Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988
Athugasemd við grein um
sjálfvirkan sjósetningarbún-
að gúmmíbj örgunarbáta
eftirMagnús
Jóhannesson
Friðrik Ásmundsson, skólastjóri
Stýrimannaskólans í Vestmanna-
eyjum, ritar grein í Morgunblaðið
hinn 12. oktober sl. sem hann nefn-
ir „Sjálfvirkur sjósetningarbúnaður
gúmmíbjörgunarbáta". I greininni
er vikið nokkrum orðum að þætti
Siglingamálastofnunar ríkisins í
uppsetningu þessa búnaðar í
íslenskum skipum og fullyrt að ann-
arleg sjónarmið stjómenda og
starfsmanna stofnunarinnar hafi
komið því til leiðar að eigendur
skipa hafi í miklum meirihluta valið
þann búnað sem síðri er. Þetta eru
alvarlegar ásakanir á hendur opin-
berum starfsmönnum, en greinar-
höfundur lætur nægja máli sínu til
stuðnings að vísa eingöngu til
ónafngreiiidra útgerðarmanna og
skipstjóra um land allt. Þegar slíkar
fullyrðingar eru bomar á menn eins
og gert er í fyrmefndri grein, verð-
ur að gera kröfur um að menn
færi rök fyrir máli sínu. Getgátur
greinarhöfimdar um, að aðgerðir
Siglingamálastofnunar ríkisins í
sambandi við viðurkenningu á sjó-
setningarbúnaði gúmmíbjörgunar-
báta hafi skert öryggi tiltekins bún-
aðar við hörmulegt slys, verða einn-
ig að teljast í hæsta máta ósæmileg-
ar þar sem ekkert liggur fyrir um
að svo hafí verið. En hverjar em
þá staðreyndir og staða þessa máls?
Lög'leiðing
sjósetningarbúnaðar
gúmmíbjörgnnarbáta
Hinn 25. júní 1982 gaf sam-
gönguráðuneytið út reglur um sjó-
setningarbúnað gúmmíbjörgunar-
báta, reglugerð þessi var sett fyrir
áeggjan og vegna þrýstings fjöl-
margra aðila. Reglugerðin tók mið
af hugmynd og búnaði sem Sig-
mund Jóhannsson í Vestmannaeyj-
um kynnti á ámnum 1980-1981.
Siglingamálastofnun ríkisins var
mótfallin því að reglugerð um þenn-
an búnað yrði sett og að hann yrði
lögleiddur í öll skip eins fljótt og
raun varð á, og taldi nauðsynlegt
að fram fæm frekari prófanir og
að reynsla fengist af búnaðinum
um borð í skipum áður en ákvörðun
um lögleiðingu yrði tekin. Þetta
mál leiddi af sér nokkrar deilur og
átök. í harðorðum blaðagreinum
var fyrrverandi siglingamálastjóri
nefndur dragbítur og talinn hafa
sofið þymirósarsvefni vegna þess
að hann taldi rétt að búnaðurinn
3irði fullprófaður áður en hann yrði
lögleiddur. Engu að síður var reglu-
gerðin sett og stofnuninni falið að
hafa eftirlit með framkvæmd henn-
ar. Reglugerðin varð síðan sá
grundvöllur sem stofhunin starfaði
eftir og henni bar að starfa eftir.
Tiltölulega stuttur tími var gefinn
til ffamkvæmda á reglugerðinni og
skv. henni skyldi lokið við að koma
fyrir búnaði í öll íslensk skip eigi
síðar en í september 1984. í fyrstu
reglugerðinni var gert ráð fyrir því
að allir gúmmíbjörgunarbátar um
borð í íslenskum skipum yrðu út-
búnir sjósetningarbúnaði skv. regl-
um.
Þegar reglugerðin var sett var
aðeins einn búnaður, Sigmunds-
búnaður, framleiddur af Vélaverk-
stæðinu Þór í Vestmannaeyjum,
sem talinn var fullnægja ákvæðum
reglugerðarinnar. Skömmu síðar
fór að bera á áhuga ýmissa aðila á
að framleiða og setja upp búnað í
samræmi við hina nýju reglugerð.
Á árinu 1983 viðurkenndi stofnunin
búnað frá tveimur fyrirtækjum þ.e.
vélsmiðju Ól. Ólsen í Njarðvík og
Skipasmíðastöðinni Stálvík hf. í
Garðabæ, en þessi búnaður upp-
fyllti ákvæði reglugerðarinnar frá
árinu 1982.
Ýmsir gallar komu fljótlega fram
á öllum tegundunum eftir að farið
var að setja búnaðinn í skip og það
komu upp fjölmörg tilvik þar sem
búnaðurinn virkaði ekki eins og
ætlast var til um borð í skipunum.
Erfítt er að draga einhvem einn
aðila til ábyrgðar fyrir þá galla sem
komu í ljós, en fullyrða má að menn
hefðu tvímælalaust verið betur sett-
ir með meiri reynslu af búnaðinum,
en þá sem fyrir hendi var þegar
lögleiðing hófst. Segja má að allir
framleiðendur hafí brugðist skjótt
við og reynt að bæta úr göllum hið
fyrsta, þegar upp komu, en síendur-
teknir gallar í búnaði framleiddum
af Stálvík hf. í Garðabæ leiddu til
þess að viðurkenning á búnaðinum
var dregin til baka á árinu 1985
og ekki heimiluð ffekari uppsetning
á þeim búnaði eftir þann tíma. Af
þeim búnaði voru einungis sett upp
sex eintök og munu nú vera í gangi
aðeins þijú í íslenskum skipum.
í árslok 1984 var lokið við að
setja sjósetningarbúnað á einn
gúmmíbát í hvetju skipi íslenska
flotans, en vegna hinna fjölmorgu
galia sem komið höfðu í ljós taldi
stofnunin rétt að beðið yrði með
að setja búnanð á fleiri gúmmíbáta
í hveiju skipi þar til frekari reynsla
væri fengin. Að tillögu stofnunai-
innar var reglugerðinni breytt í
apríl 1985 og þá ákveðið að gera
aðeins kröfu um sjósetningarbúnað
á einn gúmmíbjörgunarbát í hveiju
skipi.
Itrekaðir gallar sem komu fram
á árinu 1984 og fyrri hluta árs
1985 urðu til þess að stofnunin lagði
til að fengnir yrðu sérstakir viður-
kenndir aðilar, til þess að skoða
búnaðinn og annast viðhald á hon-
um um land allt, þannig að sem
best mætti tryggja að búnaðurinn
væri ávallt í sem bestu lagi. Þessir
óháðu skoðunaraðilar voru ,sam-
þykktir af báðum framleiðendum,
þ.e. Vélaverkstæðinu Þór hf. í Vest-
mannaeyjum og Vélsmiðju Ól. Ól-
sen í Njarðvík, og hlutu sérstaka
tilsögn hjá þeim. Þessir aðilar hafa
síðan séð um árlega skoðun búnað-
arins og viðhald og viðgerðir, ef
búnaðurinn er í ólagi þegar skoðun
fer fram.
Til upplýsinga þykir mér rétt að
geta hér niðurstaðna úr skoðunum
á sjósetningarbúnaði á árinu 1984
og 1985 á vegum starfsmanna Sigl-
ingamálastofnunarinnar annars-
vegar og hinsvegar á niðurstöðum
úr skoðun viðurkenndra skoðunar-
aðila eftir að það fyrirkomulag var
tekið upp seinnipart ársins 1985
fram til ársloka 1987. Niðurstöður
Tafla 1.
Magnús Jóhannesson
„Er nú mikilvægt að
allir þeir aðilar sem
hafa áhuga og mögu-
leika á því að leggja
eitthvað af mörkum til
að auka öryggi
íslenskra sjómanna
sameinist um það á
grundvelli niðurstaðna
núverandi rannsókna
að þróa einhvern þann
búnað, sem auðveldað
getur og flýtt fyrir sjó-
setningu gúmmíbjörg-
unarbáta við hinar
margvíslegu aðstæður
,á neyðarstundu.“
úr þessum athugunum eru sýndar
í töflum 1—3.
* í töflum 2 og 3 er ekki með-
talin skoðun á búnaði sem fram-
kvæmd var af framleiðendum sjálf-
um þ.e. Vélaverkstæðinu Þór ann-
ars vegar og Vélsmiðju Ólsen hins
vegar. Sé það gert verður hlutfall
búnaðar í lagi við skoðun fyrir árið
1986 eftirfarandi: Búnaður fram-
leiddur af Vélaverkstæðinu Þór í
lagi 66%, búnaður framleiddur af
Vélsmiðju Ó. Ólsen í lagi 69%.
Skoðun á sjósetningarbúnaði framkvæmd af starfemönnum Siglinga-
málastofinun ríkisins 1984—1985.
Tegund búnaðar Fjöldi skoðana Þar af í lagi %
Sigmundsbúnaður 68 30 44%
Búnaður Ó. Ólsen 33 22 67%
Tafla 2.
Skoðun á sjósetningarbúnaði framkvæmd af viðurkenndum skoðuna-
raðilum 1986.* *
Tegund búnaðar Fjöldi skoðana Þar af í lagi %
Sigmundsbúnaður 92 49 53%
Búnaður Ó. Ólsen 339 220 65%
Tafla 3.
Skoðun á sjósetningarbúnaði firamkvæmd af viðurkenndum skoðuna-
raðilum 1987.*
Tegund búnaðar Fjöldi skoðana Þar af í lagi %
Sigmundsbúnaður 130 89 68%
Búnaður Ó. Ólsen 530 434 83%
Stálvíkursleppibúnaðurinn virkaði ekki í tilraun.
Það skal tekið fram að þrátt fyr-
ir háa bilanatíðni og óvirkni við
skoðun taldi stofnunin ekki ástæðu
til að búnaðurinn yrði tekinn úr
skipunum, þar sem tilkoma hans
skv. kröfii stofnunarinnar átti ekki
að verða til þess að hindra á nokk-
um hátt sjósetningu gúmmíbjörg-
unarbátsins á hefðbundinn hátt þó
að hinn handvirki og sjálfvirki bún-
aður virkaði ekki sem skyldi.
Tenging flöskulínu
í fyrmefndri grein víkur greinar-
höfundur að tengingu flöskulínu,
sem í upphaflegri hönnun Sigmunds
Jóhannssonar gerði ráð fyrir að
yrði svo frágengin að gúmmíbátur
byijaði að blásast upp um leið og
hann losnaði úr sæti, og er í grein-
inni vitnað í bréf sem undirritaður
sendi hönnuði hinn 3. nóvember
1987. í bréfínu vom tilgreind tvö
skilyrði fyrir því að stofnunin sam-
þykkti að slík tenging yrði tekin
upp. Þessi tenging krefst m.a. þess
að gúmmíbjörgunarbáturinn sé
pakkaður öðruvísi en við hefð-
bundna tengingu og auk þess þarf
að gera aukagat á hylki gúmmí-
björgunarbátsins. Þess vegna þarf
að liggja fyrir samþykki framleið-
enda gúmmíbjörgunarbáta fyrir því
að þessi útfærsla rýri ekki á neinn
hátt gildi gúmmíbjörgunarbátsins
sem björgunartækis.
Framleiðendur Sigmundsbúnað-
arins munu ekki að því er séð verð-
ur hafa gert athugasemdir við að
horfíð yrði frá flöskulínutengingu
þegar árið 1983 sem hönnun búnað-
arins gerði ráð fyrir, en einhverra
hluta vegna munu upplýsingar þar
um ekki hafa borist til hönnuðarins
Sigmunds Jóhannssonar. Vegna
athugasemda hönnuðarins í bréfí
til Siglingamálastofnunarinnar í
júní 1987 um þetta atriði var það
rækilega endurskoðað af starfs-
mönnum stofnunarinnar og þó að
samanburðarprófanir lægju ekki
fyrir, enda slíkar prófanir afar erf-
iðar og kostnaðarsamar í fram-
kvæmd, þá mátti ætla að í mörgum
tilvikum gæti slík tenging orðið til
aukins öryggis en sjaldnar til þess
að draga úr öryggi. Þau skilyrði,
sem sett voru fram af hálfu stofn-
unarinnar og birt voru í bréfí til
hönnuðar og greinarhöfundur vísar
til, voru að gúmmíbáturinn væri
staðsettur fjarri stögum, rekkverk-
um og öðrum slíkum hindrunum og
að fyrir lægi samþykki fyrir þess-
ari útfærslu hjá framleiðendum
gúmmíbjörgunarbátanna.
Staðsetningin er framkvæmdaat-
riði í hveiju skipi og skoðast því í
hvert einstakt sinn, en enn vantar
samþykki framleiðenda gúmmí-
björgunarbáta fyrir þessari teng-
ingu. Samkvæmt upplýsingum sem
ég hef fengið munu sérfræðingar
frá Viking, dönsku gúmmíbáta-
framleiðendunum, vera væntanlegir
hingað til lands um miðjan nóvem-
ber þar sem þeir munu m.a. skoða
og fara yfír þessar hugmyndir að
tengingu flöskulínunnar.
Prófanir á
sjósetningarbúnaði
gúmmíbjörgunarbáta
Á sl. ári urðu allmiklar umræður
um sjósetningarbúnað gúmmíbjörg-
unarbáta í siglingamálaráði, en sigl-
ingamálaráð er ráðgefandi aðili fyr-
ir samgönguráðherra og siglinga-
málastjóra, skipað fiilltrúum hags-
munasamtaka í sjávarútvegi, skip-
asmíðastöðva og Slysavamafélags.
Umræður þessar urðu m.a. vegna
ábendinga og tillagna áhugamanna
um öiyggismál í Vestmannaeyjum,
sem töldu að gera yrði meiri kröfur
til búnaðarins en gildandi reglur
gerðu ráð fyrir.
Siglingamálaráð og stofnunin
töldu þessar viðbótarkröfur til bún-
aðarins vissulega æskilegar, en
nauðsynlegt væri að framkvæma
ítarlegar prófanir á búnaðinum til
þess að fullreyna, að þeim væri
unnt að ná. Var Iðntæknistofnun
íslands (ITSÍ) fengin til þess að
þróa aðferð til prófunar á búnaðin-
um skv. hinum nýju kröfum og
gera skýrslu um prófanimar áður
en þær gætu komið til fram-
kvæmda. Til þessa verkefnis sem
talið er að muni kosta á bilinu 2-3
milljónir króna hefur fengist rann-
sóknastyrkur frá Norrænu prófun-
arstofnuninni (NORDTEST) og
siglingamálayfírvöld á Norðurlönd-
um munu fylgjast náið með niður-
stöðum úr þessum prófunum. Þess-
ar prófanir og athuganir hafa stað-
ið yfír að undanfömu og er áfanga-
skýrslu að vænta á næstunni. Með
þessum prófunum verður aflað mik-
ilvægra staðreynda um núverandi
búnað og hvers hann er megnugur
umfram það sem upphaflegu kröf-
umar gerðu ráð fyrir. Einnig gætu
þessar athuganir bent til frekari
þróunar á þessum búnaði þannig
að til aukins öiyggis yrði fyrir sjó-
menn.
Lokaorð
Eins og sjá 'má af ofanrituðu
hefur virkni þess búnaðar sem lög-
festur var með reglugerð 25. júní
1982, bæði við skyndiskoðun og
árlega skoðun á búnaðinum, verið
vemlega lakari en almennt er ætl-
ast til af björgunarbúnaði og gildir
þar einu um hvaða tegund búnaðar
er að ræða. Til samanburðar má
nefna að virkni gúmmíbjörgunar-
báta við skoðun hefur í mörg ár
verið yfír 99%. Göllum sem komið
hafa fram við skoðun á sjósetning-
arbúnaði hefur þó fækkað verulega
með hveiju ári og benda fyrstu
upplýsingar þessa árs einnig til
þess. Hugmyndir um að gera meiri
kröfur til búnaðarins í reglum í
framtíðinni hafa verið settar fram
og prófanir standa yfír á fyrirliggj-
andi búnaði um möguleika þeirra á
að uppfylla hinar æskilegu kröfur.
Því er nú mikilvægt að allir þeir
aðilar sem hafa áhuga og mögu-
leika á því að leggja eitthvað af
mörkum til að auka öryggi íslenskra
sjómanna sameinist um það á
grundvelli niðurstaðna núverandi
rannsókna að þróa einhvem þann
búnað, sem auðveldað getur og flýtt
fyrir sjósetningu gúmmíbjörgunar-
báta við hinar margvíslegu aðstæð-
ur á neyðarstundu. Siglingamála-
stofnun ríkisins mun hér eftir sem
hingað til gera það sem í hennar
valdi stendur til þess að svo megi
verða.
Höfundur er sigUngnm&lastjóri.