Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 37 * ___ ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Hægt og hikandi þing Þingflokkar í „nýjum“ hlutverkum Alþingi íslendinga, 111. lög- gjafarþing, fór hægt og hikandi af stað. Fundir aðeins tvo, þrjá daga í viku. Þó var einhver óvissa blandin ýmis konar væntingum í loftinu. A bak við tjöldin unnu frammámenn stjórnarflokk- anna baki brotnu við að ná sam- stöðu um meginmál, einkum frjárlagagerð og aukna skatt- heimtu á fólk og fyrirtæki upp í margra milljarða króna ríkis- sjóðseyðslu umfram ríkissjóðs- tekjur. I í efri deild Alþingis hafa þing- menn helzt deilt um bráðabirgða- lög nýrrar ríkisstjómar og frum- vörp hennar um efnahagsaðgerð- ir. Það er ekki sízt frysting launa fram í miðjan febrúar, sem á stundum var kölluð „afnám samn- ingsréttar", „matarskattur" og fleiri meint almenn kjaraatriði, er settu og setja svip á umræðuna. Dæmið hefur hinsvegar snúizt við að því leyti, að nú eru fyrrum gagnrýnendur, þingmenn Alþýðu- bandalags, í vöminni, en fyrrum veijendur, þingmenn Sjálfstæðis- flokks, í hlutverkum „saksókn- ara“. Þannig gengur það á stundum í þjóðmálunum. Eðli vandamál- anna, orsakir og úrræði, taka engum stökkbreytingum, ef grannt er gáð, en stjómarþing- menn verða að stjómarandstæð- ingum og öfugt. Þeir sem harðast gagnrýndu meinta kjaraskerðingu, standa að áframhaldandi „frystingu launa", framlengdum „matarskatti" o.s.frv., og undirbúa, að sögn, nokkurra milljarða króna nýja skattheimtu, sem sækja á bæði um hærri tekjuskatt og hærra verð vöra og þjónustu, það er í auknum neyzlusköttum. Laun, frekar skattskert en nú er, auka vart kaupmáttinn. II Neðri deild þingsins var á hinn bóginn verklítil fyrstu tvær vik- umar. Ráðherrar lögðu flest stjómarframvörp fram í efri deild, þar sem stjórnin hefur meirihluta. Þar er tekizt á um málin, enn sem komið er, þótt þau gangi að sjálf- sögðu til neðri deildar einnig, þeg- ar þar að kemur. En „frestur er á illu beztur"! Hreggviður Jónsson og Aðal- heiður Bjamfreðsdóttir, þing- menn Borgaraflokks, sáu þó þing- deildinni fyrir átakamáli. Þau fluttu framvarp til laga um hval- veiðibann. Samkvæmt framvarp- inu skulu hvalveiðar, þar með taldar vísindaveiðar, óheimilar í fiskveiðilögsögu íslands til ársins 1993. Þar með var höggvið að þeirri hvalveiðistefnu og rannsóknará- ætlun, sem Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, og raunar ríkisstjómir og þingið sjálft, hafa fylgt átakalítið um margra ára skeið. Meginröksemd flutnings- manna er sú að óbreytt afstaða að þessu leyti stefni stóram við- skiptahagsmunum þjóðarinnar (sölu sjávarvöra) í hættu, bæði austan hafs og vestan, og þar með Stöðu undirstöðugreinar þjóð- arbúskaparins og atvinnu- og af- komuöryggi fjölda fólks vítt og breitt um landið. Ámi Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokks, flytur og tillögu til þingsályktunar um sama efni, þ.e. endurskoðun á hvalveiðstefnunni „með það fyrir augum að stöðva vísindahvalveiðar um a.m.k. þriggja ára skeið“. Ámi telur lög- bundið hvalveiðibann of bindandi fyrir stjómvöld og hyggilegra að afgreiða málið með viljayflrlýs- ingu Alþingis í fomii þingsálykt- unar. Þetta er stærsta átakamálið í neðri deild það sem af er þingi. III Það horfír ekkert of vel í efna- hagsmálum okkar. Minnkandi stofnstærð þorsks, samdráttur í sjávarafla, lækkandi söluverð fískafurða og versnandi markaðs- horfur vekja ugg hjá fiestum um framtíðina. Þessi staða mála hefur áhrif á þá „kjaraumræðu", sem okkur er svo töm. Ekki síður afstaða fólks, vantrú eða tiltrú, til ríkjandi stjómarstefnu. Atlt mótar þetta hið almenna framtíðarviðhorf. Þær umræður, sem fram hafa farið á Alþingi í haust, spegla á sinn hátt hina almennu umræðu í samfélaginu. Ekki sízt umræðan um bráðabirgðalögin og fyrir- hugaðar efnahagsaðgerðir, svo sem aukna skattheimtu. Það sama gildir raunar um hvalveiðar og söluhorfur sjávarvöra, sem vekja ekki sízt atvinnu- og afkomu- spumingar í hugum fólks. Lífskjör verða ekki til í samn- ingum heldur í verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum. Það er merg- urinn málsins. Þessvegna er meg- inmál að atvinnustarfsemin hafí aðsöðu til að skila vaxandi þjóðar- tekjum, auknum skiptahlut. Áfram vefður þó deilt um skipt- ingu þjóðarteknanna. En þrátt fyrir þær deilur - og stundum harðvítug átök - hafa allir viðkom- andi aðilar, stjómvöld, vinnuveit- endur og samtök launþega, skirrst við að móta launastefnu í landinu; það er, hvem veg skuli meta störf til launa - og þar með ákvarða launamismun - með hlið- sjón af þeirri menntun, sem við- komandi störf krefjast, þeirri ábyrgð, er þeim fylgja, sem og arðsemi þeirra fyrir samfélagið. Þar ofan í kaupið skortir tölu- vert á að kjararannsóknir hafí verið nægilega áreiðanlegar. Þar er ekki við þá að sakast, sem að hafa unnið, heldur hefur á skort upplýsingar í úrvinnslugögnum. Það er því af hinu góða að þing- menn úr öllum þingflokkum (fyrsti flutningsmaður Kristín Einarsdóttir) hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar um að efla kjararannsóknir. Þingmálið um eflingu kjarar- annsókna lætur lítið yfir sér og fær, ef að líkum lætur, ekki mikla Qölmiðlaathygli. Það vantar sum sé í það „hasarinn“. Það vegur þó þyngra, ef grannt er gáð, en margur innantómur hávaðinn, sem gengur greiðlega gegnum fjölmiðlafarvegi inn í stofur og hugi fólks. Þetta mál er þó eitt dæmi þess, sem betur fer ásamt ýmsum fleir- um, að þrátt fyrir leikhússtílinn á störfum þingsins, rýna menn þar enn sem fyrr, a.m.k. af og til, ofan í þjóðmálakjamann. Sú handaupprétting, sem hér sést, er táknræn fyrir samábyrgð á stjórnarstefiau tveggja síðustu ríkisstjórna, frá 26. mai 1983 til 28. september 1988. Ekki er víst að þessar uppréttu hendur eigi jafii oft samleið í atkvæðagreiðslum á Alþingi í vetur sem næst liðinn vetur. - ■ .... ..................................—---------------. .. ..... smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar □ EDDA 59881117 = 2 O Helgafell 59881117 VI -2 I.O.O.F. 8 =1701128'/2= 9 II I.O.O.F. Rb.4=1381118-872. II. □ FJÖLNIR 59881117 -Ffl.Atk. ÚtÍVÍSt, Giolmm 1 Helgarferð 4.-6. nóv. Haustblót á Snæfellsnesl Góð gisting í herbergjum í Laugageröisskóla. Fjölbreyttar skoðunar- og gönguferöir. Ströndin .Undir Jökli“ eða Bló- feldarskarð eftir vali. Ekið fyrir Jökul um norðanvert nesiö. Hítardalur skoðaður á sunnud. Ein máltíð innifalin. Upplýsingar og farm. á skrifst., Grófinni 1, simar: 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. AD-KFUK I Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- imannsstíg 2b. Styrk þú verk Ihanda vorra. Fundur í umsjá I basarnef ndar. I Munið bænastundina kl. 20.00. - Allar konur velkomnar. Lærið vélritun Ný námskeið byrja 3. nóvember. Athugið! VR styrkir félaga sína til þátttöku á námskeiðum skólans. Vélrítunarskólinn, simi 28040. Pfpulagningarvinna e: 676421. Áskriftarsitninn er83033 ~~-- raðauglýsingar bátar — skip Fiskiskip Höfum til sölu vélskipið Guðrúnu GK-37. Skriflegum tilboðum skal skilað til L.Í.Ú. fyrir 20. nóvember nk SKIPASAIA-SKIPALEIGA, JÓNAS HARALDSSON/LÖGFR. SÍML 29500 veiði titboö — útboö Kvótakaup Óskum eftir að kaupa botnfiskkvóta og/eða grálúðukvóta. Seljendur, hafið samband í símum 95-3203/3209. Meiriháttartilboð Stillum öllu permanent-verði í hóf. Dæmí: Permanent í stutt hár kr. 2.500, klipping innifalin. Strípur í stutt hár kr. 1.500, klipping innifalin. Hólmadrangur hf., Hólmavík. Hársnyrtistofan Dandý, Eddufel/i 2, sími 79262.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.