Morgunblaðið - 01.11.1988, Side 43

Morgunblaðið - 01.11.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 43 Morgunblaðið/Ingiberg J. Hannesson Unnið er að því af miklum krafti að fullgera íþróttahúsið á Laugnm og gera það tilbúið til notkunar. Dalasýsla: Nýtt íþróttahús á Laug- um að verða fullbúið Hvoli, Saurbœjarhreppi. UNNIÐ er hörðum höndum við að fullgera iþróttahúsið á Laugum í Dalasýslu. Er lokafrágangur verksins vel á veg kominn og ráðgert er að hægt verði að taka húsið í notkun í byiýun desember. Um er að ræða íþróttahús fyrir Laugaskóla, sem er heimavistar- skóli fyrir sjö sveitarfélög í Dölum, og eru nemendur skólans nú 100 talsins. Léleg íþróttaaðstaða hefur hingað til verið þar en með tilkomu þessa nýja húss mun ástandið batna til mikilla muna í þessum efnum. Jafnframt er reiknað með því að húsið verði til notkunar fyrir íþróttaaðila í Dölum og aðra áhuga- menn, enda byggt með það fyrir augum að vera vettvangur íþrótta- iðkana fyrir héraðsbúa alla eftir því sem aðstæður leyfa. Iþróttasalurinn er 405 fermetrar að stærð, búningsaðstaða verður góð og er hún ætluð jafnframt fyr- ir útisundlaug sem áformað er að byggja við hliðina á íþróttahúsinu í framtíðinni. Til er á staðnum nær sextíu ára gömul sundlaug, sem notuð er enn, og var hún byggð á sínum tíma fyrir forgöngu áhuga- manna um íþróttaiðkun í héraði og Ungmennasambands Dalamanna. En þörf er á endurbótum í þessum efnum, sem þó munu bíða fyrst um sinn meðan núverandi sundlaug gegnir sínu hlutverki. Miklar vonir eru bundnar við til- komu nýja íþróttahússins og nú sjá menn sem sé hilla undir lokaáfanga verksins. Verktaki þessa áfanga er Agúst Magnússon í Búðardal. Arki- tektar hússins sem og annarra bygginga flestra á Laugum eru þeir Ormar Þór Guðmundsson og Ómólfur Hall. - IJH TOLVUSKEYTING MEÐ CROSFIELD MYNDAMÓT HF Guðlaugur Eyjólfs- son — Afmæliskveðja Séð heim að skólasetrinu á Laugum í Sælingsdal. Þar eru nú við nám hundrað nemendur sem búa í heimavist skólans. í dag, 1. nóvember, er 70 ára Guðlaugur Eyjólfsson, Akraseli 37, Reykjavík. Hann fæddist 1. nóvem- ber 1918 í Merkinesi Höfnum, Gull- bringusýslu. Yngstur 8 barna þeirra heiðurshjóna Helgu Gísladóttur og Eyjólfs Símonarsonar. A yngri árum var Guðlaugur til sjós á síldveiðum og var margar vertíðir í sinni heimabyggð, Vestmannaeyj- um, og víðar um landið. Snemma beygist krókurinn. Guðlaugur er dagfarsprúður, velvirkur, giaður og hefur komið mörgu góðu til leiðar, enda er hann elskaður og virtur af öllum sem hann þekkja. Guðlaugur Eyjólfsson kom til Reykjavíkur árið 1946 og hefur búið þar síðan. Eiginkona Guðlaugs er sæmdarkonan Margrét S. Jóns- dóttir frá Stykkishólmi, dóttir hjón- anna Katrínar Guðmundsdóttir og Jóns Sveinbjörns Péturssonar. Börn þeirra hjóna Guðlaugs og Margrétar eru tvö, Helga Eygló, gift Reyni Garðarssyni, og Jón Sveinbjörn, kvæntur Jóhönnu Bjarnadóttur. Barnabörn Guðlaugs og Margrétar eru 6, allt myndar- og efnileg börn og eins og að líkum lætur eru þau í miklu uppáhaldi hjá afa og ömmu, enda er stutt á milli húsanna. Guðlaugur hefur verið starfs- maður hjá sælgætisgerðinni Opal í 25 ár og hafa þeir sagt mér báðir framkvæmdastjórarnir í Opal, Jón Guðlaugsson og núverandi fram- kvæmdastjórahjón Anna Lilja Gunnarsdóttir og Einar Olafsson, að Guðlaugur væri ómissandi starfsmaður, vissi allt og væri ábyggilegur og orðheldinn. Ertu íbílahugleiðingum? /’II.ÆifOZx 'am, SKUTBÍLL Daglegt amstur gerir ólíkar kröfurtil bifreiða. Lada station sameinar kosti fjöl- skyldu- og vinnubíls, ódýren öflugurþjónn, sem mælir með sérsjáífur. Veldu þann kost, sem kostar minna! verð: 23l-Ooo, Opið 9-18, laugard. 10-16. Bifreiðarog landbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími 681200. Ég veit að, það munu margir senda afmælisbarninu góðar heillaóskir á þessum merku tíma- mótum í lífi hans því afmælisbarnið sjálft gerir alla sem honum kynnast að góðu og vel þenkjandi fólki. Guðlaugur og Margrét eru nýkomin frá Spáni. Við hjónin óskum Guðlaugi Eyj- ólfssyni og konu hans til hamingju og allra heilla í nútíð og framtíð og að niðjar þeirra lifi heilir og lengi. Þess óskar Regína Thorarensen Guðlaugur er að heiman. Tölvuskóli GJJ NÁMSSKRÁ HAUSTIÐ 1988 KL. 830-1250 KL. 13°°-1700 KL. 9°°-1600 NÁMSSKEIÐ KLST. X^T. Xr NÓV. DES. tölvuþjAlfun 60 \5.-23.n v 3.-21. 7.-25. crunnnAmskeið 6 2&V 14. 19. DOS STÝRIKERFI 1 12 27-2&V 18-\^ 15.-16 20.-21. DOS STÝRIKERFI 2 6 11. OS/2 STÝRIKERFI 18 2.-4. WINDOWS 6 23 \ 25. WORDPERFECT 16 \5.-8. 'Xo-'iS' 7-10. 12.-15. WORDPERFECT frh. 12 2bV^8. 5.-7. WORD 16 19.-2V 21.-24. WORD frh: 12 Sjl.- -2. 8.-9. WORKS 12 \21. 8.-9 PLANPERFECT 12 15.-1&V 17.-18. MULTIPLAN 12 \j2.—14. . 23.-25. MULTIPLAN frh. 12 28.-30. EXCEL 16 27.-3Í>V 31.-\ -3 EXCEL frh. 16 12.-15. LOTUS 123 16 \30. 15.-18. LOTUS 123 frh. 12 5.-7. PR0JECT 12 28.-29. FRAMEWORK 20 \ 12.-16. VENTURA PUBLISHER 20 12.--\ 7.-11. DBASE 16 \20.-23 28,- -1. DBASE FORRITUN 16 l\l. 19.-22. CACNADlS 16 25.-2\ Opus fb 6 12. \$4. 5. Opus vm 6 X \ 6. ÖPUS BI/SALA 6 \ 26 7. ÓPUS INNFL. 6 \ J/ Allar nánari upplýsingar eru veittar f síma 641222. Athugið möguleika ykkar á að sækja um styrk fyrir námskostnaði úr starfsmenntunarsjóði, ef þið tilheyrið stéttarfélagi. % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33. sfmit 62-37-37 GISLI J. JOHNSEN M1 Nýbýlavegi 16, Kópavogi Sími 641222 ítcilsfcar stcílv’örur Gott verö SILFURBUÐIN KRINGLUNNI—REYKJAVÍK SÍMI 689066

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.