Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 11 Islendingar tossar? ■ Amsterdam höfuðborg V-Þýskalands ■ Einstein fann upp ljósapemna ■ Mauríce höfundur Marmara ■ ísland lýðveldi árið 1100 og forsetar þess Magnús, Jón og Sveinbjöm, - eða hvað? eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og Urói Gunnarsdóttur ÞJÓÐIN sem státar afþekkingn að stafa íslenskt orð og að muna og kunnáttu, og þykist varðveita hverjir voru forsetar lýðveldisins móðurmálið sitt betur en aðrar eða hvers vegna við höldum þjóðir, á bæði í erfíðleikum með hvítasunnu. Iskyndiprófí um almenn þekkingaratriði sem sunnudagsblað Morgunblaðsins lagði fyrir fólk á fomum vegi, kom í ljós að menn eru yfirleitt verr að sér en álitið var, þegar góð almenn menntun í landinu er höfð í huga. Spumingamar voru samd- ar með aðstoð sérfróðra manna, og voru lagðar fyrir 40 manns af báðum kynjum á aldrinum 15 til 60 ára. Spurt var úr sögu, landafræði, trú- fræði og vísindum, og um það sem efst er á baugi. Einnig var fólk beðið að þýða algengt orðasamband yfír á ensku, og stafa íslenskt orð og fallbeygja ann- að. Það skal skýrt tekið fram að hér er að sjálfsögðu ekki um vísindalega könnun að ræða, heldur skyndi- próf sem ef til vill gæti gefíð nokkra vísbendingu. Sag-a Landafræðin reyndist fólki þung í skauti, aðeins 5% spurðra vissi hver nyrsti hreppur landsins er, en margir héldu að hann væri á Melrakkasléttu eða Langanesi, fæstum datt Grímseyjarhreppur í hug, eða aðeins tveimur af fjörutíu. Einnig vom fáir sem vissu hver er höfuðborg V-Þýskalands, nefndu Amsterdam, Berlín, Köln og Munchen, en aðeins 35% sögðu það vera Bonn. Oft hefur verið talað um að íslendingar eigi heims- met í þjóðrembu, en eitthvað virðist lítið fara fyrir þekkingu þeirra á eigin sögu, því flestir stóðu á gati þegar spurt var um landnámsmanninn í Eyjafírði. Nefndu Hrafna-Flóka og Snorra Sturluson, eða hristu bara höfuðið og sögðu alvarlega að þeir hefðu haft svo lélegan kennara í barnaskóla. Rétta svarið vissu 35%. Og það er greinilegt að kennarinn hefur staðið sig voðalega illa því aðeins helmingur vissi hveijir höfðu verið forsetar lýðveldisins og vöfðust föðumöfn- in fyrir mörgum. Hannes Hafstein var oft nefndur ásamt Jóni Sigurðssyni, en svo bættust við dularfull nöfn eins og Jón Stefánsson, Sveinbjöm og Magnús Ásgeirsson. En það var þó gleðilegt að heyra að 65% aðspurðra vissu hvenær lýðveldið var stofnað, þótt einn hafi reyndar spurt hugsi hvort það hefði ekki verið árið 1100? En þegar komið var nær okkar tíma í sögunni þá stóðu menn sig mun betur. Rúmlega helmingur vissi hvenær seinni heimsstyijöldin stóð yfír. Hin trúaða þjóð, samkvæmt frægri Gallup-skoðana- könnun, þurfti að hugsa sig lengi um þegar hvítasunn- una bar á góma. Aðeins 17% vissu hvers vegna við höldum hvítasunnu, en aðrir nefndu upprisuna og mjög algengt svar var: Já, þá steig Jesús upp til himna. Móðurmál Það er ekki að ástæðulausu sem menn hafa áhyggj- ur af móðurmálinu, þótt hinir bjartsýnu álíti að það muni standa allt af sér eins og það hefur gert um aldimar. Aðeins 45% þátttakenda gat stafað orðið „lítilsigldur" rétt og fæstir vissu hvað orðið þýddi. Algengt var að menn settu „y“ bæði í fyrri og seinni hluta orðsins, bættu einu „s“ við og sögðu að merking- in væri sú að vera lítið sigldur. Fjórir af fjöratíu vissu hvað orðið þýddi. Fallbeyging orðsins „kýr“ gekk einn- ig fremur illa, 60% gátu ekki beygt það rétt og vora oftast með eignarfallið rangt, sögðu til kýrar eða kúar. Nokkram fannst algjör óþarfí að fallbeygja orð- ið og höfðu það eins í öllum föllum. Fólk fylgist misjafnlega vel með málefnum líðandi stundar, til dæmis vissu aðeins 22% hver dóms- og kirkjumálaráðherra íslendinga er, þrátt fyrir ítarlega umflöllun Qölmiðla um stjómarskiptin. Æ, það er allt- af verið að skipta, varð mörgum að orði. Og eitthvað virðist menningarlífið fara fyrir ofan garð og neðan hjá sumum, því fæstir vissu eftir hvem leikritið „Marmari" er, sem nýverið var sýnt í Þjóðleikhúsinu. Margir nefnu Odd Bjömsson, Guðmund Steinsson, Kaldal og „mann með eftimafíii“, og einnig heyrðist nafnið Maurice, en það mun sennilega vera einhver útlendingur. Guðmund Kamban nefndu aðeins 27%. En þegar kom að forsetaframbjóðendum Banda- ríkjanna urðu menn allir hressari og svöraðu 70% rétt þeirri spumingu. En þó komu margar góðar at- hugasemdir, tvítugur maður sagði: „Það er hann Bush og svo hinn sem ég held með, en ég man bara ékki hvað hann heitir." Enska Rúmlega helmingur vissi hver fann upp ljósaper- una, en þó nefíidu að vísu margir Einstein og örfáir Watt, en 67% vissu hvað eftiasambandið H^O tákn- aði. Stóðu unglingamir sig vel þegar spurt var um efnasambandið, en þess bera að geta að það hefur þótt „töff“ hjá unglingum að segjast þurfa að fá sér smávegis H^O, í stað vatns. En þrátt fyrir misjafna kunnáttu á hinum ýmsu sviðum, þá era þó ísiendingar með enskuna „á hreinu". „Hvað kostar þetta?“ vora þeir beðnir um að segja á því máli, og þá stóð ekki á svöram. 87% mæltu það lipurlega fram af vöram og í einu tilviki var það hið eina sem rúmlega tvítug kona gat svarað. Kennarar þurfa því ekki að fá samviskubit vegna lélegrar enskukennslu, enda fengið ágætis aðstoð frá útvarpi og sjónvarpi þar sem enskan heyrist stundum oftar en móiðurmálið. Bestir Karlar á aldrinum 40 til 60 ára stóðu sig best og gátu svarað 78% af öllum spumingum, en ungu menn- imir á aldrinum 15 til 20 ára stóðu sig verst, gátu einungis 25% af spumingum. Það sama var um konur að segja, elsti hópurinn stóð sig best, með 67% rétt svör, en lítill munur var milli kvenna á aldrinum 15 til 20 ára og 20 til 40 ára. Karlmenn á aldrinum 20 til 40 ára gátu svarað álíka mörgum spumingum og yngri konumar, höfðu 30 til 40% af svöranum rétt. Reyndar hefði mátt búast við betri frammistöðu hjá unga fólkinu, því ekki er svo ýkja langt síðan þau voru í bamaskóla, þar sem þau lærðu til að mynda flest það sem spurt var úr landafræði og sögu. Og flest þeirra era enn í skóla og ættu því ekki að vera orðin „ryðguð" í fræðunum. Breska helgarblaðið The Sunday Times gerði svip- aða þekkingarkönnun, og vora niðurstöður hennar ekki ólíkar þeim sem greinir hér að ofan. Söguþjóðin í norðri virðist því ekki standa Bretum framar hvað varðar almenn þekkingaratriði, þrátt fyrir fullyrðingar manna í þá átt að íslendingar séu mun betur að sér en almennt gerist meðal þjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.