Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 17 hefði þróast, ef konur hefðu mótað þinghaldið. Líklega hefði ramminn ekki orðið ýkja frábrugðinn, því auðvitað þurfa þingmenn að skiptast á skoð- unum fyrir opnum tjöldum, enda þótt meirihiuti starfsins eigi sér stað utan / þingsala. En trúlega hefðu hinir opnu þingfundir ekki orðið jafn langir, og e.t.v. hefðu fréttamenn orðið að leita annað að krassandi fyrirsögnum. Mjög fáar konur eru gæddar þeirri sjálfsán- ægðu fullvissu, sem virðist svo dijúgt veganesti upp í ræðustól, hvort sem þar er um að ræða eðlis- lægt einkenni eða rökrétt samhengi við umhverfismótun. Konum lætur }rfirleitt betur að vinna í smærri hópum og að koma sínu fram með hægðinni. Þær hefðu því sennilega reynt áð skapa betra tóm til gaum- gæfilegrar vinnu í nefndum. jarðar og lausnir á hveiju vanda- máli og hæfileika til að setja þær fram eins og hann hafi fundið þær upp fyrstur manna. Hann er stefnu- fastur og slyngur ræðumaður og . lætur andstæðinginn aldrei eiga meitt hjá sér. Hann hefur alltaf svör á reiðum höndum við spurningum fjölmiðla. Hann er maður hinna skjótu ákvarðana, tilbúinn að hamra járnið meðan það er heitt. Þeir sem sækjast eftir frama og völdum í pólitík reyna að samhæfa sig þessari mynd — og verða að lokum fangar hennar — því þetta er sú mynd, sem fjölmiðlaljósið elt- ir og magnar upp, en flýr, ef hún dofnar. Ekki eru þó allir jafn ginnkeypt- ir fyrir þessari ímynd, t.d. ekki konan, sem ég hitti stundum í sundi. Afskaplega róleg og Ijúf í fasi, sú kona. Við spjöllum stundum „Kannski hefðu konur hafnað ræðustólnum með öllu, jafnvel raðað borðum þingmanna í hring, sem býður upp á allt annað umræðuform en nú tíðkast. Og tæplega hefðu konur nokkurn tíma átt frumkvæði að því að taka upp varnarmúrsávörp eins og háttvirtur og hæstvirtur . . .“ Kannski hefðu konur hafnað ræðustólnum með öllu, jafnvel rað- að borðum þingmanna í hring, sem býður upp á allt annað umræðuform en nú tíðkast. Og tæplega hefðu konur nokkurn tíma átt frumkvæði að því að taka upp varnarmúrs- ávörp eins og háttvirtur og hæstv- irtur. Konur hefðu heldur ekki liðið jafn freklega ágengni við mat- artíma og hvíldartíma og nú leyf- ist, þær væru löngu búnar að koma upp barnaheimili í einhveiju af úti- húsum Alþingis, og þær hefðu væntanlega reynt að haga störfum þingsins svo, að ekki þyrfti gjör- samlega að vanrækja heimili og fjölskyldur. Ekkert af þessu fellur nú sérlega vel að þeirri ímynd, sem búin hefur verið til af hinum eina, sanna stjórn- málamanni. En það er fyrst og fremst ímynd hins sterka manns með skoðanir á öllu milli himins og saman, meðan vöðvarnir slakna í heita pottinum í, bestu sundlaug landsins, Seltjarnarneslauginni. Það var rétt eftir síðustu ríkis- stjórnarmyndun, sem hún fór að tala um þetta æði alla tíð í stjórn- málaheiminum, og við komumst að þeirri niðurstöðu, að margt hefði farið á betri veg á undangengnum árum, ef pólitíkusarnir, menn hinna skjótu ákvarðana, hefðu gefið sér betri tíma til að gaumgæfa málin. Hún kunningjakona mín hafði ekki mikla trú á varanleika þess, sem stofnað er til í fljótræði. „Hvers vegna liggur mönnunum alltaf svona á,“ sagði hún. „Þeir ættu að fara að dæmi indíána, sem hafa það fyrir sið að stansa og bíða eftir sálu sinni, ef þeir hafa farið of geyst.“ Og við urðum sammála um það, að víða yrði sáiin eftir í kapphlaupi stjórnmálamannanna. Klassisk föt frá PIERRE CARDIN Og WEBMORE Full búð af fallegumi og vönduðum fatnaði H€imiRÍÍIH!ll | SNORRABRAUT 56 SlM113505 «14303 3 SENDUM í PÓSTKRÖFU I Þú bakar ekki úr betra hveiti! 5 stjörnu Kornax hveitið inniheldur meira af eggjahvítuefni en nokkurt annað hveiti á markaðinum. Innihald eggjahvítuefna í 100 g: 5 stjörnu Kornax Rauður Kórnax Gluten Blue Star Robin Hood Pillsbury's Best McDougalls Juvel Finax Hærra hlutfall eggjahvítuefna og mikil sterkja tryggir framúr- skarandi eiginleika 5 stjörnu hveitisins. Deigið lyftir sér sér- lega vel og bakstur vandasömustu uppskrifta verður leikur einn. Veldu 5 stjörnu hveiti frá Kornax þegar mikið liggur við. Þú getur treyst Kornax hveiti því það er ávallt nýmalað og ferskt. 13,5 g 12,0 g 12,0 g 11,0 g 10,0 g 9,4 g 9,0 g 9,0 g K3RNAX Ferskt alla leið í ofninn S 11 8 I iu Í&ftlltií

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.