Morgunblaðið - 01.11.1988, Page 37

Morgunblaðið - 01.11.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 37 * ___ ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Hægt og hikandi þing Þingflokkar í „nýjum“ hlutverkum Alþingi íslendinga, 111. lög- gjafarþing, fór hægt og hikandi af stað. Fundir aðeins tvo, þrjá daga í viku. Þó var einhver óvissa blandin ýmis konar væntingum í loftinu. A bak við tjöldin unnu frammámenn stjórnarflokk- anna baki brotnu við að ná sam- stöðu um meginmál, einkum frjárlagagerð og aukna skatt- heimtu á fólk og fyrirtæki upp í margra milljarða króna ríkis- sjóðseyðslu umfram ríkissjóðs- tekjur. I í efri deild Alþingis hafa þing- menn helzt deilt um bráðabirgða- lög nýrrar ríkisstjómar og frum- vörp hennar um efnahagsaðgerð- ir. Það er ekki sízt frysting launa fram í miðjan febrúar, sem á stundum var kölluð „afnám samn- ingsréttar", „matarskattur" og fleiri meint almenn kjaraatriði, er settu og setja svip á umræðuna. Dæmið hefur hinsvegar snúizt við að því leyti, að nú eru fyrrum gagnrýnendur, þingmenn Alþýðu- bandalags, í vöminni, en fyrrum veijendur, þingmenn Sjálfstæðis- flokks, í hlutverkum „saksókn- ara“. Þannig gengur það á stundum í þjóðmálunum. Eðli vandamál- anna, orsakir og úrræði, taka engum stökkbreytingum, ef grannt er gáð, en stjómarþing- menn verða að stjómarandstæð- ingum og öfugt. Þeir sem harðast gagnrýndu meinta kjaraskerðingu, standa að áframhaldandi „frystingu launa", framlengdum „matarskatti" o.s.frv., og undirbúa, að sögn, nokkurra milljarða króna nýja skattheimtu, sem sækja á bæði um hærri tekjuskatt og hærra verð vöra og þjónustu, það er í auknum neyzlusköttum. Laun, frekar skattskert en nú er, auka vart kaupmáttinn. II Neðri deild þingsins var á hinn bóginn verklítil fyrstu tvær vik- umar. Ráðherrar lögðu flest stjómarframvörp fram í efri deild, þar sem stjórnin hefur meirihluta. Þar er tekizt á um málin, enn sem komið er, þótt þau gangi að sjálf- sögðu til neðri deildar einnig, þeg- ar þar að kemur. En „frestur er á illu beztur"! Hreggviður Jónsson og Aðal- heiður Bjamfreðsdóttir, þing- menn Borgaraflokks, sáu þó þing- deildinni fyrir átakamáli. Þau fluttu framvarp til laga um hval- veiðibann. Samkvæmt framvarp- inu skulu hvalveiðar, þar með taldar vísindaveiðar, óheimilar í fiskveiðilögsögu íslands til ársins 1993. Þar með var höggvið að þeirri hvalveiðistefnu og rannsóknará- ætlun, sem Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, og raunar ríkisstjómir og þingið sjálft, hafa fylgt átakalítið um margra ára skeið. Meginröksemd flutnings- manna er sú að óbreytt afstaða að þessu leyti stefni stóram við- skiptahagsmunum þjóðarinnar (sölu sjávarvöra) í hættu, bæði austan hafs og vestan, og þar með Stöðu undirstöðugreinar þjóð- arbúskaparins og atvinnu- og af- komuöryggi fjölda fólks vítt og breitt um landið. Ámi Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokks, flytur og tillögu til þingsályktunar um sama efni, þ.e. endurskoðun á hvalveiðstefnunni „með það fyrir augum að stöðva vísindahvalveiðar um a.m.k. þriggja ára skeið“. Ámi telur lög- bundið hvalveiðibann of bindandi fyrir stjómvöld og hyggilegra að afgreiða málið með viljayflrlýs- ingu Alþingis í fomii þingsálykt- unar. Þetta er stærsta átakamálið í neðri deild það sem af er þingi. III Það horfír ekkert of vel í efna- hagsmálum okkar. Minnkandi stofnstærð þorsks, samdráttur í sjávarafla, lækkandi söluverð fískafurða og versnandi markaðs- horfur vekja ugg hjá fiestum um framtíðina. Þessi staða mála hefur áhrif á þá „kjaraumræðu", sem okkur er svo töm. Ekki síður afstaða fólks, vantrú eða tiltrú, til ríkjandi stjómarstefnu. Atlt mótar þetta hið almenna framtíðarviðhorf. Þær umræður, sem fram hafa farið á Alþingi í haust, spegla á sinn hátt hina almennu umræðu í samfélaginu. Ekki sízt umræðan um bráðabirgðalögin og fyrir- hugaðar efnahagsaðgerðir, svo sem aukna skattheimtu. Það sama gildir raunar um hvalveiðar og söluhorfur sjávarvöra, sem vekja ekki sízt atvinnu- og afkomu- spumingar í hugum fólks. Lífskjör verða ekki til í samn- ingum heldur í verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum. Það er merg- urinn málsins. Þessvegna er meg- inmál að atvinnustarfsemin hafí aðsöðu til að skila vaxandi þjóðar- tekjum, auknum skiptahlut. Áfram vefður þó deilt um skipt- ingu þjóðarteknanna. En þrátt fyrir þær deilur - og stundum harðvítug átök - hafa allir viðkom- andi aðilar, stjómvöld, vinnuveit- endur og samtök launþega, skirrst við að móta launastefnu í landinu; það er, hvem veg skuli meta störf til launa - og þar með ákvarða launamismun - með hlið- sjón af þeirri menntun, sem við- komandi störf krefjast, þeirri ábyrgð, er þeim fylgja, sem og arðsemi þeirra fyrir samfélagið. Þar ofan í kaupið skortir tölu- vert á að kjararannsóknir hafí verið nægilega áreiðanlegar. Þar er ekki við þá að sakast, sem að hafa unnið, heldur hefur á skort upplýsingar í úrvinnslugögnum. Það er því af hinu góða að þing- menn úr öllum þingflokkum (fyrsti flutningsmaður Kristín Einarsdóttir) hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar um að efla kjararannsóknir. Þingmálið um eflingu kjarar- annsókna lætur lítið yfir sér og fær, ef að líkum lætur, ekki mikla Qölmiðlaathygli. Það vantar sum sé í það „hasarinn“. Það vegur þó þyngra, ef grannt er gáð, en margur innantómur hávaðinn, sem gengur greiðlega gegnum fjölmiðlafarvegi inn í stofur og hugi fólks. Þetta mál er þó eitt dæmi þess, sem betur fer ásamt ýmsum fleir- um, að þrátt fyrir leikhússtílinn á störfum þingsins, rýna menn þar enn sem fyrr, a.m.k. af og til, ofan í þjóðmálakjamann. Sú handaupprétting, sem hér sést, er táknræn fyrir samábyrgð á stjórnarstefiau tveggja síðustu ríkisstjórna, frá 26. mai 1983 til 28. september 1988. Ekki er víst að þessar uppréttu hendur eigi jafii oft samleið í atkvæðagreiðslum á Alþingi í vetur sem næst liðinn vetur. - ■ .... ..................................—---------------. .. ..... smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar □ EDDA 59881117 = 2 O Helgafell 59881117 VI -2 I.O.O.F. 8 =1701128'/2= 9 II I.O.O.F. Rb.4=1381118-872. II. □ FJÖLNIR 59881117 -Ffl.Atk. ÚtÍVÍSt, Giolmm 1 Helgarferð 4.-6. nóv. Haustblót á Snæfellsnesl Góð gisting í herbergjum í Laugageröisskóla. Fjölbreyttar skoðunar- og gönguferöir. Ströndin .Undir Jökli“ eða Bló- feldarskarð eftir vali. Ekið fyrir Jökul um norðanvert nesiö. Hítardalur skoðaður á sunnud. Ein máltíð innifalin. Upplýsingar og farm. á skrifst., Grófinni 1, simar: 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. AD-KFUK I Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- imannsstíg 2b. Styrk þú verk Ihanda vorra. Fundur í umsjá I basarnef ndar. I Munið bænastundina kl. 20.00. - Allar konur velkomnar. Lærið vélritun Ný námskeið byrja 3. nóvember. Athugið! VR styrkir félaga sína til þátttöku á námskeiðum skólans. Vélrítunarskólinn, simi 28040. Pfpulagningarvinna e: 676421. Áskriftarsitninn er83033 ~~-- raðauglýsingar bátar — skip Fiskiskip Höfum til sölu vélskipið Guðrúnu GK-37. Skriflegum tilboðum skal skilað til L.Í.Ú. fyrir 20. nóvember nk SKIPASAIA-SKIPALEIGA, JÓNAS HARALDSSON/LÖGFR. SÍML 29500 veiði titboö — útboö Kvótakaup Óskum eftir að kaupa botnfiskkvóta og/eða grálúðukvóta. Seljendur, hafið samband í símum 95-3203/3209. Meiriháttartilboð Stillum öllu permanent-verði í hóf. Dæmí: Permanent í stutt hár kr. 2.500, klipping innifalin. Strípur í stutt hár kr. 1.500, klipping innifalin. Hólmadrangur hf., Hólmavík. Hársnyrtistofan Dandý, Eddufel/i 2, sími 79262.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.