Morgunblaðið - 25.11.1988, Page 5

Morgunblaðið - 25.11.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 B 5 Ras 1; Góðvinafundur ■i Enn er efnt til Góð- 00 vinafundar á Rás 1 í dag. Jónas Jónasson tekur á móti gestum í Duus- húsi og auk gesta í sal, sem að þessu sinni eru meðlimir í Fé- lagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, býður hann vel- komnar tvær dimmraddaðar söngkonur, Guðmundu Elías- dóttur og Sif Ragnhildardóttur sem báðar taka lagið við undir- leik Guðmundar Ingólfssonar sem einnig leikur með tríói sínu í þættinum. Þessi Góðvinafund- ur verður fluttur aftur í nætur- útvarpinu aðfaranótt þriðjudags Jónas Jónasson tekur á móti gestum á Góðvinafundi. að loknum fréttum. Stöð 2: A la carte ■■■■ í þætti sínum A la carte á Stöð 2 í dag matreiðir Skúli jg 45 Hansen: Forréttur: Lambalifrarpaté með sætum beijum (fyrir 4) Hráefhi: 250 gr lambalifur, 250 gr lambafita, 4 stk. matarlímsblöð. Krydd: Salt, hvítur pipar, Rosmarin, sherry eða koníak. Bakað í vatnsbaði í 50—60 mínútur við 90—100 gráður. Aðalréttur: Lambafilé og humarhalar á teini með súrsætri sósu (fyrir 4) Hráeftai: 400 gr lambafílé, 12 humarhalar, 2 meðalstórir lauk- ar, 4 tómatar, V2 agúrka, 1 gul paprika. Sósa: Tómatsósa, kínversk sojasósa, hunang, hvítlaukur, engifer, kryddedik, sherry, sykur, ananassafi, appelsínusafi. Tónlistaricrossgátan ^■1 I dag 1 05 verður lögð fyrir hlustendur Rásar 2 tónlistarkrossgáta númer 117. Það er sem fyrr Jón Gröndal sem sér um þáttinn og skal senda lausnir til Ríkisútvarpsins, Rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík, merktar Tónlistar- krossgátan. Sjónvarpið: Stundin okkar ■■ I Stundinni okkar í 00 dag fer fram sam- — keppni um starf hringjarans í Kærabæ og eru dómnefnd og keppendur mættir. Slangan segir Lilla söguna um óþekktarorminn en myndir og sagan er eftir Magnús B. Óskarsson. Leikskólinn á Egils- stöðum verður heimsóttur og ' sýnd er brúðuleikritið um Brimaborgarasöngvarana sem brúðuleikhús Egilsstaða sér um. Palli og selurinn. Rás 2: FíkniefhaQandinn ■■■■ í Útvarpi unga fólksins í kvöld verður fyaliað um fíkniefna- QA 30 fjandann svonefnda sem allt ungt fólk verður að taka “vl afstöðu til fyrr eða síðar. Meðal þeirra spurninga sem leit- að verður svara við í þættinum í kvöld eru þessar: Er hættulegt að byrja snemma að dreka áfengi? Er í lagi að prófa fíkniefni einu sinni? Er erfitt fyrir unglinga að segja: „Nei takk, ég nota ekki fíkni- efni?“ Sigríður Arnardóttir er að venju umsjónarmaður Útvarps unga fólksins í sunnudagsþættinum á Rás 2. HVAÐ ERAÐ GERAST? Hafnarborg i Litla salnum i Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, stendur nú yfir sýning á verkum Halldórs Árna Sveinssonar og er þetta síöasta sýningarhelgin. Á sýningunni eru olíumyndir, vatnslitamyndirog pastel- myndir. Sýningin eropin alla daga kl. 14—22 og stenduryfir til 27. nóvember. í Aðalsal hanga nú uppi málverk í eigu stofnunarinnar. Verkin eru hluti af mál- verkagjöf Sverris Magnússonar og konu hans IngibjargarSigurjónsdóttur. Leiklist Alliance FranQaise Alliance FranQaise sýnir leikritið Nas- hyrningurinn i Iðnó á mánudaginn kl. 20.30. Nashyrningurinn er eftir Eugene lonesco og er hér í leikgerð Éric Eyc- henne. Sagan erfrásögn söguhetjunnar, Bérenger, í fyrstu persónu af atburöum. Hann segir frá sinni eigin reynslu en í leikritinu verða áhorfendur hins vegar sjálfir vitni að atburðunum. Éric Eyc- henne setti verkiö fyrst upp árið 1983 eftir að hann hitti lonesco að máli. Hann leikur sjálfur Bérenger, en lika alla hina: Jean, rökfræðinginn, skrifstofustjórann, frú Boeuf og Daisy. Hvert þeirra verður sjálfstæð persóna hvað snertir rödd og alla háttu. Sviðsetningin er eins og leikar- arnir væru jafnmargar persónur, allt upp í sex á sviöinu í einu. Alþýðuleikhúsið Alþýðuleikhúsið sýnir Koss kóngulóar- konunnar eftir argentínska skáldið Mánu- ei Puig á laugardag kl. 20.30, sunnudag kl. 16.00 og föstudag kl. 20.30. Sýningar eru í kjallara Hlaðvarpans, Vesturgötu 3. Miðapantanirísima 15185 allan sólar- hringinn. Miðasala í Hlaðvarpanum kl. 14—16 virkadaga og 2 timumfyrirsýn- ingu. Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur sýnir gamanleikritið Sveitasinfónia eftir Ragnar Arnalds i Iðnó. Leikstjóri er Þórhallur Sigurösson. Sýn- ingar eru á laugardag, sunnudag, mið- vikudag og föstudag kl. 20.30. Hamlet er sýndur á fimmtudag kl. 20. Síðustu sýningar. Miðasala eropin alla dagafrá kl. 14—19. Simi 16620. Gríniðjan hf. Gríniöjan hf. sýnir gamanleikinn NÖRD í Gamla bíói á laugardag, fimmtudag og föstudag ki. 20.30. Þetta eru síðustu sýningar fyrir jól. Miðasala er allan sólar- hringinn i sima 11123 og í Gamla bíói þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 15 og föstudaga og laugardaga frákl. 16.30. Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið frumsýndi á miðvikudag leikritið Stór og "smár (Gross und klein) eftir þýska leikskáldið Botho Strauss. Næstu sýningar verða á þriðjudag og fimmtudag kl. 20. Anna Kristín Arngrims- dóttir leikur höfuðpersónu verksins, Lottu, sem ertalin ein stærsta kvenper- sóna í leikbókmenntum nútimans. Áðrir leikarar í sýningunni eru Arnar Jónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Árni T ryggvason, Bryndís Petra Bragadóttir, Ellert A. Ingi- mundarson, Guðlaug Maria Bjarnadóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Kristbjörg Kjeld, María Sigurðardóttir, Róbert Arnfinnsson og Sigurður Skúlason. Leikstjóri er Guð- jón P. Pedersen, Hafliði Arngrimsson þýddi verkið og er einnig aðstoðarleik- stjóri. Sýning Þjóöleikhússins og íslensku óper unnar á óperunni Ævintýri Hoffmanns eftir Offenbach verðurá laugardag, mið- vikudag og föstudag kl. 20.00. Takmark- aðursýningarfjöldi. Síðasta sýning á ærslaleiknum Hvar er hamarinn? eftir Njörð P. Njarövík verður í Gamla biói á sunnudag kl. 15. Á Litla sviðinu, Lindargötu 7, verður sýndur japanski gestaleikurinn Yoh Iz- umo á laugardag kl. 20.30. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga kl. 13—20. Símapantanir einnig virkadaga kl. 10—12, sími 11200. Leikbrúðuland Leikbrúðuland sýnir um þessar mundir nýja leiksýningu, Mjailhvíti, byggða á ævintýrum Grimms-bræðra.Sýnt veröur á sunnudag kl. 15 að Fríkirkjuvegi 11. Miðasala á sama stað frá kl. 13.00. Sími 622215. Leikfélag Kópavogs Leikfélag Kópavogs sýnir barnaleikritið Fróði og allir hinir grislingarnir eftir Ole Strax á hljómleikaferð Hljómsveitin Strax hefur haflA hlJómlalkaferA um landiA til aA kynna plötu sfna Eftlr pólsklptln. Hljómsveltina skipa þau Jakob Magnússon, Ragnhlldur Gfslason, Sig- urAur Gröndal, Slgfús Óttarsson og Baldvln SlgurAsson. Lund Kirkegaard. Tólf leikarartaka þátt í sýningunni sem tekur um einn og hálf- an tíma íflutningi. Sýningarverða iFé- lagsheimili Kópavogs laugardaga og sunnudaga og hefjast kl. 15.00. Miöa- sala er opin virka daga milli kl. 16 og 18 og tveimur timum fyrir sýningu. Sími 41985. Leikfélag Hafnarfjarðar Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir leikritið Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren laug- ardag kl. 14 og sunnudag kl. 16 i Bæj- arbííoi i Hafnarfirði. Miðasala eropnuð tveimur timum fyrir sýningar en hægt er að panta miða í síma 50184 allan sólar- hringinn. Leikfélag Keflavíkur Leikfélag Keflavíkursýnirföstudag, laug- ardag og sunnudag revíuna Erum við svona? eftir Huldu Ólafsdóttur á veitinga- húsinu Glóðinni í Keflavík. Leikritið er fimm þættir þar sem fjallað er á gaman- saman hátt í tali og tónum um nútíma (slendinga. Litla leikfélagið í Garðinum Litla leikfélagið í Garðinum sýnir Himna- riki Hitlers eftir Bertolt Brecht. Leikstjóri er Þórir Steingrímsson og verður sýnt í Samkomuhúsinu i Garðinum á sunnu- dag, fimmtudag og föstudag kl. 21. Tónlist íslenska óperan Jane Manning sópran, Hafliði Hallgríms- son selló og David Mason píanó halda tónleika í íslensku óperunni á laugardag k'l. 17. Á efnisskrá eru verk eftir Messia- en, Hafliða Hallgrímsson og Debussy. Norræna húsið Á miðvikudag eru Háskólatónleikar í Norræna húsinu kl. 12.30. Þaðerörn Magnússon, píanóleikari, sem flygur verk eftir Mozart og Haydn. Hljómsvertin Strax Hljómsveitin Strax er um þessar mundir í hljómleikaferð um landið til að kynna plötu sína. Tónleikarverða á laugardag á Hótel Selfossi kl. 22, á þriöjudag á Blönduósi, miðvikudag á Sauðárkróki, fimmtudag í Menntaskóla Akureyrar og föstudag í Sjallanum. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöö ferðamála er með aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þareru veittar allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu á íslandi. Opið er mánu- daga til föstudaga kl. 10—16, laugardaga kl. 10—14. Lokað á sunnudögum. Síminn er 623045. Félagslíf MÍR Á sunnudag kl. 16 verður sovéska kvik- myndin Anna Pavlova sýnd í biósal MÍR, Vatnsstig 10. Þetta erfárra ára gömul mynd og fjallar, eins og nafnið bendir til, um ævi og starf hinnar heimsfrægu rússnesku dansmeyjar. Myndin er með skýringum á ensku. Aðgangur er ókeyp- isog öllum heimill. Sýning sú á svartlistarmyndum og list- munum frá sovétlýðveldinum Kirgiziu, sem sett var upp i salarkynnum MÍR í tilefni Sovéskra daga 1988, er enn opin þeim sem skoða vilja um helgina. Igor N. Kúznetsov, varaforstjóri Laga- stofnunar Sovétríkjanna, ervæntanlegur til íslands i lok mánaðarins til fárra daga dvalarhérog fyrirlestrarhalds i boði MÍR, Menningartengsla Islands og Ráðstjórn- arrikjanna. Flytur hann almennan fyrir- lestur í húsakynnum MÍR mánudags- kvöldið kl. 20.30 og ræðir þá m.a. um 19. flokksráðstefnuna og skipulagsbreyt- ingar á stjórnkerfi Sovétrikjanna. Daginn eftir, á þriðjudagskvöld kl. 20.30, situr hann fyrir svörum á sama stað og víkur þá að ýmsu því sem hæst ber í fréttum frá Sovétríkjunum um þessar mundir, svo sem umræðunni um stjórnarár Stalíns, atburöina í Nagorno-Karabakh, þjóðern- ishreyfingar i Ehystrasaltslýðveldunum, efnahagsmál, utanríkispólitík Sovétríkj- anna o.s.frv. Aögangr að fyrirlestri og rabbfundi Igors N. Kúznetsovs eröllum heimill. Félagsvist SGT heldur á hverju föstudagskvöldi fé- lagsvist ÍTemplarahöllinni, Eiríksgötu 5. Hljómsveitin Tiglar spila fyrir dansi til kl. 1.30. Basar Vinahjálpar BasarVinahjálparverðurá sunnudag í Félagsmiðstöðinni við Frostaskjól 2 (KR- húsinu) kl. 14. Á basarnum verða margir jóla- og gjafamunir og, eins og undanfar- in ár, hinir fallegu útsaumuðu jóladúkar og hengi, einnig jólaskreytingar að ógleymdu happdrætti. Alla munina vinna nokkrar konur og allt er unnið í sjálf- boðavinnu. öllum ágóða ervarið til líknar- starfa. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga Fristunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 26. nóvember. Lagt verður af staðfrá Dígranesvegi 12 kl. 10.00. Mark- miögöngunnarersamvera, súrefni og hreyfing. Gönguklúbbur Hana nú er öllum opinn. Ferðafélag íslands Á föstudagskvöld verður farin aðventu- ferð til Þórsmerkur og komið til baka á sunnudag um kl. 19. Gist verður í Skag- fjörðsskála í Langadal og þurfa farþegar aðeins að hafa með sér svefnpoka og mat, annað sem til þarf er i sæluhúsinu. Á sunnudag verður létt gönguferð kl. 13 en þá veröur gengið frá Vogum á Vatns- leysuströnd meðfram ströndinni og til Njarðvíkur. Gengið verðurá Grímshól, sem er smáhæð á Vogastapa. Frestur til að ná í farmiöa í áramótaferð F( ertil 10. des. nk. Eftir þann tíma verða frátekn- ir miðar seldir öðrum. Útivist Útivist fer i sina árlegu og hefðbundnu aðventuuferð i Þórsmörk nú um helgina og er brottför á föstudagskvöld kl. 20. Gist er i Útivistarskálunum í Básum og er rétt að taka það fram að ekkert pláss er laust til gistingar nema fyrir þátttak- enduraðventuferðarinnar. Á sunnudag kl. 13 er létt gönguferð á dagskránni. Ekið verður upp í Kollafjörð og gengið frá Saltvík um Brimnes og út í Hofsvík. Brottförerfrá BSl’, bensínsölu. Viðeyjarferðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út í Viðey. Fyrsta ferð er fariö kl. 13.00 og er farið á heila tímanum frá Reykjavík og á hálfa tímanum frá Viðey. Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga fer siðasta ferð frá Viðey kl. 18.30 en aðra daga kl. 23.30. Aukaferöir eru farn- ar með hópar sem panta sérstaklega. Kirkjan í Viðey er opin og veitingar f ást í Viðeyjarnausti. Bátsferðin kostar 300 krónurfyrirfullorðna, 100 krónurfyrir börn að 14 ára aldri en fritt er fyrir börn 5 ára og yngri. Hreyfing Keila í Keilusalnum í Öskjuhlíð eru 18 brautir undir keilu, á sama stað er hægt að spila billjarð og pínu-golf. Einnig er hægt að spila golf í svokölluðum golfhermi. Sund i Reykjavik eru útisundlaugar í Laugar- dal, við Hofsvaliagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innisund- laugar á höfuðborgarsvæðinu eru við Barónsstig og við Herjólfsgötu i Hafnar- firði. Opnunartima þeirra má sjá í dag- bókinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.