Morgunblaðið - 01.11.1988, Page 19

Morgunblaðið - 01.11.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 19 Brunavörnum víða ábótavant: Trassaskapur og óforsjálni viðgengst víða á vinnustöðum Aðeins tímaspursmál hvenær næsti stórbruni verður, segir Ingi R. Helga- son, forstjóri Brunabótafélagsins BRUNATJÓN námu 25% meira en iðgjöld á nýliðnu tryggingaarári hjá Brunabótaféiagi íslands, en því lauk 14. október síðastliðinn. Kom þetta fram í erindi sem Ingi R. Helgason, forstjóri BÍ, flutti á vetrarfundi Sambands íslenskra rafveitna á fostudaginn. Sagði Ingi að aðeins væri tímaspursmál hvenær næsti stórbruni verður, því ástand varðandi brunavarnir væri víða mjög slæmt. Á mörgum vinnu- stöðum viðgengist mikill trassaskapur og óforsjálni, bæði forráða- manna og starfsfólks. Forráðamenn fyrirtækja sniðgengju lög, og virtu að vettugi fyrirmæli um lagfæringar og kæmust upp með það. Ingi R. Helgason sagði að meðal ástæða fyrir því að illa gengi að láta forráðamenn í atvinnurekstri fylgja réttum varúðarreglum væri, að kostnaður við breytingar, lag- færingar og viðhald, sem gera þyrfti, væri látinn sitja á hakanum. Jafnvel hið opinbera véki sér undan þessum kostnaði varðandi sínar eignir, og ætti það jafnvel við um sannkallaðar dauðagildrur. Annar þáttur, sem oft bættist ofan á þenn- an, væri að í sumum tilfellum væri að ræða helsta atvinnufyrirtæki byggðarlags, sem gera þyrfti end- Leiðrétting: Barnabók eftir ÓlafM. Jóhannesson I frétt af útgáfubókum Æskunn- ar í ár er bók Ólafs M. Jóhannesson- ar „Óvænt ævintýri" sögð unglinga- bók. Þetta er ekki rétt bókin er ætluð börnum á aldrinum þriggja til ellefu ára. urbætur á. Lokun á því hefði í för með sér minnkandi vinnutekjur og hagsmunaárekstra við fjölda aðila og yfirvöld. Varðandi greiðslur brunabóta við þær aðstæður, þar sem "húseigandi væri sannur að því að hafa bæði sniðgengið lagafyrirmæli og hunds- að kröfur eldvamareftirlits og raf- magnseftirlits, og sýnt væri að elds- voði hefði ekki orðið ef eftir settum fyrirmælum hefði verið farið, sagði Ingi að ekki væri hægt að neita bótum á forsendum trassaskapar. Ástæðan fyrir því væri sú, að þar til bærum yfirvöldum og eftirlits- mönnum bæri að knýja á um lag- færingar með lögmætum hætti áður en tjón yrði. I erindi Inga R. Helgasonar kom fram að tjónabætur vátryggingafé- laganna vegna brunatjóna á árinu 1987 var 408 milljónir króna, en það var um 30% af heildartjóni sam- félagsins á því ári vegna eldsvoða. Nefndi hann að einn eldsvoði, þegar heilt frystihús brann til grunna fyr- ir 11 mánuðum síðan, hefði kostað helminginn af öllum iðgjöldum árs- ins hjá Brunabótafélagi Islands, sem voru 122 milljónir króna, en þetta eina tjón nam 60 milljónum króna. Ertu ibílahugleiðingum? SPÓRT Ódýrast alvöru jeppinn á markaðinum og hefur 10ára reynslu að baki, viðþær margbreytilegu aðstæður sem íslensk náttúra og vega- kerfi búayfir. Velduþann kost, sem kostar minna! Blfreiðarog landbúnaðarvólar hf. Ármúla 13, Suðurlandabraut 14. Sfml681200. ^AlJglýsinga- síminn er 2 24 80 TÖLVUSKÓLI GJJ Námskeið XEROX VENTURA PUBLISHER 7.-11. nóv., kl. 13.00 -17.00 Skráning og upplýsingar í síma 641222 GÍSLI J. JOHNSEN L!liiJ Nýbýlavegi 16, Kópavogi Sími 641222 NÆSmtAUGARDAG BÓNUSTALA: 37 VinningstÖlurnar 29. okt. 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.057.864,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var, færist 1. vinningur kr. 1.867.421,- yfir á 1. vinning á laugardag- inn kemur. BÓNUSTALA + 4 tölur réttar kr. 324.544,- skiptast á 2 vinn- ingshafa, kr. 162.272,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 559.774,- skiptast á 86 vinningshafa, kr. 6.509,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.306.125,- skiptast á 3.225 vinnings- hafa, kr. 405,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 NVRBÍLLFRÁ KR.167.80Q (Staögreiösluverö) Viö rýmum til fyrir '89 árgeröinni og seljum sem til er af Skoda 105 L og 120 L ’88 á sérstöku útsöluverði. Cóö greiöslukjör: 25% útborgun og afgangurinn á 12 mánuðum. JÖFUR -ÞECAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.