Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
23
SÍGILD SAGA
mataræði, taka upp aðra lifnaðar-
háttu, leita nýrra leiða og viðhorfa.
Heidi Tuft veiktist af krabba-
meini fyrir nokkrum árum. Hún
segir að læknamir hafi tjáð sér að
líkumar á að meinið tæki sig upp
væm aðeins tuttugu prósent, þegar
hún veiktist í fyrsta skiptið. „Þegar
ég fékk krabba í næsta skipti færð-
ist áhættuprósentan upp í fimmtíu
prósent. í þriða sinnið var mér sagt
að líkumar væru níutíu prósent.
Læknarnir bættu við, að ekki væri
óhætt að reikna með að ég lenti í
tíu prósent hópnum, sem lifði af,
vegna þess hve oft veikindi mín
höfðu tekið sig upp á skömmum
tíma. í fjórða skipti sem ég fékk
krabbamein spurði ég ekki um
framtíðarhorfumar...“
Heidi Tuft skrifar þessa bók til
að segja frá ferðinni I gegnum skelf-
inguna sem hefur varla vikið frá
henni, þar sem hún áttar sig á að
líf hennar hangir á bláþræði í bók-
staflegum skilningi.
Þetta er sem fyrr segir eftirtekt-
arverð bók sem er holl og upp-
byggileg fyrir fólk, þrátt fyrir að
efnið sé erfitt viðfangs. Mér fínnst
titíll bókarinnar gefa í skyn að hér
sé almenn fræðslubók á ferðinni.
Það væri í sjálfu sér gott og gilt,
því að ekki er vanþörf á fræðsiu.
En saga Heidi Tuft skyldi þó ekki
hvérfa í skuggann. Ég las þessa
bók á norsku, rétt eftir að hún kom
út og fæ ekki betur séð en þýðand-
inn, Eiríkur Brynjólfsson, hafi unn-
ið harla vandasamt verk af mikilli
prýði.
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Anna í Grænuhlíð.
Höfundur Lucy M. Montgomery.
Þýðandi Axel Guðmundsson.
Mál og menning 1988.
Höfundurinn Lucy Maude Mont-
gomery var kanadísk, fædd á
eyju í St. Lawrence-flóa 1874. Hún
giftist presti í Toronto 1911 og
hafði þá lokið kennaraprófí, en hún
var kennari í mörg ár. L.M. Mont-
gomery lést árið 1942.
Snemma í æsku byijaði hún að
skrifa sögur og sálma, sem eins og
allur hennar skáldskapur bám með
sér sterk áhrif frá uppvexti hennar,
þar sem hún lýsir umhverfi sínu og
samferðafólki frá bemskuárunum.
Árið 1908 kom bókin um Önnu í
Grænuhlíð út í fyrsta sinn. Hug-
myndina fékk höfundur er hann
rakst á blaðaúrklippu þar sem sagt
var frá gömlum hjónum er leituðu
til barnaheimilis eftir dreng til fóst-
urs, en fengu telpu vegna misskiln-
ings.
Sagan Anna í Grænuhlíð vakti
strax athygli er hún kom út. Höf-
undur þótti lýsa litlu, gáfuðu og
fjörmiklu telpunni Önnu frá bama-
heimilinu af frábæmm skilningi.
Og systkinin Marilla og Matthías,
sem fengu telpuna í staðinn fyrir
dreng, þóttu afbragð skýrar per-
sónugerðir frá hendi höfundar. Aðr-
ar persónur, umhverfí og atburðir
vom svo samofin aðalpersónum að
sagan lagði í fræðarför út í heim-
inn. Hún var þýdd á fjölmörg tungu-
mál og fékk alls staðar sömu við-
tökur. Anna í Grænuhlíð var kvík-
mynduð 1935. Höfundur skrifaði
framhald af Önnu í Grænuhlíð en
það náði engri sérstakri athygií les-
enda og ekkert annað af skáldskap
hans veitti honum frama.
Sagan Anna í Grænuhlíð kom
fyrst út í íslenskri þýðingu Axels
Guðmundssonar 1933. Hún varð
strax afar vinsæl bamabók. Árin
1951 og 1964 kom hún enn út og
ekki varð séð að vinsældir hennar
hefðu dvínað, þótt lesendahópurinn
væri annar. Óg nú er hún komin út
í fjórða sinn — sama þýðingin. Enn
er það nýr lesendahópur sem kemur
til með að sinna henni mest.
Og ég held að hann verði trygg-
ur eins og hinir fyrri af því að Ánna
í Grænuhlíð er annað og miklu
meira en saga síns tíma.
í persónum hennar, atburðum og
umhverfí er margt það sem er sígilt.
Eitthvað sem býr í öllum og öllu
og við könnumst svo vel við, hvem-
ig sem tímamir breytast.
Þess vegna veit ég að sagan um
litlu munaðarlausu telpuna, Önnu,
á enn eftir að skemmta ungum les-
endum. Kápumynd er skemmtilega
græn.
hún loksins komin
Lífshvötin and-
spænis dauðanum
í Kaupmannahöfn
F/EST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Heidi Tuft: Krabbamein
Þýðandi: Eirikur Brynjóifsson
Útg. Tákn 1988
••
011 vitum við, að andspænis
dauðanum sýna menn ólíkle-
gustu viðbrögð. Þótt menn taki
jafnan svo til orða að segja þegar
sú staða kemur upp — og helst þó
þegar menn telja ekki að sú staða
sé í grenndinni — dauðinn er það
eina sem við vitum fyrir víst að
gerist — eru viðbrögðin áræðilega
jafn ólík og manneskjumar. Skelf-
ingin sem grípur fólk þegar það
upplýsist, að það er haldið ban-
vænum sjúkdómi og dauðinn verður
allt í einu nálægur og yfírvofandi.
Sú skelfíng verður vart skilgreind
út frá'skynsemissjónarmiði, því að
í fyrstu gerist allt á tilfínningaplan-
inu.
/'Áð vísu vitum við að fólk fer
síðan að búa sig undir dauðann af
ótrúlegri stillingu — að minnsta
kosti að því er séð verður utan frá
— og hinu mesta skipulagi, rétt
eins og ekkert sé, það þurfi í mesta
lagi að bregða sér af vettvangi um
hrið. Það er gengið frá peningamál-
um, reynt að leysa viðkvæm fram-
tíðarmál fjölskyldunnar og svo
framvegis. Af rósemd sem vekur
aðdáun af því að við emm svo
hlynnt því að fólk sýni hetjuskap
og raski ekki okkar eigin ró með
angist sinni. En þegar manneskjan
er komin svo langt að hún hefur
að nokkm leyti yfímnnið þá tilfínn-
ingu sem dauðanándin er flestum,
þá getur hún einbeitt sér að
praktískum málum, sem þarf að
greiða úr. Þetta stig er kannski
erfíðara en marga gmnar, kannski
gjöfulla líka, á sinn hátt.
Krabbameinssjúklingar munu án
efa þurfa að ganga í gegnum fleiri
stig dauðanándarinnar en aðrir sem
stríðið heyja. Vegna vonarinnar
sem þeir geta alið með sér um bata.
Þar af leiðir að sveiflumar hljóta
að verða stærri og oft óviðráðanleg-
ar. Þó eiga krabbameinssjúklingar
líklega stærri sigurstundir öðram.
Óg eins og þeir vinna stóra sigra
er líka sú hætta fyrir hendi að ósig-
urinn verði sársaukafyllri. Umræð-
ur um sjúkdóminn, samtök sjúkl-
inga, opinskáar umræður um sjúk-
dóminn, allt þetta hlýtur að vera
þáttur í að létta byrðina. Þessi bók
er framlag og ætti að komast sem
víðast. Hún á erjndi við sjúklinga,
en ekki síður við ástvini þeirra. En.
er kannski fyrst og fremst holl lesn-
ing fyrir þá sem ekki hafa orðið
fyrir þessari lífsreynslu.
Þau sem
krydduðu
innihaldið
ósamt Magnúsi
ólafssyni voru m.a.:
Sigríður Beinteinsdóttir, Magnús
Kjartansson og hljómsveit,
Þorsteinn Eggertsson, ^Ómar Ragnarsson,
Þorgeir Ástvaldsson, Árni Scheving, Carl
Möííer, Rósa Guðjónsdóttir og krakkar
úr Vesturbænum í Hafnarfirði.
Einnig: Villy Vinnipeg, Siggi Skagfjörð,
úr hestamannafélaginu TRUNTAN
og bjórsöngvarinn Bjarni bjórvömb.
Heidi Tuft
Bók Heidi Tuft er hvatskeytleg,
persónuleg og ágeng, einkum í fyrri
hlutanum, þar sem hún rekur
sjúkrasögu sína. Seinni hlutinn er
fræðsla og upplýsingar um krabba-
mein, þar sem bent er á leiðir til
að lifa með sjúkdómnum, taka sér
kannski meira vald yfir lífí sínu,
þegar svo er komið en hjúkranar-
fólk myndi telja eðlilegt, breyta
Dreifing: Steinar