Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 17 Stríðsglæpirnir og tvöfeldni Bretans Kunnir, þýskir vísindamenn voru fengnir til að vinna að uppbygg- ingu bresks iðnaðar eftir stríð þrátt fyrir nasíska fortíð sína. Kem- ur þetta fram í nýútkominni skýrslu frá þingne&id, sem skipuð var fulltrúum allra flokka á breska þinginu. eitthvað fleiri samkvæmt áður- nefndri úttekt.) , Risna hins opinbera Risna merkir, samkvæmt Orða- bók Menningarsjóðs, gestrisni, rausn eða veitingar af hálfu hand- hafa embættis vegna stöðu sinnar. Risnukostnaður hins opinbera er fyrst og fremst vegna veisluhalda, það er matur, drykkur og þjónusta við slíkar veislur, auk þess sem kostnaður vegna gistingar og ferða- laga erlendra gesta er stundum bókfærður sem risna. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisend- urskoðanda er kostnaður vegna áfengiskaupa aðeins örlítið brot af risnukostnaði ríkisins, enda fellur stærsti hluti af risnukostnaði ráðu- neytanna undir aðalskrifstofu þar sem áfengi er fengið á kostnaðar- verði frá ÁTVR. Öðru máli gegnir hins vegar um einstaka stofnanir og fyrirtæki, sem greiða fyrir áfengi á útsöluverði nema að viðkomandi veisla sé haldin í nafni ráðuneytis- ins. Nú skal það skýrt tekið fram að risna þarf ekki endilega að þýða það sama og bruðl. Kostnaður vegna risnu er oft óhjákvæmilegur og nauðsynlegur, með tilvísun til gestrisni og rausnar, ef íslendingar vilja standa uppréttir í samfélagi þjóðanna. Má í því sambandi benda á að risnukostnaður utanríkisráðu- neytisins, sem felur m.a. í sér risnu sendiráða íslands erlendis, virðist ekki hafa verið tiltakanlega mikill á undanförnum árum í samanburði við önnur ráðuneyti. Ráðuneytið ber að vonum hæstan risnukostnað ráðuneytanna og til samanburðar má nefna að árið 1985 nam heild- arrisnukostnaður þess 10,7 milljón- um króna á móti 8,5 milljónum hjá iðnaðarráðuneyti og 7,8 milljónum hjá menntamálaráðuneyti sem koma næst í röðinni með risnu- kostnað. Af þessum 10,7 milljónum nam risnukostnaður vegna sendi- ráðsins í Washington rúmri einni milljón og annarri milljón vegna sendinefndar íslands hjá Samein- uðu þjóðunum og þykir sú upphæð ekki há á bandarískan mælikvarða. Af einstökum stofnunum skulu hér nefndar þtjár, sem samkvæmt ríkisreikningum bera tiltölulega háan risnukostnað í samanburði við aðrar. Þess skal þó getið, að þær eru í misjafnri aðstöðu hvað varðar áfengiskaup á sérkjörum. Risnu- kostnaður Alþingis nam árið 1986 rúmum 4,6 milljónum króna á þá- gildandi verðlagi. Að sögn Friðriks Olafssonar skrifstofustjóra vega þar þyngst tíðar móttökur erlendra gesta, svo sem þingmannanefnda frá ýmsum löndum. Friðrik tiltók einnig hina árlegu þingmannaveislu Alþingis og starfsmannaveislu sem einnig er haldin einu sinni á ári. Póstur og sími ber tiltölulega háan risnukostnað í samanburði við aðrar stofnanir. Árið 1984 nam hann um 1,4 milljónum króna á þágildandi verðlagi (nú.v. 3,1 millj- ón), 1985 rúmlega 1,8 milljónum (nú.v. 3 millj.) og 1986 tæplega 2,6 milljónum króna (nú.v. 3,8 millj.). Ólafur Karlsson aðalendurskoðandi Pósts og síma sagði að árið 1986 hefði að því leyti verið frábrugðið að þá varð Póstur og sími 80 ára og hér á landi var þá haldinn stór fundur Alþjóða símamálasam- bandsins (CEPT). Þetta tvennt hefði haft í för með sér verulega aukinn risnukostnað fyrir stofnun- ina. Ólafur sagði að reyndar hefði risnukostnaður þetta ár verið bók- aður of hár, hefði með réttu átt að bókfærast 2.399.235 krónur. Risnukostnaður Pósts og síma hefði svo aftur lækkað árið 1987 og þá farið niður í 1. 664.607 krónur. Ólafur kvaðst hafa ástæðu til að ætla að Póstur og sími bókaði meira á risnu en mörg önnur ríkisfyrir- tæki, en hjá þeim væri til dæmis innifalinn allur kostnaður vegna ýmiss konar fundahalda innan stofnunarinnar. Ólafur kvaðst ennnfremur ekki vita til að Póstur og sími hefði keypt áfengi á sérkjör- um, heldur greitt fyrir fullt útsölu- ,verð ÁTVR. Risnukostnaður Háskóla íslands nam árið 1986 rúmlega 1,8 milljón- um króna á þágildandi verðlagi, sem ef til vill er ekki há tala miðað við umfang þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Fastir starfsmenn háskólans eru um 400 talsins og á launaskrá eru allt að 2.000 manns þegar allt er talið. Að sögn Gunn- laugs Jónssonar fjármálastjóra ber háskólinn talsverðan kostnað vegna erlendra gesta, sem bókfærður hef- ur verið sem risna. Núverandi há- skólarektor hefði auk þess tekið upp þá stefnu að auka mjög samskipti, bæði innan háskólans og við ýmsa aðila utan hans og fylgdi því tals- verður risnukostnaður vegna kaffi- boða og annarra samkvæma. Risnukostnaður ríkisins skiptist í A-hluta og B-hluta á sama hátt og fjárlög eftir eðli fyrirtækja og stofnanna. Honum er svo skipt í fastan kostnað sem er ákveðinn í fjárlögum og annan kostnað sem er greiddur samkvæmt reikningum. Fasti kostnaðurinn er sáralítill og fer sífellt minnkandi, en annar kostnaður sem greiddur er sam- kvæmt reikningi fer hlutfallslega hækkandi. Samkvæmt upplýsing- um ríkisendurskoðanda eru ekki gerðar athugasemdir við fjölda eða upphæðir þeirra reikninga sem ber- ast og ríkisendurskoðun hefur fram til þessa ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við risnukostnað einstakra stofnana eða fyrirtækja ríkisins. í stöku tilfelli hefur ríkis- endurskoðun borið fram fyrirspurn- ir um tilefni risnu og gert athuga- semdir ef reikningar hafa verið ófullnægjandi, svo sem þegar undir- skrift vantar. Að öðru leyti virðast engar reglur, viðmiðanir eða aðhald vera fyrir hendi til að styðjast við. Ráðuneytisstjórar eru ábyrgir fyrir áfengiskaupum ráðuneytanna og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins bera þeir í flestum tilfellum slík mál undir viðkomandi ráðherra. Aðhalds er þörf Umræður um áfengiskaup fyrr- um forseta Hæstaréttar hafa vissu- lega varpað skugga á æðstu valda- stofnanir landsins og valdið trúnað- arbresti milli þeirra og almennings. Mefrn spyija sig hversu víðtækar launauppbætur embættismanna í formi brennivínsafsláttar séu og hvaða rök mæli með því að ÁTVR gefi slíkan afslátt. Hvað risnukostn- að hins opinbera áhrærir má enn- fremur spyija hvort ekki sé full ástæða til að bókfæra kostnað vegna áfengiskaupa á útsöluverði ÁTVR svo hægt sé að meta raun- verulegan kostnað vegna veislu- halda hins opinbera. Öneitanlega vaknar einnig sú spurning, hvort ekki sé full ástæða til að beita strangara aðhaldi í þessum efnum en verið hefur og hvort ekki sé orð- ið tímabært að setja skýrar reglur um áfengiskaup á sérkjörum, ef ekki afnema þessi vildarkjör með öllu? Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði að í framhaldi af þessu máli yrðu reglur varðandi áfengiskaup á sérkjörum teknar til rækilegrar endurskoðunar. Kvaðst hann myndu beita sér fyrir að þær yrðu þrengdar og kveðið skýrar á um tilgang og ákveðna fram- kvæmdaþætti þannig að þær tengd- ust eingöngu gestgjafaskyldu og annarri opinberri risnu. „Eg tel til dæmis einsýnt að heimild handa- hafa forsetavalds til áfengiskaupa á sérkjörum verði afnumin og ég mun beita mér fyrir því. Ef þeir þurfa að sinna einhveijum gest- gjafaskyldum er eðlilegast að það fari í gegnum embætti forseta ís- lands,“ sagði íjármálaráðherra. Hvað varðar risnukostnað hins opinbera kvaðst Ólafur Ragnar myndu kynna sér nánar hvernig þeim málum væri háttað. „Það er ljóst að almennt óhóf í þeim efnum er hvorki eðlilegt né rétt og ef í ljós kemur að brögð eru að slíku þarf að taka þar upp ákveðin og hófleg vinnubrögð. Hins vegar er eðlilegt að embætti og stofnanir gegni ákveðnum gestgjafaskyldum, en það verður að vera í hófi og með ákveðnum blæ og hvorki fyrir neðan virðingu hins opinbera né virðingu gestanna." Iskýrslunni er fjallað um komu stríðsglæpamanna og samstarfs- manna þeirra til Bretlands og er komist að þeirri niðurstöðu, að vegna vinnuaflsskortsins í Bretlandi eftir stríð hafi eftirlit með þessum mönnum bara verið til málamynda. Greville Janner, einn þingmann- anna í nefndinni, sagði, að eftir stríð hefðu „þúsundir“ fyrrverandi SS-manna flust til Bretlands. Merlyn Rees, fyrrum innanríkis- ráðherra og formaður nefndarinnar, sagði, að Bretar ættu að fara að dæmi Ástrala og Kanadamanna. „Við verðum að sjá til, að þessir menn gjaldi glæpa sinna, það verð- ur að draga þá fyrir rétt,“ sagði hann. Stríðsglæpanefndin var skipuð eftir að fram komu ásakanir um það í október árið 1986, að 17 þýsk- ir stríðsglæpamenn byggju í Bret- landi. Gefa nefndarmenn í skyn, að breskir embættismenn hafi vitandi vits lokað augunum fyrir glæpum sumra þýskra vísindamanna. Vitna þeir í því efni til lista, sem var sett- ur saman eftir stríð, en á honum voru nöfn 152 þýskra vísinda- manna, sem bresk yfirvöld vildu koma höndunum yfir, ekki til að refsa fyrir hugsanleg glæpaverk, heldur til að nýta þekkingu þeirra i þágu iðnaðar og hernaðarlegrar uppbyggingar. Fimmtán þessara manna höfðu unnið fyrir þýsk fyrirtæki, sem nýttu sér vinnuafl fanga í útrýming- arbúðunum, og einn þeirra, sem á listanum voru, dr. Walter Reppe, beið þess að vera dreginn fyrir rétt í Niirnberg. Annar, dr. Leo Casa- grande, var háttsettur SS-foringi og hafði notað fanga sem þræla i stríðinu. í mars árið 1946 sagði Jowitt lávarður, forsoti hæstaréttar, um þau nokkur hundruð þýskra vísindamanna, sem þá höfðu verið fluttir til Bretlands: „Ég er fús að taka þá áhættu, að þeir séu nas- istar — og liklega eru þeir það — svo fremi þeir búi yfir mikilli þekk- ingu og geti kennt okkar fólki eitt- hvað, sem það vissi ekki áður.“ í skýrslu þingnefndarinnar segir, að vinnuaflsskorturinn hafi verið svo mikill í Bretlandi eftir stríð, að' lítið sem ekkert hafi verið farið ofan í saumana á málefnum flóttamanna frá meginlandinu. Eru nefnd dæmi um sex menn, sem Bretar leyfðu að setjast að í landinu eða annars staðar á Vesturlöndum þótt þeir væru grunaðir um stríðsglæpi. Er einn þeirra, Nikolai Poppe, enn sagður búa í Seattle í Bandaríkjun- um. Við réttarhöldin í Nurnberg var því lýst yfir, að SS-sveitimar þýsku hefðu verið samtök glæpamanna. Nefndin segir, að samt sem áður hafi lettneskir SS-menn unnið í breskum námum á árinu 1948. Fór það ekkert á milli mála því að þeir vom með húðflúrið, merki SS-sveit- anna, til ama og hneykslunar fyrir breska vinnufélaga þeirra. Stjórn ríkiskolafélagsins og ríkisstjórnin ákváðu þá að nýta krafta þeirra þar sem þeir þyrftu ekki að vera berir að ofan. - MICHAEL SMITH OG SARAH BOSELEY GoldStar GSM 6330S hljómtækja- stæðan er með: 2x15W útvarpi, hálfsjálfvirkum plötuspilara o. m. fl. magnara, 5 banda tónjafnara, Jólaverð aðeins: 18.700,- eða tvöföldu segulbandi, hrað- upptöku, síspilun, 3 bylgja 16.900,- stgr. GCD 60M hljómtækjastæðan hálfsjálfvirkumplötuspilarao. er með: 2x50W magnara, 5 m. fl. banda tónjafnara, tvöföldu Jólaverð aðeins: 43.900,- eða segulbandi m, hraðupptöku, aaa geislaspilara,3bylgjaútvarpi, stgr. V/SA Og greiðslukjör til allt að 11 mán. SKIPHOLTI SIMI29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.