Morgunblaðið - 01.11.1988, Side 51

Morgunblaðið - 01.11.1988, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 51 Gerum landið að einukjördæmi Til Velvakanda. Fyrir nokkru birtist grein í Velvak- anda en höfundur hennar nefnir sig Reykvíking. Þar er á það bent, að Reykvíkingar hafi í raun verið af- skiptir enda séu þingmenn lands- byggðarinnar duglegir að skara eld að sinni köku. Þarf nokkurn að undra þó svona sé komið eins og í pottinn er búið? Ekki þarf að kunna glögg skil á íslenskri pólitík til að gera sér ljósa Spurt og svarað Þátturinn Spurt og svarað mun hefja göngu sina i Vel- vakanda innan skamms. Les- endur geta hringt í síma 691282 frá kl. 10 til 12 frá mánudegi til föstudags og borið fram spurningar sem reynt verður eftir föngum . að afla svara við. Fullt nafn, heimilsfang og nafnnúmer verður að fylgja öll- um spumingum þó spyijandi óski nafnleyndar. þá uppvæniegu þróun sem orðið hefúr á síðustu áratugum varðandi svokallað vægi atkvæða. Hvernig getur það verið réttlætanlegt í lýð- ræðisríki að atkvæðisvægi þegnana sé ekki jafnt, að atkvæðisvægi eins manns t.d. á Vestfjörðum sé á við atkvæði margra manna á höfuð- borgarsvæðinu. Ég hef skrifað um þetta áður og sýnt fram á að þetta getur ekki samræmst meginreglum lýðræðis en enginn virðist þora út í ritdeilu um þetta mál. Og hveijar eru afleiðingarnar af þessari meginskekkju í íslenskum stjómmálum? Einstakir þingmenn vinna eingöngu fyrir sitt kjördæmi en taka lítið tillit til hagsmuna þjóð- arinnar í heild. Bomð er jarðgöng fyrir hundmð milljóna fyrir norðan þó þau nýtist aðeins fáeinum hundr- uðum. Gæti hugsast að taumlaus ijámastur í landbúnaðinn undan- farna áratugi eigi sér sömu skýr- ingu? Þetta þjóðarmein verður að lækna áður en meira illt hlýst af. Þjóðin á að sameinast um þá kröfu að Island verði gert að einu kjör- dæmi. Þess er nefnilega engin von að þingmenn muni starfa í þágu þjóðarheildarinnar fyrr en þetta verður leiðrétt. Ef lýðræði kæmist hér á yrði minna um mistök í ijár- festingum og svo sannarlega veitir ekki af því núna þegar kreppir að. Að lokum. Jón Baldvin var að biðja um sparnaðartillögur fýrir nokkm og ætli Ólafi Ragnari vanti ekki líka slíkar hugmyndir. Vel mætti fækka þingmönnum og eflaust einnig starfsmönnum ráðu- neyta. Ef þingmenn væm 30 svo dæmi sé tekið. Þannig yrði ábyrgð hvers og eins þingmanns meiri og þar með hvatningin meiri að standa sig. En Alþingi ætti að starfa allt árið, það myndi auka traust og ábyrgð Alþingis og koma í veg fyrir að ríkisstjómir misnotuði núverandi heimild sína til setningar bráða- birgðalaga. Virðing þjóðarinnar fyrir ráðamönnum hefur farið mjög þverr- andi og er það ekki að undra. Þar verður engin breyting á nema landið verði gert að einu kjördæmi og hrep- papólitíkin gerð útlæg af Alþingi. S.T. ÍÞessir hringdu . . Störfum með umhverfísverndasamtök- um U mh verfísver ds verndarsinni- hringdi: „Þann 23. október birtist í Morgunblaðinu ræða háskólarekt- ors sem hann flutti við útskriftar- hátíð í Háskólabíói 22. sama mán- aðar. í ræðu þeirri hvatti rektor menn til umhverfisvemdar hvers konar, þar á meðal minntist hann á hin umtöluðu hvalveiðimál ís- lendinga. Það var mjög uppör- vandi fyrir áhugafólk um náttúm- vernd að kynnast viðhorfum slíks ágætis manns í þeim málum. Þakkir þeim sem þakka ber. Við íslendingar ættum að taka hönd- um saman við erlend umhverfis- vemdarsamtök okkur til stuðn- ings því hver veit hvenær hin hræðilega mengun, sem veldur eitrun og dauða á sjávarlífvemm, berst að ströndum eyjunnar okk- ar. Hvemig verður þá framtíð hinna fámennu eyjarskeggja." Læða Brún og hvít læða fór að heim- an frá sér að Löngumýri í Garðabæ fyrir nokkm. Þeir sem orðið hafa verir við hana em vin- samlegst beðnir að hringja í síma 657107. Silkislæða Fyrir um tveimur mánuðum tapaðist í Reykjavík handmáluð silkislæða eftir Ellu Mag og er nafn hennar á slæðunni. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 23613. Fundarlaun. Endursýnið Gaby Elín hringdi: „Ég vil hvetja forráðamenn Stjömubíós til að endursýna kvik- myndina „Gaby“ sem þar hefur verið sýnd að undanfömu. Hið fatlaða íþróttafólk, sem hefur orð- ið þjóð sinni til mikils sóma á nýafstöðnum Heimsleikum, ætti að fá tækifæri til að sjá þessa mynd. Dómur um hana birtist í Morgunblaðinu hinn 28. október en þá var hætt að sýna myndina. Ég er viss um að margir hafa misst af þessari mynd og vona að hún verði sýnd aftur í Stjömubíói." Kim Larsen norður „Ég skora á þá sem fengu söngvaran Kim Larsen til landsins að senda hann norður, honum yrði vel tekið á Akureyri. Vil ég hvetja Norðlendinga til að láta heyra í sér um þetta.“ Steypu- hrærivélar lí 'eggflísar 3^ Ká rsnesbraut 10( 5. Simi 46044 - 46159. infotec TELEFAX Þegartíminn er peningar JUL Heimilistæki hf hitamælar-þrýstimælar Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8. SIMI 84670 RAUÐARÁRSTÍG 18 Sími 623350 Ljúffengir pastaréttir meö súpu, brauði og kaffi á aðeins 490 kr. Frítt fyrir börn innan 6 ára aldurs og hálft gjald fyrir börn innan 12 ára. Slepptu eldamennskunni af og til og líttu inn í Lindina. Þar færðu fullkomna máltíð á frábæru verði. Hótel Lind er staður fyrir alla fjölskylduna. jjum UjW ri -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.