Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 31 Eiður Guðnason um tillögu Áma Gunnarssonar: Tillagan betur oflutt Þing^menn ekki á eitt sáttir um kórónu Kristjáns IX Eiður Guðnason (A/Vl) sagði m.a. á Alþingi í gær að tillaga Árna Gunnarssonar (A/Ne) um að taka niður merki Krisljáns níunda Dana- konungs af Alþingishúsinu hefði gjarnan mátt vera óflutt. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S/Vf) sagði m.a. að forsetar þingsins hafi ákveð- ið, fyrr á þessu ári, að láta fara fram vandlega athugun á ásig- komulagi þessa minnismerkis á þinghúsinu, með tilliti til viðhalds þess, sem að væri unmð. Ámi Gunnarsson (A/Ne) mælti í gær fyrir tillögu sinni til þingsályktunar, þessefnis, að „forsetar þingsins láti taka niður merki Kristjáns níunda Danakonungs, sem nú er á norður- hlið Alþingishússins, og láti koma þar fyrir íslenzka skjaldarmerkinu frá 1944 ásamt skjaldberum: grið- ungi, bergrisa, gammi og dreka“. Ámi mælti fyrir samþykki tillög- unnar. Hann sagði þó, að ef hún mætti mikilli andstöðu í þinginu, mætti athuga, að koma fyrir skjald- armerki lýðveldisins, stóru og fal- legu, á svölum þinghússins. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S/Vf) mælti gegn tillögunni. Hann vitnaði til greinar Þórs Magnússon- ar, þjóðminjavarðar, sem mælir gegn því að fjarlægja kórónuna, en Al- þingishúsið er friðlýst, samkvæmt lögum, enda merkasta byggingar- sögulega hús landsins. Og hvað kem- ur á eftir, ef hér verður rasað um ráð fram, spurði Þorvaldur Garðar. Verður skjaldarmerki með kórónu á safnahúsinu næst brotið niður. Síðan gæti mönnum dottið í hug að mátu- legra væri að setja styttu af ein- hveijum stjómmálamanni í stað styttunnar af Kristjáni konungi framan við stjómarráðshúsið. Eiður Guðnason (A/Vl) sagðist ekki minnast þess að þingflokkur Alþýðuflokksins hafi tekið afstöðu til tillögu Árna. Að sínu mati væri þessi tillaga betur óflutt. Hinsvegar væri það góð ákvörðun að lagfæra minnismerkið. Skúli Alexandersson (Abl/Vl) tók hinsvegar undir með Áma Gunnars- syni og taldi fara vel á því að fjar- lægja hina dönsku kórónu af Al- þingishúsinu. Að lokinni umræðu gekk tillagan til skoðunar hjá allsheijamefnd Sameinaðs þings. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 31. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 55,00 32,00 37,07 94,781 3.513.080 Undlrmál 17,00 16,00 16,40 1,523 24.977 Ýsa 74,00 34,00 57,94 12,413 719.195 Undirmálsýsa 13,00 12,00 12,18 0,974 11.867 Ufsi 14,00 12,00 13,97 5,332 74.488 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,211 3.165 Steinbítur 31,00 10,00 12,63 0,440 5.555 Langa 29,00 29,00 29,00 0,439 12.731 Lúöa 295,00 110,00 235,17 0,277 65.256 Keila 18,00 18,00 18,00 0,956 17.208 Skötuselur 280,00 280,00 280,00 0,004 1.260 Samtals 37,91 117,361 4.449.444 Selt var aöallega úr Otri HF, Stakkavík ÁR og Steinunni SH. ( dag verða meðal annars seld 60 tonn, aöallega af þorskl, úr Otri HF, 5 tonn af þorski frá Sundi sf. á (safirði og 5 tonn af þorski frá Dröfnum hf. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 43,00- 35,00 35,26 88,828 3.132.466 Þorskur(ósl.) 30,00 30,00 30,00 0,147 4.410 Undirmál 14,00 14,00 14,00 3,111 43.552 Ýsa 81,00 35,00 46,90 9,098 426.699 Ýsa(ósl.) 67,00 50,00 62,28 1,340 83.450 Ýsa(smá) 20,00 14,00 17,11 0,209 3.576 Hlýri 21,00 21,00 21,00 0,072 1.512 Ufsi 16,00 15,00 15,46 20,299 313.849 Lúöa 180,00 130,00 167,60 0,150 25.140 Samtals 32,73 123,254 4.034.655 Selt var úr Ásbirni RE. I dag veröur meðal annars seldur þorsk- ur úr Ásbirni RE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 52,50 44,50 47,34 11,149 527.823 Ýsa 84,50 37,00 66,76 5,013 334.660 Ufsi 17,00 17,00 17,00 0,166 2.822 Langa 27,00 18,00 20,57 1,400 28.800 Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,740 11.100 Lúöa 240,00 145,00 200,88 0,017 3.415 Síld 7,48 7,48 7,48 50,170 37.271 Karfi 27,00 27,00 27,00 7,687 207.549 Keila 12,00 12,00 12,00 2,010 24.120 Öfugkjafta 18,00 18,00 18,00 0,343 6.192 Skata 82,00 82,00 82,00 0,406 33:293 Skötuselur 300,00 95,00 158,40 0,097 15.365 Samtals 19,83 79,203 1.570.484 Selt var aðallega úr Má GK, Guöfinni KE, Þorsteini Gíslasyni GK og Kópi GK. í dag veröa meðal annars seld 35 tonn af ufsa og 7 tonn af karfa úr Bergvík KE. Selt verður úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. SKIPASÖLUR í Bretlandi 24.- 28. október. Þorskur 83,39 176,910 14.752.751 Ýsa 72,46 47,480 3.440.470 Ufsi 42,00 12,520 525.817 Karfi 45,96 4,150 190.746 Koli 50,43 39,090 1.971.252 Blandaö 45,27 13,655 618.112 Samtals 73,17 293,805 21.499.148 Selt var úr Álftafelli SU í Hull á mánudaginn, Unu í Garði GK í Grimsby á mánudaginn, Þrymi BA i Grimsby á þriðjudaginn og Bjarti NK í Grimsby á fimmtudaginn. í þetta yfirlit vantar sölu úr Hafnarey SU í Hull á föstudaginn. GÁMASÖLUR í Bretlandi 24,- 28. október. Þorskur 70,51 456,590 32.192.686 Ýsa 73,79 311,510 22.984.784 Ufsi 46,19 30,595 1.413.289 Karfi 43,89 8,000 351.156 Koli 67,35 171,635 11.558.933 Grálúöa 101,69 0,835 84.908 Blandað 79,34 59.961 4.757.347 Samtals 70,58 1.039,13 73.343 SKIPASÖLUR i í Vestur-Þýskalandi 24.- 28. október. Þorskur 65,20 26,797 1.747.078 Ýsa 74,74 1,618 120.936 Ufsi 51,65 55,589 2.871.147 Karfi 55,50 464.708 25.790.727 Grálúða 46,59 21,771 1.014.411 Blandaö 41,77 18,301 764.365 Samtals 54,87 588,784 32.308.662 Selt var úr Viöey RE í Bremerhaven á mánudaginn, Hólmatindi SU í Bremerhaven á miðvikudaginn og Kolbeinsey ÞH í Bremer- haven á föstudaginn. Morgunblaðið/Þorkell Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi, Guðnin Agnarsdóttir, læknir og alþingismaður, Jónatan Þórmunds- son, prófessor og nefndarformaður og Ásdís J. Rafiiar lögmaður. Tillögur nauðgunarmálanefiidar: N eyðarmóttaka fyrir fómarlömb NAUÐGUNARMALANEFND, sem skipuð var samkvæmt ályktun Al- þingis 1984, hefúr lokið störfúm og kynnti tillögur sínar blaðamönnum í gær. í þeim er meðal annars gert ráð fyrir neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota og að lögum verði breytt til að tryggja stöðu fórnarlamba við meðferð málsins hjá lögreglu og dómstólum. Einnig leggur nefiidin til að með breytingum á almennum hegningar- lögum verði refsivernd barna- og ungmenna styrkt frá því sem nú er og einnig að ýmsar kynferðisathafiiir verði lagðar að jöfiiu við sam- farir. í gögnum nauðgunarmálanefiidar kemur einnig fram að að meðaltali líða um 14 mánuðir frá kæru og þar til dómur gengur í undirrétti. Meðferð fyrir Hæstarétti tekur aðra 14 mánuði að meðaltali. Neyðarmóttaka fyrir fórnarlömb Nauðgunarmálanefndin telur brýnt að komið verði á neyðarmót- töku fyrir fómarlömb kynferðis- borta, líkamsárása og annarra of- beldisbrota í stað þeirrar ófullkomnu og lítt samræmdu þjónustu sem þessir aðilar eigi nú völ á. Hlutverk móttökunnar verði að veita fóm- arlömbum samræmda og markvissa þjónustu og verði hún alltaf opin og mönnuð þjálfuðu fólki. Einnig verði þannig gengið frá tengslum neyð- armóttöku og lögreglu að hvor aðili viti nákvæmlega hvert hlutverk hans og réttarstaða sé. Nefndin vill að ráðin verði að móttökunni forstöðu- maður í fullt starf og að auki félagsr- áðgjafi eða sálfræðingur í hluta- starfi. Nefndin telur heppilegast að móttakan verði rekin í tengslum við slysadeild Borgarspítalans og hjúk- runarfræðingar og ritarar hennar sinni meðfram störfum við neyðarm- óttökuna. Réttarvernd fórnarlamba verði bætt Þá vill nefndin að hegningarlögum verði breytt, þannig að kynferði fórnarlamba skipti ekki máli, gerð verði gleggri skil milli nauðgunar og annarrar kynferðislegrar nauð- ungar og refsivernd verði aukin með því að leggja ýmsar kynferðisathafn- ir að jöfnu við samræði. Þá miða tillögumar að því að styrkja refsi- vemd bama og ungmenna frá því sem nú er. Nefndin telur einnig brýnt að breyta lögum um rneðferð opinberra mála á þann veg að þolendur kyn- ferðisbrota öðlist skilyrðislausan rétt til aðstoðar löglærðs talsmanns allt frá upphafi rannsóknar og þar til meðferð máls lýkur. Einnig leggur nefndin áherslu á að horfið verði frá fijálsu sönnunarmati varðandi fyrri kynhegðun brotaþola og að hún verði ekki dregin inn í málið nema hún teljist hafa vemlega þýðingu. I við- talskönnun sem Sigrún Júlíusdóttir, sem sæti átti í nefndinni, átti við fómarlömb nauðgana kom fram að margar þeirra höfðu, hjá lögreglu og fyrir dómi, verið spurðar nær- göngulla persónulegra spurninga um fýrri kynlífsreynslu, notkun getnað- arvama o.s.frv, sem nefndin telur að engu ætti að skipta varðandi rannsókn málsins. Réttað fyrir luktum dyrum - fréttabann Þá er talið nauðsynlegt að setja tæmandi reglur um hvenær ríkissak- sóknara sé heimilt að falla frá sak- sókn. Á rannsóknartímabilinu sendi RLR 84 mál til saksóknara en ákært var í 48 tilfellum. Nefndin vill að saksóknara verði gert skylt að rökstyðja ákvörðun um niðurfellingu saksóknar og tilkynna hana ýmsum aðilum, þar á meðal fórnarlambinu. Þá vill nefndin að fórnarlömbum verði veittur réttur til að krefjast þess að réttað verði í þessum málum fyrir luktum dyrum og til að gefa skýrslu fýrir dómi án þess að brota- mað’urinn sé viðstaddur. Talið er nauðsynlegt að sett verði fortaks- laust fréttabann á persónulegar upp- lýsingar um fómarlömbin og kom fram hjá formanninum, Jónatan Þórmundssyni prófessor, að dæmi væru þess að fréttaflutningur af persónulegum málum fórnarlamba hefði skaðað málsmeðferð og félags- lega stöðu viðkomandi. Rikið ábyrgist bótagreiðslur Nefndin telur einnig nauðsynlegt að ríkissjóður tryggi fómarlambi greiðslu þeirra bóta sem dómstólar ákveða og sjái ríkissjóður síðan um að endurkrefja hinn dæmda. I máli nefndarmanna kom fram að einung- is um 30% dæmdr nauðgara hefðu reynst borgunarmenn fýrir skaða- bótum, sem miðað við lánskjaraví- sitölu í janúar sl. vom á bilinu 14- 343 þúsund krónur og aðeins dæmdar í um helmingi málanna. Loks telur nefndin brýnt að efna til sérstakra námskeiða fyrir lögreglu- menn og starfsfólk heilbrigðisþjón- ustu þar sem farið veðri yfir áhrif kynferðisbrota á fómarlömb og rannsóknir málanna. Þá vill nefndin að þeirri kunnáttu verði haldið við með endurmenntun. 114 kærðir 1126 málum Nauðgunarmálanefnd kannaði allar nauðgunarkæmr sem bámst til RLR, frá því stofnunin var sett á fót 1977 og til ársloka 1983. Alls var um 126 kæmr að ræða. Við sögu komu 114 karlar, níu vom kærðir tvisvar og 2 þrisvar eða oft- ar. 66% kærðra vom á aldrinum 15- 29 ára og var meðalaldur 27,8 ár. 65% hinna kærðu vom atvinnu- lausir eða ófaglærðir. 16% höfðu ekki áður gerst brotlegir við lög en 45% verið dæmdir fyrir 1-3 afbrot,, 26% höfðu fengið á sig 4-10 refsi- dóma og aðrir fleiri. Aðeins 5% höfðu áður verið dæmdir fyrir kynferðis- brot og 12% fyrir önnur ofbeldis- brot. 7% hinna kærðu vom taldir ♦ eiga við félagsleg eða geðræn vanda- mál að stríða og 3% vom líkamlega fatlaðir. Y ng'sta fórnarlamb 10 ára - elsta61 árs Kærendur nauðgananna 126 vom 121 kona, sú yngsta 10 ára en sú elsta 61 árs. Ein kona kærði þrisvar og fjórar tvisvar. 75% kvennanna vom á aldrinum 15-29 ára. 25% kvennanna átti brotaferil að baki, þar af 12% vegna umferðarlaga. Nefndin bar saman tíðni nauðgun- arbrota á íslandi og öðmm Norðurl- öndum. Tíðnin er svipuð í öllum lönd- unum að Noregi undanskildum en ” þar em hlutfallslega landfæstar nauðganir kærðar. Viðtalstímar alþingismanna Sjálfstæðisflokksins Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins efna til viðtalstíma íValhöll, Háaleitisbraut 1, ínóvember. Allirvelkomnir. Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 10-12 eru til viðtals Ólafur G. Einarsson, þingmaður Reyknesinga og Eg- ill Jónsson, þingmaður Austfirðinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.