Morgunblaðið - 01.11.1988, Page 35

Morgunblaðið - 01.11.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 35 Þingsályktunartillaga um sparnaðarátak: Peningasparnaður þyrfti að vera 40-45% af landsframleiðslu Vaxtagreiðslur til útlendinga milli 6 og 7 milljarðar króna 1987 „Væri peningalegur sparnað- ur hér á landi 40-45% af lands- framleiðslu, i stað rösklega 30% eins og nú er, væri hann 20 milljörðum meiri. Með þessari Qárhæð mætti grynnka á erlend- um skuldum þjóðarbúsins um fjórðung og létta á vaxtagreiðsl- um til útlendinga um rúma tvo milljarða, en þær námu á síðast- liðnu ári 6-7 milljörðum króna. Oðrum kosti gæti ríkissjóður fengið þessa fjárliæð að láni og gert upp alla skuld sína við Seðla- bankann og haft ærið fé afgans i hinn nýja „sjúkrasjóð atvinnu- veganna“.“ Þannig segir í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um sparn- aðarátak, sem Friðrik Sophusson (S/Rvk) leggur fram á Alþingi. Til- lagan felur „ríkisstjórninni að gera átak til að efla frjálsan sparnað í landinu með fræðslu um þá sparn- aðarkosti sem fyrir hendi eru og með því að stuðla að nýjum leiðum til að draga úr eyðslu og hvetja til sparnaðar". I greinargerð segir að halli á ríkissjóði og fjárfestingar umfram innlendan spamað birtist í við- skiptahalla og auknum erlendum skuldum. í það stefni, að óbreyttu, að erlendar skuldir vaxi enn að til- tölu við landsframleiðslu. Mikilvægt er því að efla peningasparnað, m.a. með því að eyða óvissu vegna yfír- lýsinga ráðamanna um skattlagn- ingu fjármagnstekna og breytinga á verðtryggingu fjárskuldbindinga. Ella gæti sparifé horfíð úr peninga- stofnunum eins og á 8. áratugnum. í greinargerð er og lögð áherzla á fræðsiu í skólakerfínu um tilgang og kosti sparnaðar. Verði tillagan samþykkt „er eðli- legt“, segir í greinargerðinni, „að viðskiptaráðuneytið hafi yfirumsjón með átakinu í samvinnu við fjár- málaráðuneytið og menntamála- ráðuneytið og leiti liðsinnis þeirra sem hafa milligöngu um sparnað og miðlun fjár“. ___________ Myndin sýnir á hvern veg fyrirhugað er að byggja ráðhúsið við Tjörnina. Guðmundur H. Garðarsson um stöðvunartillögu á ráðhúsið: Aðför að Reykjavík og sjálfstæði sveitarfélaga Staðsetning- ráðhúss við Tjörnina á aðalskipulagi frá 1976, sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson „Meira iyrir minna“: Útboð opinberra rekstrar- verkefina „Alþingi ályktar að fela Qár- málaráðherra í samráði við aðra ráðherra að gera athugun á því á hvaða sviðum í ríkisrekstri sé hagkvæmt að efha til útboða. Skulu niðurstöður lagðar lyrir Alþingi í formi skýrslu þegar að athugun lokinni." Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar, sem Friðrik Sophusson (S/Rvk) hefur lagt fram. í greinar- gerð segir að opinberar fram- kvæmdir hafi lengi verið boðnar út. Sá háttur hafi í senn flýtt fram- kvæmdum og sparað umtalsvert Qármagn. Mun minna hafi verið gert af því að bjóða út einstök rekstrarverkefni til einkaaðila þótt færa megi veigamikil rök að því að útboð á sérhæfðum verkefnum séu bæði eðlileg og hagkvæm. í sumum tilfellum dragi skattaregl- ur úr áhuga opinberra aðila og stórfyrirtækja á útboðum. Aðrar þjóðir hafi hinsvegar auk- ið útboð á rekstrarverkefnum. Eðlilegt sé að gerð verði athugun á hagkvæmni slíkra útboða hér með það fyrir augum að nýta bet- ur skattfé borgaranna. „Með staðfestingu aðalskipu lags Reykjavíkur frá 1967 var stigið það skref að ákveða stað- setningu ráðhúss við norðurenda Tjarnarinnar, það er sunnan Von- arstrætis. Á þeim rúmum 20 árum sem síðan eru liðin veit ég ekki til þess að Alþingi hafí nokkru sinni gert athugasemd við þessa ákvörðun eða mótmælt henni. Þegar fram fór samkeppni um gerð og skipulag nýbyggingar [á vegum Alþingis], samkvæmt þingsályktun frá 1981, var gert ráð fyrir ráðhúsi á þeim stað þar sem það nú er ráðgert." Þetta sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrverandi forseti Sameinaðs þings, i umræðu um tillögu Stefáns Valgeirssonar, þingmanns fyrir Norðurlands- kjördæmi eystra, þess efíiis, að „stöðvaðar verði án tafar fram- kvæmdir í Reykjavíkurtjörn . . . og forsetum Alþingis falið að láta vinna að því fyrir dómstólum að stöðva framkvæmdirnar þar til ótvírætt liggur fyrir að fram- kvæmdirnar séu löglegar", eins og segir i tillögutextanum. Lögbrotin yfirskyggja allt annað Stefán Valgeirsson, þingmaður úr Norðurlandskjördæmi eystra fyrir Samtök um jafnrétti og félags- hyggju, hefur flutt tillögu til þings- ályktunar um athugun á lagalegu réttmæti byggingar ráðgerðs ráð- húss við Tjörnina í Reykjavík. Tillag- an gerir ráð fyrir því að þeim tilmæl- um verði beint til borgarstjórnar að framkvæmdir verði stöðvaðar án tafar, ella beri forsetum Alþingis að vinna „að því fyrir dómstólum að stöðva framkvæmdir þar til ótvírætt liggur fyrir að framkvæmdirnar séu lögmætar". Stefán telur ráðhússbygginguna spilla Tjörninni, þrengja að náttúru og dýralífí, takmarka möguleika Alþingis til að byggja yfír starfsemi sína og ganga þvert á lög. Hann lét í ljós undrun á því að Jóhanna Sig- urðardóttir, félagsmálaráðherra, hefði endanlega samþykkt ráðhúss- bygginguna. Tiilagan þjappar Reykvíkingum saman Ásgeir Hannes Eiríksson (B/Rvk) kvaðst vera andvígur ráð- hússbyggingunni „í þijá ættliði". Hann sagði miðbæinn mora af skipu- lagsslysum og nefndi m.a. sem dæmi Morgunblaðshúsið og Seðlabanka- byggingu. Hinsvegar væri tillaga Stefáns Valgeirssonar þannig úr garði gerð, því miður, að hún þjappaði Reyk- víkingum saman að baki Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Hann hvatti þingheim til að hafna tillögu Stefáns en veita annarri tillögu, sem hann myndi mæla fyrir innan tíðar, brautargengi. Tillagan vart þinghæf Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) tók undir það að tillaga Stefáns Valgeirssonar þjappaði Reykvíkingum saman um byggingu ráðhúss Reykjavíkur og styrkti stöðu borgarstjórans. Guðmundur sagði tillöguna sýna óvild í garð Reyk- víkinga. Hún feli það í sér að Reyk- víkingar eigi ekki og megi ekki ráða því sjálfír, hvort þeir byggi ráðhús eða hvem veg þeir standi að slíkri byggingu. Tillagan er atlaga að sjálfstæði sveitarfélaga. Það sem þó er alvarlegast er það, að þingmaður- inn vill beita valdi Alþingis gegn hagsmunum Reykvíkinga og sjálfsá- kvörðunarrétti 'sveitarfélags. Hann vill ónýta lögmætar ákvarðanir borgarstjómar og koma í veg fyrir lögmætar framkvæmdir. Um þetta mál var nokkur ágreiningur, en ákvörðun var tekin með lögmætum hætti. Þessvegna er þingsályktunartil- lagan furðulegt plagg, einsdæmi í sögu Alþingis, ólýðræðisleg, og vart þinghæf. Varðandi þetta atriði nefndi þingmaðurinn til ákvæði til- lögunnar um að forsetar þingsins skuli vinna að því fyrir dómstólum að stöðva löglega ákvarðaðar fram- kvæmdir sveitarfélags. Það er eins- dæmi í sögu Alþingis að leggja til að dómstólum sé stefnt með þessu móti á tiltekið sveitarfélag. Enn- fremur nefndi Guðmundur þau efnis- atriði í greinargerð, sem felast í stað- hæfingu um meint lögbrot. Þær að- dróttanir varði ekki aðeins borgar- stjórn Reykjavíkur, heldur ekki síður Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- málaráðherra, sem veitt hefur tilskil- in leyfi, svo ráðhússbyggingin megi rísa. Guðmundur mótmælti harðlega þeim ásökunum á hendur borgar- stjórn og borgarstjóra, sem felizt í tillögunni. Hann hvatti þingheim til að hrinda þessari ógeðfelldu aðför að sjálfstæði sveitarfélaga. Leyfið skal óhaggað standa Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðlierra, vitnaði til úr- skurðar síns, sem félagsmálaráð- herra, frá 29. júní sl., þess efnis, að byggingarleyfí fyrir ráðhúsi við Tjömina skuli óhaggað standa. Ekkert það hefur komið fram, síðan þessi úrskurður var gefinn, sagði ráðherra, sem gefur tilefni til að breyta niðurstöðunni. Málinu er lokið af hálfu ráðuneytisins, sagði ráðherra. Ráðherra sagði hinsvegar að ráðuneytið hafi tvisvar orðið að fella úr gildi veitt byggingarleyfi í Reykjavík. Það út af fyrir sig bendi til þess að borgaryfirvöld þurfi að endurskoða starfshætti sína í skipu- lagsmálum. Ráðuneytið hafí að þessu leyti talið ástæðu til að gera athugasemdir við vinnubrögð borg- aryfirvalda, sem á stundum hafí vakið undrun, sagði Jóhanna. Alþingi flutt á Fljótsdalshérað? Hjörleifúr Guttormsson (Abl/Al) sagði félagsmálaráðherra gefa skipulagsyfirvöldum Reykjavíkur kléna einkunn. Hjörleifur taldi að borgaryfirvöld hefðu þrengt að starfsemi þingsins með ákvörðunum og framkvæmdum í ráðhússmálum sínum, með því að troða niður ráðhúsi við Tjörnina. Við þurfum að skoða það í fullri alvöru, sagði Hjörleifur efnislega, hvort ekki á að flytja starfsemi þingsins í eitthvert vinsamlegra umhverfí en hér er til staðar í sveit- arfélaginu Reykjavík. Hann lét að því liggja að flytja mætti Alþingi 5 annan landshluta, til dæmis austur á Fljótsdalshérað. Þannig mætti og rétta við að nokkru skertan hluta landsbyggðar gagnvart Reykjavík. Fáheyrt ofstæki Geir Haarde (S/Rvk) sagði hug- leiðingar Hjörleifs Guttormssonar um að flytja Alþingi austur á Fljóts- dalshérað vegna þess að lögleg borg- aryfirvöld hafi tekið lýðræðislega ákvörðun um byggingu ráðhúss, sýna fáheyrt ofstæki. Sama mætti og segja um tillögu- flutning Stefáns Valgeirssonar, sem fæli í sér að beita sveitarfélagið Reykjavík ofbeldi. Geir sagði að Stefán Valgeirsson gæti, teldi hann við hæfi, farið með þetta mál fyrir dómstóla eða flutt frumvarp til laga um að banna Reyfcf' víkingum að byggja ráðhús. Það væri í raun það sem fælist í málflutn- ingi hans. Hann sagði og þessi málabúnaður allur væri Alþingi ekki samboðin, væri reyndar þinginu til skammar. Ákvörðun frá 1967 Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S/Vf) , fyrrverandi forseti Samein- aðs þings, sagði m.a. að með stað- festingu aðalskipulags Reykjavíkur 1967 hafi staðsetning ráðhúss við Tjörnina þegar verið ákvörðuð. Al- þingi hafí aldrei gert athugasemd þar við, né einstakir þingflokkar eða þingmenn. Þorvaldur Garðar sagði jafnframt að þegar fram fór samkeppni um nýbyggingu Alþingis 1981 hafi verið gert ráð fyrir ráðhúsi Reykjavíkur- borgar á þeim stað þar sem það er nú ráðgert, án athugasemda frá þingheimi. Það sem næst gerist í þessu máli, að því er Alþingi varðar, er það, að því berst bréf þar sem því er gefínn kostur á því að tjá sig um fyrir- hugaða ráðhússbyggingu á lóðinni nr. 11 við Tjarnargötu. Forsetar leituðu m.a. álits húsa- meistara ríkisins, en embætti hans hefur umsjón með húseignum Al- þingis. Húsameistari gaf það álit að ráðhúsið og umhverfi þess væru í samræmi við skipulag Alþingisreits- ins. Varðandi grenndarrétt sagði húsameistari: „Ekki verður þvi annað séð en að hagsmunir Alþingis á lóðum þess og reitum milli Vonarstrætis, Tjarn- argötu, Kirkjustrætis og Templara- sunds séu tryggðir og bygging ráð- húss á nágrannalóð sunnan Vonar- strætis hafi engin veruleg áhrif á hugmyndir Alþingis um nýtingu lóða sinni. Núverandi tillaga að ráðhúsi er öllu hagstæðari fyrir hagsmuni Alþingis en vænta mátti eftir stað- festingu aðalskipulags Reykjavíkur 1967. Undirritaður telur því ekki að Alþingi hafí sérstaka ástæðu til þess nú að gera athugasemd við byggingu nýs ráðhúss við norðurenda Tjarnar- innar í Reykjavík". Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði að lokum að tillaga Stefáns Valgeirssonar væri naumast þing- hæf. Umræðunni lauk ekki og verður væntanlega fram haldið fljótlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.