Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, 1>RIÐ.JUDAGUR 1. NÓVEMBRR 1988 55*-. V estur-Þýskaland: Framtíð fiskút- flutnings getur ráð- ist á næstu vikum Hamborg. Frá Kristófer Má Kristinssyni fréttaritara Morgnnblaðsins. KAUPENDUR íslenskra sjávarafurða í Vestur-Þýskalandi hafa vax- andi áhyggjur af hugsanlegum afieiðingum hvalveiðistefnu íslend- inga á stöðu fyrirtækja sinna. Ákvörðun Tengelmann samsteypunn- ar hefur vakið mikla athygli og svo virðist sem mörg fyrirtæki hugleiði að feta í fótspor þeirra. Þetta er niðurstaða viðræðna frétta- ritara við fulltrúa nokkura kaupenda íslenskra fískafurða hér í Vestur-Þýskalandi. „Það er endanlega afstaða neyt- enda sem ræður úrslitum í þessu máli,“ sagði einn viðmælenda fréttaritara, og bætti við: „í raun- inni á þessi hvalveiðideila að fara fram á íslandi en ekki við búðar- dyrnar hjá okkur hér.“ Það virðast fyrst og fremst vera smærri kaupendur sem láta undan þrýstingi og hætta að kaupa ís- lenskar sjávarafuiOir, eða gefa það í skyn að minnsta kosti. Nokkrir stórmarkaðir hafa nú þegar, eða hyggjast í náinni framtíð, fara fram á vottorð frá vinnslustöðvum og dreifingarfyrirtækjum, þess efnis að þau noti ekki afurðir frá íslandi. Sú skoðun virðist almenn á með- al fískkaupenda að mál þetta snúist ekki um hvalveiðar heldur markaðs- setningu á íslenskum fiski og ljóst sé að stefni í umtalsverða erfíð- leika. Einn framleiðandi sagði fréttaritara að á síðustu dögum hefði ástandið versnað að mun og sagðist hann ekki sjá fram á annað en verða að ákveða á næstu dögum hvort hann vildi halda áfram að kaupa fisk frá Islandi og fara á hausinn, eða hætta að kaupa íslenskan fisk og vera áfram í rekstri. Forsvarsmenn fyrirtækja eru annars tregir til að gefa afdráttar- lausar yfirlýsingar um aðgerðir á næstu vikum, hugsanlega í þeirri von að íslensk stjórnvöld gefi út yfirlýsingu um algera stöðvun hval- veiða. Þá er fullyrt að neikvæð og þvermóðskufull afstaða stjórnvalda á íslandi, til dæmis að freista þess ekki að eiga friðsamleg samskipti við Grænfriðunga, hafi spillt mjög málstað Islendinga. Þá er ítrekað að fyrirtæki, sem versla með sjávar- afurðir, eigi við ærna erfiðleika að etja vegna ýktrar og ósanngjarnrar umræðu í fjölmiðlum um mengun og ormafár, þó svo þau bæti ekki á sig afleiðingum af hvalveiðistefnu íslendinga. Lögmönnum falið að fá viðurkenndan MERKIÐ SEGIR ALLT UM GÆÐIN camDos / 3 SKÆÐl LAUGAVEGI - SKÆÐI KRINGLAN - SKÓVERSLUN KÓPAVOGS SKÓBÚÐ SELFOSS - KAUPSTAÐUR MJÓDD - SKÓBÚÐIN KEFI WIK VERSLUNIN NÍNA AKRANESI - SKÓBÚÐ SAUÐÁRKRÓKS FÍNAR LÍNUR AKUREYRI - SKÓHÖLLIN HAFNARFIRÐI eignarrétt á mörkum EINSTAKA eigendur eyma- marka sem markanefiid hefiir bannað að nota mörk sín vegna ákvæða í reglugerð um hömlur á sammerkingum sauðQár hafa falið lögmönnum að fá eignar- réttinn viðurkenndan. Til fram- kvæmda er að koma ný reglu- gerð um mörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár og hefur markanefhd lok- ið að úrskurða í öllum þeim rúm- lega 100 málum sem vísað var til hennar. Jón Höskuldsson, formaður markanefndar, segir að ein lög- mannsstofa hafi skrifað landbúnað- arráðherra fyrir hönd markeiganda og beðið hann að fella úr gildi úr- skurð markanefnda og viðurkenna eignarrétt markeigandans. Ráð- herra hafi ekki svarað þessu er- indi. Þá sagðist hann vita um tvo til þijá aðra markeigendur sem leit- að hafi til lögfræðings vegna slíkra mála. Samkvæmt reglugerðinni eiga markaskrár að koma út á þessu ári, og eru þær byijaðar að koma út. Þær eru nú tölvuunnar. Síðast þegar markaskrár voru gefnar út voru rúmlega 20 þúsund mörk 5 landinu en Jón taldi að þeim hefði fækkað síðan um allt að þriðjung. Hann sagði að mikil tilfinningasemi væri í þessum málum, það væri skiljanlegt, því sárt gæti verið fyrir fólk að missa mörk sem það hefði lefigi átt. í reglugerðinni væri hins vegar hert á reglum um sammerk- ingar og fleira. Velti bíl við Alþingi ÖKUMAÐUR, sem grunaður er um ölvun, velti Subaru-bíl sínum í Kirkjustræti við Alþingishúsið um klukkan hálfhíu á laugar- dagskvöld. Enginn slasaðist en bíllinn er nokkuð skemmdur. Að sögn lög- reglu gat maðurinn enga skýringu gefið á því hvers vegna bíllinn valt. Flugleiðir: Mannabreytingar á markaðssviði Mannabreytingar hafa orðið á markaðssviði Flugleiða, sem hluti af endurskipulagningu á sölu-, markaðs- og þjónusutu- starfi fyrirtækisins. Þær breytingar hafa orðið á inn- anlandsdeild að Andri Hrólfsson verður fórstöðumaður innanlands- flugs og Þórarinn Stefánsson verð- ur stöðvarstjóri. Á skrifstofu markaðssviðs verður Anna Birna Halldórsdóttir deildar- stjóri markaðsáætlanagerðar. Á stöðvadeild verður sú breyting að Gunnar Ólsen verður stöðvarstjóri í Keflavík. Á söludeild verða þær breytingar að Guðrún Jóhannsdóttir verður deildarstjóri Farskrár, Jóhann D. Jónsson verður sölustjóri á Islandi, Jón óskarsson verður sölustjóri inn- anlandsflugs, Pétur Esrason verður sölustjóri flugleiða í Mið-Evrópu, til Bretlands og yfir Norður-Atlants- haf, og Sveinn Sæmundsson verður sölustjóri á Norðurlandaleiðum og tengiliður við auglýsingastofur. Sigurður SkagQörð verður deild- arstjóri þjónustudeildar og Ragn- hiídur Gunnarsdóttir verður nýr fulltrúi í þjónustudeild. Enner tœkilcari... Fjöldi skemmtilegra og fræðandi námskeiða, m.a.: IAð gefa út fréttabréf og félagsblöð Að sækja um vinnu Að vera foreldri unglings Aðventukransar Bókhald smærri fyrirtækja Fluguhnýtingar Pappírsgerð Auk þess ný námskeið: IAðsaumajólafötábömin S Tölvurtil heimilisnota Sölutækni og markaðsþekking Q (í samvinnu við Tölvuskóla íslands) Hafið samband, ieitið upplýsinga TÓMSTUNDA SKOLINN SkóiavörÖustíg 28 Sími 621488 Rammaþrykk Sala og markaðssókn smærri fyrirtækja Viðtöl og greinaskrif Aðgeraviðbílinn sinn. Að skipuieggja tíma sinn Fatasaumur fyrir byrjendur Videotaka á eigin vélar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.