Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
2 FRETTIR/INIULENT
Blóðbankinn 35 ára:
Blóðgjafír
sex til sjö
tonn á ári
BLÓÐBANKINN er 35 ára á
morgun, en hann var formlega
opnaður 14. nóvember 1953. „Mér
er efst I huga þakklæti til blóð-
gjafa,“ sagði Ólafur Jensson for-
stöðumaður Blóðbankans er
Morgunblaðið ræddi við hann i
tilefhi afmælisins.
„Blóðgjafír voru aðeins fleiri á
árunum í kringum 1980, en síðastlið-
in þijú ár hafa þær verið um 12-
14.000 á ári, sem samsvarar sex til
sjö tonnum af blóði," segir Ólafur
Jensson.
Blóðbankinn er virkur í vísinda-
störfum, einkum í sambandi við
heilablæðingar og aðra arfgenga
sjúkdóma. „Við höfum átt gott sam-
starf við marga aðra aðila í gegnum
árin,“ segir Olafur og heldur áfram:
„En Rauði kross íslands hefur verið
stærsti samstarfsaðili okkar, einnig
hafa Blóðgjafafélag íslands og
líknarfélagið Heilavemd veitt okkur
mikinn stuðning til visindarann-
sókna á síðustu árum.“
Ólafur sagði að húsnæðisþrengsli
hafí háð starfseminni nokkuð.
„Borgaryfirvöld samþykktu nýlega
að byggð yrði önnur hæð ofan á
húsið og var það besta afmælis-
gjöfin sem við gátum hugsað okk-
ur,“ sagði Ólafur, sem að lokum var
sgurður hvort hann gæfi sjálfur blóð.
„Ég gerði það hér áður fyrr, en það
er ekki talið heppilegt að við, sem
vinnum í Blóðbankanum gefum blóð.
Við gefum hins vegar oft blóðsýni
til rannsókna og samanburðar."
Jón Halldórason
Gaf blóð 95 sinnum:
Leið alltaf
miklu bet-
ur á eftir“
Jón Halldórs-
son er senni-
lega sá íslend-
ingur sem oft-
ast hefur gef-
ið blóð. „Tak-
markið var að
geía 100 sinn-
um, en ég náði
ekki að gefa
nema 95 sinn-
um, þvi eftir
að menn verða 65 ára mega þeir
ekki lengur gefa blóð, en mér
leið alltaf miklu betur eftir að
ég gaf blóð,“ segir Jón Haildórs-
son eldhress sjötugur maður sem
býr á Njálsgötunni í Reykjavík.
Jón, sem er í neikvæðum A-
flokki, segist hafa gefið blóð að
meðaltali þrisvar á ári, og hann
hafi byijað að gefa áður en Blóð-
bankinn var stofnaður.
„Um 1950 þurfti móðir mín að
gangast undir mikla skurðaðgerð,
hún var haldin krabbameini, og í
þá daga þurftu ættingjar að koma
á spítalann til að gefa blóð.
Að vísu dugði það ekki til að
bjarga móður minni, en ég hét því
að ég skyldi gefa blóð regiulega
eftir þetta meðan ég gæti. Synir
mínir, Halldór og Kristján, hafa
farið að fordæmi mínu hvað þetta
varðar."
Til lesenda
Vegna tæknilegra mistaka sem
ekki varð við séð birtist viðtal Páls
Pálssonar við danska rokkkónginn
Kim Larsen hálfkarað í síðasta
sunnudagsblaði. Hefur slíkt því mið-
ur áður gerst í þeirri miklu tölvu-
vinnslu, sem er samfara stóru blaði.
Mikil vinna er lögð í að koma í veg
fyrir slík mistök, en í þeirri baráttu
hafa menn ekki alltaf erindi sem
erfiði, svo ófyrirgefanlegt sem það
er.
Enn einu sinni eru lesendur því
beðnir afsökunar, en þó einkum sá
þolandi, sem helst skyldi þyrmt,
íslensk tunga.
Linda Pétursdóttir ásamt stöllum sfnum frá Indlandi, Anuradha Kottoor, og Hong Kong, Michele
Reis.
Miss World-keppnin í Lundúnum:
Mynd af Lindu Pétursdóttur
var birt í þremur blöðum
Lundúnum, frá Andrési Magnússyni, fréttaritara Morgunblaðsina.
í LUNDUNUM stendur undirbúningur Miss World-fegurðar-
keppninnar nú sem hæst og eru menn þegar farnir að velta fyr-
ir sér hvaða keppendur teljast sigurstranglegastir, en keppnin
fer fram hinn 17. þessa mánaðar. Veðmálafyrirtæki eru þó enn
ekki f&rin að taka við veðmálum enda lítil umQöllun verið um
keppnina til þessa. Það er þó að glæðast og má nefna að á föstu-
daginn hóíii bresku siðdegisblöðin umQöllun sína um keppnina
og birtist mynd af Lindu Pétursdóttur, fegurðardrottningu ís-
lands, í þremur blöðum. Linda kvaðst í samtali við Morgunblaðið
vera farin að hlakka til keppninnar og sagði nokkum keppnishug
vera kominn f sig og stöllur sfnar.
Keppendumir komu hingað til
Lundúna á þriðjudag, en þá höfðu
stúlkumar dvalist í rúma viku í
Malaga á Spáni. Frá því hafa þær
verið önnum kafnar við þjálfun
fyrir keppnina, viðtöl við fjölmiðla
og góðgerðarstarf ýmist.
Að sögn Lindu er stúlkunum
haldið mjög við efnið og vart
mínúta aflögu. Þá er öryggis-
gæsla með stúlkunum mjög
ströng. „Við fömm ekki skref án
þess að vera með öiyggisverði eða
fylgdarkonur á hælunum og ef
satt skal segja finnst mér þetta
einum of strangt en þess þarf
vafalítið með.“
Linda var spurð að því hvaða
stújkur hún teldi hafa mesta
möguleika í keppnina sem fer
fram næsta fimmtudag. Hún kvað
erfitt fyrir sig að reyna að segja
fyrir um slíkt, en nefndi að fulltrú-
ar Venezúela, írlands, Banda-
ríkjanna og Suður-Kóreu myndu
líkast til reynast sigurstranglegir.
Linda sagðist ekki vilja gera sér
of miklar vonir um eigin árangur.
Það yrði að koma í ljós. „Auðvitað
vona ég að ég komist í úrslit en
það er erfíðara nú en áður. Áður
voru tólf stúlkur í úrslitum en nú
bara tíu,“ sagði Linda.
Varaflugvöllur:
Aðalskil-
yrðið 3.000
metra braut
VERÐI varaflugvöllur byggður
hér á landi í samvinnu við NATO,
væru skilyrðin þau að brautar-
lengd sé nægileg, eða 3.000 metr-
ar, til að hún fullnægi öryggis-
kröfum fyrir flugvélar varaar-
liðsins. Einnig að nægilega mörg
stæði fyrir flugvélar verði við
völlinn, öryggisbúnaður, þ.e.
slökkvilið, svo og aðstaða til að
geyma eldsneyti. Ekki er gert
ráð fyrir neinum hernaðarum-
svifiun á vellinum á friðartímum
og því er ekki gert ráð fyrir
aðstöðu fyrir hermenn.
Þorsteinn Ingólfsson skrifstofu-
stjóri Vamarmálaskrifstofu sagði
við Morgunblaðið, að ekki lægi fyr-
ir neitt tilboð frá mannvirkjasjóði
NATO á þessu stigi um að kosta
gerð vallarins, en utanríkisráðherra
hefði verið tilkynnt það af hemaðar-
yfirvöldum Atlantshafsbandalags-
ins, að fyrir dyrum stæði að gera
forkönnun á mögulegum staðsetn-
ingum fyrir varaflugvöll. Vilji væri
fyrir hendi að kanna staðsetningu
vallarins hér á íslandi, en einnig
lægi fyrir áhugi danskra yfirvalda
á að könnuð yrði staðsetning á
Grænlandi og í Færeyjum.
Surtsey 25
áraámorgun
SURTSEY á 25 ára afinæU á
morgun, mánudaginn 14. nóvem-
ber, en þann dag árið 1963 hófst
neðansjávareldgos við Vest-
mannaeyjar og Surtsey varð til.
Talið er að um 1,1 milljón rúm-
metra af gosefiium hafi komið
upp í gosinu, sem stóð í um 4 ár.
Vísindamenn víða að úr heimin-
um hafa síðastliðinn aldarflórðung
stundað margvíslegar rannsóknir í
Surtsey en þetta er í fyrsta sinn
sem vísindamenn fylgjast með frá
upphafi hvemig líf þróast á einum
stað. Jarðfræðilegar, gróðurfars-
legar og líffræðilegar rannsóknir
hafa leitt margt forvitnilegt í ljós
f þróun Surtseyjar og meðal annars
hefur í fyrsta sinn í jarðsögunni
verið unnt að fylgjast með myndun
móbergs, sem er efnabreyting úr
ösku yfir í fast berg. Á hverju ári
er unnið markvisst að vísindarann-
sóknum • í Surtsey. Surtsey hefur
mótast talsvert af ágangi sjávar en
gróður eykst þar jafnt og þétt og
fuglar taka sér þar búsetu.
Nauðungaruppboð og gjaldþrot:
Árlega kaupa nokkrir eigin þrotabú
Þótt aðeins fáist brot af kröfum er þessi leið oft talin sú hagstæðasta fyiir lánadrottna
UNDANFARINN mánuð hafa verið haldin að minnsta kosti þtjú
nauðungarappboð hérlendis þar sem uppboðsþolar, eða aðilar
nákomnir þeim, hafa átt hæstu tilboð f viðkomandi eignir. Engin
lagaákvæði hindra að í tilfellum sem þessum sé hæsta boði tek-
ið. Þá eru árlega nokkur dæmi þess að eigendum gjaldþrota fyrir-
tækja, eða aðilum nákomnum þeim, séu seldar eignir viðkomandi
þrotabús. Þótt jaftian fáist aðeins upp f brot af viðurkenndum
skuldum, er þessi Ieið oft talin sú hagstæðasta fyrir lánadrottnana.
Aðeins f einn uppboðsmálanna,
máli Hótels Arkar, liggur
afstaða uppboðshaldara fyrir. Þar
var hæsta tilboði hafnað og var
uppboðinu þá áfrýjað til Hæsta-
réttar. Tvö mál eru enn til með-
ferðar. Annars vegar er þar um
að ræða mál Finnboga Kjeld í
Reykjavík, sem vill fá keypt tvö
skipa skipafélagsins Víkur, þar
sem hann er stjómarformaður, og
hins vegar vill íslenska umboðs-
salan hf kaupa eignir Langeyrar
hf í Hafnarfírði. Sömu aðaleigend-
ur eru sagðir vera að báðum
hlutafélögunum.
Hótel Örk hf
er allt annar lög-
aðili en Helgi Þ.
Jónsson, einka-
eigandi Hótels
Arkar og aðaleig
andi hlutafélags-
ins sem hæst
bauð. Lögaðilinn Helgi Þ. Jónsson
ber þó sjálfur ábyrgð vegna um
200 milljóna skulda Hótels Arkar
(ekki hf) umfram söluverð á upp-
boðinu, og er viðbúið að krafíst
verði gjaldþrotaúrskurðar vegna
þess og allar eignir hans seldar
upp f skuldir.
BAKSVIÐ
eftir Pétur Gunnarsson
Einstaklingurinn Finnbogi
Kjeld ber hins vegar aðeins
ábyrgð á skuldum Skipafélagsins
Víkur hf með hlutafjáreign sinni
í því félagi. Aðrar einkaeignir
hans ættu ekki að vera f hættu
vegna ógreiddra skulda skipafé-
lagsins, nema ef hann hefur sjálf-
ur gengist í ábyrgðir fyrir hlutafé-
lagið, lánað því
veð eða
þvíumlíkt.
Á sama hátt
hafa íslenska
umboðssalan hf
og Langeyri hf
ekkert með hvort
annað að gera, lagalega séð, jafn-
vel þótt aðaleigendur hlutafjár í
félögunum tveimur séu sömu ein-
staklingamir.
Eigendur hlutafélaga leggja
aðeins hlutafé sitt undir með
rekstrinum og fari eitt hlutafélag
á hausinn er ekkert í lögum því
til fyrirstöðu að stofna annað og
bjóða í eignimar. Samkvæmt upp-
lýsingum úr skiptarétti
Reykjavíkur eru árlega nokkur
dæmi þess að eigendum gjald-
þrota fyrirtækja sé seldur rekstur-
inn, jafnvel fyrir brot af viður-
kenndum skuldum þeirra.
Brynjar Níelsson, fulltrúi
skiptaráðanda, sagði að þegar
slíkum boðum væri tekið væri það
vegna þess að með því móti væri
hagsmuna kröfuhafanna þrátt
fyrir allt best gætt. Þetta ætti
einkum við um smærri fyrirtæki
, þar sem helstu eignir væm lftill
vömlager og innréttingar í leigu-
húsnæði fyrirtækisins og persónu-
leg sambönd fyrri eiganda væm
talin forsenda reksturs og við-
skiptavildar. Því verði það oft
sameiginlegt hagsmunamál lána-
drottnanna og sktlidunautanna að
þeir síðamefndu stofni nýtt félag
sem sé gefíð færi á að kaupa búið.