Morgunblaðið - 01.11.1988, Side 46

Morgunblaðið - 01.11.1988, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 fclk f fréttum GARRÍ KASPAROV rr Keypti föt á kærustuna sem býr í Moskvu Daginn áður en Garrí Kasparov yfirgaf landið eftir frækinn sigur á Heimsbikarmóti Stöðvar 2 fór hann í skoðunarferð til Þing- valla, Laugarvatns og Hveragerðis í fylgd Óttars Felix Haukssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra móts- ins. Á Þingvöllum hitti heimsmeist- arinn sr. Heimi Steinsson þjóð- garðsvörð að máli og ræddu þeir dijúga stund um sögu og trúmál. Kom í ljós að heimsmeistarinn er vel að sér í þeim fræðum ekki síður en í skákfræðunum. Þegar í bæinn var komið, var farið í íslenskan heimilisiðnað þar sem skákmeistarinn keypti föt á unnustu sína í Moskvu og móður sína í Bakú. Hann varð sér einnig úti um forláta fóðruð leðurstígvél fyrir vetrarkuldana í Sovétríkjun- um. Kasparov keypti líka smærri gjafír handa bömum ættingja og vina og nemendum í skákskóla sínum í nágrenni Moskvu. Að skilnaði gaf heimsmeistarinn Óttari Felix dýrindis skáktölvu sem þakklætisvott fyrir aðstoð á meðan hann dvaldist hérlendis. Heims- meistarinn gat þess einnig að ísland væri sérlega hentugur vettvangur heimsmeistaraeinvígis. Þess _er því e.t.v. ekki langt að bíða að íslend- ingar fái að njóta snilldar hans á ný. Jens Ormslev Heimsmeistarinn Garrí Kasp- arov (t.v.) og Óttar Felix Hauks- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsbikarmóts Stöðvar 2. I Litið á ljós- mynd- arann Hún Emily litla Evans fékk að fara með mömmu sinni á tískusýningu sem haldin var í góð- gerðarskyni. Móðirin var ein sýningar- stúlkna en allar eru þær húsmæður í Eng- landi. Myndin er tekin baksviðs þar sem skipt er um klæðnað og mátti sú stutta til með að gægjast milli fótleggjanna, á ljós- myndarann. Sylvester Stallone með nýja kærustu Slá margumtalaði Sylvester Stallone hefur löngum sést með langlegggjuðum ljóskum. Ný- lega gerði hann hlé í kvennamálum en það hefur nú spurst út að aftur sé hann kominn á kreik. Jennifer Flavin heitir stúlkan sem heimsæk- ir hann oftar en aðrar og sést með honum opinberlega. Hún er sögð líkjast valkyijunni Brigitte Nielsen talsvert í útliti en ekki í skapgerð. Það er einnig sagt að hún sé ekki ein af þeim mörgu sem hafa einkum hrifíst af auðævum hans og frægð og hafi Stallone fljótlega komist að því að konan sé einlæg í ást sinni. Það hefur lengi verið vitað að ekki sé það tekið út með sældinni að vera tröllríkur og frægur þegar ástamálin eru annars vegar. Á myndinni sést parið og sonur Stallo- nes af fyrsta hjónabandi, Sage, 12 ára gamall. GÍRAFFAKÓNAN Gæludýrin sem menn eiga og binda ástfóstri við eru af ýmsu tagi. Al- gengara er að menn kjósi fremur að hafa kött en gíraffa, af skiljanlegum ástæðum. Leslie nokkur Melville sem býr í Kenya, Afríku er hinsvegar mjög hrifín af gíröffúm. Hún gengur undir nafninu „Gírafiakonan" en hún á, ásamt eiginmanni sínum, nokkur af þessum hálslöngu dýrum sem þau hafa á eigin lóð við hús sitt. Hún gefúr þeim að borða af annarri hæð hússins og á myndinni má sjá eftirlætisdýrið, hana Daisy, þakka húsmóður sinni fyrir matinn! BRETLAND Aframleikari látinn London. Reuter. Gamanleikarinn Charles Hawtrey, sem frægur varð fyrir leik sinn í Áfram-kvik- myndunum, Iést síðastliðinn fímmtudag 73 ára að aldri. Hawtrey lék yfírleitt sérvitringa í gamanmyndum og aðalsmerki hans voru kringlótt jámspangar- gleraugu og skræk rödd. Hann taldi sig aldrei hafa öðlast þá frægð sem honum fannst hann verðskulda og lifði einsetumannslífi þegar andlátið bar að. Kvikmyndaferill Hawtreys hófst á fj'órða áratugnum og hann lék í 50 kvikmyndum áður en fyrsta Áfram-myndin var gerð. _ Hawtrey lék f 23 af þeim 28 Afram-myndum sem framleiddar voru frá árinu 1958. Það er ekki síst hans framlagi að þakka að þessar gamanmyndir skipa nú veg- legan sess innan breskrar kvik- myndahefðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.