Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
27
Falaði fötin
af stráki
ig ég býst við að selja búðina. Mér
innst ærið nóg að sjá um rekstur
tðalstöðvarinnar og vil einbeita
nér að honum heil og óskipt."
áargrét sagði að sér væri yfirleitt
ekið vel, en oft kæmi skrýtinn svip-
ir á suma þegar þegar þeir sæju
lana í framkvæmdastjórasætinu og
ýrir kæmi að menn kæmu inn og
egðu: „Ég þarf að hitta fram-
:væmdastjórann.“
Margrét sagði að nú væru erfiðir
ímar í þjóðfélaginu, erfiðlega gengi
ið innheimta útistandandi skuldir
g samdráttur vær fyrirsjáanlegur.
lún yrði að bregðast við í samræmi
ið þessa stöðu og auka hag-
:væmni í rekstrinum. Auk leigubíla
ig bensínsölu rekur Aðalstöðin
endibílastöð, smurstöð, bifreiða-
Ulargrét Ágústsdóttir fram-
cvæmdastjóri Aðalstöðvarinnar í
ieflavik.
'arahlutaverslun, þvottastöð og
íjólbarðaverkstæði sem nýlega varð
jálfstætt fyrirtæki. Margrét sagð-
st vera með ýmislégt á pijónunum
'g sitt markmið væri að stækka
'g efla fyrirtækið enn frekar.
Frá Arna Þór
Sigurðssyni í f** *
MOSKVU
Einu sinni var sú tíð á íslandi
að ferðamenn sem fengu gjald-
eyri út á farseðil, urðu að skila því
sem afgangs varð í Lands- eða
Útvegsbanka. Nú fer sú tíð í hönd
hér í Sovétríkjunum að landsins
böm mega eiga gjaldeyri. En ekki
öll böm. 0, nei. Eftir að reglum var
breytt þannig að sérhver borgari
má heimsækja vinafólk erlendis,
hefur utanferðum hérlendra stór-
lega fjölgað. Yfirvöld hér em ekki
svo skyni skroppin að þau skilji
ekki nauðsyn þess að utanfarar fái
bæði nesti og nýja skó. Þess vegna
má fólk nú, gegn framvísun vega-
bréfsáritunar og farseðils, kaupa
erlendan gjaldeyri fyrir sem nemur
15 rúblur (um 1.100 ísl. kr.) fyrir
hvem dag erlendis. Þannig ætti
sovéskur ferðamaður sem kæmi til
íslands í tveggja vikna leyfi að lifa
af rúmum 15.000 íslenskum krón-
um. Af þessu þyrfti hann að taka
fyrir fæði og húsnæði (ef hann fengi
það ekki frítt hjá vinum eða kunn-
ingjum), og er lítill vafi á að gjald-
eyrisforði hans gengi skjótt til
þurrðar. Það má velta því fyrir sér
hvort þessar reglur séu ekki ein-
mitt til þess fallnar að halda fólki
heimavið! Um það skal þó ekkert
fullyrt á þessum stað — að sinni
að minnsta kosti. Það eina sem
óhætt er að fullyrða er, að reglur
af þessu tagi kynda undir sjálfs-
bjargarviðleitninni, svartamarkaðs-
braski með gjaldeyri, líkt og við
upplifðum Íslendingar fyrir ekki svo
ýkja mörgum ámm.
Rétt er að upplýsa lesandann um
það að gjaldeyrisbrask er síður en
svo nýtt fyrirbæri hér um slóðir.
Þvert á móti. Og það hefur öldung-
is ekki minnkað þó gjaldeyriseign
sé nú að takmörkuðu leyti orðin
lögleg. Eftirspumin eftir dollumm,
pundum, mörkum, já eða skand-
inavískum krónum, er feiknmikil,
en verslun með slíkan varning að
sama skapi áhættusöm. Samkvæmt
opinberum tölum handtók lögreglan
tæplega 6.000 svartamarkaðs-
braskara á fyrra helmingi þessa
árs. Og þó hinir handteknu hafi
greitt um 13,5 milljónir íslenskra
króna í sekt, virðist hin ólöglega
verslun heldur færast í aukana.
Sérstakar lögreglusveitir em í
því að hafa hendur í hári svokall-
aðra „fartsovstsjíka" en það em
þeir sem stunda „fartsovku". Eígin-
lega er „fartsovka" illþýðanlegt orð,
en táknar ólöglega verslun við út-
lendinga, hverskonar ástríðu á því
sem erlent er. Erlendir ferðamenn
em vitaskuld þeir sem fyrir mestri
áreitni „fartsovstsjíka" verða enda
em þeir oftast auðþekktastir. Oft
em það smástráklingar, 12—14 ára,
sem era á höttunum eftir gjaldeyri,
stundum vilja þeir bara tyggigúmmí
eða föt. En svo em það auðvitað
atvinnumennirnir og mafíurnar sem
eru afkastamestar. Ónefndur
„fartsovstsjík" sagði í viðtali við
vikuritið Moskvufréttir að ólögleg
verslun með gjaldeyri yrði aldrei
stöðvuð, og hans skoðun var sú að
áhættan væri ekki sérlega mikil.
Þannig er ljóst að „fartsovka" er
sæmilega arðbær atvinnuvegur.
Ekki alls fyrir löngu var mér
skemmt þegar táningsstrákar ætl-
uðu að bjóða mér rúblur til sölu
fyrir vestrænan gjaldeyri. Ég var
þá staddur í Bolshoj-leikhúsinu á
Hnetubijótinum og í hléi komu tveir
strákar askvaðandi að mér og kunn-
ingjum mínum erlendum og buðu
okkur viðskipti á þýskri tungu.
Þegar ég svaraði þeim á rússnesku
urðu þeir svo skelfdir að þeir hlupu
sem kólfi væri skotið út úr kaffiter-
íunni og létu ekki sjá sig þar meir!
Einu sinni hefur mér blöskrað svo
ágengnin í vestrænan varning að
ég varð orðlaus. Það var þegar ung
kona vatt sér að mér fyrir utan
barnastórmarkaðinn „Heimur barn-
anna“ og vildi kaupa fötin utan af
syni mínum. Satt að segja þótti
mér það dálítið langt gengið.
Allt þetta bendir til þess að það
séu ekki peningar sem fólkið vantar
heldur fyrst og fremst vömr til
þess að kaupa fyrir peningana sína.
Þess vegna þykir manni afar eðli-
legt að fólk sem hugar að utan-
landsferð reyni að safna sér eins-
miklum gjaldeyri og það getur, til
að standa ekki uppi hálfpeninga-
laust þegar komið er vestur fyrir.
Og engin hætta er á að það skili
afgangsgjaldeyri ef einhver skildi
vera.
Oldsmobil Delta 88 Royal Coupe 1985
2ja dyra svartur glæsivagn, klæddur Ijósgráu
plussi. MótorV-8, ekinn 21 þ. m., sjálfskipturmeð
sjálfhraðast. og veltistýri o.fl. o.fl.
Skoðum skuldabréf og skipti. Sími 19181.
Bókleg námskeið hjá
flugskólanum Vesturflugi hf.
Einkaflugmannsnámskeið hefst mánud. 6. febrúar 1989.
Blindflugnámskeið hefst mánud. 5. des. 1988.
Upprifjunarnámskeið hefst strax og nægileg þátttaka hefur fengist.
Upplýsingar og innritun hjá Vesturflugi og í síma 91-28970.
Vesturflug hf.,
Reykjavíkurflugvelli, sími 91-28970,
(við hliðina á innanlandsflugi Flugleiða).
NORDMENDE
m m rstí .
NORDMENDE _____ _____ NORDMENDE
Nordmende MS 3001
hljómtækjastæðan er með:
2x50W magnara, 2x5 banda
tónjafnara, tvöföldu segul-
bandi, hraðupptöku, síspilun,
útvarpi m/FM, LW, MW og
hálfsjálfvirkum plötuspilara,
8 föst minni á útvarps-
stöðvunum o. m. fl.
Jólaverð aðeins: 42.725,- eða
39.900,- stgr
Áskriftarsíminn er 83033
85 40