Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988
29
pitrgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson.
Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Hvalastefnan
veldur enn deilum
Ríkisstjómin segist vera að
íhuga, hvernig staðið
skuli að framhaldi á áætlun-
inni um hvalveiðar í vísinda-
skyni. Var þetta meðal þess
sem fulltrúar stjómarinnar
sögðu við forráðamenn vest-
ur-þýska verslunarhringsins
Aldi fyrir helgi. Eins og kunn-
ugt er ætlar Aldi að halda
áfram að kaupa íslenskt lag-
meti, þótt sú skoðun ryðji sér
æ víðar rúms, að sjávarafurðir
einkenndar með heiti íslands
eigi undir högg að sækja vegna
hvalveiðistefnunnar. Stefnan
sjálf á raunar einnig undir
högg að sækja og er það mat
margra vísindamanna, að ekki
sé nauðsynlegt að veiða fleiri
hvali til að fá haldbærar niður-
stöður í rannsóknum á hvala-
stofnum hér við land. Loks er
ljóst, að innan ríkisstjórnarinn-
ar er alls ekki einhugur um
óbreytta stefnu og standa ráð-
herrar þar á milli sjónarmiða
sjávarútvegsráðherra Fram-
sóknarflokksins annars vegar
og landbúnaðarráðherra Al-
þýðubandalagsins hins vegar.
Þegar afstaða erlendra fyr-
irtækja til viðskipta við Islend-
inga í skugga hvalamálsins er
metin, má ekki álykta sem
svo, að fyrirtækin sjálf taki
afstöðu með eða á móti hval-
veiðum. Þau em aðeins að
velta því fyrir sér, hvort það
fæli viðskiptavini þeirra frá
verslunum eða matsölustöð-
um, að íslenskur vamingur eða
hráefni er þar til sölu. Barátt-
an stendur í raun um við-
skiptavinina, ef þannig mætti
að orði komast, hvort þeir láti
það hafa áhrif á sig að samtök
umhverfisvemdarsinna berjast
fyrir því að fólk hætti að kaupa
íslenskar sjávarafurðir á með-
an hvalastefnan er óbreytt.
Erfíðleikamir vegna hvala-
málsins em margvíslegir. Á
sínum tíma gripu grænfrið-
ungar í Hamborg til aðgerða
í höfninni þar til að koma í veg
fyrir að hvalkjöt yrði flutt um
hana til Japans og hið sama
endurtók sig síðan í Helsinki.
Finnst grænfriðungum þeir
komast í feitt, þegar þeir geta
sýnt fram á að „vísindakjötið1*
sé selt fyrir hátt verð til Jap-
ans. í síðustu viku spurðist það
síðan, að fulltrúi bandaríska
viðskiptaráðuneytisins hefði
lagt að Japönum að hætta inn-
flutningi á hvalkjöti meðal
annars frá íslandi. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráð-
herra taldi að með þessu hefði
Bandaríkjastjórn verið að
ganga á bak orða sinna með
hliðsjón af viðræðum, sem
hann átti fyrir skömmu við
George Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og sam-
komulagi sem í gildi er milli
ríkisstjórna Islands og Banda-
ríkjanna um hvalamál og talið
hefur verið einkar hagstætt
fyrir okkur. Hafði utanríkis-
ráðherra uppi hörð mótmæli
vegna þessa og hætti við að
fara í skoðunarferð um varnar-
svæðið á Keflavíkurflugvelli til
að árétta reiði sína.
Þegar framganga banda-
rísks erindreka í Japan veldur
trúnaðarbresti milli íslenskra
og bandarískra stjómvalda,
þarf að bæta úr því og það
tafarlaust. Nauðsyn þess á
raunar ekkert skylt við hvala-
málið, þótt það sé þúfan sem
velti hlassinu í þessu tilviki.
Hitt er einnig með öllu ástæðu-
laust að láta eins og tengsl séu
á milli hvalastefnunnar og
vamarstefnunnar. Er fráleitt
að þeir sem fylgja ábyrgri
stefnu í vamar- og öryggis-
málum ýti undir þá $koðun,
að forsenduna fyrir nauðsyn
vama í landinu sé að finna í
ákvörðunum um hvalveiðar
hér við land, hvort heldur þær
eru stundaðar í nafni vísinda
eða af öðrum ástæðum.
Ríkisstjómin verður að taka
af skarið í hvalamálinu. For-
sætisráðherra gekk fram fyrir
skjöldu á meðan utanríkisráð-
herra var í Bandaríkjunum og
gaf til kynna það, að til álita
kæmi að stunda ekki hvalveið-
ar í vísindaskyni á næsta ári.
Þá brást utanríkisráðherra við
með svipuðum þunga og gagn-
vart Bandaríkjastjóm í síðustu
viku. Sjávarútvegsráðherra
hefur látið eins og hvalastefn-
an verði óbreytt en landbúnað-
arráðherra telur hana gengna
sér til húðar. Enginn efast
lengur um neikvæð áhrif henn-
ar út á við. Hvorki í Wash-
ington né í þýskum verslunar-
fyrirtækjum taka menn
ákvarðanir í þessu máli fyrir
hönd íslenskra stjórnvalda,
þau verða að gera það sjálf.
Utanríkisráðherra á fiindi SVS og Varðbergs:
Atlantshafsbandalagið hefiir
lagt hvað mest af mörkum til stöð-
ugleika og friðar í heiminum
JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, flutti ræðu um utanríkis-
mál íslands á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs
síðastliðinn laugardag. Fjöldi manns hlýddi á mál utanríkisráðherra,
þar á meðal forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir. í ræðu sinni
lagði ráðherra áherslu á mikilvægi aðildar íslendinga að Atlantshafs-
bandalaginu og brýna þörf á auknum samskiptum við aðrar Vestur-
Evrópuþjóðir á sviði viðskipta og öryggismála.
Morgunblaðið/Guðlaugur Tr. Karlsson
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sat fund SVS og Varðbergs. Vigdís situr lengst til vinstri, Andspæn-
is henni siíja þau Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Bryndís Schram kona hans og Eiður Guðna-
son alþingismaður. Við hlið Vigdísar situr Kjartan Gunnarsson, formaður SVS. Kjartan sagði er hann
setti fundinn að hann liti á nærveru forseta sem mikla viðurkenningu á starfi samtakanna.
„Þegar rætt er um þátttöku ís-
lendinga í alþjóðasamtökum, hættir
mönnum gjaman til að gera greinar-
mun á friðar-, efnahags og mannúð-
arstarfi samtaka eins og Sameinuðu
þjóðanna og undirstofnana þeirra
annars vegar og hemaðarumsvifum
vamarbandalags eins og Atlants-
hafsbandalagsins hins vegar," sagði
Jón Baldvin í ræðu sinni. „Þegar
nánar er að gáð er raunveruleikinn
allur ahnar og flóknari."
Ráðherra sagðist ekki vilja gera
lítið úr framlagi SÞ til friðar. Á þessu
ári hefðu samtökin haft lykilhlut-
verki að gegna við lausn svæðis-
bundinna deilumála og það væri sérs-
takt gleðiefni að friðargæslusveitum
samtakanna hefðu nú verið veitt frið-
arverðlaun Nóbels. „En við skulum
einnig hafa hugfast að það 'er Atl-
antshafsbandalagið, í krafti þeirrar
pólitísku samstöðu sem því hefur
auðnast að sýna á undanfömum
ámm, sem hefur lagt hvað stærstan
skerf af mörkum til stöðugleika og
friðar í heiminum," sagði Jón Bald-
vin. Hann sagði vert að minna á að
Atlantshafsbandalagið væri ekki
hemaðarbandalag nema að öðrum
þræði. Grundvallarstefna þess
byggðist á tveimur jafnvægum
markmiðum; annars vegar á trúverð-
ugri fælingu og traustum vopnum,
en hins vegar á því að stuðla að
bættum samskiptum austurs og vest-
urs eftir pólitískum leiðum, sem bo-
rið hefði árangur meðal annars með
samkomulagi um útrýmingu meðal-
drægra kjamavopna úr Evrópu.
Vopnin ekki undirrót
vandans
„Með þátttöku í pólitísku starfi
Atlantshafsbandalagsins höfum við
Islendingar viljað taka þátt í tilraun-
um Atlantshafsbandalagsins til að
ná fram raunhæfum samningum um
afvopnunarmál. Hinu megum við þó
ekki gleyma að vopnaviðbúnaðurinn
sem slíkur er ekki sjálf undirrót van-
dans sem við er að glíma í samskipt-
um austurs og vesturs. Þannig er
það yfirlýst stefna Atlantshafs-
bandalagsríkjanna, þar á meðal ís-
lands, að ekki skuli einangra af-
vopnunarmál og aðra þætti í sam-
skiptunum," sagði Jón Baldvin og
neftidi þar sérstaklega mannrétt-
indamál.
Utanríkisráðherra ræddi um
breytta háttu í alþjóðasamskiptum,
auknar samgöngur og fjarskipti og
aukin tengsl við önnur ríki. Þjóðríkin
tengdust'hvert öðru æ sterkari bönd-
um og yrðu háðari hvert öðru en
áður hefði þekkst. Þetta ylli meðal
annars því að það sem við hefðum
áður litið á sem einkamál okkar létu
aðrar þjóðir sig nú miklu varða.
Nefndi ráðherra þar sérstaklega
hvalveiðimálið. „Það er óhætt að
fullyrða að fyrir áratug síðan hafi
tæpast nokkum grunað að hvalveið-
ar yrðu fyrir afskiptum utan frá með
þeim hætti sem raunin hefur verið,"
sagði ráðherra. „Eða hver hefði get-
að spáð fyrir að hvalveiðimál yrðu
einn góðan veðurdag helsta ágrein-
ingsefnið í samskiptum Islands og
Bandaríkjanna?“
EB mikilvægasti markaður
okkar frá upphafí
Jón Baldvin sagði að hvergi í heim-
inum kæmu þessi breyttu samskipti
betur fram en í Vestur-Evrópu.
Pólitísk sameining aðildarríkjanna
væri nú yfírlýst stefna Evrópubanda-
lagsins, og ein af mikilvægustu for-
sendum þess væri hinn sameiginlegi
innri markaður bandalagsins, sem
stæði til að koma á 1992.
„Á síðasta ári fóru 57% af útflutt-
um sjávarafurðum íslendinga á
markað Evrópubandalagsins. Það
þýðir að enginn einn markaður hefur
á neinum tíma frá stofnun lýðveldis-
ins verið okkur eins mikilvægur,"
sagði Jón Baldvin. Hann sagði að
það væri því augljóst hversu miklu
skipti að Islendingar tryggðu hags-
muni sína sem best á markaði EB.
Helsti þröskuldurinn til lengri eða
skemmri tíma litið í þeim efnum
væri sú krafa EB að gegn aðgangi
að mörkuðum yrði að koma aðgang-
ur að auðlindum. Á aðgang EB að
fiskveiðilögsögunni hefðu íslending-
ar ekki viljað fallast í viðræðum
sínum við bandalagið. Þegar til
skemmri tíma væri litið væri þó ekki
ástæða til að búast við stórvægileg-
um vandamálum fyrir útflutningsaf-
urðir til EB, þar sem viðskiptahindr-
anir væru óverulegar. Afstaðan til
bandalagsins væri hins vegar eitt
mikilvægasta utanríkismál íslend-
inga á komandi árum, og það væri
stefna ríkisstjórnarinnar að aðlaga
íslenskt atvinnulíf ýmsum breyting-
um, sem innri markaðurinn hefði í
för með sér, án þess þó að gerast
aðili að honum.
ísland taki aukinn þátt í
varnarsamstarfi V-Evrópu
Utanríkisráðherra gerði að um-
talsefni tengsl viðskipta- og öryggis-
mála. Hann lét svo um mælt að það
væri auðvelt að færa rök fyrir því
að þessir málaflokkar væru nátengd-
ir og yrðu ekki aðskildir þegar á
heildina væri litið. ísland gegndi
mikilvægu hlutverki í vörnum Evr-
ópu, enda skipti það miklu máli fyrir
vamir siglingaleiðanna milli Vestur-
Evrópu og Norður-Ameríku. „Evr-
ópubandalagið er ekki einungis vett-
vangur efnahagsmála heldur einnig
utanríkis- og öryggismála sem fer
fram innan pólitískrar samvinnu að-
ildarríkjanna,“ sagði Jón Baldvin.
„Án þess að ég fari út í einstök at-
riði hér er greinilegt að athyglisverð
þróun á sér stað í pólitískri samvinnu
Evrópubandalagsríkja, innan vé-
banda Vestur-Evrópusambandsins
og raunar einnig í auknu tvíhliða
samstarfi innan Vestur-Evrópu í
vamarmálum. í sögulegu og menn-
ingarlegu tilliti eru íslendingar Evr-
ópuþjóð og líta á sig sem slíka. Þessi
afstaða á sér greinilega samsvörun
í Vestur-Evrópu. Þar er litið á íslend-
inga sem Evrópuþjóð og áhugi á landi
og þjóð mótast af því á margan hátt.
Með það í huga sem og þau tengsl
sem em milli vama íslands og vama
Vestur-Evrópu sýnist mér full
ástæða til þess að vð fylgjumst með
samstarfí Vestur-Evrópu á sviði ör-
yggis- og vamarmála, ekki síst í ljósi
þess að hún er nátengd Evrópu-
bandalaginu.“
Ný merking
fullveldishugtaksins
Utanríkisráðherra sagðist telja að
íhuga yrði vandlega þróunina í átt
til nánari alþjóðlegra samskipta Is-
lendinga. Afleiðingar hennar yrðu
án efa þær að fullveldishugtakið
fengi aðra merkingu en áður. „Full
og óskomð yfírráð innan eigin landa-
mæra em að forminu til rétt lýsing
en innihaldið breytist eftir því sem
gagnkvæm tengsl aukast og sam-
ræming og samráð verða meiri. Það
segir sig sjálft að í þessu felast
ákveðin vandamál, ekki síst fyrir
smáþjóð eins og íslendinga sem legg-
ur höfuðáherslu á það að varðveita
sjálfstæði sitt, menningu og tungu,“
sagði ráðherra. „Hvað viljum við,
hvar verðum við og hvar getum við
sett mörkin þegar við í auknum
mæli tengjumst hinu alþjóðlega sam-
félagi? Getum við sem smáþjóð að-
lagað okkur nýjum aðstæðum jafn-
mikið og margar aðrar þjóðir gera?
eða gilda ef til vill önnur lögmál um
smæstu ríkin en þau sem stærri eru?
Er kostnaðurinn í þjóðlegum verð-
mætum hlutfallslega meiri fyrir okk-
ur en þau? Við þessum og viðlíka
spumingum þurfum við að leita
svara. Það veltur ef til vill ekki hvað
síst á niðurstöðum okkar í þeim efn-
um hvemig utanríkismál okkar skip-
ast í framtíðinni."
Fyrirspurnir
Að loknu erindinu svaraði utanrík-
isráðherra fyrirspurnum fundar-
manna. Hann ítrekaði, að samskiptin
við Evrópubandalagið j[EB) yrðu
helsta viðfangsefnið á sviði utanríkis-
mála á næstunni, jafnframt yrði
kannað til hlítar, hvaða kostir á því
að gera fríverslunarsamning við
Bandaríkin. Ráðherrann sagði, að á
næsta ári fæm íslendingar með vara-
formennsku og formennsku í EFTA-
ráðinu og yrðu þannig í forystu í
viðræðum EB og EFTA. Hann hefði
ekki gert neina starfsáætlun í því
sambandi en myndi eftir fáeina daga
hitta ýmsa forystumenn jafnaðar-
manna í Evrópu á fundi í Berlín og
ræða þessi mál við þá. Af fjárlaga-
frumvarpi næsta ár myndu menn
sjá, að aukin áhersla yrði lögð á
Evrópumálefni og þar kæmi einnig
fram hvort segl yrðu dregin saman
í rekstri sendiráða á Norðurlöndun-
um.
Þegar ráðherrann var spurður,
hvort túlka ætti yfirlýsingar erind-
reka utanríkisráðuneytisins í viðræð-
um við Aldi-fyrirtækið í Vestur-
Þýskalandi um að engin endaleg
ákvörðun hefði verið tekin um
vísindaveiðar á hvölum á næsta ári
sem fyrirheit um breytta stefnu ríkis-
stjómarinnar, sagði Jón Baldvin, að
ríkisstjómin hefði fylgt sveigjanlegri
stefnu í hvalamálinu. íslendingar
hefðu lýst sig reiðubúna að breyta
stefnu sinni og hefðu meðal annars
gert það með samningum við Banda-
rílqamenn. Síðasti áfangi vísindaá-
ætlunarinnar væri í endurskoðun og
vildi hann ekki láta neitt frekar ber-
ast út um málið við núverandi að-
stæður.
Utanríkisráðherra var beðinn að
skýra ákvæði stjómarsáttmálans þar
sem segir: „Ríkisstjóroin mun ekki
gera nýja samninga um meiriháttar
hemaðarframkvæmdir og skipti ís-
lendinga við vamarliðið verða endur-
skipulögð." Hvað í þessu orðalagi
fælist og hvort um neitunarvald ein-
hvers stjórnarflokksins í þessum
málaflokki væri að ræða. „Þær fram-
kvæmdir sem búið var að samþykkja
áður munu fara frarn," sagði Jón
Baldvin. Hann sagði að á næsta ári
yrði áfram unnið við fjórða áfanga
olíustöðvarinnar í Helguvík, við akst-
ursbraut meðfram flugbraut á
Keflavíkurflugvelli, við nýjan skóla í
varnarstöðinni og byggingu 112
íbúða fyrir fjölskyldur vamarliðs-
manna. Jafnframt yrði uppbyggingu
ratsjárstöðva haldið áfram og sérstök
eftirlitsmiðstöð byggð.
Ráðherra sagði að hvað endur-
skipulagningu samskipta varðaði
hefði fyrst og fremst fyrirkomulag
verktöku í þágu vamarliðsins verið
haft í huga er stjómarsáttmálinn var
saminn. Fleira kæmi þó til, til að
mynda aðskilnaður vamarliðs og
þjónustustarfsemi íslendinga á
Keflavíkurflugvelli, mengunarmál og
önnur áhrif dvalar varnarliðsins á
mannlíf í grenndinni.
Þegar Jón Baldvin ræddi spurn-
inguna um neitunarvald minnti hann
á að hér á landi væri ráðherra nær
því einvaldur á sínu sviði og væri
hefð fyrir þessu sérstaklega rík í
utanríkismálum. Þann tíma sem
þessi ríkisstjóm starfaði yrði þó engu
einræðisvaldi beitt á þessu sviði.
Bókasafii í turni Skál-
holtskirkju að skemmast
BÓKASAFN, sem íslenska þjóð-
kirkjan festi kaup á árið 1965,
er enn í geymslu í turni Skál-
holtskirkju og er talið að það sé
farið að skemmast. Á Kirkju-
þingi heftir verið lögð fram til-
laga um að ráðinn verði bóka-
safiisfræðingur til að skrá safin-
ið, svo fyrir liggi örugg heimild
um bókakostinn.
Safnið var í eigu Kára B. Helga-
sonar, kaupmanns í Reykjavík, en
ætíð kennt við fyrri eiganda þess,
Þorstein Þorsteinsson, sýslumann í
Búðardal. Að frumkvæði dr. Sigur-
KOMIÐ hefiir fram á Kirkjuþingi
tillaga til þingsályktunar um
kirkjulega menningarmiðstöð á
Hólum í Hjaltadal. Gert er ráð
fyrir að í menningarmiðstöðinni
fari fram námskeið um málefiii
kirkjunnar.
Á síðasta Kirkjuþingi kom fram
tillaga um stofnun slíkrar menning-
armiðstöðvar í Skálholti og var hún
samþykkt samhljóða. Menningar-
miðstöðvar af þessum toga eru al-
gengar víða í Evrópu. I tillögunni
er gert ráð fyrir að menningarmið-
stöð á Hólum vinni í kirkjulegum
og þjóðlegum anda. Reynt verði að
bjöms Einarssonar biskups réðst
kirkjan í að kaupa safnið og til að
standa straum af kaupunum var
efnt til almennrar fjársöfnunar
meðal þjóðarinnar, sem nefnd var
Skálholtssöfnun. Safninu var komið
fyrir í Skálholtskirkjutumi og hefur
verið þar síðan. Þar er ófullnægj-
andi geymsla fyrir bækur, enda
telja flutningsmenn tillögunnar
líklegt að safnið hafi skemmst
vegna ónógrar hita- og rakajöfnun-
ar.
í greinargerð með tillögunni, sem
þeir Ottó A. Michelsen, Siguijón
ná til sem flestra þjóðfélagshópa,
án tillits til stjórnmála, kirkjudeilda
og kynþátta. Menningarmiðstöðin
beiti sér fyrir þingum, umræðum,
og námskeiðum fyir skóla, stéttar-
félög, æskulýðshópa, ýmis félög
aldraðra og ferðahópa innlenda sem
erlenda. Starfsemin fari fram í
stofnun, sem reist verði á vegum
þjóðkirkjunnar á Hólum. Reiknað
er með að bygging hennar og rekst-
ur verði með ríkisframlagi, opin-
berum styrkjum, þátttökugjaldi og
fijálsu framlagi. Stofnunin verður
undir beinni yfirstjóm þjóðkirkjunn-
ar.
Einarsson og Kristján Þorgeirsson
flytja, kemur fram að þjóðkirkjan
hefur ekki haft bolmagn til að
leggja Skálholtssafni til húsnæði
og aðra aðstöðu sem því hæfir. Því
hefur safninu ekki verið viðhaldið
með öflun síðari tíma árganga í
blöð og tímarit eða viðbóta í ritrað-
ir eða önnur safnrit. í safnið vantar
nú allar íslenskar bókmenntir í ald-
arfjórðung, svo og hvers kyns önn-
ur fróðleiks- og fræðirit á sama
tíma. Telja flutningsmenn tillög-
unnar því að safnið hafi staðnað.
Flutningsmenn vilja því að safnið
verði flutt úr núverandi stað í ann-
an heppilegri, bæði með hliðsjón
af öruggari geymslu og afnotum.
Að öðm leyti komi til greina að
safnið verði selt og andvirðið notað
til ýmissa góðverka og þarflegra
mála á vegum þjóðkirkjunnar. Ann-
ar möguleiki sé sá að hluti safnsins
verði seldur, en undanskildar guðs-
orðabækur og fræðirit um kristin-
dóm og önnur andleg mál, sem
ekki eru þegar fyrir hendi við emb-
ætti biskups. Einnig að allar bæk-
umar eða hluti þeirra verði gefnar
Landsbókasafni eða Háskólabóka-
safni. Þá er nefnt að til greina komi
sérstök deild í væntanlegri Þjóðar-
bókhlöðu eða leigt verði framtíðar-
húsnæði fyrir safnið, til dæmis í
Hallgrímskirkjutumi. Loks er bent
á þann möguleika að í hinni nýju
bækistöð Þjóðskjalasafns verði
komið fyrir sérstakri deild guðs-
orðabóka og annarra trúmálarita,
sem nú eru annað hvort f Skál-
holtssafni eða Biskupsstofu. Til
álita gæti einnig komið að flytja
allt safnið þangað.
Tillaga á Kirkjuþingi:
Menningarmiðstöð
kirkjunnar á Hólum
Osló:
í skugga hraftis-
ins fær góða dóma
Breytt lánskjaravísitala:
Beðið eftir mati Seðlabankans
FrA Rune Timberlid; fréttantara Morgunblaðsins
KVIKMYNDINI skugga hrafiisins
feer að flestu leyti góða dóma í
norskum dagblöðum efitir frum-
sýningu í þremur bæjum. „Mynd
sem óhætt er að mæla með, sterk,
fersk og öðruvísi upplifiun" skrif-
ar gagnrýnandi VG, stærsta dag-
blaðs Noregs.
I Undir fyrirsögninni „Sterkt frá
íslandi" skrifar gagnrýnandi VG, Jon
Selás að í skugga hrafnsins sé sér-
stæð og góð kvikmynd - stórbrotin
frásögn í dramatísku umhverfi,
spennu- og ástarsaga með sterkum
persónum og aumum svikum í milli-
bili heiðni og kristindóms. Hann gef-
ur einnig Helga Skúlasyni og Tinnu
Gunnlaugsdóttur góða umsögn fyrir
leik þeirra.
Gagnrýnandi Aftenpostens, Per
Haddal, gefur í skugga hrafnsins
einnig góðan vitnisburð. „Hönnun
myn4arinnar er fyrsta flokks" segir
hann og hrósar kraftmiklum leik
Helga Skúlasonar. Hann segir mynd-
ina þó jaðra við að vera skopstælingu
af sjálfri sér á köflum, harkan verði
aðalatriði og þá riðlist samhengið.
„En þeir sem hafa gaman að íslend-
ingasögunum hafa varla fyrr séð eins
lifandi og ofbeldisfulla túlkun þeirra
á hvíta tjaldinu."
Thor Ellingson skrifar í Dagbladet
að Hrafn Gunnlaugsson sýni enga
miskunn þegar hann lýsi óeirðum,
átökum og manndrápum og að hann
og kvikmyndatökumaðurinn Esa
Vuorinen noti íslenska náttúm á
stórbrotinn hátt. „Þetta er bæði gott
og slæmt. Eg sakna þeirrar ströngu
stílfæringar á ofbeldinu sem var
rílqandi í fyrstu kvikmynd Hrafns,"
segir Thor Ellingsen.
Arbeiderbladet er það eina af stóm
dagblöðunum í Osló sem gefur í
skugga hrafnsins slæma einkunn.
Gagnrýnandi blaðsins, Harald Kol-
stad, skrifar að myndin sé ekki dra-
matískt trúverðug eitt augnablik,
hún sé glæsilegt sb'lfært ævintýri og
ekkert annað. Hann segir jafnffamt
að margir leikaranna ofleiki og talar
um Tinnu Gunnlaugsdóttur sem
móðursjúka ljósku.
I I IIII II ll 1 »111 lililllll lll lll 11» I lnl i 11
EKKI ER ennþá ljóst hvort eða
með hvaða hætti lánskjaravísi-
tölu verður breytt. Við myndun
rikisstjórnarinnar var ákveðið
að taka launavísitölu og gera
að þætti með helmings vægi í
lánskjaravisitölu. Ríkisstjórnin
bíður eftir mati Seðlabankans,
en erindi um það var sent bank-
anum skömmu efitir að stjórnar-
skiptin urðu i lok september.
Geir Hallgrímsson bankastjóri í
Seðlabankanum segir að von sé á
áliti bankans í lok þessarar viku
eða í byijun næstu. Hann vildi
ekki tjá sig um niðurstöður bank-
ans að öðm leyti.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagðist vera orðinn
óþolinmóður að bíða eftir áliti
Seðlabankans. „Jú, mig er farið
að lengja eftir því, við emm orðn-
ir óþolinmóðir.“ Hann var spurður
hvernig síðan yrði haldið á þessu
máli. „Það fer náttúrulega tölu-
vert eftir svari Seðlabankans og
það er að sjálfsögðu hans mat á
lögunum frá 1979 sem beðið er
eftir. Þar segir að bundið skuli
vera við vísitölur. Það er þetta
mat sem beðið er eftir og liggur
orðið mjög á að fá,“ sagði
Steingrímur Hermannsson.
Lánslq'aravísitala er í dag sett
saman úr byggingavísitölu og
framfærsluvísitölu. Meðal þess
sem Seðlabankihn skilar áliti um
er varðandi lögmæti breytingar-
innar og þá hvaða lagabreytingar
þarf að gera til að hrinda henni í
framkvæmd, ennfremur hvort sú
launavísitala sem reiknuð er í dag
I er nothæf í lánskjaravísitölu. Ann-
ar þáttur þessa máls varðar verð-
tryggingar fjárskuldbindinga, en
ríkisstjómin lýsti því yfir að stefnt
skuli að því að afnema verðtrygg-
ingar. Seðlabankinn metur einnig
áhrif og lögmæti þess.
Sjónvarpsmyndin „Svívirtu börnin“:
Mikil viðbrögð við
sýningu myndarinnar
AÐ lokinni sýningu Stöðvar 2 á myndinni „Svívirtu börnin" í fyrra-
kvöld, þar sem fjallað var um kynferðislegt ofbeldi á börnum,
höfiðu 53 einstaklingar hringt í neyðarþjónustu Rauða krossins og
sjálfebjargarhóps um sifjaspell í Hlaðvarpanum. Mest var hringt á
meðan á útsendingu myndarinnar og umræðuþáttar að henni lok-
inni stóð, og voru konur í miklum meirihluta þeirra sem hringdu,
en þar var eingöngu um að ræða fiullorðið fólk.
Meirihluti þeirra sem hringdu ekki náð til allra landsmanna.
höfðu verið þolendur kynferðilegs Töldu þeir brýna þörf á að myndin
ofbeldis af einhveiju tagi, og vom
margir þeirra að greina frá reynslu
sinni í fyrsta skipti. Ólafur Odds-
son, forstöðumaður neyðarat-
hvarfs Rauða krossins, telur að
viðbrögðin hér á landi við sýningu
myndarinnar séu hlutfallslega
meiri en í Noregi og Svíþjóð, þar
sem myndin hefur verið sýnd.
Hann telur að ástæða þess sé hugs-
anlega sú, að umræða hér á landi
um kynferðislegt ofbeldi á börnum
sé ekki komin eins langt og þar.
Fólk afneiti því á vissan hátt að
atvik af þessu tagi eigi sér stað
hér á landi, og meðan svo sé fáist
ekki allir til að gefa sig fram.
Á blaðamannafundi sem fulltrú-
ar þeirra samtaka, sem tóku að
sér að svara símum hjá Rauða
krossinum og í Hlaðvarpanum á
meðan á sýningu piyndarinnar
stóð, kom fram nokkur óánægja
með að myndin var sýnd í læstri
dagskrá Stöðvar 2, og hefði því
yrði sýnd í ríkissjónvarpinu, og
jafnframt að gerður yrði sérstakur
þáttur þar sem Ijallað væri um
stöðu þessara mála hér á landi.
Þar þyrfti bæði að fjalla um eldri
þolendur og þau börn sem nú yrðu
fyrir kynferðislegu ofbeldi og
hefðu orðið fyrir því á undanföm-
um árum.
Á fundinum kom fram að mikil-
vægt vígfi að skipuleggja öflugt
forvarnárstarf, og útbúa þyrfti
fræðsluefni, sem notað yrði innan
skólakerfisins. Þá þyrfti að veita
kennurum og fóstmm nauðsynleg-
an undirbúning til að geta áttað
sig á og bmgðist við á réttan hátt,
þegar upp koma mál af þessu tagi
hjá bömum. Fjárveitingar til þeirra
aðila sem sinnt hafa þessum mál-
um hingað til hafa verið af sköm-
um skammti, og meirihluti starfs-
ins hefur verið unninn í sjálfboða-
vinnu.