Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐE) MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. NÓ'CEMBER 1988 EyjólfiurE. Eyfiells Þórsson -Minning Fæddur 15. febrúar 1961 Dáinn 4. nóvember 1988 Hann Eyvi bróðir er dáinn. Þetta er búið að hljóma í höfðinu á mér síðan ég fékk fréttina um andlát yngsta bróður míns. Hvemig er hægt að sætta sig við að missa þennan unga mann sem ætti að eiga allt sitt líf framundan? Eyjólfur Einar Eyfells Þórsson var yngstur af fimm bömum Þórs Jóhannssonar og Elínar R. Eyfells. Ég var ellefu ára þegar hann fædd- ist og fannst eins og ég væri búin að fá lifandi dúkku að leika mér að. Eyjólfur var bæði fallegt og skemmtilegt bam. Ég flutti svo af landi brott og þá minnkaði sam- bandið á milli okkar, þar til við svo áttum aftur meira sameiginlegt seinustu árin. Ég eignaðist mína fjölskyldu seint svo bömin okkar em á líkum aldri. Eyjólfur kvæntist Ingibjörgu Jó- hannsdóttur 10. maí 1986 og þau eiga Jóhann saman, hann Jóa litla, sem fæddist 18. apríl 1987 og Ingi- björg á von á öðru bami þeirra þeirra í janúar næstkomandi. Eyj- ólfur átti við erfíð veikindi að stríða seinustu mánuðina sem bám hann ofurliði, þrátt fyrir alla hans bar- áttu og lífsvilja. Hann var alltaf hughraustur og bjartsýnn og minn- ingin um hann mun verða mér stöð- ug stoð í framtíðinni. Ég færi foreldmm okkar, systk- inum og Ingibjörgu eiginkonu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi Eyva minn. , Anna Kristín Ó hve létt er þitt skóhljóð og hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjömu, eina stjömu sem skín, og nú loks ertu komin þu ert komin til mín. (Halldór Laxness). Mig langar til að rita fáein kveðjuorð vegna fráfalls góðs vinar míns og dætra minna, Eyjólfs Ein- ars Eyfells Þórssonar. Ég kynntist honum fyrir fáeinum ámm, er hann trúlofaðist vinkonu minni, Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Hann var nágranni okkar í Skipa- sundinu, og tókust því fljótlega kynni milli heimilanna. Eyjólfur var sérlega þægilegur maður, viðræðu- góður, átti gott með að tala við hvem sem var, og vomm við mæðg- umar fljótar að yfírvinna alla feimni við fyrstu heimsókn þeirra Immu í Skipasund 27. Þegar þau hófu sambúð, var heimili þeirra notalegur griðastaður í erli dagsins. Eyjólfur var sérlega góður heimilisfaðir, dætur mínar tvær sóttust sérstaklega eftir að fá að heimsækja Immu og Eyva, fyrst í íbúðina á Skólavörðustígnum og síðan í þeirra eigin íbúð á Laugar- nesveginum. Eyjólfur var mjög dug- legur og vom þau Imma samhent við að bæta og prýða heimili sitt. Það var mikil gleði er þau eignuð- ust soninn Jóhann, og fékk Eyvi þar sína heitustu ósk uppfyllta. Við ótímabært fráfall hans stönd- um við höggdofa, við eigum stund- um svo erfitt með að skilja örlögin. Við dáðumst að hinni hetjulegu baráttu hans við banvænan sjúk- dóm, og hörmum það, hve hjálpar- vana við emm enn gagnvart sjúk- dómum og dauða. En það er hugg- un að eiga minningar um góðan dreng, sem var öllum góður og skil- ur hvarvetna eftir hlýhug og þakk- læti í hugum samferðamanna sinna. Okkur fínnst hann ef til vill vera að eilífu glataður, en hann lifir áfram í hugum okkar og vonandi erfa bömin hans einnig hans bestu kosti. Við biðjum honum blessunar og þökkum fyrir góða viðkynningu. Ég enda þessar línur með þessum ljóðlínum úr Sólarljóðum: Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró en hinum líkn, er lifa. Guðrún Jónsdóttír Eyjólfur vinur okkar er dáinn. Okkur setur hljóð við þessa harma- fregn. Af hveiju? spyr maður sjálf- an sig, af hveiju er svona ungur t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SKÚLI BERGMANN BJÖRNSSON, fyrrverandi starfsmaöur Flugmálastjórnar ríkisins, Gnoðarvogi 28, Reykjavik, veröur jarðsunginn mánudaginn 14. nóvember kl. 13.30 frá Lang- holtskirkju. Fyrir hönd aöstandenda, Regína Bergmann. t Móöir okkar og fósturmóðir, BJARNÞÓRA BENEDIKTSDÓTTIR, veröur jarðsungin þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aöstandenda, Valgerður Stefánsdóttir, Sigríöur Stefánsdóttir, Sigríöur V. Ingimarsdóttir. Systir okkar, ÁSGERÐUR ANDRÉSDÓTTIR frá Þórisstööum, Þorskafiröi, Framnesvegi 42, Reykjavfk. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Jensína Andrósdóttir, Fanney Andrósdóttir, Sigrfður Andrésdóttir. t Viö þökkum innilega veitta samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÁTVARÐAR JÖKULS JÚLfUSSONAR, Miðjanesi, Reykhólasveit. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem í gegnum árin hafa aöstoðaö hann, einkanlega starfsfólk á Reykjalundi og Dvalarheimilinu Barmahlíö. Rósa Helga Játvaröardóttir, Halldóra Játvarðardóttir, Ámundi Játvarðarson, Jón Atli Játvarðarson, Þórunn Játvarðardóttir, Marfa Játvarðardóttir, barnabörn Vilhjálmur Sigurðsson, Lovfsa Hallgrfmsdóttir, Dfsa Sverrisdóttir, Þórarinn Þorsteinsson, Hugo Rasmus, barnabarnabörn. Hjörleifsdóttir, og LOKAÐ mánudaginn 14. nóvember e.h. vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR BERGMANNS Gneisti hf., vélsmiðjan. Laufbrekku 2, Kópavogi. Guðmundur B. Bergmann -Minning Mig langar í örfáum orðum að minnast og kveðja tengdaföður minn, Guðmund B. Bergmann, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 5. nóvember síðastliðinn. Útför hans fer fram á morgun, mánudag, frá Langholtskirkju. Þegar maður kynnist tilvonandi tengdaforeldrum er alltaf visst happdrætti hvort manni líkar vel við þá, en ég var svo heppinn að það má segja að ég hafí fengið fyrsta vinninginn. Þegar ég kem fyrst á heimili þeirra Guðmundar og Reginu sem vinkona sonar þeirra hjóna, var ég svolítið kvíðin. Ég var ung kona með bam, og var ekki viss um hvemig mér yrði tekið, en strax og ég steig inn fyrir þröskuldinn var eins og ég hefði þekkt þau alla ævi, svo vel var mér og bami mínu tekið. Dóttir mín, sem þá var ekki nema 2*/2 árs, hljóp upp í fang Guðmundar og það má segja að hún hafí ekki farið þaðan aftur, svo mikil bamagæla var Guðmundur að hann vann hug hennar og hjarta um leið og hún sá hann. Síðan þá höfum við hjónin eignast dóttur og son, og þau aftur eignast alveg yndislegan afa og ömmu, sem alltaf höfðu tíma og ánægju af því að sinna þeim. Guðmundur var alveg einstakur maður, það væri nú lítið mál að búa í þessum heimi ef allir væru eins og hann var. Alltaf var hann fyrsti maður til að bjóða fram aðstoð ef einhver þurfti á að halda og þá skipti ekki máli hvort það var að vinna með berum höndum eða rétta síðustu krónumar að manni. Síðustu mánuðina sem hann lifði bauð hann okkur hjónunum með krakkana alltaf í mat á hveiju fímmtudagskvöldi og mikið óskap- lega var hann alltaf ánægður þegar við komum, okkur leið alltaf eins og við hefðum ekki hist í marga mánuði og var það mjög góð tilfinn- ing að vera svona velkominn. Ég held að engin orð geti lýst því hvað hans verður saknað af þeim sem þekktu hann á meðan hann var á wm Faöir okkar, tengdafaöir og afi, h ÞÓRARINN Ó. VILHJÁLMSSON, Hrafnlstu, veður jarðsunginn þriðjudaginn vogskirkju. 15. nóvember kl. 15.00 í Foss- Guðmunda Þórarinsdóttir, Þórður Þórarinsson, Guðný Þórarinsdóttir, Ingibjörg Auður Óskarsdóttir, Guðrún Þórarinsdóttlr, Elín Þórarinsdóttir, Guðmundur H. Sigurðsson, María E. Ingvadóttir, Jón Þórarinsson, Rósa Þorsteins. óttir og barnabörn. t Útför VALGERÐAR HJÖRDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Guðlaugur Eyjólfsson, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Ingólfur Guðlaugsson, Sigurður Guðlaugsson, Magna Baldursdóttir, Jón Gunnar Guðlaugsson, Lára Jónsdóttir, Bárður Guðlaugsson, Guðný Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. maður hrifínn burtu í blóma lífsins, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og það er ekki okkar mannanna að skilja. Fyrir ári greindist hann með ill- kjmja sjúkdóm, en meðferðin lofaði góðu. Eyjólfur og Imma sýndu ein- stakt hugrekki og styrk við þessar erfíðu aðstæður og alltaf voru þau bjartsýn á bata enda óraði okkur ekki fyrir hve veikur hann var orð- inn þar sem hann bar sig ætíð vel og lét engan bilbug á sér fínna. Það er þó huggun harmi gegn að hann þurfti ekki að þola langvar- andi sjúkrahúslegu áður en yfír lauk. Eyjólfur var sannur vinur vina sinna og þeir voru ófáir sem nutu greiðvikni hans, alltaf var hann boðinn og búinn að rétta fram hjálp- arhönd ef á þurfti að halda. Hann var mjög bamelskur og var gleðin því mikil þegar þau áttu von á barhi og varla var til stoltari eiginmaður og faðir þegar Jói litli kom i heim- inn. Sárt er því til þess að hugsa að hann eigi ekki eftir að njóta samvista við bamið sem þau eiga í vændum. Elsku Imma og Jói, missirinn er mikill og sorgin stór. Erfiðir tímar em framundan en minningin um góðan dreng lifir áfram í hugum okkar allra. Við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar, okkar dýpstu samúð. Þóra, Garðar, Hafdís, Zanný, Bjarni, Elín og Kristján. lífí, þessi mæti maður. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði og virðingu og bið góðan Guð að varð- veita hann og blessa. Hann átti virð- ingu allra sem kynntust honum. Björt minning um góðan mann mun eiga eftir að lýsa okkur og ylja um ókomin ár. Þökk fyrir allt og allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald.Briem). Tengdadóttír Blómastofa Friöfmm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.