Morgunblaðið - 01.11.1988, Page 54

Morgunblaðið - 01.11.1988, Page 54
i>4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Fiskiþing haldið í 47. sinn Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Til verulegs atvinnu- leysis getur komið hér „ÞÓ aðgerðir stjórnvalda bæti afkomu sjávarútvegsins tímabundið, má búast við að talsverður halli sé enn á rekstri flölmargra sjávarút- vegsfyrirtækja. Þetta er vissulega alvarlegt, sérstaklega i ljósi þess, að fyrirsjáanlegt er að draga verður úr afla á næsta ári og hæpið er að búast megi við miklum verðhækkunum á erlendum mörkuðum. íslendingar standa í fyrsta skipti í langan tíma frammi fyrir þeirri staðreynd, að til verulegs atvinnuleysis geti komið. Til að svo verði ekki, þurfum við að sætta okkur við lífskjaraskerðingu um einhvern tíma, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Allar umræður um launa- hækkanir á næstu mánuðum eru óraunhæfar miðað við þær efiiahags- legu staðreyndir, sem við blasa,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, í ávarpi sínu til þingfúlltrúa og gesta. Sjávarútvegsráðherra kom víða við í ávarpi sínu og verður hér á eftir stiklað á stóru í því: Gera má ráð fyrir 2% lækkun útflutningsverðmæta „Afkoma sjávarútvegsins fór stöðugt batnandi allt frá árinu 1984 og fram á hausti 1987. Saman fór vaxandi afli, hækkandi fiskverð á erlendum mörkuðum og lækkandi útgerðarkostnaður. Aðrir þættir eins og bætt meðferð afla og vöru- þróun hafa einnig haft sitt að segja til að bæta afkomu sjávarútvegsins á þessum tíma. Á árunum 1985 til 1987 var hagvöxtur á íslandi að meðaltali 5 6% sem að mestu mátti rekja til aukinnar verðmætasköpunar í sjáv- arútvegi. Tvö seinni árin var gengi krónunnar haldið föstu þrátt fyrir innlendar kostnaðarhækkanir langt umfram það, sem gerðist í helztu viðskipalöndum okkar. Á árinu 1988 má hins vegar gera ráð fyrir því að útflutningsverðmæti sjávar- afurða lækki um 2% á föstu verði í stað 6% aukningar á árinu 1987. Þetta kemur til af því, að nauðsyn- legt þótti að draga úr afla á þessu ári, en einnig hefur verð á okkar helztu sjávarafurðum lækkað. Sjáv- arútvegurinn situr því eftir með kostnað af þeim lífskjarabata, sem allur almenningur í landinu hefur orðið aðnjótandi á liðnum árum. Á sama tíma hafa tekjur sjávarút- vegsins lækkað. Kröfur þjóðfélags- ins á hendur sjávarútveginum eru miklar, sem sést bezt á því að kaup- máttur ráðstöfunartekna hefur hækkað að meðaltali um 13 til 14% á föstu verðlagi undanfarin þijú ár. Stjómvöld og forsvarsmenn fyr- irtækja í sjávarútvegi verða að leita allra tiltækra ráða til að lækka til- kostnað. í raun er það eina haldreip- ið sem sjávarútvegurinn hefur í dag. Því er mikilvægt að gerð verði gangskör að því að hvarvetna verði gripið til hagræðingar og lækkun kostnaðar. A þetta jafnt við um ~~ ríkið og atvinnufyrirtæki. Sem dæmi má nefna það óhagræði sem viðgegnst í bankakerfinu og veldur meiri vaxtamun hér á landi en ann- ars staðar þekkist. Áframhaldandi lækkun útgjalda er höfuðnauðsyn. Allir verða að gera sér ljóst að hvort sem ríkir verðstöðvun og launastöðvun eða ekki er tilgangslaust að tala um hækkanir. Þjónustuaðilar verða þvert á móti að lækka sína reikn- inga með hagræðingu og lækkun tilkostnaðar. Sjávarútvegurinn verður að standa vel á rétti sínum og stórauka kostnaðareftirlit og krefjast skipulagsbreytinga á ýms- um sviðum. Endurskipulagning bankakerfisins er þar eitt brýnasta verkefnið. Lítið bætir úr skák fyrir sjávarútveginn að kaupa sér banka. Mikilvægast er að sameina sem flesta ög loka öðrum varanlega ’ þannig að hagræðingin verði sem mest. Óhjákvæmilegt að minnka veiðiheimildir Hafrannsóknastofnun hefur lagt fram tillögur um hámarksafla úr helztu nytjastofnum við ísland á næsta ári. Leggur stofnunin til að heildarafli úr ýmsum þeirra verði skorinn niður á árinu. Á þessu ári var stefnt að því að heildaraflinn á þorski yrði nálægt 350.000 tonnum. Hinn fyrsta október síðastliðinn höfðu 295.000 lestir borizt á land og stefnir ársafli því í 355.000 til 360.000 lestir. Hafrannsóknastofn- un telur að til að þorskstofninn minnki ekki megi afli ekki fara yrir 300.000 lestir árin 1989 og 1990. Miðað við ástand efnahags- mála virðist svo mikill samdráttur illmögulegur, en nauðsynlegt er að draga úr veiðum eins og nokkur kostur er. Aflaheimildir í ár miðuðust við 85.000 lestir af karfa og er áætlað „AÐGERÐA er þörf, eigi ekki að fara eins fyrir okkur og næstu nágrönnum fyrir austan okkur og vestan. Á ég þar við hið mikla hrun á þorsk- og rækjustofiium við Grænland og Noreg. Þess vegna verður þjóðfélagið i heild að mæta þeirri skerðingu, sem felst í því að á næsta ári verði ekki veitt meira úr þessum stofii- um, en segir í tillögum Hafrann- sóknastofiiunar. Og þá verði stefiit að því að veiða ekki meira af þorski en 300.000 lestir, 20.000 af rækju, 30.000 af grálúðu og 2.100 lestir af humri,“ sagði Þor- steinn Gisason, fiskimálastjóri, við setningu fiskiþings í gær. Þorsteinn hóf ræðu sína með því að minnast látinna Fiskifélags- manna, þeirra Hólmsteins Helga- sonar, Magnúsar Magnússonar , Vilhjálms Ingvarssonar og Guð- mundar Ingimarssonar, starfs- manns félagsins. Síðan sagði fiski- málastjóri meðal annars: „Á sein- asta ári var sjávarútvegurinn íslenzku þjóðinni gjöfull. Árið 1987 §órða árið í röð þar sem sjávarafli Islendinga varð meiri en ein og hálf milljón lesta. Ársaflinn var 1.625.000 lestir, sem gaf 41,5 millj- arða króna í útflutningsverðmæti eða um 78% af heildarútflutningi landsmanna. Varlegt er að spá ákveðið um heildarafla í ár, en verði svipuð loðnuveiði og á seinasta ári, gæti heildaraflinn orðið nálægt 1.650.000 lestum. í fyrra veiddust 390.000 lestir af þorski. I ár gæti veiðin orðið um 355.000 lestir. Þarna er uggvænleg þróun, þegar litið er á verðmætis- vægi þorsksins, sem hefur á und- anförnum árum gefið nálægt 45% af heiidarverðmæti.-í dag stöndum að heildarkarfaafli verði lítið eitt meiri eða nálægt 90.000 lestum. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að hámarksafli af karfa verði 75.000 lestir fyrir árið 1989. Virð- ist því nauðsynlegt að dregið verði úr karfaafla með svipuðum hætti og gildir um þorskinn. Miðað við tillögur Hafrannsókna- stofnunar má reikna með að afla- heimildir í ufsa og ýsu verði svipað- ar og á þessu ári. Úthlutun veiðiheimilda á grálúðu fyrir yfirstandandi ár miðaðist við 30.000 lestir. Sóknarmarksskip hafa í vaxandi mæli sótt í grálúðu- stofninn og benda áætlanir til, að ársafli geti orðið allt að 50.000 lest- ir. Tillögur Hafrannsóknastofnunar fyrir árið 1989 miðað að 30.000 lesta afla og sýnist óhjákvæmilegt að stemma stigu við ásókn sóknar- marksskipa í grálúðustofninn með setningu sérstaks hámarks á grá- lúðuveiðar þeirra. Hafrannsóknastofnun lagði til að hámarksafli af úthafsrækju yrði 30.000 lestir í ár en veiðiheimildir miðuðust við 36.000 lesta ársafla. Vegna minnkandi afla á togtíma er hins vegar áætlað að ársafli verði einungis um 26.000. Hafrann- sóknastofnun hefur lagt til að út- hafsrækjuafli á árinu 1989 verði 20.000 lestir er því óhjákvæmilegt að minnka veiðiheimildir verulega milli ára. við frammi fyrir þeirri staðreynd að verulegur samdráttur er nauð- synlegur í veiðum úr verðmætustu veiðistofnum okkar og á ég þar við þorsk, rækju, grálúðu og humar. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst hvert stefnir, þegar horft er á aldurdreifíngu og ört smækkandi einstaklinga, sem veiðast úr þessum stofnum." Fiskiþing var sett í 47. sinn í gær. Þingið hófst með ávarpi Þor- steins Gíslasonar og erindum þeirra Halldórs Ásgrímssonar, Vilhjálms og Árna Benediktssonar um af- komu sjávarútvegsins og umræðum um hana. Jafnframt var á dagskrá erindi Hilmars Bjamasonar um ástand fískistofna og Jónasar Blöndal um Alþjóðasamtök fískifé- laga. Fiskiþingi lýkur á föstudag. Vilhjálmur Egilsson sagði nauð- synlegt að lækka gengi íslenzku krónunnar um að minnsta kosti 10% því gengisfellingar skiluðu sjávarút- veginum hagnaði, en skynsamleg stóm peningamála réði því hvort sá hagnaður yrði varanlegur eða stundarfyrirbrigði. í sumar var úthlutað 398.000 lestum af loðnu til íslenzkra loðnu- báta. Sú úthlutun miðaðist við 500.000 lesta heildarkvóta sem ákveðinn hafði verið til bráðabirgða til lóka október. Nýlokið er endur- mælingu á loðnustofninum og er lagt til að heildarkvótinn verði auk- inn um 360.000 lestir og af því magni koma 306.000 lestir í hlut okkar. Heildarloðnukvótinn á þess- ari vertíð er því nokkru minni en á þeirri síðustu, en talið er nauðsyn- legt að farinn verði nýr leiðangur um næstu áramót sem vonandi leið- ir til jákvæðari niðurstöðu. Það fijálsræði, sem á undanföm- um árum hefur ríkt í veiðum á út- hafsrækju sem og svigrúm sóknar- marksskipa til aflaaukningar, leiddi af sér að fjárfestingar til aukningar á afkastagetu fískiskipaflotans fóm úr hófí fram. þessar fjárfestingar gera það enn þungbærara en ella að draga nú saman afla úr ýmsum af okkar helztu nytjastofnum og má því með sanni segja að mála- miðlanir í fiskveiðistefnunni hafí skapað óþarfa vanda. Menn þurftu hins vegar ákveðinn tíma til að ná áttum sem er skiljanlegt og eðlilegt. Stefiia EB óaðgengileg Það er yfirlýst stefna Efnahags- bandalagsins í sjávarútvegsmálum að fyrir tollfijálsan aðgang sjávar- afurða að mörkuðum bandalagsins komi aðgangur aðildarríkja þess að fiskveiðilögsögu viðkomandi ríkis. Aðgangur að auðlind komi í staðinn fyrir aðgang að markaði. Með Hann ræddi einnig vaxtamál og sagði fyrirtækin borga í krinum 10% raunvexti, sem væri allt of hátt og stafaði af því að bankakerf- ið væri dýrt og illa rekið. Ámi Benediktsson Tjallaði einnig um afkomuna og sagði svo: Á árinu 1987 var brúttóhagnaður frystingar um 7% samkvæmt tölum Þjóð- hagsstofnunar og þær tölur eru ekki umdeildar. Eg hef ekki yfirlit yfír öll frystihús landsins, en sa- kvæmt því úrtaki sem ég hef, námu vextir og afskriftir allt að 12%. Með öðrum orðum, árið 1987 vantar vantar 5% upp á að tekjur nægi fyrir gjöldum. Þessum mismun var í fleiri tilfellum mætt mætt með söfnun lausaskulda, sem í einhverj- slíkum rökum hefur bandalagið náð samningum við nokkrar þjóðir. Þessi stefna er með öllu óaðgengi- leg fyrir íslendinga. bent hefur ver- ið á að ekki viðgengst að krefjast aðgangs að öðrum auðlindum í við- skiptum ríkja þeirra. Við sjáum ekki hvaða rök eru fyrir því að gera greinarmun á auðlindum hafs- ins og öðrum auðlindum. Röksemd okkar hefur ætíð verið sú að fískaf- urðir séu í raun iðnaðarframleiðsla okkar og í staðinn fyrir tollfijálsan aðgang íslenzkrar framleiðslu að bandalaginu hafí iðnvamingur frá aðildarríkjum þess tollfijálsan að- gang að íslenzkum markaði. Ég tel að við komumst ekki hjá því að ræða við Efnahagsbandalag- ið með opnum huga þó svo að ekki komi til greina af okkar hálfu að fallast á stefnu Efnahagsbanda- lagsins um aðgang að auðlind fyrir aðgang að markaði. Allar viðræður um þau atriði, sem ég nefndi áðan verða að verða á fullkomnum jafn- réttisgrundvelli þar sem rætt er um sambærilega hluti." Fjárfi'amlag til Fiski- félagsins skert Halldór ræddi einnig framtíð Fiskifélagsins og þá staðreynd að samdráttur í efnahagslífínu hlyti að koma niður á framlagi ríkisins til félagsins. I fjárlögum næsta árs væri gert ráð fyrir nokkurri skerð- ingu, en ráðuneyti sitt væri reiðu- búið til að taka þátt í endurskoðun starfsemi Fiskifélagsins og marka því framtíðarstefnu. um tilfellum var að nokkru leyti breytt í föst lán. Þessar nýju lausa- skuldir vegna greiðsluhalla ársins 1987 báru yfirleitt 30 til 40% vexti unz vextir voru lækkaðir á síðustu mánuðum, en það eykur greiðslu- halla líðandi árs um 1,5 til 2%. Framan af þessu ári komst greiðsluhalli upp í 14 til 16%, en lækkaði verulega við gengisfelling- una í maí, hækkaði síðan aftur auknum tilkostnaði strax fyrsta júní og áfram. Ný ríkisstjórn lagfærði stöðu frystihúsanna nokkuð með sérstökum aðgerðum í september. Eftir þær aðgerðir er brúttóhagnað- ur frystingar um 8%. Fjármagns- kostnaður hefur varla verið undir 15 til 16% það sem af er þessu ári. Hins vegar hafa innlendir vext- irt verið lækkaðir verulega og fyrir- hugað er að þeir lækki ennþá meira. Fari nafnvextir innlendra lána niður fyrir 10% fer fjármagnskostnaður í heild niður í 10% af tekjum og þá er skammt að endar nái saman.“ Þorsteinn Gíslason, fískimálastjóri: Verulegur aflasam- dráttur nauðsynlegur „Lögmál skynseminnar gilda ekki alltaf um stjórnmál“ „Stjórnvöld sem hafa tekið að sér að skrá gengið líta allt og oft á stöðugt gengi sem mælikvarða á frammistöðu sina í efiiahagsmálum. Og vegna þess forðast þau eins og dæmin sanna að horfast í augu við staðreyndir og breyta gengi þegar þess er þörf. Við verðum að hafa í huga þegar sljórnmálamenn eru með í spilinu og við ræðum hvað sé skynsamlegt, að lögmál skynseminnar gilda ekki alltaf um stjórnmál," sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verzlunar- ráðs íslands, meðal annars á Fiskiþingi, sem sett var í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.