Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 Þorðar saga Bókmenntir Erlendur Jónsson Ásgeir Jakobsson: ÞÓRÐUR KAKALI. 264 bls. Skuggsjá. 1988. egar litið er yfír ritaskrá Ás- geirs Jakobssonar kemur í ljós að bækur hans eru að langmestu leyti sjónum tengdar. Er þá ekki úrskeiðis að hann skuli nú fara að skrifa um Surlunguefni, endursegja Þórðar sögu kakala og skýra og skilgreina valdabaráttu höfðingja- ættanna á Sturlungaöld? Fljótt á litið kann svo að sýnast. En sé bet- ur að gáð er enn verið að róa á sömu mið. Þetta er í senn saga og söguskýring. Og ægir leikur hér ekkert smáhlutverk. Að hluta til er þetta sjómannasaga. Þórður kakali safnaði liði sínu á Vestfjörðum. Líka er í minnum haft að hann háði einu sjóorustu íslandssögunnar. Ásgeir Jakobsson bendir á að af skipum þeim, sem hann dró saman um Vestgörðu, megi glöggt marka hver þá hafí verið skipaeign Vestfirð- inga. Og það bregði síðan ljósi yfír atvinnusögu Qórðungsins á sama tíma því vitanlega hafí þau skip verið ætluð til fískveiða og flutninga — þó svo að þau væru þama tilfall- andi heimt til hemaðar. Þær stað- reyndir hafa, að minnsta kosti í og með, freistað höfundar að setja saman þessa bók. Efnið tengist líka átthögum hans. Sturlunga verður ekki Iesin að gagni nema maður setji sig um leið inn í staðfræði sögunnar, viti deili á ömefnum, al- faraleiðum og fjarlægðum. Og best þekkir maður auðvitað til á heima- slóðum. Sturlungaöldin er merkilegt rannsóknarefni frá mörgu sjónar- miði séð. Ásgeir skoðar viðfangs- efni sitt í víðtæku samhengi: »Ey- þjóð, sem hvorki átti sér verslunar- stétt né skip til siglinga, bar náttúr- lega dauðann í sér,« segir hann. Þó kennt hafí verið á dögum sjálf- stæðisbaráttunnar að frelsið hafí glatast vegna innbyrðis deilna mis- viturra höfðingja teljum við okkur vita betur nú. Ásgeir hefur þann háttinn á að hann endursegir sem mest Þórðar sögu og tekur stundum upp úr henni orðréttar málsgreinar en skýtur hér og þar að orðaskýringum og þá innan sviga. Munu þær ætlaðar ófróðum til skilningsauka. Að mínum dómi em þær útlistanir full- margar og óþarflega ítarlegar, að minnsta kosti sumar hvetjar. Bók sem þessa munu varla lesa aðrir en þeir sem þegar eru nokkuð inni í Sturlungu og öðrum fomritum og þar af leiðandi sæmilega að sér í þeirrar tíðar íslensku. Að öðru leyti tekst Ásgeiri vel endursögnin. 0g reyndar er það ekki á hvers manns færi að endursegja fomrit. Þar er margt að athuga. Stíllinn er klassískur. Hann er gagnorður en samt einfaldur. Óhugnanlegur er líka hrottaskapur sá sem lýst er í Sturlungu og vandratað að relq'a slíkt í endursögn. Víða er þess get- ið að góðum mönnum hafí óað við. Þeirra á meðal var Þórður kakali. Hann átti harma að hefna. Og víst ætlaði að beijast til valda. En hefni- gjarn sýnist hann ekki hafa verið; gerði sér ekki leik að því að brytja niður eða limlesta fólk eins og sum- ir sem gengu til fylgis við hann. Hvorki hafði hann glæsileik né duttlunga Sturlu, bróður síns, en virðist hafa verið fullt svo vel til foringja fallinn. Og vamarsigur sá, sem hann vann á Kolbeini unga, sýndi að hann var maður farsæll og hefði, ef ytri skilyrði hefðu verið hagstæðari, átt framtíð fyrir sér sem höfðingi, leiðtogi. Bæði vegna mannkosta sinna og líka hins að hann mátti berjast við ofurefli Iiðs skapar honum vissa samúð eins og höfundur bendir á. Vitanlega var liðsafnaður hans um Vestijörðu enginn happadráttur fyrir heima- menn. Þvert á móti varð margur hart leikinn í þeirri herkvaðningu. En alþýða manna átti ekki um góða kosti að velja, vægast sagt. Það útheimti bæði kænsku og heppni að halda höfðinu á ógnaröld þess- ari. Þeir, sem neyddust til að fylgja höfðingja til vígaferla, vom sjaldan nokkrir hugsjónamenn í þess orðs venjulegu merkingu heldur þraut- píndur almúgi sem rekinn var áfram með harðri hendi. Ásgeir bendir á að fylgispekt Vestfírðinga við Þórð hafí meðal annars stafað af þvi að ella gátu þeir átt von á öðm verra. Sjókort fylgir textanum vegna Flóabardaga, en þar er Ásgeir Jak- obsson ekki alveg sammála stað- fræði þeirra fræðimanna sem áður hafa tekið sér fyrir hendur að ákvarða hvar þessi örlagaríki at- burður hafí átt sér stað. Þórður kakali hafði færri menn og skip en vann þó frækilegan varn- arsigur. Það gerði gæfumuninn Ásgeir Jakobsson segir Ásgeir Jakobsson, að »Vest- fírðingar vom jafnvanir hreyfíngum skipa sinna og Norðlendingar hesta sinna.« Aldarfarslýsing sú, sem lesa má út úr bókinni og ályktanir af henni dregnar, em að minni hyggju vel ígmndaðar. Auðvitað var þetta orð- ið vonlaust fyrir íslendinga. Norð- menn, sem skipum réðu, áttu eins og komið var alls kostar við þessa einangmðu eyþjóð. Ógnimar og manndrápin vom fjörbrot þjóðveldis sem var dauðanum merkt. Því reyndust hinir sterku allir jafn- máttvana þegar til leiksloka dró; auk þess sem þeir vom sundraðir, gátu ekki lengur treyst á nánustu ættingja hvað þá aðra. Eða eins og Ásgeir Jakobsson kemst að orði: »Eftir hinn langa ófrið á Sturlunga- öld og hatrið, sem honum fylgdi, vildi margur íslenzkur höfðingi heldur gefa upp hémð sín í hendur Noregskonungs en svarins óvinar.« Sturlunga leitar á hugann nú á dögum. Og margur tekur sér fyrir hendur að skýra hana, leggja út af henni, draga af henni ályktanir; stundum almennt en oftar á ein- hveiju afmörkuðu sviði eins og Ásgeir Jakobsson gerir hér. Hug- leiðingar hans em síður en svo hið eina sem ritað er um Sturlungu um þessar mundir. En þær sóma sér prýðilega við hlið annarra rita um sams konar efni. Sigurður skólameistari sagði einu sinni að menn ættu ekki að skrifa um annað en það sem þeir hefðu vit á. Ásgeir Jakobsson fylg- ir hér þeirri reglu, skyggnir það sjónarsvið þessa mikla rits þar sem hann er sjálfur heima. Ottaskógnr Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Nína Björk Árnadóttir: HVÍTI TRÚÐURINN. Forlagið 1988. Eitt ljóðanna í Hvíta trúðnum nefnist í óttaskógi. Það er á margan hátt dæmigert fyrir skáld- skap Nínu Bjarkar Ámadóttur: Enginn getur fylgt mér út úr skógi óttans fagrir eru þeir sem koma til mín Nína Björk Ámadóttir opna mér lófa sína fulla af ástarblómum opna mér augu sín full af stjömum Enginn getur fylgt mér út úr skógi óttans út úr óttaskóginum mínum Fegurð og ást setja sem áður svip á ljóð Nínu Bjarkar. En mest ber á ótta og kvíða og þeirri ógn sem það veldur að öllu eru tak- mörk sett. Svo að vikið sé aftur að fyrmefndu ljóði stendur þar að enginn geti fylgt skáldinu út úr skógi óttans. En þessi skógur verður kumpánlegur og kannski dálítið meira þegar síðasta Iínan er skoðuð. Þar er skógur óttans orðinn óttaskógurinn minn. Skáld- ið veit að án þessa skógar verður ekki til neinn lífsháski og þá ekki heldur neitt ljóð. Dvölin í óttaskógi er nauðsyn. Birtan er of skær fyrir dimmufugl- inn eins og í samnefndu Ijóði. Nína Björk minnist nokkurra látinna vina í Hvíta trúðnum. Um Flóka eru tvö ljóð, hið fyrra eftir- mæli. í því er hinn eftirsótti rökk- urheimur ævintýra og sagna sem Flóki gat opnað. Lokaorðin: „deyðu ekki/ mér þykir svo vænt um þig“ kallast á við síðasta ljóðið í bókinni. Það ljallar um daginn sem er svo gegnsær og ekki má bijóta og skáldið biður: „haltu um hann með mér“. KLiðmjúk ljóð Nínu Bjarkar byggja mjög á endurtekningum. Stundum gengur hún of langt í þessari aðferð, einkum þegar hún beitir um of algengum „skáldleg- um“ orðum. Ljóðin verða einum of ljúfsár. En einlægni hennar, bamsleg skynjun og um leið full- orðin tilfínning gæða mörg ljóða hennar lífsvisku. Opnu frásagnarljóðin eins og til að mynda Heima á Þóreyjamúpi áður en ég fæddist, Bemskuminn- ing úr Djúpi (tvö ljóð með sama heiti) og 7. júní í Finnlandi em afar geðþekk ljóð og leyna á sér í einfaldleik sínum. Ferðaminning- in frá Indlandi, Snertingabann- Fjarvistarsönnun er gott og gilt ferðaljóð, en dálítið eftir upp- skrift. Svona ljóð á maður von á að lesa um ferðalag hvítrar vel- ferðarskáldkonu um tötraheima Indlands. Ljóðin tvö sem bæði heita Kyn- þroska virðast mér lýsa skilningi á vissu aldursskeiði og gera það á nærfærinn hátt eins og Nínu Björk er tamt. Hvíti trúðurinn sem bókin dreg- ur nafn af skýrir frá því hvemig allt gleymist og grær „uns dagur- inn kemur aftur/ og opnar sárin“ og sá sem talar í ljóðinu stendur á miðju torgi eða í miðri veislu í hlutverki trúðsins. Þetta er sterkt ljóð og vel ort eins og fleiri ljóð bókarinnar. Líklega er því ætlað að segja sama og Útlagi, Ijóð sem sýnir skáldið sem hinn eilífa útlaga sem „á aðeins/ sjálfs sín völ“. Að búa í slíkri útlegð laðar fram ljóð, beinlínis heimtar ljóð. Björg Björns- dóttir - Minning Fædd 22. maí 1919 Dáin 19. nóvember 1988 Það er ekki meining okkar að rekja æviferil Bjargar í þessum skrifum hér. Það hafa aðrir gert af meiri kunnáttu. Okkar kynni af Björgu náðu aðeins til sex síðustu æviára hennar. Árið 1982 keyptum við neðri hæð í húsi þeirra Sigur- sveins og Bjargar. Þegar sú ákvörð- un var í bígerð sögðu margir okkar bestu vinir að tvíbýli væri óhentugt sambýlisform sem allir ættu að forðast. Þrátt fyrir holl og góð ráð tókum við það skref sem við sjáum Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85. Akureyri. aldrei eftir og alla tíð höfum við fundið okkur velkomin og að hér ættum við virkilega heima, jafnvel sonur okkar er rólegur lyklalaus því komist hann ekki inn á 1. hæð þá kemst hann alltaf inn á hæðina fyrir ofan. Það að kynnast Björgu og henn- ar sterka persónuleika er góð reynsla. Alltaf var það númer eitt að gera öðrum greiða og gleðja þá sem stóðu henni nálægt. Hið trausta samband Bjargar og Svenna var hreinlega til að kenna ungum hjónum eins og okkur hvað samstaða og hlýja í hjónabandi er mikilvæg eins og allt þeirra sam- band endurspeglaði. Björg hafði þann góða kost í sínu fari að vinnu- gleði og vandvirkni einkenndu hana, hvort sem það voru störf unnin á heimilinu eða utan þess. Við minnumst þess oft er við áttum stundir saman þar sem rætt var um lífsins gang hve auðvelt Björg átti með að gefa frá sér hlýju. Oft var það að bankað var á dymar hjá okkur og þar var Björg með heitar skonsur eða annað góð- gæti til að gefa. Já, að gefa veitti henni mikla lífsfyllingu. Við viljum þakka Björgu fyrir þau ár þar sem okkar vegir lágu saman. Kæri Svenni og aðstandendur, megi Guð veita ykkur styrk um ókomna framtíð. Kveðja. Margrét og Kristján Hrefiia L. Þorarms- dóttir — Knútur Lár- usson - Hjónannnning Fædd 5. desember 1918 Dáin 14. júlí 1988 Fæddur 24. júlí 1915 Dáinn 14. júní 1988 Mig langar í fáum orðum að minnast þeirra prýðishjóna Hrefnu og Knúts. Ég kynntist þeim sem mjög samstilltum hjónum. Enda sannaðist það og kom best fram í veikindum þeirra beggja. Hrefna átti við vanheilsu að stríða um ára- tugaskeið, hún hafði sér fáa betri við hlið en mann sinn. Enda brast þar styrk stoð er Knútur var allur. En maðurinn með ljáinn var ekki búinn að ljúka verki sínu, því mán- uði eftir lát Knúts lést Hrefna. Þetta var þungt áfall fyrir ættingja þeirra hjóna en Knútur og Hrefna eignuðust tvær dætur, þær eru: Katrín, gift Einari Kristjónssyni frá Ólafsvík, og Hafdís, gift Lárusi Péturssyni frá Stykkishólmi. Þau áttu þijú bamabörn og tvö bama- barnabörn. Það var alltaf sama gestrisnin. Ég og fjölskylda mín urðum þess aðnjótandi sumar eftir sumar enda ekki komið svo í Hólminn að þau væru ekki heimsótt. Alltaf var reynt að vera með glaðværð og aldrei voru sýnd merki þess að heilsan væri að bresta. Enda kom fréttin um veikindi Knúts eins og reiðar- slag og síðan öllu lokið. Knútur starfaði sem vélamaður við frystihúsið í Stykkishólmi í fimmtíu ár. Hann var bæði vel lið- inn og traustur starfsmaður. Ég vil leyfa mér að segja að í dag getum við, sem þau hjónin þekktum, glaðst yfír því að þau voru ekki aðskilin nema í einn mánuð. Við minnumst þeirra hjóna með söknuði, og þökk- um fyrir þær stundir sem við áttum með þeim og kynninguna við þau. Ég bið Guð að styrkja ættingja þeirra og vini. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Lilja Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.