Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
27
Evrópuþingið:
íbúar EB hafi
tök á tveim-
ur erlend-
um málum
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttaritara Morgunbladsins.
í ályktun sem Evrópuþingið hef-
ur sent framkvæmdastjórn Evr-
ópubandalagsins er hún hvött til
að undirbúa tillögur sem miði að
því að öll börn innan EB hafi
gott vald á tungumálum tveggja
aðildarrikja að lokinni skóla-
skyldu.
Ályktunin gerir ráð fyrir að
kennsluaðferðir og námsefni verði
samræmd eftir föngum. Settar
verði upp þjálfunarstöðvar fyrir
tungumálakennara og reynt að sjá
til þess að þeir stundi a.m.k. hluta
af námi sínu í því landi sem málið
sem þeir kenna er talað. Tungu-
málanám eigi jafnframt að vera
sjálfsagður þáttur í allri endur-
menntun. Til þess að stuðla að au-
knu tungumálanámi verði að koma
á fót bókasöfnum sem bjóði bækur
á sem flestum Evrópumálum.
SEVEN
seas
VÍTAMÍN
DAGLEGA
GERIÐ GÆÐA
SAMANBURÐ
FJÖLVÍTAMÍN
OLÍA
(§)t orenco
HEILDSÖLUDREIFING
Laugavegi 16, sími 24057.
nrt\ ^
^2
VSKS.07
... ■ a|0M'ln,n„
Gr*lðtlutk,al
EINDAGI
. SKILA .
A STADGRBDSLUFE
Launagreiðendum ber að skila afdreg-
inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu
endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu
gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar.
Ekki skiptir máli í þessu
sambandi hversu oft í mánuði laun eru
greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram
eðaeftirá.
Með skilunum skal fylgja greinargerð á
sérstökum eyðublöðum „skilagreinum",
blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt
fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber
ávallt að skila einnig þó svo að engin
staðgreiðsla hafi verið dregin af
í mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu vera í
heilum krónum.
Allir launagreiðendur og sjálfstæðir
rekstraraðilar eiga að hafa fengið send
eyðublöðfyrirskilagrein. Þeirsem
einhverra hluta vegna hafa ekki fengið
þau snúi sértil skattstjóra, gjaldheimtna
eða innheimtumanna ríkissjóðs.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
UTSALA FULLT HÚS FUSA! UTSALA
Vegna hagstæðra innkaupa sjáum við okkur fært að gefa
15% AFSLÁTT á allar marmaraflísar boröplötur og sólbekki.
Hbyggingamarkaður
SKÚTUVOGI 4-104 REYKJAVÍK
JET SÍMI 686755