Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Reuter Imelda Marcos, umkringd einkalífvörðum, sést hér ganga út úr hót- eli sínu í New York til að mæta fyrir rétti. Marcos-hjónin er ákærð fyrir að hafa stolið filippínsku almannafé og notað það m.a. til að kaupa fasteignir i Bandarikjunum. Imelda Marcos fyrir rétt í New York New York. Reuter. IMELDA, eiginkona Ferdinands Marcos, fyrrum forseta Filippseyja, kom fyrir rétt í New York á mánudag en þau hjónin hafa verið ákærð fyrir svik og fjárdrátt auk þess sem þau eru sökuð um að hafa fest kaup á skrifstofiibyggingum í Bandaríkjunum með óleyfi- legum hætti fyrir filippínskt almannafé. Imelda Marcos neitaði öllum sakargiftum og segja lögfræðingar hjónanna að þeir ætli að fara fram á að ákærur verði felldar niður. Yfirvöld ákváðu að Ferdinand Marcos, sem er 71 árs að aldri, yrði ekki dreginn fyrir rétt sökum hrakandi heilsu. Er Marcos kom til dómshússins var þar fyrir þröng manna, aðallega fréttamenn. Kona ein, klædd bún- ingi er minnti á blóðsugu, hélt á spjaldi með áletruninni:„Imelda, blóðsuga filippinsku þjóðarinnar." I dómshúsinu voru tekin fingraför frúarinnar ásamt ljósmyndum' af henni eins og venja er í slíkum málum. Krafist var fimm milljón dala tryggingar og stóðu lögfræð- ingar Marcos-hjónanna í stappi við saksóknara; sögðu upphæðina of háa. Var því haldið fram að Marc- os-hjónin hefðu orðið að lifa á lán- um síðan þau komu til Banda- ríkjanna. Dómarinn sagðist ekki myndu leyfa forsetafrúnni fyrrver- andi að fara aftur til Hawaii fyrr en búið væri að greiða trygginguna og gaf lögmönnum hennar frest fram á fimmtudag. Frúin, sem er 59 ára að aldri, kom með einkaþotu til New York frá Hawaii þar sem hjónin hafa búið síðan þau hrökkluðust frá völd- um á Filippseyjum. í New York beið hennar bifreið sem flutti hana á Waldorf-Astoria hótelið á Man- hattan, eitt glæsilegasta hótel New York-borgar. í för með Imeldu eru 10 aðstoðarmenn þar af tvær hjúkr- unarkonur, katólskur prestur og lögfræðingur. Síðar um daginn sótti forsetafrúin fyrrverandi messu í dómkirkju heilags Patreks sem er skammt frá hótelinu. Lögfræðingur Imeldu, John Bartok, sagði að veisluhöld og versl- unarleiðangrar væru ekki á dagskrá hennar að þessu sinni en frú Marc- os var á árum áður eftirsóttur við- skiptavinur í glæsiverslunum New York-borgar. „Hún hefur ekki vikið frá eiginmanni sinum í þijú ár og hefur miklar áhyggjur af heilsu hans," sagði Bartok. Sovétríkin: Kremlverja greinir á um Solzhenítsyn Sakharov verði 1 framboði í þingkosningum Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. Á ráðstefiiu 600 sovéskra menntamanna, félaga í Minnis- varðahreyfingunni, sem berst fyrir mannréttindum í Sov- étríkjunum, var á sunnudag samþykkt tillaga um að eðlis- fræðingurinn og Nóbelsverð- launahafinn Andrej Sakharov yrði í framboði í þingkosningum í apríl á næsta ári. „Sakharov hefúr fórnað sér algjörlega fyrir mannréttindi og frelsi í landi okkar og hefúr fyllilega unnið til þess að verða fúlltrúi fólksins í æðstu löggjafarsam- kundunni," segir í tillögunni. Einnig kom fram tillaga um að Nóbelsverðlaunahafínn Alex- ander Solzhenítsyn, sem nú er í útlegð i Vermont í Banda- ríkjunum, fengi borgararéttindi að nýju i Sovétríkjunum. Hins vegar bendir margt til þess að upp hafi komið ágreiningur meðal valdhafanna í Kreml um það hvort Solzhenítsyn skuli fá uppreisn æru og væna aftur- haldsöfiin í kommúnistaflokkn- um útlagann um að hafa eitt sinn verið útsendari lögreglunn- ar. Atkvæðamiklir umbótasinnar innan sovéska kommúnistaflokks- ins hafa með stuðningi mennta- og andófsmanna barist fyrir því að Solzenítsyn fái uppreisn æru. Þeir vilja að hann verði opinber- lega viðurkenndur sem einn af mestu rithöfundum Sovétríkjanna og krefjast þess að rit hans um Gúlageyjaklasann, sem fjallar um ógnarstjóm Stalíns, verði gefið út í Sovétríkjunum þar sem það sé meistaraverk sem gefí sanna mynd af myrkri sögu Sovétríkj- anna. Æðsti hugmyndafræðingur Sovétríkjanna, Vadím Medvedev, er hins vegar sagður algjörlega mótfallinn því að rit Solzhenítsyns verði gefin út eða honum leyft að snúa heim úr útlegð. Orðrómurinn um að Solzhenítsyn hafi verið útsendari lögreglunnar á líklega rætur sínar að rekja til þess að rithöfundurinn sjálfur viðurkenndi að þegar hann hefði verið pólitískur fangi árið 1946 hefði hann verið neyddur til þess að undirrita skjal þar sem Andrej Sakharov Reuter hann hefði fallist á að gefa lögregl- unni upplýsingar um samfanga sína. Ábyrgð Leníns á ógnarsfjórn Stalíns Á ráðstefnu Minnisvarðahreyf- ingarinnar, sem hefur fengið leyfi til að reisa minnisvarða úm fórnar- lömb Stalíns, komu berlega í ljós þær hættur sem felast í því að leyfa óheftar umræður um stalín- ismann. Á ráðstefnunni var ekki eingöngu fjallað um Solzhenítsyn heldur einnig um ábyrgð Leníns á ógnarstjóm Stalíns og persónu- dýrkuninni sem átti sér stað á Stalínstímanum. Rithöfundur nokkur gagnrýndi Lenín á þinginu fyrir að hafa stofnað fyrirrennara leyniþjón- ustunnar KGB og skapað sovéska fangabúðakerfíð, sem nefnt hefur verið Gúlagið. Hann hélt því einn- igfram að Lenínshchina, sem er neikvætt orð yfir valdatíma Leníns, bæri að rannsaka og end- urskoða rétt eins og valdatíma Stahns,Stalínshchína. Þótt Gorbatsjov hafi sent skeyti á ráðstefnuna, þar sem hann lýsti yfír stuðningi við Minnisvarða- hreyfinguna, er næsta öruggt að hann hafni kröfum um svo viða- mikla athugun á rótum allra þeirra glæpa sem framdir vom i nafni kommúnismans. Umbótasinnamir Alexander Solzhenítsyn í Kreml eiga á hættu að víðtækari umræða gæti grafið undan kommúnismanum í Sovétríkjun- um. Gorbatsjov skírskotar gjaman til Leníns sem uppsprettu allrar visku og gæti aldrei liðið að reynt yrði að kenna Lenín um fjölda- morð og efnahagsleg mistök kommúnista. Fórnarlamba Khrústsjovs og Brezhnevs verði minnst Tíu dögum fyrir ráðstefnuna um helgina hafði Sakharov, sem nefndur hefur verið „faðir sovésku mannréttindahreyfingarinnar,“ verið lq'örinn í stjómamefnd sov- ésku vísindaakademíunnar. Á ráð- stefnunni var samþykkt tillaga um að hann yrði í framboði í þing- kosningum í apríl næstkomandi. Samkvæmt nýjum kosningalög- um, sem kynnt voru í síðustu viku, geta sovéskar mannréttindahreyf- ingar kjörið nokkra félaga á nýtt Þing fulltrúa fólksins, þar sem 2.250 menn munu eiga sæti. Full- trúar fólksins greiða síðan at- kvæði um það hveijir þeirra taki sæti í þingi landsins. Andrej Sakharov, sem er annar af tveimur forsetum Minnisvarða- hreyfingarinnar, hélt því fram á ráðstefnunni að ekki ætti aðeins að minnast fómarlamba Stalíns heldur einnig fórnarlamba Krústsjovs og Brezhnevs. ÚRVAL - GÆÐI - ÞJÓNUSTA EGILL ÁRNASON HF., PARKETVAL ÁRMÚLA 8 - REYKJAVÍK - SÍMI 91 82111. jjjufiiolsw ici3-i ifct i:^{»ltb(nj3i« iéa . Hja inl}- nnBri Bid iBJ; i BxIaiiBoasd nuilánmlxiBV tóaons ia

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.