Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Minning: JÓN FRIÐRIK MA TTHÍASSON Fæddur 23. ágúst 1901 Dáinn 22. október 1988 Þegar tengdafaðir minn leggur frá landi í hinsta sinn þá leitar margt á hugann. Mín fyrstu kynni af Jóni Friðrik voru veturinn 1962, ég var vð nám í Noregi og mér var send til afþreyingar bókin Hús málarans. Jón var samtímis íslensk- um listamönnum í Kaupmannahöfn um 1930 í þeim mikla lífsins ólgu- sjó. Um jólin 1964 kynnti Bella mig fyrir Jóni sjálfum. Náið samband tengdasonar og tengdaföður fylgir oft farsælu hjónabandi. Pipar- sveinninn yfirgefur hús sinna for- eldra og gömlu félagana en fær einn allsheijar félaga með góðu samþykki makans. Þannig minnist ég Jóns. Jón var fæddur i Haukadal í Dýrafirði 23. ágúst 1901 og var 9. barn af 15 börnum Marsibil Ól- afsdóttur og Matthíasar Ólafssonar alþingismanns. Eftir fermingu flutti hann til foreldra sinna í Reykjavík en kenndi einn vetur í Keldudal í Dýrafirði eftir Hvítárbakkaskóla. 1917 og frostaveturinn 1918 gekk Jón á Hvítárbakkaskóla, lærði síðan loftskeyti og var farmaður yfir þijátíu ár. í Halaveðrinu mikla var Jón í brú b.v. Ara og tilkynnti það skip í höfn. Eftir að Gullfoss gamli var kyrrsettur í Kaupmannahöfn í byijun stríðs komst Jón um Petz- amo til Islands og var í siglingum öll stríðsárin á skipum Eimskipafé- lags íslands. Ég nálgaðist Jón alltaf með virðingu vegna þessarar miklu lífsreynslu hans. Jón kvæntist 29. janúar 1927 eftirlifandi konu sinni, Jónínu Jó- hannesdóttur, og eru 10 böm þeirra öll á lífi. Þau eru: Jóhannes Helgi, kvæntur Margréti Guttormsdóttur, Björg Sigríður, gift Jóni Guðmunds- syni, Hlega Elsa, gift Birni Bjart- marz, Hrönn, gift Grími Magnús- syni, Matthildur, gift Bolla Gústafs- syni, Marsibiþ gift Ferdinand Ferd- inandssyni, Ölafur, kvæntur Jó- hönnu Einarsdóttur, Ingibjörg, gift Ingólfi Hjartarsyni, Elín, gift Elíasi B. Jónssyni og Matthías Jón, kvæntur Maríu Erlingsdóttur. Af fimmtíu og þremur niðjum hans er einn látinn. Þetta mikla bamalán var sá auður sem var hon- um efst í huga. Hann heilsaði hveij- um niðja með sama áhuga, ekki var verra að nafni gæti verið á ferð- inni. Þegar barnið fór að halda höfði var spiladósin trekkt upp og trallað með hinn nýja fjölskyldu- meðlim, þar til nýr tók við. Til að framfleyta þessari stóru fjölskyldu reyndi mikið á sjómanns- konuna, en oft urðu úrræði Jóns einnig þekkt. Ég hef rekist á þá sögu að Jon hafi látið fjögur böm af fimm leika sér í gamla kirkju- garðinum þegar hann leit á nýja leiguíbúð við Sólvallagötu. Hús- næðið fékk þegar hann gat um hvar börnin væm. Gísli Josepsson, Isafírði — Minning Fæddur 22. mars 1942 Dáinn 12. október 1988 Þann 22. október fór fram útför föður okkar, Gísla Jósepssonar, frá Isafjarðarkapellu. Okkur langar til að minnast hans. Gísli var fæddur 22. mars 1942 á ísafirði, sonur hjónanna Sigríðar Gísladóttur og Jóseps Hálfdánar- sonar. Faðir okkar ólst upp í stómm systkinahópi en þau systkinin vom 8. Þau em Guðbjörg, sem var tvíburi á móti Gísla, Kristín, Jó- hanna, Þórður, Svanhildur, Fjóia og Jósep en hann lést mjög ungur. Heimili afa og ömmu var íslenskt alþýðuheimili og skiptust á skin og skúrir eins og á svo mörgum öðmm alþýðuheimilum. Sorgin barði að dymm föður okkar er faðir hans lést 1962 aðeins 49 ára, og enn einu sinni er móðir hans lést 1967. Faðir okkar fór snemma að vinna fyrir sér 15 ára gamall fór hann að vinna í Félagsbakaríinu, þar sem hann lærði bakaraiðn,. síðan vann hann um skeið í Gamla bakaríinu. Svo lá leið hans á sjóinn og var hann matsveinn á Páli Pálsyni frá komu hans til Isafjarðar og til árs- ins 1984. Vann hann stuttan tíma í landi en gerðist svo matsveinn á Víkingi III frá ísafirði og var þar til að hann lést. Faðir okkar var handlaginn mjög og var sama hvað hann snerti á, hann virtist geta flest það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var snill- ingur við "matargerð, saumaði á saumavél og vélar alls konar gat hann gert við. Hann var mjög góð- ur og skilningsríkur faðir, sem við gátum leitað til hvenær sem var og hvar sem var. Hann átti alltaf einhveija lausn á öllu. Árið 1963 kvæntist hann móður okkar, Önnu Ingimarsdóttur, og hófu þau búskap í Fjarðarstræti 21, en fluttu síðan í Hrannargötu 3, þar sem þau bjuggu með afa okk- ar. Við systkinin erum ijögur. Jósep fæddur 9. desember 1962, og á hann eina dóttur Hugrúnu. Guð- björg fædd 7. apríl 1965, býr hún með Stefáni Tryggvasyni og eiga þau eina dóttur, Guðrúnu. Sigríður fædd 6. október 1967, býr hún með Grétari Björgvinssyni á Flateyri. Ólöf fædd 13. febrúar 1971, hún býr í foreldrahúsum. Við kveðjum pabba með hjartans þökk og söknuð í hjarta. Við hitt- umst öll í landinu fyrirheitna. Eg átti svo gott að eiga þig sem allt vildir gera fyrir mig. Ef allt í heiminum breyttist, brást, þín breyttist þó aldrei föðurást. Þú íyrirgafst öll mín bamabrek, þín biðlund og hógværð gaf mér þrek. (Úr ljóðmælum V-íslendingsins Jónasar A. Sigurðssonar) Við viljum þakka öllum þeim sem þátt tóku í leitinni að föður okkar. Guð launi ykkur öllum. Systkinin Hrannargötu 3. Pétur Grétar Steinsson — Minning 'iiomastofa Friðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur. Fæddur 31. mars 1919 Dáinn 4. október 1988 Þegar æskuárin eru rifjuð upp, þá er einn staður mér alveg sérstak- lega minnisstæður, staður sem iðaði af lífi og fjöri, en það var Áhalda- hús vita- og hafnarmála í Kópavogi. Nú er hann farinn á betri stað en minningin situr eftir, minning um yndislegan mann sem stráði góðvild í kring um sig. Ég og fjölskylda mín sendum ástvinum hans, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Hilmarsdóttir Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Þær eru góðar minningarnar, sem gleymast seint, að fara í vinn- una til pabba og hitta alla karlana sem unnu þar. Þar var einn maður sem mér fannst alveg sérstakur, hann Pétur Steins. Alltaf var mikill hlátur í kring um Pétur en hann gat sagt svo skemmtilega frá og gat séð spaugilegu hliðina á öllum málum. Oft kom hann á heimili foreldra minna og þá sótti maður að fá að vera með og hlæja en aldr- ei var það á kostnað annarra. Legsteinar HARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Sjálfstæðisbarátta Jons var hörð þar sem hann var enginn jábróðir, sósíalisti og aristokrat. Hann var launamaður en enginn launþegi og barðist sem slíkur fyrir verðgildi lífs sín. Hriflu-Jónas móðgaði hann fyrir lífið að kalla áhættufé sjó- manna hræðslupeninga. 1944 fluttu þau hjón í sína eigin íbúð. Átthag- amir voru Jóni kærir svo unun var að ferðast með honum um Vest- fírði. Hann hafði mikla ánægju af að ferðast og var skemmtilegur ferðafélagi. Þegar ferð var ákveðin var hún undirbúin svo sem um meiri háttar leiðangur væri að ræða. Endurminningum var haldið við eftir velheppnaða ferð. Hveijum stað var tengd saga og Jón hafði yndi af því að segja sögur. Ein af eftirminnlegri ferðum var ferð á Djúpavog þjóðhátíðarárið. Bifreiðin var sú lægsta undir öxul í þá tíð. en á heimleið hófst ferð án fyrirheita um Fjallabaksleið. Frá Landmannalaugum runnu allar leiðir út í sandinn á hálendinu. Þeg- ar til byggða var komið með nafn- ana, barnið og gamla manninn, blasti við skilti að Dómadalsleið væri ófær. Vegagerð ríkisins merkti annan endann en ferðafélagamir sigldu heim eins og þeir hefðu losað skip sitt sjálfír af strandstað. Nú er lífsleið Jon á enda og tími að þakka fyrir sig. Heilsan var búin en andlegt þrek óbrotið. Jón hrædd- ist mest að brotna andlega, en dauð- inn hræddi hann ei. A hinsta degi gekk hann frá pöntun sinni í KRON og kvaddi. Hann hafði allt á hreinu eins og Sverrir konungur forðum. Megi Jón hvíla í friði. Ferdinand t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNÚSÍNA JÓNSDÓTTIR Njálsgötu 54, verður jarösungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Sigurður Runólfsson, Fjóla Ágústsdóttir, Runólfur Runólfsson, Margrét Jóna Finnbogadóttir, Vilborg Runólfsdóttir, Guðmundur H. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúðarkveðjur og hlýhug við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐMUNDÍU BERGMANN, Keldulandi 21. Jón Franklin, Sigrún Jónsd. Franklín, Úlfar Guðmundsson, Rósamunda Jónsd. Franklín, Þórarinn Andrésson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, SIGURÐAR ELÍASSONAR, garðyrkjumanns, fró Saurbæ, Holtahreppi. Ingibjörg Elíasdóttir, Þórður Elíasson, Hjörtur Elfasson, Hjaltl Elfasson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, -föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HERBERTS PÁLSSONAR (HEINBERT BETHKE), Álfheimum 56. Svava Björnsson, Ingvar Herbertsson, Svanborg Danfelsdóttir, Örn Herbertsson, Lilja Þorbergsdóttir, Úlfar Herbertsson, Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Færum öllum innilegar þakkir, sem heiðruöu minningu ÓSKARS SIGURÐSSONAR bónda, Hábæ, Þykkvabæ, og vottuðu okkur samúð við fráfall hans. Ágústa Árnadóttir, Halldóra Óskarsdóttir, Tómas Guðmundsson, Jóna Birta Óskarsdóttir, Gfsli Jónsson, Sigurlfn S. Óskarsdóttir, Ragnhildur Óskarsdóttir, Svavar Guðbrandsson, Elsa Tómasdóttir, Vatdimar Jónsson. Lokað í dag þriðjudag frá kl. 13.00-18.00 vegna jarðarfarar ÁGÚSTAR B. BJÖRNSSONAR. Scanex hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.