAILA- LYFTIIR HESTAMENN 39. þings Landssambands hestamanna veröur haldið í boöi Hestamanna- félagsins Fáks á Hótel Sögu, Súlnasal laugardaginn 5. nóv. nk. og hefst kl. 19:00 með cocktail. Veislustjóri Ólafur Örn Pétursson Kvöldverður Flosi Ólafsson flytur ræðu Gamanmál flutt af hestamönnum Þuriður, Ellý og Ragnar Bjarnason Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi til kl. 03:00. Miðar veröa seldir á skrifstofu Fáks, í versluninni Ástund og Hestamanninum. Einnig á Hótel Sögu n.k. þriðjudag og miðvikudag kl. 17—19. Borð tekin frá á sama tíma. Hestamenn notið þetta tækifæri til að hitta vini og kunningja og skemmta ykkur saman í glæsilegum húsakynnum Hótei Sögu. Hestamannafélagið Fákur TJöfðar til XI fólks í öllum starfsgremum! Jtiirgw Ú [nhib 3 Meiraenþúgeturímyndadþér! co Birgir heimsmethafi ásamt rifflinum góða sem er hans eigin smíði og hönmm. A myndinni má einnig sjá bikar og heiðursskjal sem fylgdi sigurlaununum. Birgir heldur á skífunni og á henni má sjá götin ef myndin prentast vel. Byssusmiður í Þorlákshöfii setur heimsmet: Áhugi á byssum vaknaði snemma - segir Birgir Sæmundsson Þorlákshöfn. Einn örfárra byssusmiða á íslandi, Birgir Sæmundsson frá Þor- lákshöfn, vann það einstæða afrek að bæta 20 ára gamalt heimsmet í nákvæmnisskotfimi á alþjóðlegu stórmóti sem haldið var í Banda- ríkjunum i ágúst í sumar. Þar sem byssusmíði og nákvæmnisskot- fimi er lítt þekkt hér á landi fannst Morgunblaðinu ástæða til að heimsækja Birgi og fræðast nánar um þessa sérstæðu iðju hans. Birgir sagði að áhugi hans á byssum hefði vaknað mjög snemma og rifflamir hefðu unnið hug hans allan. „Það var á árunum 1974 og 1975 að ég byijaði fyrir alvöru að skjóta þá kom strax áhuginn fyrir nákvæmninni. I fyrstu notaði ég venjulega fjöldaframleidda riffla eins og Sako og Remington. Fljótlega bytj- aði ég að vinna að því að auka nákvæmnina eins og hægt var. Mikið var hægt að laga þessa riffla frá upprunalegri nákvæmni en að því kom að lengra varð ekki kom- ist með þessi tæki því varð annað og meira að koma til svo sem betri hlaup og lásar. Það var svo 1977 að ég keypti nokkra sérsmíðaða keppnisriffla frá Bandaríkjunum sem fljótlega skiluðu betri árangri. Ýmislegt var hægt að betrum- bæta í þessum rifflum og end- ursmíðaði ég þá alla til að ná sem bestum árangri. A þessum árum var ég við nám í Vélskóla íslands og hjálpaði nám- ið mjög mikið við að stunda þetta hugðarefni mitt. Þó námið sæti oft á hakanum fyrir áhugamálinu tókst mér samt að ljúka IV. stigi Vélskólans. Pyrsta keppnin erlendis Á þessum árum æfði ég mest á æfingasvæði Skotfélags Reylqavíkur í Leirdal. Aðstaða til nákvæmnisskotæfinga var engin í byijun og fáir sem höfðu áhuga þannig að ég varð sjálfur að byggja upp alit frá grunni markskífur, sérstök borð og stóla í nágrenni Þorlákshafnar. Það var árið 1978 að ég fór fyrst á mót erlendis, það var IBS Championship í Pensilvaníu, Bandaríkjunum. I þessari keppni náði ég minnsta fimm skota klas- anum í allri keppninni, sá klasi mældist 0,124“ (3.15 mm). Keppn- in var í Light Varmint flokki, en þar er skotið af 100 yarda færi fimm skotum. Mælingin fer þannig fram að mælt er mesta bil milli miðju þeirra skota sem eru fjærst hvort öðru. Klasi er götin sem koma á skífuna eftir skotin fímm sem skot- ið er í röð á sjö mínútum. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Hér stendur Birgir við renni- bekkinn sem hann er búinn að eyða ómældum tíma við og er ómissandi við byssusmíðina. Byssusmíðanámið í þessari fyrstu keppnisferð minni byijaði ég hið eiginlega byssusmíðanám. Eg lærði hjá Ró- bert W. Hart & son Inc. sem er einn af virtustu byssusmiðum Bandaríkjanna til keppni og náms. Árið 1981 keppti ég aftur á IBS Champions-mótinu sem þá var haldið í New York-fylki. Þá keppti ég í Heavy Varmin-flokki en þar er skotið af 200 yarda færi fimm skotum á sjö mínútum. Vel gekk til að byija með, fyrsta sætið blasti við eftir §órar umferðir af fimm en í síðustu umferðinni urðu mér á mistök sem urðu til þess að 18. sætið varð raunin af 170 keppend- um. Það var svo í keppnisferð minni í sumar að ég lauk námi mínu í byssusmíði hjá Róbert W. Hart & son Inc. eftir nær samfellt tíu eða tólf ára nám. Byssusmíðanámi lýk- ur að vísu aldrei því þessi grein er í stöðugri framþróun og þeir sem gera kröfu um mestu gæði og sætta sig aðeins við það besta, eru stöðugt að bæta við sig. Heimsmetið slegið Þegar keppni hófst í Intema- tional Bench Rest Championship þann 22. ágúst síðastliðinn voru saman komnar allar bestur skyttur og byssusmiðir (þeir keppa líka) heimsins. Keppnin skiptist í flokka sem kallast: Heavy Bench, Light Varmint, Heavy Varmint og Sport- er. Keppnin gengur út á það að ná sem mestri nákvæmni út úr riffli og keppanda. Riffilinn verður að smíða með mestu nákvæmni og með bestu tækjum sem til eru hveiju sinni. Skotfæri og hleðslu- tæki eru smíðuð með sömu ná- kvæmni með tiliiti til riffilsins. Allir keppendur verða að hlaða skothylki sín á staðnum milli riðla. Til að keppandi fái fullt traust á riffli sínum og vissu um bestu nákvæmni er að mörgu að hyggja sem of langt mál væri að fara í hér. Ytri aðstæður sem keppandinn verður að glíma við eru síbreytilegt veðurfar, vindur og regn, tíbrá og mismunandi birta,“ sagði Birgir. í þessari keppni náði Birgir að vinna það afrek að bæta 20 ára gamalt heimsmet í Heavy Bench- fiokki. Gamla metið var 0,298 tommur en nýja metið er 0,275 tommur. Þessar tölur eru fundnar með því að mæla mestu íjarlægð milli miðju þeirra tveggja skota sem eru fjærst hvort öðru, í 10 skota hrinu sem skotið er af 200 yarda flarlægð á 12 mín. Birgir sagði að heimsmetið væri mikill sigur fyrir sig. Þetta sann- aði sér að öll vinnan sem hann væri búinn að leggja á sig væri einhvers virði, því öll smíði og hönnun á skotfærum og riffli væri hans eigin verk. Kostnaður „Keppnisferðalög af þessu tagi eru að sjálfsögðu mjög kostnaðar- söm og þann kostnað hef ég að mestu greitt sjálfur. Þess ber þó að geta að Skotsamband íslands og Skotfélag Reykjavíkur veittu mér ferðastyrk og kann ég þeim bestu þakkir fyrir, einnig langar mig til að þakka Landsbanka ís- lands í Þorlákshöfn veitta fyrir- greiðslu," sagði hann. Birgir segist alls ekki vera að leggja árar í bát, áfram skal hald- ið á mót erléndis og að ári er önn- ur eins keppni og þar er jú titill að veija. „Byssusmíðin sjálf ásamt við- gerðum hafa ekki fengið þann tíma sem skildi undanfarið en nú er hugmyndin að bæta úr því og von- andi á allt þetta nám eftir að gefa eitthvað í aðra hönd. Til hvers væri allt þetta nám ef ekki væri hægt að nýta sér það,“ sagði Birg- ir að lokum. - J.H.S.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.