Morgunblaðið - 01.11.1988, Page 32

Morgunblaðið - 01.11.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPnAIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Iðnaður Skipasmíðastöðvar vinna að stjórnunarlegum endurbótum Nú um nokkurt skeið hefur Landssamband iðnaðarmanna stað- ið að átaki fyrir skipasmíðastöðvar, sem snýst um að bæta áætlanir um verk og verkefni. Nú eru nokkrar skipasmíðastöðvar að taka tölvu- búnað í notkun í þessu skyni og taka þátt í námskeiði, sem þessa dagana er haldið, sem liður í þessu átaki. Morgunblaðið náði tali af Bjama Einarssyni, stjórnarform- anni Skipasmíðastöðvarinnar Njarðvíkur, sem fyrstur kom á framfæri hugmyndinni sem þetta átak byggist á, og einnig af Sigur- bergi Björnssyni hjá Landsambandi iðnaðarmannaog. Bjarni var fyrst spurður hvað hafi orðið til að vakti athygli á mikilvægi þess að farið væri inn á þessari brautir. Nýta upplýsingar nýs launakerfis „í byijun þessa áratugar tóku innlendar skipasmíðastöðvar upp nýtt launakerfi, sem miðaði að því að auka afköst starfsmanna með ( bónusgreiðslum," sagði Bjarni. „Launakerfíð gerir kröfur til að verkefnum stöðvarinnar sé skipt niður í nákvæmlega skilgreindar einingar. Auk þess styðst þetta kerfi við flokkunarkerfi SFI, sem er norskt að uppruna. Það er sér- staklega ætlað til þess að flokka niður skipasmíði í kostnaðareining- ar eftir skipshlutum og/eða búnaði. Bónuskerfið er hinsvegar alíslenskt og er smíðað af Rekstrarstofunni í Kópavogi. í þessi ár, sem bónus- ; og flokkunarkerfin hafa verið í gangi, hafa safnast upp mikilvægar upplýsingar um umfang verka og mannafla, sem þarf til þess að vinna þau. Vegna bónuskerfisins eru þessar upplýsingar mjög ýtarlegar og nákvæmar í íslenskum skip- asmíðastöðvum og gefa mikla möguleika í stjórnunarlegum um- bótum.“ Bjarni segir að það hafí því legið í hlutarins eðli að næsta skref hjá skipasmíðastöðvum væri að nýta sér þessar upplýsingar til bættrar stjómunar. Því hafi hann leitað til Sigurbergs Bjömssonar verkfræð- ings hjá Landssambandi iðnaðar- manna til aðstoðar við að finna ♦ hentugar lausnir fyrir skipasmíða- iðnaðinn, þar sem nýjustu tækni á þessu sviði væri beitt, enda hafi Sigurberg sinnt ráðgjöf hjá Lands- sambandi iðnaðarmanna og unnið mikið með t.d. verkbókhald. Niður- staðan hafí síðan orðið tölvuvædd CPM/PERT - verkáætlanagerð. „CPM- og PERT-áætlanagerð eru tvær örlítið mismunandi aó- ferðir við gerð verkáætlana,“ sagði Sigurberg, þegar hann var spurður um áætlunargerðina. „CPM var þróað hjá stórfyrirtækjunum Du- Pont og Remington Rand til þess að greina röðun tímafrekustu verk- þátta verks. M.ö.o. að finna hina bundnu leið (Critical Path) verks- ins. Ef einhver verkþátta í hinni bundnu leið verksins seinkar, þá seinkar öllu verkinu samsvarandi. A hinn bóginn er hægt að hagræða framkvæmd smærri verkþátta, sem ekki falla inn í „krítísku" röðina á sem heppilegastan hátt, sérstaklega ef fleiri en eitt verk eru í gangi. PERT-áætlanagerð var á hinn bóginn þróuð hjá bandaríska sjó- hemum við þróun Pólaris-eldflaug- anna. Með þessari aðferð er fengist við aðstæður þar sem tímalengd verkþátta er óviss. Hér er stuðst við úrvinnslu á gefnu svartsýnis-, bjartsýnis- og líklegasta mati á tímalengd verkþáttar." Sigurberg segir þéssar aðferðir hafa þróast undanfarin ár og verið bætt inn í þær ýmsri úrvinnslu. „1 dag eru þessar aðferðir við áætlana- gerð nær eingöngu notaðar með hjálp tölvuforrita, enda nýtist tölvan vel I þessu sambandi. Sem dæmi um úrvinnslu má nefna teikningu af „krítískri" vinnuröð verkþátta, stólparit yfír áætlaða notkun að- fanga vegna verka, teikningu af vinnuröð verka, stólparit yfir sam- anburð á framgangi verks og áætl- unar, línurit yfír fjárbindingu vegna verka og sjálfvirka jöfnun vinnu- magns.“ Margvíslegur ávinningnr En hvað ávinnst með notkun verkáætlana? „Markmiðið með því að gera verkáætlanir er einkum að bæta skipulagningu og röðun verkefna í fyrirtækinu svo þau geti betur stað- ið við dagsetningar. Einnig að finna flöskuhálsa við verk, að meta áhrif breytinga á afhendingartíma og meta mögu- leika við að bregðast við þeim. Ennfremur að hafa betra yfírlit yfir verkefnastöðu fyrirtækisins og vera betur í stakk búinn að stýra álagi á fyrirtækið. Loks að miðla upplýsingum um verk til annarra stjórnenda með gröfum og skýrslum í skýru og aðgengilegu formi." „Ég vil bæta tveimur atriðum við þessa upptalningu,“ segir Bjarni. „Annað er að með virkri stjórnun byggða á upplýsingum, sem verká- ætlanir gefa, getum við bætt sam- skipti útgerða og skipasmíðastöðva. Yfirleitt er það svo að mjög skamm- ur fyrirvari er á viðgerðum, jafnvel stórum endurnýjunum. Þegar út- gerðarmenn eru tilbúnir, þá fyrst koma þeir og vilja fá hlutinn gerðan Strax, helst í gær. Nú höfum við tæki í höndunum, þar sem við get- um sýnt þeim fram á hagræðið af því að skipuleggja endurnýjunar- verkefni og stærri viðgerðir með góðum fyrirvara. Það er alltaf hag- kvæmara á allan hátt fyrir báða aðila. Utgerðarmennirnir fá ódýrari og betri þjónustu og verkefnin hjá okkur koma jafnt og þétt inn, en ekki í gusum. Skiladagsetningar verða auk þess öruggari. Hitt atriðið er að verkáætlanir geta tvímælalaust hjálpað til með stór samvinnuverkefni. Þau gætu t.d. unnist í mörgum skipasmíða- stöðvum og jafnvel á þann veg að einstakar einingar s.s. stýrishús yrðu öll smíðuð í einni stöðinni á meðan aðrar yrðu smíðaðar á öðrum stöðum. Slíkar vinnuaðferðir krefj- ast mikillar samhæfingar og ná- kvæmni í tímasetningu. Þá er nauð- synlegt að hafa góð verkfæri fyrir slíkt í höndunum. Hvernig er verkáætlunum háttað í dag hjá íslenskum skipasmíða- stöðvum? „Að sjálfsögðu er þetta misjafnt eftir fyrirtækjum," svarar Sigur- bergur. „Nokkur þeirra eru með þetta í handvirku formi í dag. Samt sem áður tel ég yfirleitt að gerð og notkun áætlana hafi verið í lág- marki í íslenskum fyrirtækjum til þessa dags. Það er skiljanlegt í ljósi þess að handgerðar áætlanir eru mjög tímafrekar og litlar breytingar á forsendum kalla á gífurlega vinnu við endurmat áætlananna. Auk þess hefur efnahagslegt umhverfí verið óstöðugt, sem gerir slíkar áætlanir erfíðari. Nú er hins vegar öldin önnur. Tölvur henta mjög vel til áætlanagerða. Þær eru fljótar að endurreikna miðað við breyttar for- sendur og geta gefið skýrar teikn- ingar og skýrslur um niðurstöðu áætlana og framvindu, sem eru aðgengilegar fyrir alla stjórnendur fyrirtækisins. Tölvur henta því sér- staklega vel til áætlanagerðar, ekki síst þegar efnahagsástandið er óstöðugt, eins og það er enn í dag. Því má segja að meginmarkmið átaksins sé að byggja upp daglega stjómun, sem styðst við áætlanir, sem eru endurmetnar stöðugt og bornar saman við framvindu verka." ÁLFABORG KAUPIR NÝBORG —— Fyrirtækið Álfaborg hf. hefur keypt húsgagnaverslun Nýborgar hf. sem staðsett var í sama húsnæði að Skútuvegi 4 að því er segir í fréttatilkynningu. Álfaborg hóf rekstur sinn á haustmánuðum 1986 er það keypti byggingavörudeild Nýborgar hf. Fyrirtækið hefur fram til þessa verslað með ákveðnar byggingavörur þ.a.m. vegg- og gólfflísar ásamt hreinlætistækjum. Eigendur Álfaborgar eru Össur Stefánsson og Asdís Samúelsdóttir. Á markaðinum Ný gólfhreinsivél tekin ínotkun FYRIRTÆKIÐ Bomanite á ís- landi sf. hefúr keypt til landsins sérstaka vél til að hreinsa gólf til að tryggja að undirvinna und- ir gólfefhin sé eins vel unnin og kostur er á. Að sögn forráða- manna fyrirtækisins eru algeng- ustu skemmdir á lökkuðum og öðrum gólfefnum þau, að efnin losni frá undirlaginu vegna þess að gólfefhið fær ekki nægjan- lega festu. Vélin lemur upp efsta lag gólfs- ins með því að þeyta stálkúlum með miklu afli í gólfið og ryksugar síðan jafnóðum bæði gólfefnið sem kúl- urnar losa og kúlurnar af gólfínu, að því er segir í fréttatilkynningu. Hreinsunin sé lokað kerfi og því sé hægt að fjarlægja gólfefni án þess að ryka upp eða valda öðrum óþæg- indum. Fyrirtækið hefur undanfarin ár steypt og mynstrað stéttar og gólf samkvæmt framleiðsluleyfi frá Bandaríkjunum. Fyrirtæki Dregið hefur veríð íríðla - í samnorrænu stjórnunarkeppninni DREGIÐ hefur verið í riðla í undanúrslit fyrir samnorrænu stjórnarkeppnina, sem fram fer í Kaupmannahöfh í apríl á næsta ári. Keppnin gengur út á það að líkt er eftir markaðsaðstæðum fyrir framleiðslufyrirtæki sem framleiðir tvær gerðir af færa- vindum fyrir báta. Fyrirtækin keppa síðan í hveijum riðli fyrir sig og reyna að öðlast sem mest- an hagnað. Hvert fyrirtæki getur verið á allt að þrem mörkuðum, Islandi, Þýskalandi og á Banda- ríkjamakarði. Riðlarnir eru eftirfarandi: Riðill x: Alm. Tryggingar hf. Félagsstofnun stúdenta Eimskip hf. Þróun hf. Olís hf. Skeljungur hf. Prentsmiðjan Oddi hf. Riðill y: Hewlett Packard SKÝRR Iðntæknistofnun Islands Víðir Finnbogason hf. Lýsi hf. Stöð 2 Johan Rönning hf. Riðill z: Sparisjóður Hafnarfíarðar Kaupþing hf. Nói Síríus hf. ÍSAL hf. Smörlíki Sól hf. Landsbanki íslands Uppamir (Stúdentalið) Það fyrirtæki vinnur sem öðlast mestan hagnað yfir 5 tímabil. AI- ESEC (Alþjóðasamtök viðskipta- og hagfræðinema) sér um fram- kvæmd keppninnar fýrir íslands hönd, en hún fer fram með sama sniði á hinum Norðurlöndunum. Tölvur Raimagnsleysi veldur tióniá tölvubúnaði TÖLVUKERFI nokkurra fyrir- tækja hlutu skaða af rafínagns- leysinu sem hijáði landsmenn um miðjan október. Þau fyrirtæki sem urðu fyrir tjóni og Morgun- blaðið heftir haft spurnir af eru Brunabót, Tollvörugeymslan og Almennar Tryggingar. Ekki munu þessi fyrirtæki þó hafa tapað gögnum, heldur mun helsti skað- inn felast í vinnutapi. Guðmundur Örn Ragnarsson for- stöðumaður tölvudeildar hjá Bruna- bót sagði í viðtali við Morgunblaðið að tjón þeirra hefði verið þríþætt. í fyrsta lagi hefðu seguldiskar í tölvu- kerfínu skemmst, þá hefðu minnis- spjöld skaðast og að lokum hefði tengistykki eyðilagst. Hann sagði að vinnutapið hjá Brunabót næmi allt að §órum dögum, en svo illa vildi til að tölvukerfi þeirra varð fyrir annari bilun meðan á viðgerð stóð. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var skaði Tollvörugeymslun- ar af svipuðum toga pg tjón það sem varð hjá Brunabót. Hins vegar mun módald hafa skemmst hjá Almennum Tryggingum. L tt t ^r*ASs&*5'*** i. i. 4*** 11 i-t * Ítjííín * * ** i £ * & *J[-*:* I*•. £ ft« t * *..*.*■*# tm jBÍKfi 0001 BPidvri & BmÍHÍÍd I i 'ÍTIB8 íTfT9 ÖBÍÍV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.