Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.11.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 27 Lestá lest ofan Tvær járnbrautalestir fóru út af sporinu í norðvesturhluta Lund- únaborgar á fóstudag með afleiðingum, sem sjá má á þessari mynd. Fóru þær út af á sama stað. Sú fyrri rann niður brekku og út á hraðbraut en sú seinni staðnæmdist ofan á fyrri lestinni. Slys urðu engin á mönnum í óhappinu. Bretapnns gagnrýnir nútíma byggingarlist St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. KARL Bretaprins gagnrýndi harkalega nútíma byggingarlist í rúmlega klukkustundarlöngum þætti í Breska ríkisútvarpinu, BBC, síðastliðið föstudagskvöld. Mikill meirihluti almennings styður skoðanir prinsins. Karl Bretaprins hefur áður farið hörðum orðum um arkitektúr .sam- tímans. Hinn 1. desember í fyrra sagði hann til dæmis, að þýski flug- herinn hefði ekki skaðað London jafnmikið í heimsstyijöldinni síðari og arkitektar samtímans hefðu gert. Á föstudagskvöld sagði hann, að þjóðleikhúsið, sem stendur á suðurbakka Thames-ár, væri eins og kjarnorkuver í miðborg London. Karl hefur látið sig varða um- hverfí Pálskirkjunnar, sem stendur við City, fjármálahverfl London. Hann hefur áður lagst gegn áform- um um uppbyggingu í kringum kirkjuna. Hann sagði um nýjar til- lögur um slíka uppbyggingu, að byggingamar litu út eins og út- varpstæki frá fjórða áratugnum. Hann sagði, að hlutar af miðborg Birrningham væru stórslys. í skoðanakönnun í Sunday Mirr- orsíðastliðinn sunnudag kom fram, að 67% aðspurðra sögðust sammála Bretaprinsi. Orð Karls hafa haft áhrif í þá átt, að tillögur, sem hann heflir gagnrýnt, hafa verið dregnar til baka. Peter Palumbo, ijármálamað- ur, sem stendur fyrir uppbyggingu nálægt Pálskirkjunni, sagði um þáttinn: „Guð blessi prinsinn af Wales, en Guð forði okkur frá dóm- um hans um byggingarlist." Ýmsir talsmenn nútíma arkitektúrs hafa brugðist hart við orðum Karls og sakað hann um að vera utangátta. Nútíma arkitektar hafl lært af mistökum síðustu þriggja áratuga og séu nú hug- myndaríkari en nokkru sinni áður. Akærur í Tékkó- slóvakíu Vln. Reuter. TÉKKNESK yfirvöld hafa hafið málssókn á hendur nokkrum hópi manna, sem ætlaði að efiia til ólöglegs útifundar í Prag sl. föstudag. Var skýrt frá þessu í gær í málgagni kommúnista- fiokksins, Rude Pravo. Sagði í blaðinu, að fólkið, sem ætlaði að koma saman í tilefni af því, að 70 ár eru liðin frá því Tékkó- slóvakía. varð sjálfstætt ríki, yrði kært fyrir undirróður og fyrir að hafa ráðist á opinberan starfsmann. Voru um 100 manns handteknir en ekki er vitað hve margir verða ákærðir. Árás Bandaríkja- manna á Líbýu: Gaddafi seg- ist hafa ver- ið varaður við Róm. Reuter. MUAMMAR Gaddafi Líbýufor- seti sagði í viðtali við ítölsk dagblöð á fimmtudag að hann hefði lifað af loftárás Banda- ríkjamanna á Líbýu 1986, af því að hringt hefði verið í hann nokkrum stundum fyrir árásina frá Möltu og hann varaður við. „Það var forsætisráðherra Möltu, sem hringdi til okkar og sagði okkur, að árásin væri í undir- búningi," sagði Gaddafi í viðtali við eitt blaðanna,/y Giornale. „Möltumenn höfðu þetta frá Itölum." ítölsku blöðin hafa eftir Gaddafl, að hann hafi þá haft sig á brott frá herstöðinni og búið um sig í tjaldi þar skammt frá. „Það er ástæðan fyrir því, að þeim tókst ekki að ná til mín.“ ■ ■■ \f/ ERLENT Atvimiuleysisbætur tekn- ar upp í U ngverj alandi UNGVERJAR hyggjast, fyrstir kommúnistaríkjanna austan járn- tjaldsins, taka upp atvinnuleysisbætur að því er segir í frétt breska dagblaðsins The Independeut. Kemur þetta í kjölfar nýrrar áætlun- ar um úrbætur í efnhagsmálum sem mun leiða til þess að allt að 100.000 manns munu missa atvinnu sína á næsta ári. Málgagn ungversku ríkisstjórn- arinnar Magyar Hirlap skýrði frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að taka upp beinar atvinnu- leysisbætur frá og með 1. janúar 1989. Fram til þessa hafa stjóm- völd eingöngu greitt tímabundnar bætur til þeirra sem em í atvinnu- leit. Enn hefur ekki verið ákveðið hversu háar bæturnar verða en embættismenn leggja áherslu á að þær megi ekki verða til þess að almenningur geri sér að góðu að vera á framfæri hins opinbera. Imre Karacs, fréttaritari The Independ- ent í Búdapest, segir að þetta geti einungis þýtt að bætumar verði það lágar að þær nægi tæpast til fram- færslu. Samkvæmt nýja kerfinu munu þeir sem missa störf sín fá umtalsvert hærri upphæð en þeir sem segja upp af fúsum og fijálsum vilja. Hinir atvinnulausu munu ein- ungis fá bætumar greiddar í eitt ár. Þeir sem hætta námi munu ekki eiga rétt á bótum og verður þeim þess í stað gefinn kostur á ýmis konar starfsþjálfun. Þar til fyrir tveimur ámm var litið svo á að atvinna til handa öllum væri stórkostlegasta afrek sósíal- ismans í Ungveijalandi. Efnahags- ástandið tók þá að versna til muna og fjölda fyrirtækja, einkum í norð- austurhluta landsins hefur verið lokað. Þúsundir manna hafa misst atvinnu sína. Stjómvöld reyndust ekki reiðubúin til að viðurkenna þessa staðreynd, sem talin er ein- kennandi fyrir hin kapítalísku ríki Vesturlanda. Þess í stað tóku ung- verskir hagfræðingar að ræða og skýra hugtakið „tímabundið at- vinnuleysi". Nú þykir á hinn bóginn ljóst að ástandið er varanlegt. Um 20.000 manns era nú án atvinnu og fjöldi þeirra fer vaxandi. Nýlega sam- þykkti ungverska ríkisstjómin áætl- un um róttækar umbætur á sviði efnahagsmála, sem krefjast munu fóma. Gert er ráð fyrir því að 50.000 til 100.000 manns missi vinnu sína á næsta ári. Þannig munu fimm prósent þjóðarinnar skyndilega verða án atvinnu. Fjöl- margir hagfræðingar hafa látið í ljós það álit að mun fleiri Ungveijar muni þurfa að sætta sig við atvinnu- leysi á næsta ári. Ef til vill er það af þessum sökum sem ákveðið hef- ur verið að lögleiða verkföll frá og með 1. janúar næstkomandi jafn- framt því sem atvinnuleysisbætur verða teknar upp. MERKIÐ SEGIR ALLT UM GÆÐIN campos SKÆÐI LAUGAVEGI - SKÆÐI KRINGLAN - SKÓVERSLUN KÓPAVOGS SKÓBÚÐ SELFOSS - KAUPSTAÐUR MJÓDD - SKÓBÚÐIN KEFLAVÍK VERSLUNIN NÍNA AKRANESI - SKÓBÚÐ SAUÐÁRKRÓKS FÍNAR LÍNUR AKUREYRI - SKÓHÖLLIN HAFNARFIRÐI SJONVARPSBINGO A STÖÐ 2 föstudagskvöldið 28.okt. 1988. Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. SPILAÐ VAR UM 10 AUKAVINNINGA: 10 Olympus AZ-300 Super Zoom frá Nesco í Kringl- unni hver að verðmæti 24.900 kr. EFTIRFARANDI TÖLUR KOMU UPP: 90, 66, 41, 33, 75, 18, 5, 21, 54, 89, 61, 16, 48, 2, 52, 20, 64. Þegar talan 64 kom upp var HÆTT að spila um auka- vinningana. Þegar spilað var um SUBARU BÍLANA frá Ingvari Helgasyni, komu eftirfarandi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur, (eitt-spjald): 19, 6, 85, 39, 65, 15, 76, 63, 80, 49, 56, 25, 4, 37, 40, 67, 78, 23, 86, 13, 59, 7, 79, 31, 88, 55, 71, 47, 32, 11, 24, 70. i1™ STYR KTA R FK l.AG SlMAR 673560 OG 673561

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.